Morgunblaðið - 05.01.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.01.2019, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kínverskstjórnvöldhafa lengi haft horn í síðu Taívans og líta svo á sem landið sé ein- faldlega hérað í Kína. Það á því ekki að koma á óvart að Xi Jinping, forseti Kína, skyldi gera Taívan að umtalsefni í áramótaávarpi sínu. Þar sagði hann að samein- ing Taívans við meginlandið væri óhjákvæmileg, varaði taí- vönsk stjórnvöld við því að ýta undir sjálfstæði eyjarinnar og lýsti yfir því að Kínverjar úti- lokuðu ekki að beita hervaldi til að ná Taívan undir sína stjórn á ný. Tsai Ing-wen, forseti Taív- ans, svaraði um hæl og sagði að Taívanar myndu aldrei sjálf- viljugir gefa eftir það lýðræði og frelsi, sem ekki væri fyrir hendi á meginlandi Kína. Taív- anar líta á sig sem fullvalda ríki, en hafa ekki formlega lýst yfir sjálfstæði frá meginland- inu. Þessi orðaskipti eru ógn- vekjandi, en ættu kannski ekki að vera tilefni til uppnáms. Kínverjar hafa alltaf verið við- kvæmir fyrir Taívan. Það sést á harkalegaum viðbrögðum þeirra þegar fyrirmenni frá Ta- ívan hafa heimsótt Ísland. Staðan er hins vegar önnur nú, en oft áður. Kínverjar hafa orðið herskárri á undanförnum árum og lagt sérstaka áherslu á að tryggja áhrif sín og stöðu í vesturhluta Kyrrahafsins. Markmið þeirra er að ná þar slíkum hernaðarmætti að þeir geti farið sínu fram án þess að nokkur þori að abbast upp á þá. Þeir hafa eflt sjóherinn veru- lega. Á 10 árum hafa þeir smíð- að rúmlega hundrað ný her- skip. Fyrsta flugmóðurskipi þeirra var hleypt af stokkunum 2013 og öðru 2017 þótt ekki sé það enn komið í þjónustu hers- ins. Flugherinn hefur einnig ver- ið efldur og eru Kínverjar komnir með orrustuþotur með sömu eiginleika í flugi og þotur smíðaðar á Vesturlöndum búa yfir. Kínverjar hafa einnig upp- fært sprengiflaugar sínar og eiga nú fleiri langdrægar flaug- ar en nokkurt annað ríki. Þeir eiga meðal annars flaugar, sem nota má til að taka bandarísk flugmóðurskip úr umferð, en hingað til hafa þau verið talin nánast óvinnandi virki. Kínverjar hafa einnig byggt upp hernaðaraðstöðu á eyjum í Suður-Kínahafi og láta sér í léttu rúmi liggja þótt aðrir geri tilkall til þeirra. Frá síðari heimsstyrjöld hafa Bandaríkjamenn verið nokkuð einráðir á Kyrrahafinu, en nú hefur þeim verið storkað. Í tíð Baracks Obama á forseta- stóli í Bandaríkj- unum var lögð auk- in áhersla á Asíu og Kyrrahafið vegna útþenslu Kínverja. Í stað helmings flota bandaríska sjóhersins skyldu 60% hans vera þar. Að auki skyldi bækistöðvum fyrir sjó- herinn fjölgað. Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur fylgt þeirri stefnu og vill bæta í. Bandaríkin hafa einnig aukið stuðning við Taív- an, meðal annars í útgjöldum til hermála. Philip Davidson, yfirmaður bandaríska heraflans í Kyrra- hafi, hefur sagt að Kína myndi hafa betur í átökum við alla í Suður-Kínahafi nema Banda- ríkin. Spennan hefur farið vaxandi á þessum slóðum. Kínverjar gera tilkall til lögsögu yfir Ta- ívansundi, sem Bandaríkja- menn telja hins vegar alþjóð- legt hafsvæði. Í fyrra sendu Bandaríkjamenn fjölda skipa í gegnum sundið, Kínverjum til mikillar gremju. Í ljósi þessarar þróunar er ástæða til þess að líta ekki svo á að orð forseta Kína um ára- mótin hafi aðeins verið hefð- bundin slagorð. Fyrir kín- verskum stjórnvöldum vakir að festa sig rækilega í sessi og koma sér þannig fyrir að eng- inn vogi sér að standa í vegi fyrir þeim. Athygli vekur að Xi forseti tók fram, um leið og hann sagði að Kína gæfi engin loforð um að afsala sér þeim kosti að beita hernaðarmætti sínum, að landið áskildi landið sér rétt til að beita öllum nauðsynlegum leiðum gegn taívönskum að- skilnaðaraðgerðum og „utan- aðkomandi öflum“ sem skiptu sér af sameiningu. Ekki er líklegt að Taívanar muni reyna að rugga bátnum í bráð. Vissulega eru auknar kröfur um þjóðaratkvæði um sjálfstæði í Taívan. Kínverjar hafa talað um eitt land, tvö kerfi, en margir í Taívan telja að það séu orðin tóm og líta svo á að reynsla Hong Kong beri því glöggt vitni. Kuldi í sam- skiptum hefur hins vegar spillt miklum viðskiptum, sem eru milli Taívans og Kína. Margir eru þeirrar hyggju að frekar eigi að bæta samskiptin til að glæða efnahagslífið. Hingað til hefur athygli einkum beinst að átökum Bandaríkjanna og Kína í við- skiptum. Bandaríkjamenn telja Kínverja sýna óheilindi og hafa brugðist við með tollum, sem ekki hafa mælst vel fyrir í Pek- ing. Minni athygli hefur verið á hernaðarþættinum, en þar ólg- ar einnig undir niðri. Vilja nota vaxandi hernaðarmátt til að verða einráðir á heimaslóðum} Kína lætur að sér kveða Þ egar horft er yfir árið 2018 eru margir sem minnast neikvæðra frétta bæði úr alþjóðamálum og innanlandsmálum. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því þær eru fyrirferðarmeiri. Stríð og hungur eru frétt- næmari en friður og velmegun. Það er oft gott að skoða hlutina í víðara samhengi og láta stað- reyndir tala sínu máli. Það sem við fengum litl- ar eða engar fréttir af á árinu sem nú er liðið er að enn eitt árið jukust lífslíkur manna í heim- inum, ungbarnadauði hélt áfram að minnka, þeim sem létust í stríði eða hryðjuverkum fækkaði frá fyrri árum, menntun stúlkna í sam- anburði við menntun drengja hélt áfram að aukast og þeim sem búa við fátækt fækkaði daglega um 127.000 í heiminum öllum. Við þetta má bæta að í vikunni var greint frá því að aldrei hefðu fleiri náð 100 ára aldri hér á landi. Það er lítil frétt um stóra framvindu til hins betra. Upplýst umræða þarf að byggja á staðreyndum. Við sjáum fjölmörg dæmi erlendis af hópum sem hafna stað- reyndum og ógna þar með upplýstri umræðu. Án hennar er og og verður erfitt að taka skynsamar ákvarðanir og meta með raunsæjum hætti hvað framtíðin ber í skauti sér. Þróun starfa er eitt dæmi. Í dag eru til störf sem voru ekki til fyrir tíu árum og eftir önnur tíu ár verða til enn fleiri störf sem eru ekki til í dag. Á sama tíma hafa önnur störf lagst af og við vitum að á komandi árum mun sú þró- un halda áfram. Við höfum enn þá tækifæri til að þróa menntastofnanir sem taka mið af þessari þró- un en verkefnið er öllu erfiðara fyrir þá sem eru fyrir á vinnumarkaði. Þar þurfa allir að leggjast á eitt til að finna lausnir, fjölga tæki- færum og þannig mætti áfram telja. Það er vissulega sársaukafull þróun á meðan hún gengur yfir. Í stað þess að horfa framan í þann veruleika sem við blasir kjósa margir stjórnmálamenn þó að setja kíkinn á blinda augað og boða frekari viðskiptahömlur, tolla og annað til að minnka alþjóðavæðingu og við- skiptafrelsi. Það er sagt og gert í nafni þess að vernda störf heima fyrir án þess að skoða hverjar afleiðingarnar kunna að verða til lengri tíma. Sá stjórnmálamaður sem setur á auknar hömlur á viðskiptafrelsi í dag verður að öllum líkindum ekki til staðar eftir 20 ár til að taka afleiðingunum. Aftur komum við að því sem ég nefndi hér í upphafi. Þróunin í heiminum er ekki alltaf sú sem við fáum að sjá í fréttum. Heimurinn er sífellt að verða betri sem að stórum hluta skýrist af aukinni alþjóðavæðingu og milli- ríkjaviðskiptum. Við vitum samt að hagsæld síðustu 200 ára eða svo byggir að mestu leyti á vaxandi viðskiptafrelsi og um leið vaxandi viðskiptum milli landa. Við þurfum að finna leiðir til að taka á móti framtíðinni, ekki leiðir til þess að stöðva hana. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Aldrei fleiri 100 ára Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ný reglugerð um greiðslu-þátttöku sjúkratryggðraí kostnaði vegna heil-brigðisþjónustu sem tók gildi 1. janúar hefur vakið talsverða óánægju meðal sjúkraþjálfara, en í henni er sú breyting gerð að fjölda skipta í sjúkra-, iðju- og talþjálfun á ári, sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) standa straum af, var fækkað úr 20 í 15. Sé talin þörf á fleiri skiptum er áfram möguleiki á umsókn til SÍ um framhald meðferðar, en samþykki fyrir slíku er bundið tilteknum skil- yrðum. Samkvæmt reglugerðinni hækk- ar greiðslumark úr 25.100 kr. í 26.100 kr. hjá almenningi og úr 16.700 í 17.400 kr. hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. Lágmarksgreiðsla á mánuði er 4.340 kr. á mánuði hjá almenningi og 2.900 kr. hjá öldruðum, öryrkjum og börnum. Komi illa við gigtarsjúklinga Í yfirlýsingu frá Félagi sjúkra- þjálfara kom fram að þeir teldu reglugerðina vera í „hróplegri mót- sögn“ við þá stefnu stjórnvalda að auðvelda aðgengi að heilbrigðis- þjónustu, en árið 2017 var gerð stefnubreyting í málaflokknum og greiðsluþátttaka SÍ stóraukin vegna sjúkraþjálfunar. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir hina nýju breytingu á fjölda skipta valda því að tilteknir hópar skjólstæðinga sjúkra- þjálfara komist síður til sjúkraþjálf- ara og fái síður næga meðhöndlun. „Í krónum talið skiptir þetta skjólstæðinga kannski ekki miklu máli að því leyti að greiðsluþátt- tökukerfið nær yfir þá sem komast á annað borð til sjúkraþjálfara. Hins vegar varðar þessi breyting það hvort fólk komist til sjúkraþjálfara og fái næga meðhöndlun. Þetta hittir þá harðast fyrir sem þurfa langvarandi meðferð. Í dag er staðan þannig að meðalmeðferðafjöldi þeirra sem koma til sjúkraþjálfara er 13 skipti á ári, þannig að þetta breytir litlu fyrir þá sem leita til sjúkraþjálfara vegna minni háttar vandamála,“ segir hún. Spurð hverjir tilheyri þeim hópi sem breytingin kemur harðast niður á segir Unnur að gigtarsjúklingar og eldri borgarar séu einna helst þeir sem glími við langvarandi mein sem þessi. „Gigtarsjúklingar eru mjög stór hluti þessa hóps. Þeir berjast við sjúkdóminn alla ævi og koma gjarnan í eina til tvær meðferðarlotur á hverju ári, m.a. til þess að halda sér vinnufærum. Þetta er sá hópur sem við teljum hvað viðkvæmastan fyrir þessum breytingum,“ segir hún og nefnir að margir eldri borgarar glími einnig við gigt og/eða önnur stoðkerf- isvandamál. Aukin skriffinnska í kortunum Unnur segir að með því að tryggja góðan aðgang að sjúkraþjálf- un megi spara stórar fjárhæðir í heil- brigðiskerfinu enda hafi slík meðferð ótvírætt forvarnargildi. „Það að veita fólki fullnægjandi sjúkraþjálfun er einver ódýrasta forvörn sem hægt er að framkvæma í heilbrigðiskerfinu gagnvart því að fólk þurfi að leita í önnur og dýrari úrræði,“ segir hún. „Okkur finnst mjög illskiljanlegt að það sé verið að skerða aftur aðgengi að sjúkraþjálfun, ekki með kostnaði sem fyrr, heldur á annan hátt. Ef við horfum fram í tímann, til dæmis á mikla fjölgun aldraðra sem við sjáum fram á, þá er forvarnargildi sjúkra- þjálfunar gríðarlegt. Ef heilbrigðisyf- irvöld vilja spara stóru peningana, þá þarf að auka sjúkraþjálfun sem aldrei fyrr,“ segir hún. Líkt og fyrr sagði er mögulegt að SÍ greiði fyrir framhaldsmeðferð að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þessi háttur er óbreyttur frá því á síðasta ári. „Sjúkratryggingar Ís- lands og sjúkraþjálfarar hafa að öllu jöfnu verið í góðu samstarfi um það hverjir fá það framhald og um það hafa gilt þokkalega skýrar reglur. Þessi breyting hefur það samt í för með sér að það er gríðarlegur munur á því hvort við getum meðhöndlað sjúklinga án þess að þurfa að sækja um framhald,“ segir Unnur og tekur dæmi um gigtarsjúkling sem fer í tvær tíu skipta meðferðarlotur. „Hingað til þá hefur ekki þurft að fara út í þá skriffinsku sem fram- haldsbeiðni kallar á. Ef skiptin eru aftur á móti orðin sjö eða færri í hverri lotu, þá er það orðið of lítið fyr- ir þennan sjúkling. Þetta stækkar verulega þann hóp skjólstæðinga sem við þurfum að fara í aukna skrif- finnsku fyrir og það er bæði auka- vinna fyrir sjúkraþjálfara og Sjúkra- tryggingar,“ segir hún og nefnir þar að auki að sparnaður af reglugerðar- breytingunni sé í raun enginn þegar upp sé staðið. „Með þann ofboðslega langa biðlista sem er í sjúkraþjálfun, þá kemur bara nýr skjólstæðingur inn í staðinn fyrir hvern þann sem er útskrifaður,“ segir Unnur. „Það sem er illskiljanlegt við þessa aðgerð er að hún virðist ekki skila neinum ávinn- ingi. Það eina sem hún gerir er að kalla á aukna vinnu.“ Leggist þungt á þá sem lengi þurfa hjálp Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkraþjálfun Eldri borgarar falla margir hverjir í þann flokk sem talinn er verða fyrir höggi vegna breytinga á reglugerð um greiðsluþátttöku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.