Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 28

Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Svo sem fram kom í síðasta pistlimínum hér (1. desember 2018)vorum við í raun að fagna ís-lenskri tungu þegar við fögn- uðum aldarafmæli fullveldis þann dag. Án íslenskrar tungu hefðum við senni- lega aldrei öðlast neitt fullveldi, okkur hefði skort til þess nógu sterk rök. Þýð- ing þessa atriðis kemur skýrt fram í greinargerð (dags. 1. júlí 1918) sem ís- lenskir nefndarmenn lögðu fram áður en sambandslagasamningar við Dani hófust: „Íslenska þjóðin hefur ein allra ger- manskra þjóða varðveitt hina fornu tungu, er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900-1000 árum, svo lítið breytta, að hver íslenskur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar bók- menntafjársjóði hinnar fornu menning- ar vorrar og annarra Norðurlanda- þjóða. Með tungunni hefur sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menning varðveist. Og með tungunni hefur einnig meðvitundin um sérstöðu landsins gagnvart frændþjóðum vorum ávallt lifað með þjóðinni. Þessi at- riði, sérstök tunga og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálf- stæðis.“ (Sjá ma. 1918 eftir Gísla Jónsson, Rvk 1968, bls. 73-74.) Enginn skyldi segjast orðinn leiður á fullveldishjali því mig langar að tilkynna að nú styttist í næsta aldarafmæli fullveldis: Á þessu glænýja ári, 2019, verða liðin hundrað ár frá því sautján ára höfundur, Halldór frá Laxnesi, gaf út fyrstu skáldsögu sína, Barn náttúrunnar. Þar með hófst ferill sem sannaði endanlega að íslenskan sjálf, rétt eins og þjóðin, væri líka fullvalda í þeim skilningi að hún væri fullkomlega gjaldgeng sem nú- tíma bókmenntamál. Jafnvel hjá höfundi sem hafði þann metnað að skrifa sögur fyrir allan heiminn. Við skulum muna að þarna á fyrstu ár- um tuttugustu aldar var talsvert orðið um að ýmsir framsæknustu höf- undarnir kysu að skrifa á dönsku og fyrir því mátti auðvitað færa prakt- ísk hagræðingarrök, enda danska á þeirri tíð ein af heimstungunum að mati Íslendinga. Halldór frá Laxnesi birti sjálfur nokkrar smásögur á dönsku en tók svo góðu heilli ákvörðun að íslenska yrði hans vopn þegar hann tæki til við að sigra heiminn. Ef Halldór hefði hætt að skrifa eftir að bókin kom út er ekki víst að nokkur myndi eftir þessari sögu sem sautján ára unglingurinn gaf út en hafði skrifað að mestu sextán ára meðan hann „gekk enn á stuttbuxum annan dintinn“. Ef hann hefði til dæmis látið bugast af vondri gagnrýni. En meira var í vændum, sem betur fór. Í formála að annarri útgáfu Barns náttúrunnar (1964) vitnar höfundur í þau orð vinar sem hann taki mikið mark á að þessi frumraun „væri í senn útdráttur, niðurstaða og þversumma af öllu sem ég hefði skrifað síðan; að síðari bækur mínar væru allar eintóm greinargerð fyrir þeim niðurstöðum sem komist er að í Barni náttúrunnar.“ Gerum okkur klár í nýtt fullveldisafmæli í október 2019. Næsta aldarafmæli fullveldis Tungutak Þórarinn Eldjárn thorarinn@eldjarn.net Bókmenntir Í ár verða liðin hundr- að ár frá því sautján ára höfundur, Halldór frá Laxnesi, gaf út fyrstu skáldsögu sína. Um áramótin runnu út kjarasamningar mikilsfjölda verkalýðsfélaga og í marzmánuði n.k.renna út enn fleiri kjarasamningar, m.a.samningar stórra hópa opinberra starfs- manna. Það skiptir augljóslega máli að búið verði fyrir þann tíma að semja við verkalýðsfélögin, sem nú eru með lausa samninga til þess að opinberum starfs- mönnum detti ekki í hug að þeir geti orðið leiðandi um launaþróun í landinu heldur verði að laga sig að samn- ingum á hinum almenna vinnumarkaði. Það er því skammur tími til stefnu og þótt það sé formlega rétt, sem forsætisráðherra hefur ítrekað sagt, að um sé að ræða samninga á milli aðila vinnumarkaðar en ekki með aðild ríkisstjórnar fer hitt ekki á milli mála, að ríkisstjórnin er engu að síður virkur aðili við samn- ingaborðið. Það er ekkert nýtt. Þannig hefur það verið í flestum tilvikum áratugum saman – þó ekki öllum. Og af þessum ástæðum er ekki eftir neinu að bíða fyr- ir ríkisstjórnina. Hennar fyrsta verkefni á að vera og verður að vera að skapa það andrúmsloft í kringum þessar viðræður að þær geti hafizt í raun um þau efnis- atriði, sem snúa beint að atvinnu- rekendum og launþegum. Hvað þarf ríkisstjórnin að gera? Hún þarf að gefa samningsað- ilum skýrt til kynna að hún sé tilbúin til að slaka á í þeim mál- um, sem ráðherrar hafa gætt sín vandlega á að tala ekki um, en það eru launahækkanir til þeirra sjálfra, þing- manna og æðstu embættismanna, svo og stjórnenda og forstöðumanna hjá hinu opinbera. Með sama hætti þurfa Samtök atvinulífsins að gefa til kynna gagnvart viðsemjendum sínum að þau geri sér grein fyrir því að hið sama á við um launabreytingar hjá æðstu stjórnendum stærstu fyrirtækja landsins, sem eru skráð á markaði og að verulegu leyti í eigu lífeyris- sjóða. Af hverju er þetta svo brýnt og tímabært? Vegna þess að kröfugerð verkalýðsfélaganna tekur af eðlilegum og skiljanlegum ástæðum mið af launabreyt- ingum hjá þessum hópum á síðustu misserum. Þeir hóp- ar hafa með öðrum orðum orðið leiðandi í launamálum í landinu, sem aldrei skyldi verið hafa. Auðvitað átti Al- þingi fyrir árslok 2016 að afnema með lögum úrskurði Kjararáðs um sumarið og haustið sama ár eins og tvö fordæmi eru um að gert hafi verið á síðustu tæpum 30 árum. Það gerði þingið ekki, þótt þá þegar mætti sjá af- leiðingar þess fyrir. Hvað þarf ríkisstjórnin að gefa til kynna? Sennilega á hún úr þremur kostum að velja. Í fyrsta lagi að afnema þær hækkanir Kjararáðs sál- uga, sem um er að ræða, þótt seint sé. Í öðru lagi að frysta þau kjör, þangað til jafnstaða næst, sem ASÍ telur að mundi í slíku tilviki vera hægt að ná að þremur árum liðnum. Um þessa tvo kosti var rætt í þeim sérstaka starfs- hópi, sem ríkisstjórnin setti upp og skilaði áliti snemma sl. árs en fulltrúar bæði atvinnurekenda og verkalýðs- félaga áttu fulltrúa í honum. Þar náðist hins vegar ekki samstaða eins og kunnugt er. Í þriðja lagi herma fregnir að innan stjórnkerfisins séu til umræðu hugmyndir um sérstakan hátekjuskatt, sem í raun væri ætlað að ná þessum hækkunum af þeim, sem urðu þeirra aðnjótandi. Líklegt má telja að það yrðu þung spor fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að kyngja slíkum skatti. Á meðan þessi mál hafa ekki verið kláruð á milli aðila er ólíklegt að mikill árangur náist á öðrum sviðum. Það er ótrúlegt ábyrgðarleysi af þingmönnum að hafa látið mál þróast í þennan farveg. Með því ábyrgðarleysi hafa þeir kallað fram launakröfur, sem augljóst er að lítil og meðalstór fyrirtæki geta ekki staðið undir. Getur verið að ráðamenn þjóð- arinnar séu svo sambandslausir við umhverfi sitt að þeir geri sér ekki grein fyrir hvað gerist í litlum og meðalstórum einkafyr- irtækjum, ef samið er um launahækkanir, sem þau geta með engu móti staðið undir? Það er strax hafizt handa við að skera niður kostnað og vegna þess að í flestum til- vikum vegur launakostnaður þyngst verður niðurstaðan oftast uppsagnir. Á þingi ASÍ í haust kom svo upp enn eitt mál, sem stjórnvöld verða að svara fyrir. Þar hélt Stefán Ólafs- son, prófessor, sem jafnframt er starfsmaður Eflingar, því fram, að á tilteknu árabili hefði skattbyrði hinna lægstlaunuðu og millilaunafólks verið hækkuð en skatt- byrði þeirra sem hæstar hafa tekjur verið lækkuð. Það er erfitt að trúa því að þetta hafi verið gert vitandi vits en hins vegar vekur það eftirtekt að þessar staðhæf- ingar Stefáns hafa ekki verið hraktar. Stjórnvöld verða að gera grein fyrir sínu máli í þess- um efnum, ella mun það augljóslega þvælast fyrir í við- ræðum aðila. Það berast ítrekað fréttir um það að í stjórnkerfinu og í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni séu uppi þau sjónar- mið, að ný forysta verkalýðsfélaganna sé sundruð og hafi ekki afl til að knýja fram þau skæruverkföll, sem boðuð hafa verið. Þess vegna fari bezt á því að fara sér hægt og bíða og sjá hvað gerist. Þetta er varasöm hernaðartækni og getur leitt til ófarnaðar. Það á vafalaust við um alla aðila máls að uppi eru skiptar skoðanir um hvernig hver og einn eigi að halda á málum eins og alltaf er. En að ætla að veðja á sundurlyndi í verkalýðshreyf- ingunni og byggja afstöðu til samninga á slíku veðmáli er óskhyggja ein. Hún þarf að gefa samnings- aðilum til kynna að hún sé tilbúin til að slaka á. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Kjarasamningar: Þetta þarf ríkisstjórnin að gera Heimarnir eru jafnmargir mönn-unum, sagði þýska skáldið Heinrich Heine, og þegar ég horfi um öxl í árslok 2018, verður mér auðvitað starsýnt á það, sem gerðist í eigin heimi. Þar bar hæst, að ég skilaði í september skýrslu á ensku um bankahrunið 2008, en hana vann ég í samstarfi við nokkra aðra fræði- menn fyrir Félagsvísindastofnun að beiðni fjármálaráðuneytisins. Að baki henni lá mikil vinna, en ég stytti hana mjög að áeggjan Fé- lagsvísindastofnunar. Skrifaði ég ís- lenskan útdrátt hennar í fjórum Morgunblaðsgreinum. Ég gaf út fjórar aðrar skýrslur á árinu, eina fyrir samtökin ACRE í Brüssel um alræðisstefnu í Evrópu og þrjár fyr- ir hugveituna New Direction í Brüs- sel: Why Conservatives Should Sup- port the Free Market; The Immorality of Spending Other People’s Money; Challenges to Small States. Einnig birti ég rit- gerðir á ensku í bókum og tímarit- um. Allt er þetta eða verður brátt aðgengilegt á Netinu. Ég flutti fyrirlestra um ýmis efni í Las Vegas, Brüssel, Kaupmanna- höfn, Bakú, Tallinn, São Paulo, Lju- bljana, Reykjavík og Kópavogi og ritstýrði þremur bókum, Til varnar vestrænni menningu eftir sex ís- lenska rithöfunda, Tómas Guð- mundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín, Sigurð Einarsson í Holti og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Guðinn sem brást eftir ensk- ungverska rithöfundinn Arthur Koestler, Nóbelsverðlaunahafann André Gidé og fleiri og Framtíð smáþjóðanna eftir norska skáldið Arnulf Øverland. Fyrir Íslendinga var þetta afmæl- isár: 100 ár voru frá fullveldinu og 10 ár frá bankahruninu, þegar fullveld- inu var ógnað, ekki síst með Icesave- samningunum, sem íslenska þjóðin bar gæfu til að fella. Á alþjóðavett- vangi ber hæst að mínum dómi, að Bandaríkin ætlast nú til þess af Evr- ópusambandinu, sem er jafnríkt þeim og jafnfjölmennt, að það axli sambærilegar byrðar til varnar vestrænu lýðræði og Bandaríkin hafa ein gert allt frá stríðslokum 1945. Ekki er fullreynt, hvort Evr- ópusambandið rís undir því, en hinir austrænu jötnar, Kína og Rússland, hrista mjög spjót þessi misserin. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Það bar hæst árið 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.