Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 4. J A N Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 20. tölublað 107. árgangur
WIZAR
HÆGINDASTÓLL
Fullt verð frá: 199.900 (Tau)
ÚTSÖLUVERÐ FRÁ 159.920
STILLANLEG
HEILSURÚM
VERÐ FRÁ 264.065
Á ÚTSÖLUNNI
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
20-70% AFSLÁTTUR
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
JIMMY CARR
SNÝR AFTUR
TIL ÍSLANDS
VIÐSKIPTABLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
300 BRANDARAR 67 16 SÍÐNA SÉRBLAÐ12 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Skíðaunnendur á höfuðborgarsvæðinu létu ekki sitt eftir
liggja í gær þegar skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í fyrsta
sinn í vetur. Langar biðraðir mynduðust í stólalyfturnar en
enginn lét það á sig fá enda skíðafærið með miklum ágætum.
Þetta var því fölskvalaus gleði fyrir þá sem hafa beðið með
mikilli óþreyju eftir að geta rennt sér niður brekkurnar.
Skemmtiferð í skíðalyftunni eftir langa bið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ómar Friðriksson
Stefán Gunnar Sveinsson
Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær til-
lögur um breytingar á skattkerfinu
sem efnahags-, skatta- og atvinnu-
málanefnd sambandsins hefur unn-
ið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði
upp fjögur skattþrep, þar sem
fjórða skattþrepið verði hátekju-
þrep, og að skattleysismörk hækki
og fylgi launaþróun. Þá eru einnig
lagðar til breytingar á barnabótum,
þannig að þær nái til þorra barna-
fjölskyldna.
Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Eflingar, segir við Morgun-
blaðið að viss málamiðlun hafi átt
sér stað í vinnu nefndarinnar og að
áhersla hafi verið lögð á að hún
setti fram ramma um það hvernig
verkalýðshreyfingin vildi byggja
upp skattkerfið. Segir Sólveig að
tillögurnar myndu leiða til aukinna
ráðstöfunartekna, hjá þeim sem
séu með laun undir hálfri milljón,
en sá hópur hafi farið mjög illa út
úr breytingum sem gerðar hafi ver-
ið á skattkerfinu.
Óli Björn Kárason, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar, seg-
ir hins vegar að tillögurnar myndu
auka flækjustig skattkerfisins og
gera það vinnuletjandi. Hins vegar
séu markmið ríkisstjórnarinnar og
ASÍ þau sömu, að létta undir með
þeim sem lægri tekjur hafa.
ASÍ vill fjölga þrep-
um í tekjuskatti
Málamiðlun Mun auka flækjustigið, segir þingmaður
MASÍ vill fjögur skattþrep »6
„Ég hef talað
við áfengis-
ráðgjafa og leit-
að aðstoðar sál-
fræðings og ég
hef átt löng og
hispurslaus sam-
töl við þá sem
lengi hafa þekkt
mig. Ég er miður
mín yfir mörgu
sem ég sagði
þetta kvöld og sérstaklega yfir því
að orð mín hafi orðið til þess að
særa fólk sem ég hef aldrei viljað
særa en varð skiljanlega sárt þegar
upptaka af samtalinu var spiluð
fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin
orðum,“ segir Bergþór Ólason,
þingmaður Miðflokksins, m.a. í að-
sendri grein í blaðinu í dag, en
hann hefur verið í launalausu leyfi
á Alþingi eftir Klausturmálið. »45
„Miður mín yfir
mörgu sem ég sagði“
Bergþór
Ólason
Nú um mán-
aðamótin lætur
Ragna Fossberg
af störfum hjá
RÚV þar sem
hún hefur verið
förðunarmeistari
í alls 47 ár. Sjón-
varpinu hefur
hún fylgt frá
svarthvítum út-
sendingum til
stafrænnar háskerpu.
„Þegar þættir Hemma Gunn voru
á dagskrá kom Laddi til mín og ég
setti á hann hárkollu og byrjaði að
mála. Með það fór Laddi á flug og
Elsa Lund bókstaflega fæddist í
stólnum hjá mér,“ segir Ragna
Fossberg þegar hún rifjar upp
langan feril sinn hjá RÚV, áratugi
sem hafa verið litríkir í orðsins
fyllstu merkingu. »4
Litríkur ferill við
förðun að baki
Ragna
Fossberg