Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 22

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Orku náttúrunnar vinnur að því að stækka varmastöð Hellisheiðar- virkjunar. Þessum áfanga á að ljúka fyrir árslok 2019. Heildar- kostnaður við stækkunina er áætl- aður um milljarður króna. Núverandi afl varmastöðvar- innar, sem var tekin í notkun árið 2010, er 133 megavött. Stækkunin nú er upp í 200 megavött, sam- kvæmt upplýsingum Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að varmastöðina megi stækka frekar, eftir því sem heita- vatnsþörfin á höfuðborgarsvæðinu vex, í 400 megavött. Stækkunin nú rúmast innan núverandi aðalbygg- ingar Hellisheiðarvirkjunar. Verið er að vinna úr tilboðum vegna útboðs á varmaskiptunum, sem er stærsti búnaðurinn vegna stækkunarinnar. Búið er að bjóða út kaup á öðrum stærri búnaði, s.s. lokum o.fl. Meðal þess sem á eftir að bjóða út er uppsetning búnaðar. Er tvískipt virkjun Hellisheiðarvirkjun er samþætt varma- og raforkuvirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu og var reist í áföngum frá 2006. Virkjaðir eru tugir borhola, 1.000- 2.200 metra djúpar. Úr holunum streymir jarðhitavökvi, sem er blanda af gufu og vatni. Þessum vökva er safnað í skilju- stöð. Þaðan fara svo gufa og vatn eftir tveimur aðskildum aðveitu- æðum í stöðvarhús virkjunarinnar. Það er tvískipt, annars vegar raf- stöð og hins vegar varmastöð. Gufan knýr túrbínur til raf- orkuframleiðslu og fer rafmagnið inn á dreifikerfi Landsnets. Heita vatnið er leitt í varmastöðina þar sem það er notað til að hita upp kalt ferskvatn. Upphitaða vatnið er leitt í leiðslum neðanjarðar til höfuðborgarsvæðisins. Varmastöð- in var gangsett árið 2009. Vegna stækkunar varmastöðvar- innar nú þarf virkjunin meira magn af köldu vatni. Í því skyni hyggst Orka náttúrunnar bora þrjár kaldavatnsholur í Engidal til öflunar ferskvatns fyrir Hellisheið- arvirkjun. Var verkið boðið út ný- lega og verða tilboð opnuð 17. desember næstkomandi. Engidalur er í um 5 kílómetra fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun. Núverandi lögn frá Engidal mun anna þessu aukna vatnsmagni, samkvæmt upplýsingum Eiríks. Á síðasta ári kom um helmingur heita vatnsins í hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu frá virkjunum tveimur á Hengilssvæðinu; Nesja- vallavirkjun (300 megavött varma) og Hellisheiðarvirkjun (133 mega- vött varma). Hinn helmingurinn kom frá jarðhitasvæðunum í Mosfellsbæ (Reykir og Reykjahlíð), Laugar- nessvæðinu og úr Elliðaárdal. Hellisheiðarvirkjun stækkuð  Varmastöð Hellisheiðarvirkjunar verður stækkuð upp í 200 megavött  Orka náttúrunnar áformar að bora þrjár kaldavatnsholur í Engidal  Um helmingur heita vatnsins kemur frá Hengilssvæðinu Ljósmynd/Orka náttúrunnar Hellisheiðarvirkjun Þaðan er heitt vatn leitt til höfuðborgarinnar og rafmagn fer inn á dreifikerfi Landsvirkjunar. Engidalur Hveradalir Hellisheiðar- virkjun Ko rt ag ru nn ur : O rk uv ei ta Re yk ja ví ku r/ LM Í Fyrirhugaðar kaldavatns- borholur fyrir Hellis- heiðarvirkjun á vatnstöku- svæði við Engidal Vatnstökusvæði við Engidal SVÍNAHRAUN H E N G IL L 1 Myndlistarkonan Sossa Björnsdóttir, sem ný- verið fékk menningarverðlaun Reykjanes- bæjar, verður með sitt árlega jólaboð á vinnu- stofunni laugardaginn 1. desember frá kl. 16 til 20. Anton Helgi Jónsson mun flytja ljóð fyr- ir gesti og gangandi og hljómsveitin Klassart sér um tónlistarflutning. Sossa verður einnig með opið á sunnudag- inn, frá kl. 16-20, en hún vekur athygli á að vinnustofa hennar, í Mánagötu 1, verður lokuð frá miðjum desember og fram að áramótum. Sossa er uppalin í Keflavík, lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og lauk mastersgráðu við listaháskóla í Boston. Hún hefur verið með fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Sossa með árlegt jólaboð á vinnustofunni Myndlist Sossa Björnsdóttir verður í jólaskapi um helgina. Flosi Eiríksson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri Starfsgreina- sambands Ís- lands og tekur við af Drífu Snæ- dal, nýkjörnum forseta ASÍ. 17 sóttu um stöð- una. Flosi er húsasmiður og við- skiptafræðingur að mennt og var um árabil bæjarfulltrúi í Kópavogi. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Íslandsstofu við fræðslu og ráð- gjöf. Áður starfaði hann m.a. hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG. Flosi til Starfs- greinasambandsins Flosi Eiríksson Tvö pör voru handtekin í Breiðholti í fyrrakvöld, með skömmu millibili. Annað parið var grunað um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Það var vistað fyrir rannsókn máls í fanga- geymslu lögreglu og sleppt að lok- inni skýrslutöku. Skömmu síðar var annað par handtekið í Breiðholti, grunað um líkamsárás, akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, akstur þrátt fyrir sviptingu ökuréttinda, fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt, hótanir o.fl. Parið var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Bif- reiðin reyndist vera ótryggð og voru númer því klippt af, segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglan tók tvö pör í Breiðholti STUTT Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.