Morgunblaðið - 05.01.2019, Side 43

Morgunblaðið - 05.01.2019, Side 43
síld og sjö ár á togaranum Gylli ÍS-261 sem var gerður út frá Flat- eyri.“ Sigurður var síðan grunnskóla- kennari á Flateyri frá 2002 til 2010 og aftur frá hausti 2018. Sigurður hefur rekið ferðaþjón- ustufyrirtækið Grænhöfða frá því ár- ið 2000 sem er útleiga á gistingu fyrir ferðamenn og kajakleiga. Hann byrj- aði með fjóra báta en nú eru þeir um tuttugu. „Það hefur verið ágætt að gera í því en ég legg síðan bátunum alveg í september. Grænhöfði er einn- ig með níu metra trébát sem gerður er út á sjóstöng með allt að sex far- þega í hverri ferð. Það hefur gengið vel og alltaf fiskast eithvað. Ég fer stundum sjálfur á línu eða snurvoð með félögunum. Fyrir þremur árum byrjuðum við hjónin með kaffihús sem heitir Bryggjukaffi og erum með gistingu á efri hæðinni. Á sumrin er opið alla daga vikunnar á kaffihúsinu en þar er lítil starfsemi yfir veturinn. Við erum samt einstaka sinnum með félagsvist, skákmót og svo enska boltann þegar það eru alvöruleikir. Þátttakan á skákmótunum hefur verið alveg ásættanleg miðað fjöldann sem við höfum úr að spila hér á Flateyri “ Sigurður var lengi virkur í íþrótta- félaginu Gretti á Flateyri og var for- maður frá 1995-2000. „Börnin voru öll í íþróttum og þá var maður viðloðandi þetta.“ Helstu áhugamál Sigurðar eru skák, borðtennis, samvera með fjöl- skyldu og góðum vinum og ljóðalest- ur. „Í uppáhaldi eru þessir gömlu kallar, Tómas, Davíð og Jónas, og auðvitað líka margir fleiri, en ég á yfir 500 ljóðabækur. Ég sjálfur yrki aðal- lega tækifæris- og níðvísur.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Þorbjörg Sigþórsdóttir, f. 5.2. 1959, móttökurit- ari á Heilsugæslunni á Ísafirði og rek- ur Bryggjuhúsið á sumrin. Foreldrar hennar: Hjónin Auður Antonsdóttir, f. 5.4. 1932, verkakona, búsett á Akur- eyri, og Sigþór Valdimarsson, f. 27.11. 1931, d. 3.3. 1977, vélstjóri á Akureyri. Börn: 1) Íris Dröfn Hafberg, f. 8.1. 1980, grunnskólakennari á Akureyri, maki: Gísli Gíslason rakari, börn: Ró- bert Máni Hafberg, f. 3.5 2002, og Emil Magni Hafberg, f, 17.1. 2017; 2) Sævar Jens Hafberg, f. 29.7. 1982, smiður, bús. á Álftanesi, maki: Ágústa Ringsted lögreglumaður, börn: Matt- hías Máni Hafberg, f. 28.3. 2008, og Hrafnhildur Kata Hafberg, f. 15.5. 2012; 3) Hannibal Hafberg, f. 8.4. 1991, sjávarútvegsfræðingur á Græn- landi. Systkini: Friðrik E. Hafberg, f. 21.3. 1949, sjómaður og fleira, bús. í Reykjavík, Ægir E. Hafberg, f. 24.1. 1951, bankamaður, bús. í Hafnarfirði; Sesselja E. Hafberg, f. 25.12. 1952, bankamaður, bús. í Grindavík, Björn E. Hafberg, f. 4.7. 1956, kennari, námsráðgjafi og fleira, bús. í Reykja- vík, og Ágústa Margrét Hafberg, f. 13.7. 1967, bús. í Kópavogi. Foreldrar: Hjónin Einar Jens Haf- berg 8.8. 1919, d. 2.1. 1974, vélstjóri og verslunarmaður, og Kristbjörg Hjartardóttir, f. 17.7. 1928, d. 30.1. 1979, húsmóðir og verkamaður. Þau voru búsett á Flateyri. Úr frændgarði Sigurðar J. Hafberg Sigurður J. Hafberg Sigríður Bjarnadóttir vinnukona í Hafnarfirði og Norðfirði Helgi Sveinsson vinnumaður í Hafnarfirði og víðar Kristbjörg Hjartardóttir Hafberg húsmóðir og fiskvinnslukona á Flateyri Hjörtur Gunnlaugsson verkamaður og matsveinn í Stykkishólmi Una Guðríður Rósamunda Jóhannesdóttir húsfreyja í Uppsalakoti, Fáskrúðsfirði og síðast í Vestmannaeyjum Gunnlaugur Pálsson bóndi í Uppsalakoti í Svarfaðardal, síðar á Fáskrúðsfirði Ágúst Hafberg amkvæmdastjóri Landleiða fr Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri hjá Norðuráli Áslaug Hafberg verslunareigandi í Rvík Helgi Hafberg kaupmaður í Rvík Árni Njálsson fv. landsliðsmaður í fótbolta Njáll Guðnason starfsmaður SÍS Ingibjörg Bjarna­ dóttir húsfr. og garðyrkju­ bóndi á Laugarási í Biskups­ tungum Bjarni Harðarson bóksali og fv. alþingismaður Atli Harðarson dósent við HÍ og fv. skólameistari FVA Kristín Björns­ dóttir vinnukona í Rvík og Borgarfirði Jóhanna Guðmundsdóttir húsfr. í Hrepphólum Sigurður Jónsson bóndi í Hrepphólum, Hrunamannahr., Árn. Ágústa Margrét Sigurðardóttir Hafberg húsfreyja í Hafnarfirði Friðrik Einarsson Hafberg verslunarm í Hafnarf., síðar kafari og kaupmaður á Flateyri Ingibjörg Eysteinsdóttir húsfreyja á Álftanesi Einar Jens Friðriksson þurrabúðarmaður á Álftanesi Einar Jens Friðriksson Hafberg vélstjóri og verslunarm. á Flateyri Sesselja Helgadóttir húsfr. á Búðum við Fáskrúðsfjörð og í Rvík Olga Hafberg húsfreyja í Rvík Engilbert Snorrason tannlæknir í Garðabæ Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi á Ísafirði Snorri Engilbertsson leikari Engilbert Hafberg kaupmaður í Reykjavík Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá ríkissaksóknara Hjónin Sigurður og Þorbjörg. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Vilhelm Georg Theodor Bern-höft fæddist 5. janúar 1869 íReykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. 1828, d. 1871, bakara- meistari í Reykjavík, og Johanne Louise Bernhöft, fædd Bertelsen. Faðir Vilhelms eldri var Tönnies Daniel Bernhöft, frá Þýskalandi, en hann var fenginn til Íslands til að hefja rekstur Bernhöftsbakarís árið 1834. Bakaríið var fyrst í eigu Peters Christians Knudtson, en síðan keypti Tönnies Daniel reksturinn. Móðir Vilhelms yngra var frá Helsingjaeyri í Danmörku. Vilhelm varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og cand.med. frá Læknaskólanum 1894. Hann fór til Kaupmannahafnar sama ár, dvaldi hjá Carl Thorlaksson tannlækni í tvö ár og kynnti sér almenna tanngerð og tannfyllingar með verklegum æf- ingum en lauk ekki prófi í tann- lækningum. Þegar heim kom til Íslands árið 1896 varð hann tannlæknir í Reykja- vík til æviloka með styrk af opinberu fé, gegn því að veita læknanemum ókeypis tilsögn og fátæku fólki ókeypis tannlæknaþjónustu einu sinni til þrisvar í mánuði. Vilhelm var kennari í tannlækningum við Læknaskólann 1898-1911 og síðan við læknadeild Háskóla Íslands. Vil- helm var í raun fyrsti tannlæknirinn á Íslandi því þótt aðrir hefðu stund- að þessa iðn þá var Vilhelm sá fyrsti sem hafði til þess raunverulega kunnáttu. Enda var hann mun vin- sælli en fyrirrennarar hans; Hannes Hafstein orti til hans ljóð og í minn- ingargrein segir að Vilhelm hafi ver- ið einn vinsælasti og besti borgarinn í Reykjavík. Eiginkona Vilhelms var Kristín Þorláksdóttir Bernhöft, f. 26.9. 1878, d. 2.12. 1957, húsfreyja og tann- smiður. Foreldrar hennar voru hjón- in Þorlákur Ó. Johnson, kaupmaður í Reykjavík, og Ingibjörg Bjarna- dóttir Johnson húsfreyja. Börn Vil- helms og Kristínar voru Guido, Gott- freð, Sverrir, Ingibjörg og Kristín. Vilhelm lést 24.6. 1939. Merkir Íslendingar Vilhelm Bernhöft Laugardagur 85 ára Einar Ásgeirsson 80 ára Guðbjörg R. Þorgilsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Jónas B. Erlendsson Júlíus Oddsson Sigurrós Kristín Sigurðard. Skjöldur Sigurðsson 75 ára Gísli Eysteinn Aðalsteinss. Gyða Ólafsdóttir Ragnar V. Þorvaldsson Sigurlaug Alda Þorvaldsd. Þórunn Stella Markúsdóttir 70 ára Anna Olsen Pálsdóttir Birna Dís Benediktsdóttir Björn S. Pálsson Edda K. Metúsalemsdóttir Erla Haraldsdóttir Hilmir Hrafn Jóhannsson Hreiðar S. Albertsson Jenný Hlín Kristinsdóttir Jón Bjargmundsson Kristín Aðalsteinsdóttir Kristín Svanhildur Pétursd. Kristján Sigurður Birgisson 60 ára Anna Lewandowska Ásdís Elva Aðalsteinsdóttir Hákon Jón Kristmundsson Jóhanna Þ. Jóhannesdóttir Jónas Yamak Jón Grétar Sigurðsson Lúðvík Hjalti Jónsson Oddur Halldórsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurbjörg J. Jóhannesd. Sigurður Jóhann Hafberg Sigurður Sveinsson Sindri Már Björnsson Soffía Svava Adolfsdóttir Torfi Guðmundsson 50 ára Ásta Hallfríður Valsdóttir Gestur Arnar Gylfason Guðmundur J. Óskarsson Guðni Ágúst Gíslason Hörður Harðarson Nicolae Tivadar Signý Yrsa Pétursdóttir Sigríður Pálrún Stefánsd. Sigurbjörn S. Kjartansson Sigurvin Bjarnason Sverrir Berg Steinarsson Tómas Björnsson Þórður Hermann Kolbeinss. 40 ára Atli Þór Jakobsson Einar Birgir Baldursson Erla Kristín Sverrisdóttir Helgi Reynir Árnason Ingvar Rafn Gunnarsson Iveta Siraka Ottó Ólafsson Ratsel Enoc Mutia Robert Janik Vigfús Jón Dagbjartsson 30 ára Andris Orskis Baldur Kristjánsson Bjarni Þór Árnason Dagmar Erla Jónasdóttir Halldóra Kristín Eldjárn Inga Berg Gísladóttir Kristín Anna Oddsdóttir Matthijs Arthur R. Ferencik Pétur Ásbjörn Sæmundss. Ragnhildur Gunnarsdóttir Tómas Ævar Ólafsson Zana Jabare Þorbjörn Einar Guðmundss. Þórdís Ösp Cummings Benediktsd. Sunnudagur 85 ára Guðbjörg Jóhannesdóttir Jón Gunnarsson Júlíus P. Guðjónsson Sigtryggur Hreggviðsson Steinunn Sveinsdóttir 80 ára Eggert Jónsson Hreinn Þórðarson Kristín Viggósdóttir Ríkarð Bjarni Björnsson Trausti Þorleifsson 75 ára Kári Jónsson Ólafur Grímur Björnsson Símon Ragnarsson Vilhjálmur E. Sigurlinnason Örn Clyde Webb Jónasson 70 ára Atli Þór Ólason Bessi Gíslason Grétar O. Guðmundsson Guðbjörg Haraldsdóttir Katrín Guðmundsdóttir Pavel Róbert Smid Sigurður Bernódusson Þórunn M. Ingimarsdóttir 60 ára Ágústína O. Sigurgeirsd. Ása Ólafsdóttir Eiríkur Ágúst Ingvarsson Fáfnir Frostason Guðrún Guðbjartsdóttir Kanjana Sutsawat Kristinn Kristinsson Ólafur Bjarni Bjarnason Ómar Jóhannsson Unnur Steina Björnsdóttir Þórhalla Arnljótsdóttir 50 ára Amanda Jayne Smith Andri Áss Grétarsson Andris Skuja Bergur Þór Ingólfsson Gunnar Gunnarsson Gunnar Rafnsson Halldór Friðrik Ágústsson Haraldur Garðar Ólafsson Ingibjörg Jóhannsdóttir Krystian Karol Gralla Marcin Dominik Puszynski Pasquale G. Giannico Sigurður M. Sigurfinnsson Sigurður Sigurðarson Tsetsa Ivanova Drilska 40 ára Anton Ingi Þórarinsson Árný Eva Davíðsdóttir Elísabet Árnadóttir Elva Rut Jónsdóttir Gunnar G. Waage Stefánss. Hinrik Gíslason Lukasz Kacper Karnafel Marek Witkowski Radoslaw Gapinski Sigrún Ólafsdóttir Svavar E. Kjærnested Uxi Jóhannsson 30 ára Aleksander Jaroslaw Bogun Arturs Rogozins Baldur Freyr Ólason Björn Jóhannes Hjálmarss. Davíð Rafn B. Norðdahl Davíð Örn Jónsson Kratsch Edvard Gruzevskij Eva Björg Björgvinsdóttir Eyþór Snær Eyþórsson Guðrún Katrín Oddsdóttir Hinrik Már Hreinsson Hjörtur Ingi Hjartarson Jaymie Meneses Lantano Maciej Gózdz Magdalena Monika Snarska Pálmi Gunnarsson Sandra Huld Helgudóttir Zoran Marjanovic Þórhildur S. Blöndal Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.