Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Yfir 20 gerðir til á lager Verð frá 8.700,- Vandaðir póstkassar frá Fagmennska í 100 ár Ný vefverslunbrynja.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt fjárlagafrumvörp demókrata, sem eru nú með meirihluta í deildinni, án þess að verða við kröfu Donalds Trumps forseta um fjárveitingu til múrs sem hann vill að verði reistur við landa- mærin að Mexíkó. Áður hafði Trump sagt þinginu að hann myndi hafna frumvörpunum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeild þingsins og leiðtogi þeirra þar hefur sagt að þau verði ekki tekin til afgreiðslu í deildinni vegna andstöðu forsetans. Fjárlagadeilan hefur þegar orðið til þess að margar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar að mestu í hálfan mánuð. Um 25% af fjárveitingum alríkisins stöðvuðust og það hefur raskað starf- semi stofnana níu ráðuneyta. Um 380.000 starfs- menn ríkisstofnana hafa þurft að fara í launa- laust leyfi vegna þessa og um 420.000 starfs- menn, sem eru taldir ómissandi, hafa haldið áfram að vinna en fá ekki laun sín greidd fyrr en ný fjárlög verða samþykkt. Trump átti fund í gær með háttsettum demó- krötum. Eftir fundinn sagðist hann vera reiðubúinn að láta lýsa yfir neyðarástandi og loka stofnunum ríkisins „árum saman“ ef með þyrfti að halda, fengi hann ekki fjárveitingar til múrsins. Í lok desember, þegar repúblikanar voru enn með meirihluta í fulltrúadeildinni, samþykkti hún fjárlagafrumvarp þar sem gert var ráð fyrir því að fimm milljörðum bandaríkjadala yrði var- ið til landamæramúrsins eins og Trump hefur krafist. Frumvarpið naut hins vegar ekki nægi- legs stuðnings í öldungadeildinni þar sem það þarf að fá atkvæði minnst 60 þingmanna af 100. Repúblikanar eru nú með 53 sæti í deildinni eftir kosningarnar í nóvember. Öldungadeildin sam- þykkti í desember skammtímafrumvörp sem áttu að tryggja fjármögnun umræddra stofnana til 8. febrúar en þau nutu hins vegar ekki nægs stuðnings í fulltrúadeildinni þegar repúblikanar voru þar í meirihluta. Sögð „leiksýning“ og tímasóun Nokkrum klukkustundum eftir að fulltrúa- deildin var sett í fyrradag og demókratar voru komnir í meirihluta samþykkti hún nýju fjár- lagafrumvörpin með 241 atkvæði gegn 190. Á meðal þeirra eru sex frumvörp sem njóta stuðn- ings þingmanna í báðum flokkunum í öldunga- deildinni, að sögn The Wall Street Journal. Frumvörpin eiga að tryggja fjármögnun alríkis- stofnana út fjárlagaárið sem lýkur 30. septem- ber nk., en ekki aðeins til 8. febrúar eins og gert var ráð fyrir í skammtímafrumvörpunum sem öldungadeildin samþykkti. Fulltrúadeildin samþykkti einnig skamm- tímafrumvarp um fjármögnun heimavarnaráðu- neytisins sem múrinn á að heyra undir. Sam- kvæmt frumvarpinu á ráðuneytið að halda núverandi fjárframlögum til 8. febrúar, m.a. til að setja upp eftirlitsbúnað, girðingar og aðrar hindranir við landamærin að Mexíkó, en ekki til að reisa múr eins og forsetinn vill. Demókratinn Nancy Pelosi, sem var kjörin forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ekki kæmi til greina að verða við kröfu Trumps um fjárveit- ingu til að reisa landamæramúr. „Forsetinn get- ur ekki haldið opinberum starfsmönnum í gísl- ingu vegna þess að hann vill múr,“ sagði hún. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni, sagði að hún myndi ekki taka fjárlagafrumvörp fulltrúadeildarinnar til af- greiðslu og lýsti þeim sem „pólitískri leiksýn- ingu“ og sóun á tíma þingsins. „Öldungadeildin tekur ekki fyrir neinar tillögur sem eiga í raun enga möguleika á að verða samþykktar og öðlast staðfestingu forsetans. Við eigum ekki að sóa tímanum.“ Nokkrum klukkustundum fyrir atkvæða- greiðsluna í fulltrúadeildinni birtist Trump óvænt í herbergi þar sem blaðamannafundir for- setaembættisins eru haldnir og áréttaði kröfuna um fjárveitingu til múrsins. „Án múrs er ekki hægt að tryggja öryggi landamæra,“ sagði hann og kvaðst hafa orðið var við mikinn stuðning meðal almennings við kröfu hans um að fimm milljörðum bandaríkjadala yrði varið til að reisa múr við landamærin að Mexíkó. Viðhorfs- kannanir hafa þó bent til þess að meirihluti Bandaríkjamanna sé andvígur því að múrinn verði reistur. Í könnun Quinnipiac-háskóla í des- ember sögðust 54% aðspurðra vera andvíg múrnum en 43% hlynnt. Munurinn var meiri í könnun sem CNN birti í sama mánuði því að samkvæmt henni eru 57% andvíg múrnum en 37% hlynnt honum. Á kostnað bandarískra skattborgara? Trump hefur sagt að múrinn sé nauðsynlegur til að stöðva straum ólöglegra innflytjenda og fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Hann hét því í kosningabaráttunni árið 2016 að Mexíkó myndi greiða kostnaðinn við framkvæmdirnar en þar- lend stjórnvöld hafa alltaf sagt að það komi ekki til greina. Svo virðist sem forsetinn vilji nú knýja múrinn fram á kostnað bandarískra skattborg- ara en demókratar segja að ráðlegra sé að nýta peningana í aðrar og gagnlegri aðgerðir til að efla landamæraeftirlitið. Talið er að múrinn myndi kosta alls rúmlega 24 milljarða dala, jafn- virði rúmra 2.800 milljarða króna. Trump hefur verið reikull í ráði í deilunni um fjárlögin, að sögn The Wall Street Journal. Blað- ið segir að hann hafi fyrst krafist fimm milljarða dala til múrsins, seinna gefið til kynna að hann myndi staðfesta skammtímafrumvörp öldunga- deildar án slíkrar fjárveitingar en honum hafi síðan snúist hugur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Mick Mulvaney, starfandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, lögðu fram tilboð um að deilan yrði leyst með 2,5 milljarða dala fjárveitingu til landamæragæslu en leiðtogar demókrata höfnuðu því. Seinna sagði Trump að hann myndi ekki fallast á slíka lausn á deilunni. Stál í stál í deilu um landamæramúr  Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkir fjárlagafrumvörp án þess að verða við kröfu Trumps um fjárveitingu til múrs við landamærin að Mexíkó  Trump reiðubúinn að loka stofnunum árum saman Landamæri: 3.142 km Fjöldi stöðva: 56 Kaliforníu- flói M ex ík ó - fló i Landamærin KYRRAHAF San Diego El Paso Ciudad Juarez Laredo Eagle Pass Del Rio Tijuana 100 km B A N D A R Í K I N M E X Í K Ó TEXAS Kaliforníu- skagi Nogales (SONORA) Nogales (ARIZONA) girðing Ri o Grande Heimildir: Tollgæsla og landamæraeftirlit Bandaríkjanna (CBP), hugveitan Center for American Progress 1 millj. manna, 370.000 farartæki á Dagleg umferð: fjall 1 2 3 4 Lokun ríkisstofnana (fjöldi daga) 1989 1993 2001 2009 20212017 4,41 3,42 Fjárlög Bandaríkjanna og lokun ríkisstofnana Heimildir: Stjórnunar- og fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins (OMB), berkeley.edu tekjurFjárlögin útgjöld áætlun Bill Clinton George W. Bush George Bush Barack Obama Donald Trump Billjónir $ *1. okt. 2018 – 30. sept. 2019 Fjárlagaárið 2019* Okt. 1990 Okt. 2013 ? Nóv. 1995 Des. 1995-Jan. 1996 Des. 2018-Jan. 2019Jan. 2018 Febr. 2018 Persónuupplýsingum hundruða þýskra stjórnmálamanna hefur ver- ið lekið á netið, meðal annars gögn- um um Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Símanúmer, fjárhags- upplýsingar og einkasamtöl þing- manna úr öllum stjórnmálaflokkum landsins nema þjóðernisflokknum AfD voru birt á Twitter. Þótt gögnin hafi verið birt með aðventudagatali í desember urðu þýsk stjórnvöld ekki vör við lekann fyrr en í fyrrakvöld. Einnig voru birt gögn um blaða- menn og ýmsa þekkta Þjóðverja. Netfang Angelu Merkel og nokk- ur bréf til hennar og frá henni voru birt á Twitter-reikningi sem hefur nú verið lokað. Enn fremur var einkasamtölum Roberst Habecks, leiðtoga Græningjaflokksins, lekið ásamt kortaupplýsingum hans. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir lekanum. Katarina Barley, dóms- málaráðherra Þýskalands, sagði að ekki væri ljóst hversu miklum skaða lekinn hefði valdið en hún lýsti hon- um sem „alvarlegri árás“. „Fólkið sem stendur á bak við þetta vill draga úr trausti á lýðræði okkar og stofnunum þess,“ sagði hún. AFP Þýskalandskanslari Angela Merkel flytur ræðu á þýska þinginu. Gögnum um þýska stjórnmálamenn lekið  Beindist m.a. að kanslaranum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.