Morgunblaðið - 05.01.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
Betri líðan í hálsi og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Frábær aðstaða og góður tækjasalur á Bíldshöfða 9.
Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is
Bakleikfimi
Hefst
10. jan.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Skipulagsstofnun telur líkur á að
fyrirhuguð aukning laxeldis Laxa
fiskeldis ehf. í Reyðarfirði um 10
þúsund tonn muni hafa verulega nei-
kvæð áhrif á villta laxastofna.
Grundvallar stofnunin álit sitt á
matsskýrslu Laxa á áhættumati
Hafrannsóknastofnunar sem ekki
hefur verið lögfest.
Skipulagsstofnun birti í gær álit
sitt á matsskýrslu Laxa fiskeldis
vegna umhverfismats fyrir aukningu
laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði úr
sex þúsund tonnum í 16 þúsund tonn.
Telur hún að helstu neikvæðu áhrif
framleiðsluaukningar felist í áhrifum
á botndýralíf, aukinni hættu á að
fisksjúkdómar og laxalús berist í
villta laxfiska og áhrifum á villta
laxastofna vegna erfðablöndunar. Þá
telur stofnunin að fyrirhuguð eldis-
aukning muni hafa neikvæð sam-
legðaráhrif með öðru, núverandi og
fyrirhuguðu, eldi á Austfjörðum á
villta laxfiska með tilliti til erfða-
blöndunar og á landslag og ásýnd.
Laxar fiskeldi miða eldi sitt í
Reyðarfirði við burðarþolsmat Haf-
rannsóknastofnunar sem metið er 20
þúsund tonn og hefur sótt um að fá
að fullnýta það. Áhættumat Haf-
rannsóknastofnunar er sett upp til
að draga úr hættu á erfðablöndun
eldislax sem hugsanlega sleppur úr
sjókvíum við náttúrulega stofna í
laxveiðiám. Gert er ráð fyrir áhættu-
matinu í lagafrumvarpi sem kynnt
hefur verið en ekki verið lögfest.
Samkvæmt því mætti ekki hafa
meira eldi í Reyðarfirði en níu þús-
und tonn.
Forsvarsmenn Laxa fiskeldis hafa
gagnrýnt áhættumatið harðlega.
Telja þeir að það sé slíkum annmörk-
um háð að ekki verði á því byggjandi.
Breiðdalsá hefur mest áhrif til
skerðingar á laxeldi á Austfjörðum.
Forsvarsmenn Laxa benda á að
stofn hennar geti ekki talist villtur
þar sem hann byggist á seiðaslepp-
ingum og áin sé frekar hafbeitará.
Of mikið eldi
Í umfjöllun um málið í áliti Skipu-
lagsstofnunar kemur fram að stofn-
unin telur að leggja beri áhættumat
Hafró til grundvallar við mat á um-
hverfisáhrifum eldis á frjóum laxi í
sjókvíum sem og við leyfisveitingar
vegna sjókvíaeldis. Vitnað er til um-
sagnar Hafrannsóknastofnunar þar
sem fram kemur að áhættumatið sé
ekki gallalaust vegna mikillar óvissu
um marga þætti en samt sem áður sé
það besta mögulega matið. Gildin í
líkaninu séu valin varfærnislega með
tilliti til þess að náttúran njóti vaf-
ans. Þá liggi fyrir að áhættumatið
geti tekið breytingum komi fram
nýjar upplýsingar.
Niðurstaðan er, eins og fyrr segir,
að áætlanir Laxa geri ráð fyrir meira
eldi en talið er ásættanlegt.
Neikvæð áhrif á laxastofna
Skipulagsstofnun telur að leggja eigi ólögfest áhættumat Hafró til grundvallar
umhverfismati og leyfum vegna aukningar laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reyðarfjörður Unnið að undirbún-
ingi slátrunar lax úr sjókví Laxa.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Útlit er fyrir að í lok næstu viku liggi
fyrir hvort stéttarfélagið Framsýn á
Húsavík og Verkalýðsfélag Grinda-
víkur draga umboð sitt til baka frá
Starfsgreinasambandinu og vísa
kjaradeilu sinni til ríkissáttasemj-
ara, líkt og VR, Efling og Verkalýðs-
félag Akraness hafa gert.
Aðalsteinn Á. Baldursson, for-
maður Framsýnar á Húsavík, segir
að stíft verði fundað næstu daga í
viðræðum SGS. „Við ákváðum að
gefa þessu næstu viku. Þá verða
áfram viðræður um sérmálin og síð-
an launaliðinn. Ef við verðum ósátt,
þá munum við vísa þessu til ríkis-
sáttasemjara,“ segir hann og nefnir
að hörku skorti í viðræðurnar.
„Það að vísa deilunni til ríkis-
sáttasemjara finnst okkur bara
ábyrgðarhluti af því að með því er
öllu ferli flýtt,“ segir hann. „Ef það
verður ekki þannig í vikunni að það
sé vilji til að semja og ná saman og
SGS tekur ekki ákvörðun um að vísa
þessu til ríkissáttasemjara, þá sé ég
ekki annað en við munum taka um-
boðið til baka og vísa til sáttasemj-
ara,“ segir Aðalsteinn.
Hann segir málið snúast um
hvort félögin vilji „hafa áhrif á stöðu
mála“ eða hvort þau ætli að „sitja
hjá“. „Það fer enginn í aðgerðir ef
hann er ekki búinn að vísa deilunni
þangað,“ segir hann.
Hörður Guðbrandsson, formað-
ur Verkalýðsfélags Grindavíkur,
segir að ákvörðun muni liggja fyrir í
næstu viku. „Mér var veitt umboð til
að taka stöðuna núna í byrjun janúar
og taka síðan ákvörðun í framhaldi
af því,“ segir hann. „Ég held ég geti
alveg fullyrt það að ég taki ákvörðun
á annan hvorn veginn í næstu viku.“
Hörður segir að óánægja sé
með að hægt hafi gengið í viðræðun-
um. „Við þurfum að setja meiri
þrýsting á mótaðilann. Kröfurnar
voru auðvitað mótaðar sameiginlega
þannig að þetta snýst aðallega um
aðferðafræðina,“ segir hann.
Framsýn og VLFG ákveða sig
um framhaldið í næstu viku
Setji meiri pressu „Þetta snýst um aðferðafræðina“
„Þetta voru nú bara nánast allt góðir
„laxamaðkar“, svo stórir og sprækir
voru þeir,“ segir María Erla Geirs-
dóttir, íbúi á Ystu-Nöf við Skúlagötu
í Borgarnesi, en í garði hennar sáust
ánamaðkar bera sig eins og það væri
komið vor, í grænu grasi síðdegis í
gær. Veðrið var vorlegt því hitinn
fór upp í 10 gráður.
María Erla stóðst ekki mátið og
tíndi nokkra af gömlum vana en síð-
an var þeim sleppt þegar búið var að
mynda þá með Morgunblað dagsins í
bakgrunni til sönnunar.
Ánamaðkar bera sig
eins og komið sé vor
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Laxamaðkar Eldspítnastokkurinn gefur
til kynna hvað maðkarnir eru myndarlegir.
Þátturinn Hrafnaþing hóf göngu
sína á ný í gærkvöldi en þessi um-
ræðu- og landsbyggðarþáttur var
sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN um
tíu ára skeið. Nú verður þátturinn
framvegis birtur vikulega á vefnum
í Sjónvarpi mbl.is.
Upptökur þáttarins fara fram í
myndveri Morgunblaðsins í Hádeg-
ismóum, en þeir Ingvi Hrafn Jóns-
son og Jón Kristinn Snæhólm bera
áfram alla ábyrgð á ritstjórn og
framleiðslu þáttarins.
„Ferill minn hófst hjá Morgun-
blaðinu fyrir 53 árum síðan svo það
er óhætt að segja að það sé gaman
að fá að enda hann í þessum húsa-
kynnum,“ sagði Ingvi Hrafn við
mbl.is. Hann sagði þáttinn verða
með sama sniði og þegar hann var
sýndur á ÍNN. Þannig mun „heima-
stjórnin“ koma saman auk fleiri
fastagesta frá fyrri tíð.
Hrafnaþingið sýnt
vikulega á mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Hrafnaþing Jón Kristinn Snæhólm og
Ingvi Hrafn Jónsson fóru í loftið í gær.
Eyjamenn tóku forskot á sæluna í gærkvöldi og
kvöddu jólin með þrettándagleði. Hafa Eyja-
menn haft það fyrir sið að kveðja jólin þetta
snemma. Árleg þrettándaganga fór af stað kl. 18
og að því loknu dönsuðu litríkir álfar og annað
huldufólk við brennuna og sungið var hátt.
Eyjamenn tóku forskot á þrettándann
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson