Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú um mánaðamótin eru tveir mán- uðir liðnir síðan Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga og gjald- töku var hætt. Samkvæmt upplýsingum Friðleifs Inga Brynjarssonar, sérfræðings hjá Vegagerðinni, er erfitt að full- yrða á þessum tímapunkti hvort um- ferð um göngin hafi aukist eftir að gjaldtöku var hætt en fyrstu vís- bendingar eru að aukningin sé óveruleg. Skýringin helst til sú, að mati Friðleifs, að rífleg afsláttarkjör voru veitt til þeirra sem fóru oft um göng- in auk þess sem verð fyrir staka ferð hefur verið á sömu krónutölu og við opnun. Af þessu megi draga þá ályktun að verðið í göngin hafi verið lítil hindrun fyrir ökumenn. Friðleifur segir að þetta muni skýrast frekar þegar liðið er nokkuð á næsta ár og jafnvel ekki fyrr en í byrjun þarnæsta árs (2020) þegar mælingar yfir heilt umferðarár (2019) liggja fyrir. Reynslan hefur verið góð Rekstur ganganna hefur gengið nokkuð vel að mati Vegagerðar- innar, en vinnuaðferðir eru enn í þróun, að sögn G. Péturs Matthías- sonar upplýsingafulltrúa stofnunar- innar. Í daglegum störfum eru það mest tveir starfsmenn frá þjón- ustustöðinni á Hafnarfirði, sem fara reglulega í göngin. Auk þess hefur verið vakt við göngin nema yfir há- nóttina. Þá sinnir vaktstöð í Reykja- vík göngunum allan sólarhringinn en hún vaktar líka einkum vetrarþjón- ustuna. Eftirlitið fer fram í gegnum myndavélakerfi í tölvum. Þetta þýðir að sú vakt sem áður fór fram í gjaldskýli norðan ganga fer nú þannig fram í vaktstöð, að sögn G. Péturs. Ekki er áætlað að vakt verði á staðnum, en fólk hefur verið í gjaldskýlinu frá því Vega- gerðin tók við göngunum til að tryggja yfirfærsluna. Svo verður enn um sinn en ekki til langframa. Sami fjöldi starfsfólks vakt- stöðvar og verið hefur í vetrarþjón- ustu sinni eftirlitinu. En með til- komu þjónustu við Hvalfjarðargöng þarf Vegagerðin að starfrækja vakt- stöðina allan sólarhringinn allt árið en áður einungis meðan vetrarþjón- usta varði. „Vaktstöðin í Reykjavík kallar síð- an út menn til aðstoðar þurfi þess rétt eins og gert var í gjaldskýlinu áður. Að miklu leyti eru þetta sömu aðilar og áður sem þjónusta göngin, þ.e.a.s. varðandi dráttarbíla og þess háttar,“ segir G. Pétur. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að líkja eftir því kerfi sem notað er í Noregi. Þar eru fjórar vaktstöðvar á landinu öllu sem m.a. vakta öll jarð- göng á sínu svæði (það eru yfir 1.000 göng í Noregi). Í Noregi eru um 30 neðansjávargöng og í 10 þeirra er umferð á bilinu 5 til 10 þúsund bílar á dag. Hvergi er þar mönnuð vakt við göngin. Eins og fram hefur komið hafa verið gerðar breytingar á veginum norðan megin Hvalfjarðar. Tvö minni gjaldskýli, sem voru sitt hvor- um megin við aðalskýlið, hafa verið fjarlægð og merkt ein akrein fram hjá gjaldskýlinu hvorum megin. Stóra skýlið mun standa áfram þannig að alltaf sé hægt að koma á vakt tímabundið ef sérstök ástæða er talin til. Verið er að setja upp vegrið umhverfis gjaldskýlið og lýk- ur þá þeirri aðgerð í bili. Óveruleg aukning umferðar í göngin  Tveir mánuðir síðan gjaldtöku í Hvalfjarðargöng var hætt og Vegagerðin tók við rekstrinum  Bendir til þess að gjaldið hafi ekki verið hindrun fyrir fólk  Göngin vöktuð allan sólarhringinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalfjarðargöngin Það var stór stund þegar gjaldtöku var hætt 28. september eftir 20 ár. Ríkið tók síðan við göngunum frá Speli, sem byggði göngin. HEFILBEKKIR FYRIR SKÓLA, VERKSTÆÐI OG HEIMILI Elite 2000 Verð: 248.900 Hobby Verð: 32.500 Nordic Plus 1450 Verð: 69.800 Skápur: 27.490 Ramia Premium star Einm Hæðars mia an Verð: 95.800 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 a 1700 9.800 ced 1500 Rami Verð: 9 mia öfaldur ð: 179.800 Ra Tv Ver eningur tillanlegur Ný vefverslunbrynja.is Ra adv Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.