Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Orku náttúrunnar vinnur að því að stækka varmastöð Hellisheiðar- virkjunar. Þessum áfanga á að ljúka fyrir árslok 2019. Heildar- kostnaður við stækkunina er áætl- aður um milljarður króna. Núverandi afl varmastöðvar- innar, sem var tekin í notkun árið 2010, er 133 megavött. Stækkunin nú er upp í 200 megavött, sam- kvæmt upplýsingum Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að varmastöðina megi stækka frekar, eftir því sem heita- vatnsþörfin á höfuðborgarsvæðinu vex, í 400 megavött. Stækkunin nú rúmast innan núverandi aðalbygg- ingar Hellisheiðarvirkjunar. Verið er að vinna úr tilboðum vegna útboðs á varmaskiptunum, sem er stærsti búnaðurinn vegna stækkunarinnar. Búið er að bjóða út kaup á öðrum stærri búnaði, s.s. lokum o.fl. Meðal þess sem á eftir að bjóða út er uppsetning búnaðar. Er tvískipt virkjun Hellisheiðarvirkjun er samþætt varma- og raforkuvirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu og var reist í áföngum frá 2006. Virkjaðir eru tugir borhola, 1.000- 2.200 metra djúpar. Úr holunum streymir jarðhitavökvi, sem er blanda af gufu og vatni. Þessum vökva er safnað í skilju- stöð. Þaðan fara svo gufa og vatn eftir tveimur aðskildum aðveitu- æðum í stöðvarhús virkjunarinnar. Það er tvískipt, annars vegar raf- stöð og hins vegar varmastöð. Gufan knýr túrbínur til raf- orkuframleiðslu og fer rafmagnið inn á dreifikerfi Landsnets. Heita vatnið er leitt í varmastöðina þar sem það er notað til að hita upp kalt ferskvatn. Upphitaða vatnið er leitt í leiðslum neðanjarðar til höfuðborgarsvæðisins. Varmastöð- in var gangsett árið 2009. Vegna stækkunar varmastöðvar- innar nú þarf virkjunin meira magn af köldu vatni. Í því skyni hyggst Orka náttúrunnar bora þrjár kaldavatnsholur í Engidal til öflunar ferskvatns fyrir Hellisheið- arvirkjun. Var verkið boðið út ný- lega og verða tilboð opnuð 17. desember næstkomandi. Engidalur er í um 5 kílómetra fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun. Núverandi lögn frá Engidal mun anna þessu aukna vatnsmagni, samkvæmt upplýsingum Eiríks. Á síðasta ári kom um helmingur heita vatnsins í hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu frá virkjunum tveimur á Hengilssvæðinu; Nesja- vallavirkjun (300 megavött varma) og Hellisheiðarvirkjun (133 mega- vött varma). Hinn helmingurinn kom frá jarðhitasvæðunum í Mosfellsbæ (Reykir og Reykjahlíð), Laugar- nessvæðinu og úr Elliðaárdal. Hellisheiðarvirkjun stækkuð  Varmastöð Hellisheiðarvirkjunar verður stækkuð upp í 200 megavött  Orka náttúrunnar áformar að bora þrjár kaldavatnsholur í Engidal  Um helmingur heita vatnsins kemur frá Hengilssvæðinu Ljósmynd/Orka náttúrunnar Hellisheiðarvirkjun Þaðan er heitt vatn leitt til höfuðborgarinnar og rafmagn fer inn á dreifikerfi Landsvirkjunar. Engidalur Hveradalir Hellisheiðar- virkjun Ko rt ag ru nn ur : O rk uv ei ta Re yk ja ví ku r/ LM Í Fyrirhugaðar kaldavatns- borholur fyrir Hellis- heiðarvirkjun á vatnstöku- svæði við Engidal Vatnstökusvæði við Engidal SVÍNAHRAUN H E N G IL L 1 Myndlistarkonan Sossa Björnsdóttir, sem ný- verið fékk menningarverðlaun Reykjanes- bæjar, verður með sitt árlega jólaboð á vinnu- stofunni laugardaginn 1. desember frá kl. 16 til 20. Anton Helgi Jónsson mun flytja ljóð fyr- ir gesti og gangandi og hljómsveitin Klassart sér um tónlistarflutning. Sossa verður einnig með opið á sunnudag- inn, frá kl. 16-20, en hún vekur athygli á að vinnustofa hennar, í Mánagötu 1, verður lokuð frá miðjum desember og fram að áramótum. Sossa er uppalin í Keflavík, lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og lauk mastersgráðu við listaháskóla í Boston. Hún hefur verið með fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Sossa með árlegt jólaboð á vinnustofunni Myndlist Sossa Björnsdóttir verður í jólaskapi um helgina. Flosi Eiríksson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri Starfsgreina- sambands Ís- lands og tekur við af Drífu Snæ- dal, nýkjörnum forseta ASÍ. 17 sóttu um stöð- una. Flosi er húsasmiður og við- skiptafræðingur að mennt og var um árabil bæjarfulltrúi í Kópavogi. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Íslandsstofu við fræðslu og ráð- gjöf. Áður starfaði hann m.a. hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG. Flosi til Starfs- greinasambandsins Flosi Eiríksson Tvö pör voru handtekin í Breiðholti í fyrrakvöld, með skömmu millibili. Annað parið var grunað um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Það var vistað fyrir rannsókn máls í fanga- geymslu lögreglu og sleppt að lok- inni skýrslutöku. Skömmu síðar var annað par handtekið í Breiðholti, grunað um líkamsárás, akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, akstur þrátt fyrir sviptingu ökuréttinda, fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt, hótanir o.fl. Parið var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Bif- reiðin reyndist vera ótryggð og voru númer því klippt af, segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglan tók tvö pör í Breiðholti STUTT Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.