Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 36

Morgunblaðið - 05.01.2019, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 ✝ Anna PálaGuðmunds- dóttir fæddist á Sauðárkróki 2. september 1923. Hún lést á hjúkr- unardeild Heil- brigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki 24. desember 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Sveinsson, fulltrúi og skrifstofustjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, f. 11. mars 1893, d. 19. okt. 1967, og Dýrleif Árnadóttir, hús- móðir, f. 4. júlí 1899, d. 8. mars 1993. Systkini Önnu Pálu eru dóttir, f. 1949. 3) Árni, f. 1949, maki Ásdís Hermannsdóttir, f. 1949. 4) Hólmfríður, f. 1950. 5) Ólöf Sigríður, f. 1956, maki Pétur Heimisson, f. 1954. 6) Örn, f. 1959, maki Margrét Að- alsteinsdóttir, f. 1961. 7) Úlfar, f. 1965, maki Auðbjörg Frið- geirsdóttir, f. 1961. Afkom- endur hennar nálgast 70. Anna Pála ólst upp í for- eldrahúsum á Sauðárkróki og gekk þar í barna- og unglinga- skóla. Hún var veturinn 1939- 1940 í Héraðsskólanum á Laugarvatni og 1943-1944 í Húsmæðraskólanum á Lauga- landi. Anna Pála sinnti lengstum húsmóðurstarfinu en þau Ragnar voru umboðsmenn Sjó- vár um árabil og hélt Anna Pála því áfram í nokkur ár eft- ir að Ragnar lést. Anna Pála verður jarð- sungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 5. janúar 2019, klukkan 14. Sigurbjörg, f. 1920, d. 2006, Hall- fríður, f. 1921, dá- in sama dag, Sveinn, f. 1922, d. 2013, Árni, f. 1927, d. 2016, Hallfríður, f. 1931, og Stefán, f. 1932, d. 2011. Anna Pála gift- ist 1944 Ragnari Pálssyni, útibús- stjóra Búnaðar- banka Íslands á Sauðárkróki, f. 16. apríl 1924, d. 29. september 1987. Foreldrar hans voru Páll Erlendsson og Hólmfríður Rögnvaldsdóttir. Börn Önnu Pálu og Ragnars eru: 1) Leif- ur, f. 1944. 2) Páll, f. 1946, maki Margrét Steingríms- „Skagfirðingur skír og hreinn.“ Þessi ljóðlína úr einni af lausavísum Andrésar Valberg kemur mér einatt í hug þegar ég hugsa til tengdamóður minnar, hennar Önnu Pálu. Fáa hef ég þekkt sem unnu heimaslóðunum meira en hún, hún var Skagfirð- ingur heil í gegn. Andrés Valberg orti einnig um hana unga þessa vísu: „Strýkur völlinn blíður byr/ blómin spretta á vori/ Anna Pála er eins og fyr/ ung og létt í spori.“ Það var gaman að hlusta á Önnu Pálu rifja upp og segja frá æskuminningum sínum og auð- velt að finna að hún átti mjög góða æsku. Fædd og uppalin í húsi foreldra sinna og Árna, móðurafa síns, Nesi við Suður- götu. Þar var samfélag fólks sem stóð saman og studdi hvert ann- að. Anna Pála var frá á fæti og var jafnan send með matvæli og annað til þeirra sem þurftu á því að halda af móður sinni, ömmu Dýllu, sem ekkert aumt mátti sjá og síðan ekki tala um. Anna Pála var lífsglöð og hress, hún var nærsýn strax sem barn en lét það ekkert aftra sér. Ég sé hana fyrir mér, litla, brosandi dökkhærða stúlku með stóru augun sín á hlaupum í Suðurgötunni, annað- hvort að sendast eða skoppa gjörð. Henni varð tíðrætt um Árna móðurafa sinn, sem bjó hjá þeim og var þeim systkinum afar kær, enda einstakur maður á margan hátt og hafði mikil áhrif á þau öll. Anna Pála var alin upp í ung- mennafélagsandanum, stundaði íþróttir, m.a. handbolta og sund, og lærði ballett hjá Minnu Bang. Hún fór í Héraðsskólann á Laugarvatni og Húsmæðraskól- ann á Laugalandi og báðar þess- ar skólastofnanir höfðu rík áhrif á hana og hún átti þaðan margar góðar minningar. Hún var list- ræn og eftir hana liggur mikið og fallegt handverk sem öll fjöl- skyldan hefur notið góðs af. Hún var í bridsklúbbi með vinkonum sínum og síðar varð hún virk í starfi eldri borgara, m.a. spilahóp og kórnum. Hún las mikið, ekki síst ættfræði og ljóð og kunni ógrynni af þeim og fór með nán- ast fram á síðasta dag. Eitt af þeim var þessi vísa: „Gott er að hafa létta lund/leika sér og hlæja./En ekki lífs um stutta stund/stynja og vera að æja.“ Þessi vísa segir raunar margt um hana Önnu Pálu. Hún kenndi mér margt og þá ekki síst æðru- leysi. „Þetta eru dauðir hlutir og tekur því ekki að gráta yfir þeim …“ sagði hún einhverju sinni við mig, „… og svo tölum við ekki meira um það.“ Þannig tók hún einnig hlutunum þegar fór að halla undan fæti hjá henni. Þegar henni fór að daprast sjón fékk hún sér hljóðbækur til að hlusta á en þurfti að hætta í kór aldraðra. Henni fannst ekki gott að fara ein í búðina ef hún skyldi nú hitta einhvern sem hún þekkti og heilsaði honum ekki; hvað myndi fólk eiginlega halda um hana! Anna Pála hélt vel utan um fólkið sitt, fylgdist vel með og bar hag okkar allra fyrir brjósti. Hún lést snemma að morgni aðfanga- dags og það var eitthvað fallegt við það; á degi ljóss og friðar. Okkar samfylgd stóð í nærri hálfa öld og aldrei bar þar skugga á. Ég þakka Önnu Pálu sam- veruna og bið góðan guð að blessa minningu hennar. Ásdís S. Hermannsdóttir. Elsku Anna Pála, nú hefur þú kvatt þennan heim og þá er margs að minnast. Minningarnar um þig eru margar og góðar og í þær verður gott að leita og í þeim munt þú lifa með þeim sem kynntust þér. Það var að vetri til 1974 að ég, kærastinn hennar Lollu þinnar, kom fyrst í heim- sókn á yndislegt heimili þitt á Víðigrundinni á Króknum. Þang- að var notalegt að koma eins og ávallt síðan á þitt heimili.Víði- grundin átti eftir að verða einn af þessum mikilvægu föstu punkt- um í lífi okkar Lollu, athvarf sem ungt par og síðar lítil og vaxandi fjölskylda gat alltaf leitað til. Þangað var gott að hringja og spjalla og enn betra að koma, alltaf tilhlökkunarefni fyrir okk- ur og börnin okkar, sem oft tala um þær heimsóknir. Það varð hlutskipti þitt að verða ekkja fyr- ir aldur fram, en Ragnar tengda- pabbi lést 1987. Því stóra áfalli tókst þú af stillingu eins og svo mörgu öðru, hvort sem var í gleði eða sorg. Þú varst mikil í sjálfri þér, miklaðist aldrei af neinu þínu, samgladdist öðrum þegar við átti, varst góður hlustandi og gafst ráð þeim er slík vildu. Þú virtir skoðanir annarra, hafðir þínar eigin og stóðst með þeim en lést vera að troða þeim upp á aðra. Samt náðir þú á þægilegan hátt að miðla í senn bæði stillingu og festu, nokkuð sem reynist okkur mörgum erfitt. Þú fylgdist vel með því sem gerðist í nærsamfélaginu og lagð- ir þig mjög eftir að fylgjast með börnum þínum og barnabörnum, óháð vegalengd milli þín og þeirra hverju sinni. Börnin okkar Lollu bjuggu jafnan langt frá Króknum þínum og elskuðu kannski þeim mun meira heim- sóknirnar til þín og áttu þá ásamt með frændum og frænkum at- hygli þína óskipta. Þú kunnir að hlusta og þau nutu þess og sögðu þér sögur af sér og sínu. þú spjallaðir við börnin á bylgju- lengd þeirra, miðlaðir þeim svo mörgu góðu og skammtaðir og bjóst um það allt eftir aldri og þroska hvers og eins. Ekki síður kunnum við fólkið þitt og sér í lagi unga kynslóðin að meta veisluborðin sem þú töfraðir fram. Þar nefni ég sérlega „kvöldkaffið hennar ömmu“, sem ekki einungis bauð góðgæti fyrir bragðlauka, heldur mörg önnur skynfæri og í raun var þar á ferð- inni félagsleg athöfn af bestu sort. Knattspyrnuáhugi þinn var alla tíð mikill og í boltanum gegndir þú stóru hlutverki sem mamma, amma og langamma. Þegar þú um árið fékkst þér áskrift að Sýn til að sjá eitthvert alþjóðlegt sparkmót, þá töluðu vinir Ragnars okkar Lollu af mikilli virðingu um „ömmu hans Ragga sem fékk sér sýn“. Á átt- ræðisafmælinu þínu var gaman að spila með þér fótaíþróttina þína og auðvitað í treyjum Tinda- stólsins þíns. Það læðist að mér sú hugsun að það hafi verið til- hlýðileg heiðursskipting út af, þegar þú varst kölluð heim á ný- liðnum aðfangadegi. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga þig að ástvini öll þessi ár. Guð blessi minninguna um þig. Pétur Heimisson. Elsku hjartans amma okkar hefur kvatt. Hún var orðin þreytt fyrir nokkru en hjartað vildi ekki hætta að slá enda risastórt og fullt af ást til allra hennar afkom- enda og samferðamanna. Amma var yndisleg kona, hlý, friðelsk- andi, gáfuð, listræn og dugleg. Hún var alveg eins og ömmur eiga að vera; límið í fjölskyldunni sem sá til þess að allir stæðu sam- an og allir fengju að vera eins og þeir eru. Amma dæmdi engan og talaði fallega um fólk. Hún talaði reyndar fallega yfirhöfuð, kjarn- góða íslensku. „Andskotans vit- leysa“ var það ljótasta sem hún sagði en hún sagði það svo blíð- lega að það hljómaði ekki eins og hún væri að blóta. Hún skammaði okkur aldrei en við vissum samt þegar hún varð fyrir vonbrigðum og það vildi enginn valda henni vonbrigðum. Þau mál sem fólk gat greint á um voru ekki rædd í hennar viðurvist. Þó var hægt að leita til hennar með alla hluti svo framarlega sem þeir vörðuðu ekki ágreining við einhvern úr fjöl- skyldunni. Hún studdi okkur í einu og öllu og hrósaði þegar það átti við en ekki að óþörfu því ekki máttum við verða montin. Heimilið var hlýlegt og fallegt eins og amma. Við eldhúsborðið sló hjarta þess við tóna frá söng- linu í ömmu. Þegar við litum við á Víðigrundinni fengum við mjólk og köku eins og við gátum torgað, annaðhvort var það jólakaka eða brúnkaka. Sum okkar eru meira jólakökufólk og önnur brúnköku- fólk en báðar voru samt góðar. Ef maður var svo óheppinn að lenda ekki á sinni uppáhaldsköku þá var bara að koma aftur daginn eftir. Það var alltaf lagt fallega á borð, morgunmatur, hádegis- matur, kaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi. Amma kunni ekki að meta að við gengjum frá eftir okkur, henni fannst þessi nýi sið- ur, að allir væru að troðast að vaskinum með leirtauið sitt, leið- inlegur og bað okkur í guðanna bænum að sitja kyrr. Á sumrin var setið í garðinum og hann var fallegur eins og allt annað. Í minningunni var alltaf sól, alltaf nýslegið, nóg af rabar- bara og blaktandi þvottur í gol- unni. Kaffið var borið út og þar sat amma með vinum og ættingj- um. Amma átti svo mikinn tíma, það var aldrei neitt stress og eng- inn að flýta sér. Þegar hún lagði allt frá sér til að spjalla upplifðum við aldrei að við værum að trufla. Þrátt fyrir mikinn gestagang og öll börnin og barnabörnin sem litu inn var alltaf allt hreint og fínt, full kista af bakkelsi, búrið fullt af sultu og berjasafti, tími fyrir ættfræðigrúsk, garðvinnu og handavinnu. Við eigum peys- urnar sem hún prjónaði handa okkur, púðana, dúkana og vegg- myndirnar sem hún saumaði og þessir hlutir munu ylja okkur þar til við hittum hana aftur, ásamt aragrúa af góðum minningum. En við vitum að hún skilur lím- ið líka eftir. Hún límdi vel og kvaddi sátt, vitandi að við höfum lært nógu mikið af henni til að standa saman þótt hennar njóti ekki lengur við. Nákvæmlega svona eiga ömmur að vera. Við kveðjum ömmu með trega en vit- um að henni líður vel núna og að jólaveislan hefur aldrei verið glæsilegri handan regnbogans. Hvíldu í friði elsku amma, þín Kristján, Anna Pála, Styrmir og Sólveig Ragna. Fjallið sem fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar. Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki. (Hannes Pétursson, Söknuður) Amma Anna Pála var fædd í Suðurgötunni á Sauðárkróki. Þar ólst hún upp í öflugum systkina- hóp á tíma þar sem öll hús voru full af börnum og margar kyn- slóðir bjuggu saman. Í görðum héldu menn hross, kýr og kindur. Sumir voru fátækir, aðrir voru af- lögufærir. Í Suðurgötunni var líf og fjör. Fyrir enda götunnar blasti endalaus Skagafjörðurinn við í suðurátt, í norðurendanum stóð kirkjan og yfir hana gnæfði Tindastóll, risastór og pallstöðug- ur. Tindastóllinn er fyrirferðar- mikill í heimsmynd Króksara og sér í lagi okkar sem eigum rætur í Suðurgötunni. Seinna bjó amma á Víðigrund 1. Hér voru höfuðstöðvar fjöl- skyldunnar og yfirleitt mikið að gera á stóru heimili þar sem gestagangur var nokkuð stöðug- ur. Eldhúsið var hjarta heimilis- ins, og héðan var fínt útsýni í norður til Tindastóls í öllu sínu veldi, enda iðulega rætt um hvernig fjallið tók sig út þann daginn. Hér máttum við öll koma og vera eins og við vildum. Fyrstu árin eftir að við fluttum á Krók- inn held ég að ég hafi farið til ömmu næstum því hvern einasta dag. Víðigrundin varð mér öruggt skjól í heimi sem mér fannst vera dálítið grimmur. Amma stappaði í mig stálinu og vann ötullega að því að ég skildi að tilveruréttur minn var jafn mikill og allra annarra. Hún beitti ýmsum aðferðum til þess og stundum held ég að hún hafi hálfpartinn bjargað þessu öllu saman. Þetta er jafnframt það mikilvægasta sem hún kenndi mér: Það þarf að vera pláss fyrir alla. Og svo á fólk að hegða sér almennilega. Tvö mikilvæg boð- orð. Amma var góður og rétt- sýnn vegvísir og leiðbeinandi. Amma Anna Pála kvaddi okk- ur á aðfangadegi jóla. Nú hefur hún endurheimt frelsið og er sennilega einhvers staðar á hörð- um spretti með bræðrum sínum úr Suðurgötunni, kát og glöð. Amma hefur verið að yfirgefa okkur hægt og rólega síðustu ár- in og við höfum fengið tíma til að venjast tómarúminu sem hún skilur eftir sig. En sársaukinn nístir, nú er aðskilnaðurinn endanlegur. Um tíma. Ég trúi því að amma hafi ákveðið að kveðja okkur núna og fyrir vikið hafa jólin öðlast nýja vídd. Framvegis verða þau hátíð ljóss, friðar og frelsis – og við munum með þakklæti minnast ömmu og alls þess sem við áttum með henni. Tindastóllinn getur horfið í myrkur, þoku eða hríð. En fjallið er alltaf til staðar. Á sama hátt veit ég að amma er hjá okkur, með öllu því sem hún gaf okkur, öllu því sem hún kenndi okkur og öllu því sem hún var okkur. Bræðurnir á Króknum, Öddi, Palli og Árni, og þeirra konur sýndu ömmu mikla ræktarsemi fram á síðasta dag. Það hlýjar um hjartarætur, ber kærleikan- um til hennar gott vitni og var okkur hinum huggun í fjarlægð- inni. Hafðu það gott, vinan mín. Góða ferð og við sjáumst. Áslaug. Þær verða huglægar héðan af, kökuborðandi og mjólkurdrekk- andi samverustundirnar í eld- húsinu hennar ömmu. Skjól, hug- hreysting, réttsýni, gleði eða bara samastaður, allt var í boði. Þegar missirinn er mikill er víst að maður átti gott. Takk fyrir allt elsku amma mín. Ragnar Páll Árnason. Elsku amma. Takk fyrir hlýjuna, innilegu faðmlögin og að kenna okkur að leggja kapal. Takk fyrir rabarbara með sykri, þolinmæðina og sönglið yfir pott- unum í eldhúsinu. Takk fyrir mjúkar hendur á kaldar kinnar, brúnkökur með kremi og ættfræðikennslu. Takk fyrir sveskjugraut með rjóma, endalausa hvatningu og njósnir með kíki út um gluggann. Takk fyrir hláturinn, mikla skapið og að spila við okkur rommí fram eftir öllu. Takk fyrir góðu lyktina, fram- takssemina og styrkinn. Takk fyrir húmorinn, allar vísurnar og enn fleiri jólakökur og kleinur. Minning þín lifir áfram í hjört- um okkar og dýrmætar stundir með ömmu-Pálu á Víðigrundinni gleymast aldrei. Þín Þóra, Heimir, Birna, Ragnar. Anna Pála Guðmundsdóttir Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Yndislega dóttir okkar, systir og mágkona, LAUFEY EIRÍKSDÓTTIR, Blikaási 1, Hafnarfirði, andaðist 26. desember á líknardeild LSH í Kópavogi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. janúar klukkan 13. Arnþrúður Þórðardóttir Eiríkur Bj. Barðason Gustav Þór, Álfhildur Árni Þór, Andrea Helga og aðrir ástvinir Okkar ástkæri bróðir og mágur, EIÐUR A. BREIÐFJÖRÐ blikksmíðameistari, Laugateigi 27, lést á dvalarheimilinu Grund þriðjudaginn 1. janúar. Útför auglýst síðar. Bertha R. Langedal Leifur Breiðfjörð Sigríður Jóhannsdóttir Gunnar Breiðfjörð Elín Aune

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.