Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019
✝ Lilja Aradótt-ir fæddist á
Borg á Mýrum í
Hornafirði 23. júlí
1922. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði á
Höfn 22. desem-
ber 2018.
Foreldrar
hennar voru Ari
Sigurðsson bóndi
og organisti og
Sigríður Gísladóttir húsmóðir.
Lilja var sjötta í aldursröð ellefu
systkina og eru nú þrjú þeirra á
lífi, þau Ragnar, Jón og Hólm-
fríður.
Lilja ólst upp á Borg við öll al-
menn sveitastörf.
Hinn 18. febrúar 1945 giftist
Lilja Hannesi Kristjánssyni frá
Einholti, f. 25.1. 1917, og eign-
uðust þau sex börn. Þau eru: 1)
Steinunn, f. 11.11. 1944. 2) Sig-
urður Örn, f. 30.10. 1945, maki
í sömu sveit, húsuðu þar smám
saman upp og bjuggu þar blönd-
uðum búskap til ársins 1990 er
þau fluttust á Silfurbraut 21 á
Höfn. Þau festu kaup á íbúð á
Víkurbraut 32 á Höfn árið 2003
en Hannes lést áður en þau
fluttu þar inn, hann lést 14. maí
það ár. Lilja bjó ein í íbúðinni til
dauðadags.
Lilja lauk grunnskóla eins og
þá tíðkaðist og tók námskeið í
saumaskap. Hún var flink
saumakona og prjónaði einnig
mikið síðustu árin. Lilja var
mikil félagsmálamanneskja, var
formaður Kvenfélagsins Ein-
ingar á Mýrum um árabil og sat
í nefndum fyrir Mýrahrepp. Þá
var hún virk í Félagi eldri Horn-
firðinga og var gerð að heiðurs-
félaga þess á síðasta ári. Hún
söng í kirkjukórum bæði á Mýr-
um og á Höfn og var í Gleðigjöf-
um, kór eldri borgara, þar til
fyrir fáum árum. Lilja var
heilsuhraust allt til síðasta dags.
Útför Lilju fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 5. janúar
2019, klukkan 14.
Guðbjörg Sigurðar-
dóttir. 3) Kristján
Heiðar, f. 22.6. 1949,
d. 21.4. 1971. 4) Sig-
mar Þór, f. 11.10.
1951, maki Ingibjörg
Ó. Sigurðardóttir. 5)
Rannver Hólm-
steinn, f. 8.8. 1955,
maki Sólveig Haf-
steinsdóttir. 6) Ari
Guðni, f. 16.2. 1960,
maki Anna Egils-
dóttir, d. í mars 2018. Barna-
börn Lilju eru 15, langömmu-
börnin 30 og fyrsta langalang-
ömmubarnið fæddist skömmu
fyrir andlát hennar.
Hannes og Lilja byrjuðu sinn
búskap á Höfn í Hornafirði þar
sem þau byggðu húsið Strönd
sem nú er Ránarslóð 10, en hug-
urinn leitaði í sveitina og árið
1948 flutti fjölskyldan að Rauða-
bergi á Mýrum. Árið 1952
keyptu þau jörðina Hólabrekku
Nú er komið að kveðjustund,
elsku amma. Það er alltaf sárt að
kveðja í hinsta sinn. Þakklæti er
mér þó efst í huga þegar ég kveð
þig. Ég er þakklát fyrir allar góðu
minningarnar. Að hafa fengið að
upplifa það að vera í sveit hjá
ykkur afa sem lítil stelpa er mér
afar dýrmætt. Ég var svo heppin
að vera yngst af fjórum barna-
börnum sem þá voru hjá ykkur,
þannig að á meðan hin þurftu að-
eins að hjálpa til við búskapinn
gat ég verið í mínum ævintýra-
heimi og verið með í bústörfum ef
mig langaði. Drullukökurnar og
allur búskapurinn í litla skúrnum
stendur upp úr þegar ég lít til
baka. Þú varst alltaf tilbúin að
vera með í leiknum og smakka á
kræsingunum í skúrnum. Við
hlógum oft mikið þegar við rifj-
uðum upp söguna þegar ég hafði
gefist upp á að veiða fiðrildi eins
og stóru krakkarnir. Ég kom inn
og spurði: „Amma, áttu eitthvert
fiðrildi?“ eins og það væri sjálf-
sagt mál að amma ætti fiðrildi
einhvers staðar inni í skáp til að
redda litlu stelpunni. Að læra að
umgangast dýr og náttúru með
þér og afa var líka mjög dýrmætt;
að vera með í sauðburði, leika við
heimalningana, sækja kýrnar á
kvöldin, keyra dráttarvél og
margt fleira. Mér var reyndar
alltaf illa við hænurnar þó að ég
skottaðist oft með þér að gefa
þeim og sækja eggin.
En ég stóð alltaf fyrir utan á
meðan þú fórst inn. Þið afi áttuð
fallegar og litríkar íslenskar
hænur en ein hænan var alveg
hvít.
Þegar ég kíkti varlega inn í
hænsnakofann einu sinni þegar
þú varst að sækja eggin, sagði ég:
„Amma, ein er á náttkjólnum“
þegar ég sá þessa hvítu. Þessu
höfum við nú oft hlegið að og þeg-
ar ég rifja þetta upp núna, þá
heyri ég hláturinn þinn í hugan-
um.
Ég er líka mjög þakklát fyrir
að strákarnir mínir, Bjarmi,
Tómas og Steinar, fengu að kynn-
ast þér. Minningarnar eru ekki
síður dýrmætar fyrir þá. Þú
fylgdist alltaf svo vel með hvað
þeir voru að gera, eins og þú
gerðir með allt þitt fólk. Þér
fannst gaman að fylgjast með
tækninni hjá fólkinu í kringum
þig. Þegar Elín, Bjarmi og Tómas
tóku selfie með langömmu, þá
hugsaði ég hvað þú hefðir gaman
af því að taka þátt í því sem þau
voru að gera. Hláturinn sem
fylgdi með var ekki síður
skemmtilegur.
Þú varst einstaklega flink í
höndunum og alltaf gátum við
treyst á eitthvað hlýtt og fallegt
handa stráknum okkar í jóla-
pökkunum frá þér. Fallegu vett-
lingarnir í jólapökkunum frá þér
voru sérstaklega dýrmætir þessi
jólin og ég hugsa að fleirum en
mér finnist það. Auðvitað varstu
búin að gera allt tilbúið áður en
þú kvaddir og okkar beið poki
með pökkum, merktur, Inga Ósk
– strákar.
„Hvenær sé ég ykkur svo
næst?“ spurðir þú alltaf þegar við
kvöddumst og hlýtt faðmlag
fylgdi með. Elsku amma, ég veit
ekki hvenær við sjáumst næst.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um þig sem við munum
geyma hjá okkur. Ég mun halda
áfram að segja strákunum mín-
um sögurnar úr sveitinni. Ég
mun líka alltaf muna hláturinn
þinn sem fylgdi þegar við rifjuð-
um upp skemmtilegar sögur sam-
an. En nú er komið að kveðju-
stund.
Takk fyrir allt og hvíldu í friði,
elsku amma.
Inga Ósk.
Elsku Lilja langamma, Lilja
amma, Lilja í Hólabrekku.
Já, allt þetta ertu í mínum
huga. Þegar ég kynntist þér fyrst
árið 1985 varstu Lilja í Hóla-
brekku, nágranni okkar í sveit-
inni. Að flytja í sveitina 11 ára
gömul var mikil breyting fyrir
mig. Ég kom úr Reykjavík og
hafði aldrei verið í sveit eða þekkt
nokkurn sem bjó í sveit. Þetta var
því mjög nýtt fyrir mér allt sam-
an. Að koma keyrandi í sveitina
að kvöldi til var ævintýri líkast.
Að sjá að himinninn var allur
morandi í stjörnum og myrkrið
svo þétt og friðsælt. Þetta var í
fyrsta sinn sem ég upplifði hvað
það var gott að vera án ljósmeng-
unar. Þú varst ekki fyrsta mann-
eskjan sem ég hitti þegar ég kom
í sveitina en þú varst ein af þeim
sem ég átti eftir að kynnast vel og
vera mikið hjá. Það var alltaf gott
að koma til þín. Þú varst svo fé-
lagslynd og hafðir gaman af börn-
um og ég var alltaf velkomin í
Hólabrekku. Mér fannst skrýtið
að drekka sveitamjólkina, en
þannig mjólk var í boði hjá þér
með kleinunum. Þú hafðir gaman
af því að ég vildi alltaf borða
kleinurnar frosnar, beint úr
frystikistunni. Þínar kleinur voru
bestar (frosnar eða ekki). Það leið
ekki á löngu áður en sonur þinn
hann Simmi kom inn í fjölskyld-
una okkar og varð stjúppabbi
minn. Þar með varstu endanlega
komin inn í líf mitt og fórst ekki
þaðan fyrr en þú kvaddir þennan
heim 22. desember síðastliðinn.
Það var mikið áfall að heyra um
morguninn í hvað stefndi. Ég
vissi fullvel að þú varst orðin 96
ára og að það hlyti því að koma að
þessu í náinni framtíð en samt
var ég alls ekki tilbúin og hafði
hlakkað til að tala við þig í síma
um jólin. Það var alltaf svo gaman
að opna pakkana frá þér því þar
leyndist alltaf eitthvað fallegt
sem þú hafðir prjónað. Í ár var al-
veg einstakt að opna pakkana
þína vitandi að þetta yrðu allra
síðustu jólapakkarnir frá þér.
Elsku Lilja amma, kærar þakkir
fyrir allar sögurnar, frásagnirn-
ar, leikföngin, prjónaskapinn,
hláturinn, símtölin og samveru-
stundirnar. Þín er sárt saknað.
Þín
Júlíana.
Lilja Aradóttir
HINSTA KVEÐJA
Tárin mýkja og tárin
styrkja.
Í þeim speglast fegurð
minninganna.
Hvíldu í friði, elsku Lilja.
María Lilja.
✝ Svandís Sal-ómonsdóttir
fæddist á Ketils-
stöðum í Mýrdal 26.
ágúst 1931. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hjallatúni í
Vík 26. desember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Salómon
Sæmundsson, f. 13.
ágúst 1890, d. 21.
janúar 1977, og Kristín Gunn-
arsdóttir, f. 30. september 1892,
d. 19. maí 1990.
Systkini Svandísar voru: Guð-
ríður Unnur, f. 1924, d. 2005,
Þórhildur, f. 1925, d. 2004,
Sigurlaug, f. 1926, d. 1962, Sæ-
mundur, f. 1928, d. 2010, Jón, f.
1929, d. 1946, Gunnar, f. 1931, d.
2009, og Björgvin, f. 1934.
Eiginmaður Svandísar var
Jón Stefán Sigurðsson, f. 20. júlí
1926 í Vestmannaeyjum, d. 13.
september 1981. Þau gengu í
hjónaband 31. desember 1953.
Börn þeirra eru: 1) Jón Kristinn,
f. 1953, kvæntur Sigurlaugu
húsum á Ketilsstöðum þar sem
hún fór strax og geta leyfði að
aðstoða við búskap foreldranna.
Innan við tvítugt fór hún í vist til
Reykjavíkur og vann þar einnig
verksmiðjustörf. Rúmlega tví-
tug hóf hún búskap með Jóni,
fyrst í Vestmannaeyjum og síð-
an nokkur ár í Vík. Árið 1958
tóku þau ásamt Sæmundi, bróð-
ur hennar, við búi á Ketils-
stöðum. Var hún húsmóðir og
bóndi á Ketilsstöðum allt þar til
Jón varð bráðkvaddur árið
1981. Upp úr því bjó hún um
skeið á Hornafirði og starfaði á
dvalarheimilinu Skjólgarði,
einnig tók hún bílpróf komin á
sextugsaldur. Árið 1987 flutti
hún aftur til Víkur í sambúð
með Sigurði. Þá starfaði hún um
skeið á dvalarheimilinu Hjalla-
túni. Svandís var virkur félagi í
Kvenfélagi Dyrhólahrepps hvar
hún gegndi trúnaðarstörfum.
Hún gekk í Búnaðarfélagið árið
1975 en þá höfðu konur ekki
gerst fullgildir félagar þar í sjö
áratugi. Hún var varamaður í
hreppsnefnd, hafði sterkar
skoðanir á þjóðmálum og lét sig
hvers konar jafnréttismál miklu
varða.
Svandís verður jarðsungin
frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal í
dag, 5. janúar 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Gissurardóttur, f.
1954, synir þeirra
eru Ari Þór, f. 1971,
Gissur, f. 1976, Sæ-
mundur Jón, f.
1982, og Loftur, f.
1986. Barnabörn
11. 2) Vilborg, f.
1954, í sambúð með
Þorsteini Sigjóns-
syni, f. 1939, sonur
þeirra er Jón
Snorri, f. 1991. 3)
Þórhildur, f. 1957, dóttir hennar
er Salóme Þóra, f. 1983. Barna-
börn fimm. 4) Salómon, f. 1961,
kvæntur Margréti Hjaltadóttur,
f. 1967, þau skildu, börn þeirra
eru Hjalti Snær, f. 1998, Svan-
dís, f. 2003, og Sigurbjörg, f.
2006.
Árið 1987 hóf hún sambúð
með Sigurði Hallgrímssyni, f.
1921 á Hellissandi, d. 2014. Hans
börn með Steinunni Þórðar-
dóttur, f. 1912, d. 1984, eru Ingi-
björg Þórdís, f. 1939, Sólborg
Sæunn, f. 1944, Margrét, f. 1947,
og Jóhanna, f. 1948.
Svandís ólst upp í foreldra-
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson)
Þessar ljóðlínur koma upp í
hugann þegar ástkær tengda-
móðir mín Svandís kveður.
Þegar ég ung stúlka kom fyrst
inn á heimilið á Ketilsstöðum
upplifði ég ætíð umhyggju og
hlýju. Einlægan vilja til að
styðja mig og leiðbeina, fá-
kunnandi í öllu sem snéri að
heimilishaldi og öðru þvíum-
líku. Hafði fimlega skotið mér
undan því í uppvextinum og
böðlast áfram í útiverkum, sem
áttu hug minn allan. Aldrei lét
hún mig finna til vanmáttar,
heldur hvatti áfram á sinn
hljóða hátt.
Það var sama hvar var borið
niður, allt lék í höndum hennar.
Hvort heldur var matargerð
eða bakstur, hannyrðir eða
umönnun blóma. Enda bar
heimilið á Ketilsstöðum þess
vott að hún unni því og vildi að
öllum liði vel. Heimilið var
stórt og því ekki mikill tími til
búverka en í fjós fór hún kvölds
og morgna og því var sinnt af
ástúð eins og öðru. Einnig gaf
hún sér tíma í að rækta sam-
bandið við sveitungana og þar
var kvenfélagið efst á blaði. En
hún hafði einnig sterkar skoð-
anir á þjóðmálum og málefnum
nærsamfélagsins.
Synir okkar nutu ríkulega
ástríkis ömmu sinnar og síðar
langömmubörnin. Alltaf var til
stund fyrir spjall, lestur, spil og
stundum voru snyrtivörunar
dregnar fram. Já, strákar
máttu líka snyrta sig svolítið og
það var hún sem sendi þeim
fyrsta „vellyktandi“-glasið. Oft
var búið að töfra fram fallega
flík upp úr gömlu, allt gert af
útsjónarsemi og vandvirkni.
Það var Svandísi þung raun
er hún fimmtug missti eigin-
mann sinn Jón. Einmitt þegar
þau sáu fram á að geta farið að
taka frá svolítinn tíma fyrir sig
og ferðast eins og þau langaði
til. Einu sinni spurði ég hana
hvort hún gæti komið austur á
Hornafjörð og verið hjá strák-
unum meðan við hjónin færum í
stutt frí. Ekki stóð á svari. „Já,
ég ætla bara að biðja ykkur um
eitt, ekki bíða með að gera allt
það sem ykkur langar að gera,
þar til tími verður til. Það get-
ur verið að það verði of seint.“
Það var því ánægjulegt að
fylgjast með og vera þátttak-
andi í því hvernig Svandísi
auðnaðist með Sigga að ferðast
töluvert um landið og erlendis.
Þess naut hún ríkulega. Oftast
var erindið að heimsækja af-
komendur eða ættingja en það
var þeim svo ljúft. Að geta lagt
einhverjum lið og glaðst með á
góðum stundum var þeirra
yndi.
Mér er til efs að ég hafi
nokkurn tímann getað launað
henni sem skyldi. Enda var það
kannski ekki það sem Svandís
fór fram á. En að fá að fylgjast
með sínum í störfum og leik var
það sem hún óskaði. En um leið
að vera sjálfri sér nóg og láta
ekki hafa fyrir sér.
Ég kveð tengdamóður mína
full þakklætis fyrir allt það sem
hún gerði fyrir okkur hjónin og
afkomendur okkar. Hennar
verður sárt saknað. En um leið
heldur hún áfram að lifa með
okkur, vera hvatning til dáða í
að sækja fram og láta ekki
deigan síga í því sem að hönd-
um ber.
En umfram allt að láta okkur
þykja vænt hverju um annað.
Þannig höldum við minningu
Svandísar best á lofti.
Sigurlaug Gissurardóttir.
Það er óhætt að segja að
þær séu samrýndar systurnar
sorg og gleði en á öðrum degi
jóla, mitt í gleði jólanna, bárust
okkur þær fregnir að amma
Svandís hefði lagst til hvílu og í
friðsemd jólahátíðarinnar vakn-
aði hún ekki aftur af síðdeg-
isblundinum. Amma var hvíld-
inni eflaust fegin, en þótt
heilsunni hefði hrakað seinustu
misseri bar hún sig alltaf vel og
gerði allt hvað hún gat til að
takast á sem bestan hátt á við
daglegt líf, t.d. tók hún alltaf
virkan þátt í leikfimi á Hjalla-
túni.
Þrátt fyrir að einungis eitt
sé öruggt í þessu jarðneska lífi
okkar er maður aldrei tilbúinn
að sleppa takinu af ástvinum
sínum þegar kallið kemur og
sorgin því mikil nú þegar amma
hefur kvatt okkur. En sorgin er
eðlileg því að hún fylgir systur
sinni, gleðinni, og minnir okkur
á allar þær gleðistundir sem
við amma áttum saman.
Fyrstu minningar mínar um
ömmu eru frá Ketilsstöðum þar
sem ég var ósjaldan í heimsókn
og naut handleiðslu ömmu og
afa Jóns, minningin um gleði,
vellíðan og væntumþykju afa
og ömmu er sterk, hefur fylgt
mér alla tíð og styrkt í öllu sem
ég hef tekið mér fyrir hendur.
Það eru einnig ljúfar minningar
frá þeim tíma sem amma bjó á
Höfn og kom oft í heimsókn í
Árbæ. Ekki eru síðri minning-
arnar eftir að hún hóf sambúð
með Sigga Hall og flutti á ný til
Víkur. Þangað kom ég oft og á
námsárunum var nánast sama á
hvaða tíma sólarhringsins mað-
ur var á ferðinni, gjarnan um
jól og páska, alltaf stóðu dyrn-
ar opnar og fyrir innan vænt-
umþykja, hugulsemi og áhugi
fyrir viðfangsefnum manns
hverju sinni. Það veit ég að
þess hins sama minnast bræður
mínir.
Það er óhætt að segja að
amma hafi haft sérstakt lag á
að fylgjast vel með afkomend-
um sínum, jafnt ungum sem
eldri. Henni var umhugað um
fjölskylduna, treysti fólki og
studdi á sama tíma og hún var
ákaflega stolt af því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Þess
vegna finnst mér alltaf eins og
það hafi verið amma Svandís
sem sendi þessa bæn í bréfi:
Vonir þínar rætist kæri vinur minn,
vertu alltaf sanni góði drengurinn.
Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á,
ákveðinn og sterkur sértu þá.
Allar góðar vættir lýsi veginn þinn,
verndi’ og blessi elskulega drenginn
minn,
gefi lán og yndi hvert ógengið spor
gæfusömum vini hug og þor.
(Jenni Jóns)
Amma lét aldrei hafa mikið
fyrir sér og barst ekki á en hún
var þó bæði fyrirmynd og
frumkvöðull í því sem hún tók
sér fyrir hendur.
Um leið og ég er þakklátur
ömmu fyrir samfylgdina er ég
jafnframt gríðarlega stoltur af
lífshlaupi hennar. Ég kveð
ömmu mína með sorg í hjarta
en gleði í huga.
Gissur og fjölskylda.
Svandís
Salómonsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR JÓHANNESSON
frá Skarði í Skötufirði,
Vallarbraut 10, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 26. desember.
Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. janúar
klukkan 13.
Tómas Gunnarsson Guðný I. Grímsdóttir
Gerður Gunnarsdóttir
Elen Eik Gunnarsdóttir Heimir Hansen
og afabörnin
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HERMANN JÓNSSON
frá Lambanesi,
Hásæti 2a, Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki þriðjudaginn 1. janúar.
Útförin fer fram laugardaginn 12. janúar klukkan 14 í
Sauðárkrókskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Auður Ketilsdóttir
Hafþór Hermannsson Anna Steingrímsdóttir
Bryndís Hafþórsdóttir Sigurður Hjartarson
Hermann Hafþórsson Hrafndís Bára Einarsdóttir
Auður Hafþórsdóttir Kristján Árnason
og barnabarnabörn