Morgunblaðið - 05.01.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
Þú finnur næsta sölustað á www.facebook.com/tetesepticeland
EKKI
láta veturinn
ná þér
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýtt rammaskipulag fyrir hafnar-
svæðið í Hafnarfirði verður kynnt í
maí. Út frá því verður unnið nýtt
deiliskipulag fyrir svæðið.
Rammaskipulagið verður unnið á
grundvelli tveggja vinningstillagna í
skipulagssamkeppni sem unnar voru
af sænskum og hollenskum arki-
tektastofum (sjá kort). Munu stof-
urnar kynna sameiginlegt skipulag.
Nánar tiltekið er um að ræða
Flensborgar- og Óseyrarsvæðið.
Upphaflega stóð til að gera nýtt
deiliskipulag fyrir Flensborgarhöfn.
Skipulagssvæðið var síðan útvíkkað
inn á land Óseyrar, vestan við Flens-
borgarhöfn, og að Suðurbakka.
Ólafur Ingi Tómasson, formaður
skipulags- og byggingarráðs Hafn-
arfjarðar, segir að mögulega verði
hægt að hefja framkvæmdir á næsta
ári. Endurnýjun hafnarsvæðisins
verði hugsanlega lokið 2030. Hluti
skipulagssvæðisins er þó lengra
kominn í undirbúningi. Þannig er
áformað að hefja byggingu nýrra
höfuðstöðva Hafrannsóknastofn-
unar með vorinu. Grunnur að þeim
hefur þegar verið steyptur.
Ólafur segir það auðvelda fyrir-
hugaða uppbyggingu að fáir eig-
endur séu að mannvirkjum og lóð-
um. Með uppbyggingunni verður
byggð upp þjónusta við smábáta-
höfnina við Flensborgarkvosina.
Íshúsið til skoðunar
Stærsta byggingin við hana er Ís-
hús Hafnarfjarðar. Að sögn Ólafs
Inga verður horft til nýtingarmögu-
leika hússins. Gamli Drafnarslipp-
urinn norðan við smábátahöfnina
fær nýtt hlutverk. Hugmyndir eru
um nýbyggingar sjávarmegin við
Strandgötuna, nánar tiltekið frá
Fjörukránni og að slippnum.
Ólafur Ingi segir ekki gert ráð
fyrir miklum
landfyllingum
vegna uppbygg-
ingarinnar. Það
sé enda vilji
manna að ganga
ekki meira á
hafnaraðstöðuna.
Áformað er að
reisa íbúðahverfi
austast á skipu-
lagssvæðinu, milli
Óseyrarbrautar og Hvaleyrar-
brautar. Á svæðinu eru nú geymslur
og iðnaðarhúsnæði og kallar upp-
byggingin á niðurrif. Fjöldi íbúða á
svæðinu hefur ekki verið ákveðinn.
Við íbúðasvæðið er áformað að
hafa biðstöð fyrir borgarlínu.
Við Fornubúðir verður byggt upp
þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Hug-
myndir eru um hótel. Þá stendur til
að byggja upp þjónustumiðstöð fyrir
skemmtiferðaskip á Suðurbakka.
Um 20 slík skip komu sl. sumar.
Hafnarfjarðarbær undirbýr líka
hugmyndasamkeppni vegna nýs
miðbæjar, á grundvelli skipulagslýs-
ingar sem er í vinnslu. Skipulags-
svæðið afmarkast af Víkingastræti,
Suðurgötu, Strandgötu og allt að
safnahúsum við Vesturgötu.
Nýr miðbær byggður upp
Rætt er um íbúðir og atvinnu-
húsnæði. Hefur meðal annars verið
teiknað 100 herbergja hótel.
Með þessari uppbyggingu breyt-
ist ásýnd miðbæjarins. Meðal ann-
ars verður byggt yfir flest þeirra 900
bílastæða sem eru ofanjarðar.
Ólafur Ingi telur raunhæft að
uppbygging nýs miðbæjar geti
hafist árið 2020 eða 2021.
Hann segir meginmarkmiðið með
þessum breytingum að tengja betur
miðbæinn og höfnina. Öll þjónusta á
svæðinu verði í göngufæri.
Uppbyggingin muni styrkja mjög
stöðu bæjarins í ferðaþjónustu.
Verður nýr miðbær í Hafnarfirði
Nýtt rammaskipulag verður kynnt í maí Nýtt miðbæjarskipulag í mótun
St
ra
nd
ga
ta
Hvaleyrarbraut
Mörk skipulagssvæðis
Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði
Óseyrarbryggja
Suðurbakki
Drafnarslippur
Íshús Hafnarfjarðar
Möguleg nýbygging fyrir
móttöku og þjónustu við
skemmtiferðaskip
Fyrirhuguð
íbúðabyggð
Höfuðstöðvar Hafró
BATTERÍIÐ
Fyrirhugað hótel við Strandgötu, norðan við Fjörðinn
Núverandi útlit hafnarinnar
Vinningstillaga 1-2 Vinningstillaga 1-2
KJELLGREN KAMINSKY ARKITEKTUR
MARELD LANDSKAPSARKITEKTER
JVANTSPIJKER
REGINN FASTEIGNAFÉLAG
HAFNARFJARÐARBÆR
Fyrirhuguð
íbúðabyggð
Fiskmarkaðurinn
Fyrirhugað er að á hafnarsvæðinu verði hótel,
atvinnustarfsemi, verslanir og þjónusta
Ólafur Ingi
Tómasson
Krabbameinsfélagið hefur ákveðið
að ráðast í tilraunaverkefni til að
kanna hvort kostnaður við skimun-
ina hafi áhrif á þátttöku kvenna.
Munu konur sem verða 23 ára og 40
ára á árinu fá ókeypis fyrstu skim-
un fyrir krabbameini í leghálsi og
brjóstakrabbameini á vegum Leit-
arstöðvarinnar. Tilraunin er fjár-
mögnuð af Krabbameinsfélaginu.
Fyrsta skimun fyrir
krabbameini ókeypis
Leit Tveir árgangar fá ókeypis skimun.
Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar
Akureyrar munu fjarlægja jólatré
sem sett hafa verið við lóðarmörk
fram til 11. janúar. Einnig verða
gámar við ýmsar verslanir þar sem
hægt verður að losa sig við trén.
Fram kemur á heimasíðu Akur-
eyrar, að trén verði kurluð og not-
uð í stíga eða sem yfirlag á trjá- og
runnabeð.
Jólatré fjarlægð
á Akureyri