Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2019 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er flæðandi testósterón og mik- ill pungur í Stormsveitinni enda snýst allt um það,“ segir Sigurður Hansson, foringi karlakórsins Stormsveitarinnar, sem heldur ár- lega þrettándatónleika í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld kl. 21. Sigurður segir Stormsveitina stofnaða 2011. Hann hafi í tilrauna- skyni hóað saman hópi manna sem allir syngja í öðrum kórum í því skyni að blanda saman rafmagni, rokki og fjórum röddum. „Þetta hefur ekki verið gert áður. Við syngjum kórlög, dægurlög og rokk sem útsett er fyrir karlakór með undirspili rokksveitar. Úr þessu verður frábær blanda og skemmtun fyrir okkur í kórnum og vonandi áhorfendur líka,“ segir Sigurður. Alltaf til í að stíga á svið Stormsveitin æfir einu sinni í viku og heldur árlega þrettándatónleika. Auk þess syngur sveitin á þrettánda- brennunni í Mosfellsbæ á hverju ári. Stormsveitin hefur sungið á stórum og smáum uppákomum Hún söng til að mynda í Vestmannaeyjum í fyrra, á tvennum tónleikum Dimmu, á „Rafmagnslausum tónleikum“ í Guð- ríðarkirkju og tók þátt í kórakeppn- inni í sjónvarpsþáttaröðinni Kórar Íslands. Sigurður segir að Storm- sveitin geti tekið að sér fleiri verkefni og sé alltaf tilbúin að stíga á svið ef eftir því er leitað. Á dagskrá tónleikanna í kvöld verða 22 lög, íslensk þjóðlög og vel þekkt íslensk og erlend dægurlög meðal annars eftir Magnús Þór Sig- mundsson, Gunnar Þórðarson, Gildr- una, Coldplay, Animals og Nóbel- skáldið Bob Dylan. „Við erum 16 til 20 í kórnum og syngjum í hefðbundum karlakóra- röddum. 1. og 2. bassa og 1. og 2. ten- ór. Í kórnum eru einsöngvarar auk þess sem Birgir Haraldsson úr Gildr- unni mun syngja með okkur á tón- leikunum í kvöld. Við fáum Sigurgeir Sigmundsson gítarhetju til að spila með rokksveitinni í þetta sinn,“ segir Sigurður. Hljómsveitina skipa Arnór Sigurð- arson, trommuleikari og hljómsveit- arstjóri, Jens Hansson, saxófón- og hljómborðsleikari, Andri Ívarsson, gítarleikari og Baldur Kristjánsson, bassaleikari. Hljóðmaður er Jón Skuggi. Þjálfari og útsetjari er Gísli Magnason. „Ég er foringi Stormsveitarinnar, rek batteríið og vel yfirleitt lögin ásamt kórmeðlimum, auk þess erum við með kórstjórn,“ segir Sigurður og lofar kraftmikilli skemmtun í kvöld. Hann segir uppselt á tón- leikana og umræða um aukatónleika í gangi. Með Stormsveitinni hafa meðal annars sungið Stefán Jakobsson úr Dimmu, Stefanía Svavarsdóttir djasssöngkona og fyrrnefndur Birgir í Gildrunni. Í fyrra gaf Stormsveitin út geisladiskinn Stormviðvörun sem er aðgengilegur á Spotify. Rafmagn, rokk og fjórar raddir  Árlegir þréttándatónleikar Stormsveitarinnar í Hlégarði í kvöld  Gestasöngvari Birgir Haralds- son úr Gildrunni og gestaleikari Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari  Flæðandi testósterón Kraftur Stormsveitin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Söngvararnir lofar þrumustuði á tónleikunum í kvöld. Íljóðinu sem heiti nýrrar bókarhans er sótt í líkir Eyþór Árna-son á snjallan hátt starfiskáldsins við úrvinnslu hug- mynda við vinnu bænda sem brjóta land undir nýrækt, sá í hana og fá uppskeru síðsumars: Hef þurrkað upp allar mýrar í höfðinu þjösnast margar ferðir með herfið yfir kargaþýfið. Tínt úr grjót, sáð og valtað. Geng nú glaðbeittur um flagið bíð eftir heitum ágústdögum því þá slæ ég hugmyndirnar þurrka og bind í bagga. Gróft nýræktarheyið er fullt af hnjúskum, ljámúsum og öðru drasli en skepnur eru vitlausar í þetta Við lesendur ljóða Eyþórs síðasta áratug höfum vissulega notið upp- skerunnar af nýrækt hans – sem er reyndar nú orðin vel gróið tún. Þetta er fimmta ljóðabókin og með hverri þeirra hefur rödd skáldsins styrkst og einkenni ljóð- heimsins mótast á markvissan hátt. Efniviðurinn og heimarnir sem unnið er með hafa þó frá upphafi verið mikið til þeir sömu, sem er vel; ljóðmælandinn stendur bæði traustum fótum í norðlenskri sveit og sögnum – enda Eyþór bóndasonur úr Skagafirði og kjarni myndmáls hans kemur úr heimi sveitarinnar – og í miðborg Reykjavíkur, þar sem hann hefur lengi búið og er þekktur fyrir störf sem sviðsstjóri. Þá er í ljóðunum iðulega, og oft á bráðskemmtilegan og vinalegan hátt, unnið með vísanir í dægurmenningu og listir, jafnt er- lenda tónlistarmenn sem íslensk skáld. Þetta er allþykk og efnismikil ljóðabók, þótt Eyþór hafi sent þær frá sér enn þykkari, og í fjórum hlutum, eða með fjórar „hliðar“ – eflaust vísað í tveggja hljómplatna verk þar. Í hverjum hluta eru hátt í tuttugu ljóð og er ákveðinn veikleika að finna í fjöldanum; að mati þessa lesanda hefði mátt tína nokkra hnjúska og ljá- mýs úr stabbanum og þá hefðu bestu ljóðin, sem eru allmörg, notið sín enn betur. Í mörgum ljóðanna og ljóðprós- anna eru stuttar frásagnir eða upplif- anir þar sem leikið er fallega með skynjun og ýmislegt sett í óvænt sam- hengi. Í einum hluta bókarinnar eru þekkt dægurlög eða hljómplötur nefndar í sviga í heitum ljóðanna; í „Heljardalsheiði (eða Take me home country road)“ stendur ljóðmæland- inn á fossbrún og skipuleggur nætur- göngu, gatan leiðir hann síðan áfram og hann heyrir „hjarnbjartan söng / mýkja klettana, stilla fagurbláu vötn- in / og sefa fjallaljónin sem ætla að / fylgja mér yfir“. Og í „Gömul bönd (eða The basement tapes)“ rifjar ljóð- mælandinn upp þegar hann eitt sinn um bjargræðistímann fór með græjur upp á háaloft og þar stækkaði ver- öldin undir súðinni og honum dvaldist stundum í kjallara nokkrum í New York og „fjöllin snúast, rispurnar magna seiðinn og árin safna regni í skýin“. Þá eru allnokkur ferðaljóð í bókinni, til að mynda komið við á sögustöðum í Þýskalandi, en vísanir í sögur og staði á Norðurlandi eru þó fleiri, eins og þegar pallbíll við eyði- býli með einkanúmerið KRAPI leiðir að fregn af „gráum hesti á leið austur leirurnar og / hann fer víst svo hratt að það markar ekki í mjúkan sand- inn“, og í einu þriggja ljóða sem heita „Á leið inn Öxnadal“ segir að ef ferða- langur renni inn í Hörgárdal „bíður þín maður í votri hempu“ og „hamast við að moka upp úr / gröf sinni meðan Faxi grípur niður“. Og margt verður skáldinu að góðu ljóði. Eitt fjallar um Jesú á Kanarí, annað um styttuna af Einari Bene- diktssyni sem hefur verið flutt að Höfða. Og í ljóði um örlögin er dregin upp mynd af ljóðmælanda og föður hans í heyskap og þar kemur ugla svífandi, sest á staur og þeir feðgar horfa á hana: „Ég var ungur og þekkti ekki Harry Potter / sá ekki skeytið sem var bundið við fótinn / á fuglinum og missti af skilaboðunum// Þess vegna er ég hér / en ekki þar.“ Í „Fyrir SP“ er skáldbróðurins Sig- urðar Pálssonar minnst með fallegum hætti. Þar minnist ljóðmælandi kalds vors í sveitinni og í sauðburðinum kemur sending úr útvarpinu, eins og „langþráð dirrindí frá nýjum heimi. Þetta er rödd sem einhvern veginn spinnur sig um mig, full af hæversku fjöri, ættuð frá íshafinu bláa en samt svo heit og þræðir síðan eftir segul- bandinu krassandi sögur frá Sólar- leikhúsinu í París“. Frábær lýsing þarna á rödd Sigurðar, þessu „hæ- verska fjöri“, og ljóðmælandinn man þetta augnablik, hlöðuna sem fylltist þrá eftir óþekktum heimi, og honum finnst hann í lokin enn vera í hlöðunni gömlu en „batteríin eru að fjara út, röddin fjarlægist hægt og hægt og svo þagnar allt nema þetta dirrindí“. Hér er skáldið Eyþór í sínum bestu og fallegustu stellingum, eins og í svo mörgum ljóðum bókarinnar; þau búa oft yfir hárfínni blöndu góðlátlegrar kímni, fallegrar einlægni og mynd- sköpunar sem sótt er með öryggi, frumlega og af smekkvísi í náttúruna og ólíka menningarheima. Morgunblaðið/Hari Skáldið Í ljóðum Eyþórs er falleg einlægni og smekkvís myndsköpun. Og svo þagnar allt nema þetta dirrindí Ljóð Skepnur eru vitlausar í þetta bbbmn Eftir Eyþór Árnason. Veröld, 2018. Kilja, 94 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.