Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 60

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 60
Náttúrufræðingurinn 140 út með þeim, svo sem fosfórs.40,45 Þar af leiðandi er flæði fosfórs úr botnseti til vatnsins háð súrefnis- ástandinu á mörkum sets og vatns. Það er lífríkið á botninum sem stjórnar að miklu leyti innri hraða efnahringrásar í vötnum. Lífverurnar róta upp seti og þær viðhalda einnig súrefnisstyrk á mörkum vatns og sets og í efsta lagi setsins.45–47 Sérstaklega eru Chironomid-lirfur (s.s. Tanytarsus gracilentus) mikilvirkar, binda botninn, styrkja hann með silkiþráðum og við fæðuöflun veita þær súrefnisríku vatni ofan í setið sem viðheldur súrefnisstyrk í efstu lögum þess.2 Það hefur áhrif á efnareiki úr botnsetni upp í vatnsbolinn þar sem þetta hefur áhrif á leysni, og þar með reiki, þeirra efna sem eru torleyst við súrefnisríkar aðstæður.14 Benelli o.fl.47 hafa með tilraunum mælt áhrif mismunandi þéttleika Chironomid- lirfa á styrk NH4, PO4, SiO2, Fe(II) og Mn(II) í efstu 10 cm í seti. Niðurstöð- urnar sýna að virkni lirfanna dregur mjög úr styrk efnanna í setvatni og þar með úr reiki efnanna úr setinu og hraða hringrásar þeirra innan vatnsins. Rotnun lífrænna leifa byggist á súr- efni (1. og 2. jafna ganga til vinstri). Því geta myndast súrefnisfirrtar aðstæður við botn stöðuvatna á tímabilum þegar rotnun er mikil og/eða loftskipti hæg í vatnsbolnum, t.d. á veturna þegar ís er á vatninu. Vatni var safnað í gegnum ís á Mývatni á mismunandi dýpi í janúar og mars 1974. Efnagreining sýndi að styrkur súrefnis minnkaði með dýpi og gat orðið mjög lítill við botn.11 Sömu sögu er að segja um styrk súrefnis í sýnum sem safnað var nálægt botni í Neslandavík (stöð 95 á 1. mynd) í febrúar 2000.16 Á 6. mynd sést að styrkur súr- efnisháðu efnanna Fe og Mn var hæstur í Mývatni yfir vetrartímann og í ágúst árið 2000. Botnset í Mývatni er ríkt af lífrænu efni og við rotnun geta súrefn- isfirrtar aðstæður myndast við botn vatnsins. Við þær aðstæður eykst leysni Fe, Mn, og næringarefnisins PO4. Svipuð ferli virðast ráða losun fosfórs um botn Mývatns og í grunnum vötnum í Kanada og í Eystrasalti.40,44 Sumarið 2000 var þéttleiki mýflugna mjög mikill. Allt að 80% mýflugna í Mývatni eru af tegundinni Tanytarsus gracilentus, slæðumý eða litla topp- fluga.48 Af öðrum tegundum má nefna Chironomus islandicus, stóru topp- flugu. Þegar sýnum var safnað 24. júlí 2000 var heildarfjöldi Chironomid- lirfa 580 þúsund á hvern fermetra á stöð HO. Þar af var þéttleiki T. gracilentus 315 þúsund m-2.17 T. gracilentus-lirfur spinna silkivef á botni Mývatns, veita súrefn- isríku vatni niður í efsta hluta setsins og hafa þannig áhrif á efnaskiptahraða á milli sets og vatns. Eftir að lirfurnar klekjast út brotnar silkivefur þeirra niður og botninn verður berskjaldaðri fyrir ölduróti.2 Þá hætta þær einnig að dæla súrefnisríku vatni ofan í setið. Við það minnkar súrefnisstyrkur í efsta hluta setsins og innstreymiefna sem eru leysanleg við súrefnissnauðar aðstæður (t.d. Fe, Mn og PO4) getur aukist. Rotnun og öndun á botninum veldur súrefnis- þurrð (1. jafna gengur til vinstri) sem getur aukið enn á hraða innstreymis efnanna úr botni. Það er áhugavert að bera saman styrk leysts Fe, Mn (6. mynd) og PO4 (4. mynd) í Geirastaðaskurði. Fylgni þessara efna er mikil, eins á sjá má á 8. mynd. Járn og mangan eru næringarefni sem ljóstil- lífandi lífverur þarfnast í snefilmagni.49 Mólhlutfall leysts Mn og P (Mn:PO4) í útfalli Mývatns var stöðugt á milli 0,03 og 0,04, nema í mars og ágúst 2000 þegar hlutfallið var 0,06 og 0,1. Hið stöðuga hlutfall Mn og PO4 í Mývatni bendir til þess að sama ferli stjórni styrk þeirra í vatni og freistandi er að líta svo á að Fe og Mn séu tekin upp við ljóstil- lífun. Quigg o.fl.50 greindu efnastyrk í ræktaðri Anabaena-blágrænubakt- eríu. Mólhlutföllin voru 0,018Fe:1P og 0,0028Mn:1P. Upptaka vegna ljóstillíf- unar A. flos-aquae í Mývatni ætti því að nema 18 mmól Fe og 2,8 mmól Mn fyrir hvert 1 mól af P. Aðfallsgreining á gögnum úr Mývatni sýnir hins vegar að styrkur Fe og Mn lækkar 10 og 17 sinnum meira en ef aðeins væri um upp- töku vegna ljóstillífunar að ræða. Önnur ferli en ljóstillífun geta haft áhrif á hlut- fall Fe, Mn og P. Í fyrsta lagi er eðli Fe og Mn þannig að leysni þeirra eykst við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.