Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
✝ Ragnar SveinnOlgeirsson
fæddist á Innri-
Skeljabrekku í
Andakíl 3. janúar
1926. Hann lést á
Brákarhlíð í
Borgarnesi 29.
desember 2018.
Ragnar var son-
ur Helgu Finns-
dóttur húsfreyju í
Borgarnesi, f. 20.
apríl 1881 á Ferstiklu á
Hvalfjarðarströnd, d. 30. júlí
1970, og Olgeirs Friðfinnssonar
verkamanns í Borgarnesi, f. 15.
febrúar 1900 á Borgum í Vopna-
firði, d. 6. ágúst 1989. Helga átti
áður Ársæl Jóhannsson, f. 29.
janúar 1912 á Skeljabrekku, d.
20. nóvember 1981. Faðir Jó-
hann Þórðarson frá Skelja-
brekku, síðar bóndi á Bakka í
Leirár- og Melasveit. Ársæll bjó
í Jórvík í Sandvíkurhreppi í Ár-
nessýslu. Kona hans Hólmfríður
Jóhannesdóttir, f. 7. mars 1912,
d. 6. maí 1986. Synir þeirra voru
tveir.
Ragnar kvæntist 29. janúar
1952 Hönnu Vigdísi Sigurðar-
dóttur, f. 8. janúar 1927 á Odds-
stöðum í Lundarreykjadal.
Hanna Vigdís var þriðja dóttir
bændahjónanna á Oddsstöðum
mars 1992; d) Sigurborg Hanna,
f. 28. febrúar 1991. Barnsmóðir
Sigurðar Odds er Kristbjörg
Jörgensdóttir sjúkraliði. For-
eldrar Jörgen Sigurðsson og Ás-
dís Pétursdóttir. Barn: d) Jörg-
en, f. 10. maí 1976. Kona hans
Jóhanna Hjaltalín, f. 3. apríl
1968. Barnsmóðir Jörgens er
Þórey Sigfúsdóttir, f. 17. októ-
ber 1981. Barn Alexander, f. 20.
febrúar 2009. 2) Olgeir Helgi,
rekstrarfræðingur, f. 29. mars
1966, rekur prentþjónustu í
Borgarnesi, kona hans Theo-
dóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri
Tónlistarskóla Borgarfjarðar, f.
7. ágúst 1958, foreldrar Þor-
steinn Theodórsson og Sigríður
Jónsdóttir. Dætur þeirra: a) Sig-
ríður Ásta, f. 15. apríl 1994; b)
Hanna Ágústa, f. 18. júní 1996.
Ragnar gekk í barnaskóla
Borgarness og vetur í Reyk-
holti. Fór ungur á síld og var bíl-
stjóri hjá Bifreiðastöð Borgar-
ness. Árið 1954 tóku þau Hanna
við búi á Oddsstöðum I og
bjuggu þar til 1984 er þau fluttu
í Borgarnes. Meðal annarra
starfa með búskapnum var
skólaakstur og hlutastörf hjá
Vegagerðinni. Eftir 1984 starf-
aði Ragnar hjá Bifreiðastöð
Kaupfélags Borgfirðinga. Ragn-
ar var m.a. heiðursfélagi Umf.
Dagrenningar og Skógræktar-
félags Borgarfjarðar.
Útför Ragnars verður gerð
frá Borgarneskirkju í dag, 5.
janúar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14. Jarðsett verður í
Lundarkirkjugarði.
Sigurðar Bjarna-
sonar, f. 28. júlí
1883, d. 22. júlí
1960, foreldrar
Bjarni Sigurðsson
bóndi á Hömrum í
Reykholtsdal og
Ingibjörg Odds-
dóttir frá Brenni-
stöðum, og Vigdís-
ar Hannesdóttur, f.
18. júlí 1882, d. 25.
september 1977,
foreldrar hjón í Deildartungu
Vigdís Jónsdóttir og Hannes
Magnússon frá Vilmundar-
stöðum.
Ragnar og Hanna eiga tvo
syni: 1) Sigurður Oddur, f. 12.
júní 1953, kona hans Guðbjörg
Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 4.
september 1957, foreldrar Jón
Ólafur Guðmundsson og Sig-
urborg Ágústa Jónsdóttir. Guð-
björg og Sigurður Oddur hafa
búið á Oddsstöðum frá 1984.
Börn þeirra eru fjögur: a) Ólaf-
ur Ágúst, f. 6. júní 1979, b)
Ragnar Finnur, f. 17. júní 1983,
sambýliskona Hrafnhildur Bald-
ursdóttir, f. 17. maí 1983; synir
þeirra: a) Baldur Ragnar, f. 20.
júní, 2012; b) Nikulás Tumi, f.
22. apríl 2014. c) Sigurður
Hannes, f. 24. janúar 1989, sam-
býliskona Denise Weber, f. 4.
Elsku Ragnar. Kallið kom
hægt og hljótt. Þú komst í heim-
inn á jólum og kvaddir á jólum.
Nú hugsar maður um allar
góðu stundirnar sem við áttum
með ykkur Hönnu. Þið tókuð svo
vel á móti mér þegar ég kom inn í
fjölskylduna og tókuð mér alltaf
sem ykkar eigin dóttur. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt ykkur að,
alltaf voruð þið tilbúin að hjálpa.
Og alltaf til í allt. Sjötugur skráðir
þú þig í gítarnám í Tónlistarskóla
Borgarfjarðar, þá varstu elsti
nemandi skólans og sonardóttirin
yngsti nemandinn. Þú lærðir í
nokkur ár og varst vel liðtækur í
að spila undir fjöldasöng, kunnir
alla texta og gast farið með heilu
ljóðabálkana. Alltaf hress og kát-
ur, og alltaf til í að vera með.
Ættrækinn varstu og fróður
um ættir, maður kom ekki að tóm-
um kofunum þar. Ef maður þurfti
upplýsingar um ættir og fólk leit-
aði maður til þín og var ég ekki
ein um það. Þú hélst sambandi við
frændfólkið í Ameríku og Kan-
ada. Það var frábært að þú skyld-
ir skella þér með okkur vestur um
haf tvö ár í röð, þrammaðir með
okkur um götur New York-borg-
ar rúmlega áttræður og varst
enginn eftirbátur okkar í þeim
málum.
Minningarnar eru margar og
góðar. Mér er ljúft að hugsa til
stundanna sem við áttum saman
síðustu árin, þú og ég. Við lásum
saman úr hinum ýmsu bókum,
fengum okkur göngutúr ef vel
viðraði, skruppum þá kannski í
kaffi á Kveldúlfsgötuna, spjölluð-
um, horfðum á Hafnarfjallið og
umferðina. Þessar minningar
mun ég geyma og er svo þakklát
fyrir.
Þú hugsaðir vel um og til okkar
allra og hafðir áhuga á því sem við
vorum að gera. Þú fylgdist vel
með því sem stelpurnar voru að
aðhafast og hlakkaðir svo til að
hitta þær í jólafríinu. Það var líka
yndislegt að þær skyldu geta átt
góðan tíma með þér núna um
jólin.
Minningarnar um góðan mann
munu lifa. Hafðu þökk fyrir allt og
allt, Ragnar minn.
Þín tengdadóttir,
Theodóra Þorsteinsdóttir.
Elsku hjartans afi okkar, nú
ert þú kominn til Draumalands-
ins. Landsins þar sem þú ert
örugglega nú þegar byrjaður í
heyskap eða í smalamennsku, þú
gætir jafnvel verið kominn á kaf í
sauðburð – hver veit! Þar unir þú
þér vel með ömmu Hönnu og
fjöldanum öllum af góða fólkinu
sem alltaf hefur umkringt þig.
Við vorum lánsamar systurnar
að fá að verja með þér hluta af síð-
asta deginum þínum hér á jörð og
enn lánsamari að hafa átt þig í
okkar lífi. Afa sem spilar á gítar,
afa sem bakar vöfflur, afa sem
borðar harðfisk og hákarl, fer
með vísur og hlær. Þú varst afi
sem vildir allt fyrir okkur gera og
varst alltaf svo góður. Alltaf tók á
móti okkur vöffluilmur úr eldhús-
inu þegar við komum, þú búinn að
standa yfir vöfflujárninu til að
hafa allt klárt. Þú varst svo stór
hluti af daglegu lífi að það var
auðvelt að taka þér sem sjálfsögð-
um, en þú varst í sannleika sagt
hreinn gimsteinn og við erum svo
heppnar að hafa fengið að eyða
tíma með þér í barnæsku sem og
þegar við urðum fullorðnar. Alltaf
kom maður að opnum dyrum,
stóru brosi og alltaf stutt í hlát-
urinn.
Þú varst ævinlega hrókur alls
fagnaðar og svo vinsæll – þegar
við kynnum okkur fyrir nýju fólki
borgar sig yfirleitt að kynna sig
sem barnabarn Ragnars Olgeirs-
sonar, fyrrverandi bónda á Odds-
stöðum. Það sakar í það minnsta
ekki.
Nú þegar við kveðjum þig í síð-
asta sinn segjum við við þig:
„Dansaðu nú djásnið mitt og ég
skal pumpa prímusinn“ – hvað
sem það nú þýðir, elsku afi. Við
spyrjum þig þegar þar að kemur.
Við elskum þig af öllu hjarta og
miklu, miklu, miklu, miklu, þús-
und-, hundrað-, milljón sinnum
endurtekningarmerki meira!
Þínar,
Sigríður Ásta og
Hanna Ágústa.
Nú er fallinn frá afi minn, nafni
og lagsmaður, Ragnar Sveinn Ol-
geirsson.
Vil ég minnast hans með
nokkrum orðum. Á bernskuárum
var afi ásamt ömmu oft á Odds-
stöðum. Á vetrarkvöldum voru
sagðar sögur, sungin kvæði eða
horft á sjónvarpið. Þá kom sér vel
að eiga góða að þar sem amma og
afi skiptust á að þýða textann í
sjónvarpinu og klóra manni á bak-
inu.
Ófáum stundum var varið við
að planta hríslum í land þeirra í
Sáðmannsgerði, og er þar nú ris-
inn skógur sem heldur nafni
þeirra á lofti um ókomin ár. Ekki
vorum við krakkarnir alltaf viljug
til verksins og hafði afi það lag á
að hafa með sér eitthvert gotterí
til að auka áhugann þegar hann
þraut.
Foreldrar mínir stunda ferða-
þjónustu á Oddsstöðum og bjóða
upp á hestaferðir á sumrin, þann-
ig að tími til heyskapar var naum-
ur hjá þeim vegna þess. Komu
margir að þeim heyskap og var afi
einn af lykilmönnunum. Úr Borg-
arnesi kom hann með vörur sem
vantaði hverju sinni; rúlluplast,
garn og tilfallandi. Svo var haldið
til verka án hiks og það klárað
sem þurfti. Kappið var mikið og
glatt á hjalla, betra var að gera
eitthvað frekar en ekki neitt eru
orð sem hann hafði oft uppi. Eitt
sinn þegar við höfðum lokið við
heyskap kom óvæntur galsi í okk-
ur og við fórum af bæ. Við vorum
kátir og á leiðinni segir hann við
mig að ég þurfi að passa mig á því
að rósin stingur. Ég dvaldi ekkert
við þessi orð og áður en við viss-
um af vorum við komnir á leið-
arenda. Þar var okkur boðið kaffi
og afa fannst það heitt og vildi
kælingu í það. Gestgjafinn bar
mjólk á borðið og enn var kaffið of
heitt. Þá var náð í vatn og enn var
kaffið of heitt. Við þessu þriðju
umkvörtun afa um kælingu í
kaffið sá gestgjafi um hvað ræddi
og reiddi það fram. Þá varð kaffið
loksins kælt.
Á leiðinni heim lagði afi fyrir
mig seinni lífsregluna og hana hef
ég virt til þessa. En hún hljóðaði
svo: „Þú skalt aldrei búa í sama
húsi og tengdamóðir þín.“ Svona
var hann, skarpur og stutt í kímn-
ina.
Afi var gæddur þeim eiginleika
að taka lífinu með opnum hug sem
gerði hann magnaðan í að með-
taka hluti, skilja og læra. Þegar
hann komst á eftirlaunaaldur fór
hann að læra á hljóðfæri, og varð
fljótt gítarásláttur að ástríðu hjá
honum. Sló hann gítarstrengina í
hljómmiklum takti og söng við.
Við þessa iðju sat hann mörgum
stundum og var notalegt að vakna
við þessa tóna, því ekki var sofið
þegar hann tók lagið. Þegar ég fór
í framhaldsnám til Noregs fór afi
að nota samskiptaforritið skype
til að ná í mig, varð hann fljótt
þekktur meðal samnemenda
minna sem skype-afinn. Fylgdi
því mikill aðdáun þar sem fáir
áttu afa sem hafði tileinkað sér
nútímasamskiptamiðla eins og
skype og facebook.
Eftir að afi var ekki lengur
ferðafær sakir vanheilsu varð
minna úr samverustundum.
Vegna anna við búskap þar sem
ekki leyfast óráðin ferðalög um
lengri veg gafst afar sjaldan
möguleiki á heimsóknum vestur í
Borgarfjörð þessi seinni árin. En
alltaf þegar ég kom tók á móti
mér þessi vinalega rödd: „Ert það
þú, nafni?“
Með þökk fyrir samfylgdina.
Þinn nafni og vinur,
Ragnar Finnur Sigurðsson.
Elsku afi, allt fer það eins og
það vill einhvern veginn fara.
Okkur langaði til þess að þakka
þér fyrir allar þær góðu samveru-
stundir sem við áttum. Efst í huga
er þakklæti fyrir allan þann
stuðning og áhuga sem þið Hanna
amma höfðuð á tómstundum okk-
ar. Áhugann sem þið sýnduð svo
glöggt með því að heiðra okkur
með nærveru ykkar, með miklu
stolti, og voruð svo dugleg að
dreifa því sem víðast hversu
montin þið voruð af okkur og af-
rekum okkar. Hvort sem það var í
heimi hestamennskunnar, tónlist-
ariðkunar eða á leiksviðinu í
Brautartungu.
Dillandi hláturinn, gleðin og
góðmennskan var aðalsmerki
ykkar ömmu sem við munum
aldrei gleyma. Það var alltaf gam-
an að koma í Borgarvík 19 til ykk-
ar, þar sem gleðin fylgdi ykkur og
hlátur smitaði út frá sér og met-
um við daglegu sundferðirnar
mikils sem og fjölmargar fjöru-
ferðir að Ökrum.
Af ykkur lærðum við afar
margt og munum búa vel að þeirri
visku út ævina, okkur þótti allar
árstíðir hafa sinn sjarma en
haustin eru eftirminnileg. Þá var
mikið fjör á Oddsstöðum þar sem
allir höfðu sitt hlutverk við heima-
slátrun og átti máltækið hvað
ungur nemur gamall temur vel við
þar sem amma kenndi okkur líf-
færafræði sauðfjár og þú kenndir
okkur handtökin við að svíða
hausa og lappir.
Það var samt fleira sem þú
kenndir okkur og við búum vel að
til framtíðar, þá eigum við
kannski helst við öll þau fjöl-
mörgu kvæði og vísur sem þú
kastaðir fram við hin ýmsu tilefni
og við vorum svo montin af þekk-
ingu þinni á þessu sviði. Þótt við
kunnum kannski ekki nema brot
þessara kvæða þá lagðir þú
grunninn fyrir áhuga okkar á
hagmælsku og sönggleði.
Okkur er minnisstætt fleiri en
eitt augnablik úr heyskapnum á
Oddsstöðum, en allar þær stundir
voru ánægjulegar þar sem alltaf
mátti treysta á aðstoð þína. Sem
var þó algjör aukabónus miðað við
hversu góður félagsskapur það
var að hafa þig með okkur í hey-
skapnum.
Þegar þið amma dvölduð í Sáð-
mannsgerði, paradísinni ykkar í
landi Oddsstaða, langdvölum eins
og á meðan sauðburði stóð, þá var
afar notalegt að koma til ykkar
þar sem alltaf tók á móti okkur
hlýja og væntumþykja. Mjólk,
kex og kökur eins og við gátum í
okkur látið. Einnig þótti okkur
gaman að aðstoða ykkur við skóg-
ræktina í Sáðmannsgerði, en ým-
ist gróðursettum við tré eða geng-
um á eftir þér með áburð í fötu.
Sáðmannsgerði og sælureiturinn
er meistaraverk ykkar ömmu,
meistaraverk áhuga, dugnaðar og
sjálfbærni.
Jamm þa’ held ég.
Takk fyrir allt og allt.
Sigurborg Hanna og Sig-
urður Hannes, Oddsstöðum,
Ólafur Ágúst og Jörgen.
Ragnar frændi minn lést 29.
desember á Brákarhlíð í Borgar-
nesi.
Olgeir faðir Ragnars var föður-
bróðir okkar systkinanna frá
Merki í Vopnafirði og leit Ragnar
því á sig alla tíð sem einn úr
krakkahópnum. Ragnar var okk-
ur kær frændi og hrókur alls
fagnaðar og skemmtilegur hvar
sem hann kom eða þegar við sótt-
um hann heim. Hann var líka mik-
ið á ferðinni, og mátti alltaf vera
að því að heimsækja okkur systk-
inin og var þá jafnan glatt á hjalla.
Það var ávallt tilhlökkunarefni
fyrir okkur Steina að heimsækja
Ragnar og Hönnu í Borgarnesi og
Olgeir föðurbróður meðan hann
var á lífi. Þurfti þá mikið að ræða
stjórnmálin enda pólitíkin mikið
hjartans mál og sérstaklega Ol-
geiri, sem var mikill vinstrimaður.
Ég minnist þess líka að þegar við
komum í heimsókn bauð hann
okkur stundum í bíltúr á mjólk-
urbílnum um uppsveitir Borgar-
fjarðar að sækja mjólk á bæina og
var það hið mesta ævintýri fyrir
okkur. Ferðirnar í Borgarnes
urðu árlegur viðburður snemm-
sumars og ætíð mikið tilhlökkun-
arefni og þannig kynntumst við
Steini Borgarfjarðarhéraðinu.
Það kom enginn að tómum kof-
unum hjá Ragnari í ættfræðinni,
það var eitt af hans mörgu áhuga-
málum að vita allt um frændgarð-
inn og ættingja aftur í aldir. Hann
var líka söngelskur og tók þátt í
störfum leikfélagsins áður fyrr,
lék meðal annars Skugga-Svein í
samnefndu leikriti. Hin síðari ár
mætti hann yfirleitt með gítar
með sér á mannfagnaði, tók lagið
og stjórnaði fjöldasöng.
Ragna og Hanna ferðuðust
mikið erlendis og allt fram á sein-
ustu ár ferðaðist Ragnar eins og
ekkert væri með Olgeiri syni sín-
um og hans fjölskyldu, jafnvel alla
leið til Kanada á Íslendingaslóðir
og auðvitað í leit að fjarskyldum
ættingjum.
Ragnar var einstakt ljúfmenni
í alla staði og var okkur syst-
kinunum kær.
Blessuð sé hans minning.
Sendi Sigurði Oddi, Olgeiri og
þeirra fjölskyldum hugheilar
samúðarkveðjur.
Halldóra Helga
Kristjánsdóttir.
Ragnar Sveinn
Olgeirsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HARALD S. HOLSVIK,
Markholti 16, Mosfellsbæ,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þann 27. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
7. janúar klukkan 13.
Gígja Sólveig Guðjónsdóttir
Guðjón D. Haraldsson Valbjörg Þórðardóttir
Guðrún Dagmar Harald. Grétar Ólafsson
Gígja Björg, Þórður, Marteinn og Dagmar Guðjónsbörn
Ólafur Harald Grétarsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
GUÐNI INGIMUNDARSON,
Guðni á trukknum,
heiðursborgari Garðs,
frá Garðstöðum í Garði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja sunnudaginn 16. desember.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn
8. janúar klukkan 15. Útsending verður frá athöfninni í Miðgarði,
sal Gerðaskóla.
Sigurjóna Guðnadóttir Ásgeir M. Hjálmarsson
Ingimundur Þ. Guðnason Drífa Björnsdóttir
Árni Guðnason Hólmfríður I. Magnúsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞÓRÐUR HELGASON,
Diddi
véstjóri,
Suðurgötu 96, Hafnarfirði,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólavangi
25. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. janúar
klukkan 13.
Hulda Þórðardóttir
Arnþrúður Þórðardóttir Eirikur Bj. Barðason
Guðmundur Þórðarson Fríða Eyjólfsdóttir
Ólafur Örn Þórðarson Erna Jóhannesdóttir
Guðbjörn Þór Þórðarson Brynja Traustadóttir
María Ólafsdóttir
afabörn- og langafabörn
Útför systur minnar,
SIGRÍÐAR INGIBJARGAR
ÞORGEIRSDÓTTUR
kennara,
Hæringsstöðum í Árborg,
fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
8. janúar klukkan 13:30.
Jarðsett verður í Gaulverjabæjarkirkjugarði.
Fyrir hönd vandamanna,
Sólveig Antonía Þorgeirsdóttir