Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hin tuttugu og eins ársgamla Katelyn Ohashisetti veraldarvefinn áhliðina fyrr í þessum mánuði þegar gólfæfingar hennar fyrir UCLA-háskólann í Kaliforníu fóru sem eldur í sinu um samfélags- miðla. Framkvæmdi hún öflugar og óhefðbundnar gólfæfingar af ein- skærri gleði. Dansaði hún milli stökka við þekkt popplög frá lista- mönnum eins og Michael Jackson, Tinu Turner og Earth, Wind & Fire. Í augum áhugamanns var þarna afrekskona í fimleikum að sýna listir sínar af ánægju og öryggi en gleði Ohashi í íþróttinni hefur hins vegar ekki alltaf verið svona mikil. Ohashi var um tíma ein efnileg- asta fimleikakona heims en hefur á síðustu árum barist fyrir því að finna sig í íþróttinni aftur. Ítrekuð álagsmeiðsli og andlegt álag braut sjálfsmynd hennar sem leiddi til þess að hún sagði skilið við keppni á afreksstigi árið 2015. „Ég var um tíma á toppi ver- aldar með von um að komast á Ól- ympíuleikana. Ég var ósigrandi. Þangað til ég var það ekki,“ rifjar Ohashi upp í viðtali við The Players Tribune í ágúst í fyrra. Á þeim tíma varð hún mjög meðvituð um líkama sinn og hvernig hún leit út. Rifjar hún upp að hana langaði einu sinni að geta fengið sér skyndibita og liðið vel daginn eftir. Hún vildi ekki stöð- ugt æfa sig eftir kvöldmat bara til að líða nógu vel til að geta sofnað. „Mér var sagt að það væri neyð- arlegt hversu stór ég væri orðin. Mér var líkt við fugl sem gat ekki flogið. Ég heyrði þetta allt áður en ég meiddist, sumt var sagt við mig þegar ég var grönn. Þannig að hvað myndi fólk halda um mig þegar ég var orðin […] stór?“ segir hún, en Ohashi þyngdist í kjölfar meiðsla. „Ég var niðurbrotin,“ bætir hún við og segist hafa hatað sjálfa sig. Í fyrra byrjaði Ohashi að birta dag- bókarfærslur sínar frá keppnisár- unum á bloggsíðu sinni, Behind the Madness, eða á bak við geðveikina. Þar birti hún dagbókarfærslu frá desember 2011, þegar hún var 14 ára: „Að æfa á kvöldin er orðið lýj- andi. Mig langar óstjórnlega mikið í mat þegar ég fæ tækifæri til að borða, þannig að ég er að prófa nýja lausn. Ég veit að lotugræðgi er ekki heilbrigð en það gæti verið það eina sem getur bjargað mér. Ég er orðin þreytt á að borða bara grænmeti, ég er orðin þreytt á hlaupum og virkri skilyrðingu í hvert skipti sem ég „lít“ út fyrir að vera aðeins þyngri. Þetta er fimmti mánudagurinn í röð sem mér hefur verið sparkað út [úr æfingasalnum] því ég var of þung. Ég held að ég sé komin með þrá- hyggju fyrir því að vigta sjálfa mig því ég get ekki byrjað æfingu án þess að stíga á vigtina og ég get ekki farið heim af æfingu án þess að vita að ég hafi lést. Ég græt mig í svefn flest kvöld núna og þar sem ég hef engan hjá mér til að tala við, hef ég lært að skrifin eru minn eini flótti.“ Skuggahlið uppeldisfélagsins Ohashi, sem er fædd 1997, hóf afreksferil sinn hjá fimleikaþjálf- aranum Al Fong í Great American Gymnastics Express (GAGE) fim- leikafélaginu í Missouri. Hún var 12 ára gömul þegar hún keppti á fyrsta unglingalandsmótinu sínu í Banda- ríkjunum. Hún lenti í sjöunda sæti í fjölþraut en vann gull fyrir gólfæf- ingar og silfur fyrir slá. Fimleika- félagið GAGE undir stjórn Al Fong á ekki fagra sögu, þá sérstaklega á níunda og tíunda áratug síðustu ald- ar. Árið 1988 hryggbrotnaði Jul- issa Gomez, iðkandi í GAGE, í upp- hitun fyrir stökk á móti í Japan. Að sögn sjónarvotta átti hún í erf- iðleikum með að framkvæma stökk- ið mörgum mánuðum fyrir mótið. Í bókinni Little Girls in Pretty Boxes: The making and breaking of elite gymnasts and figure skaters, eftir Joan Ryan íþróttablaðamann The San Francisco Chronicle, er haft eftir Chelle Stack, liðsfélaga Gomez, að það hafi verið augljóst að það var ekki öruggt fyrir hana að fram- kvæma stökkið. Mistök á spítal- anum í Japan leiddu til þess að Gomez var tekin úr öndunarvélinni sem hún var tengd við um stund, sem olli alvarlegum heilaskemmdum þannig að Gomez var í dái. Fjöl- skylda hennar sá um hana í þrjú ár en hún lést síðan árið 1991 í Hou- Liukin. Þar átti hún eftir að ná at- hygli sem fimleikakona á heims- mælikvarða. Ohashi var of ung til að keppa á Ólympíuleikunum í London 2012 en árið eftir átti hún besta ár fimleika- ferilsins. Hún sigraði í fjölþraut á American Cup, sem er eitt stærsta mótið í heimsbikarmótaröðinni í fimleikum, með 59.199 stig. Þekkt- asta fimleikakona heims um þessar mundir, Simone Biles, þurfti að lúta í lægra haldi og endaði í öðru sæti með 57.666 stig. Álagsmeiðsli voru hins vegar byrjuð að hrjá Ohashi fyrir mótið. Mánuð eftir sigurinn á American Cup þurfti hún að fara í aðgerð á öxl sem hélt henni frá keppni það sem eftir lifði árs. Óvissa ríkti um hvort hún myndi keppa aftur. Árið 2014 meiddist hún í baki og þurfti að fara í aðra aðgerð. Árið 2015 sagði hún skilið við fimleika á afreksstigi og skráði sig í háskóla- fimleika. Lífsgleði frekar en árangur „Fimleikar voru sjálfsmyndin mín, þeir voru lífið mitt. Ég hataði sjálfa mig,“ segir Ohashi í fyrr- nefndu viðtali um endalok keppn- isferilsins. „Ég þurfti að finna Val [Valorie Kondos Field, fim- leikaþjálfari í UCLA] og fá ný markmið, nýja slóð til að fylgja til að finna aftur gleði og ást á íþróttinni á ný. Ég lít svo mikið upp til þjálfara míns,“ bætir hún við. „Móðir mín var ekki sérstak- lega ánægð þegar ég hætti í afreks- fimleikum og vildi fara í háskólafim- leika. Val spurði hana einu sinni af hverju hún skipti um skoðun um há- skólafimleika og þá sagði hún „ég sé hversu hamingjusöm dóttir mín er“. Það var það eina sem ég þurfti til að líða eins og manneskju aftur.“ Ohashi segir fimleika geta verið erfiða íþrótt. „Þegar öllu er á botninn hvolft átti þetta að vera braut mín í lífinu. Ég hef ekki verið svona hamingju- söm í langan tíma. Ég fann gleðina mína, röddina, sjálfa mig og ástina fyrir íþróttinni. Þetta snýst ekki um útkomuna, þetta snýst ekki um mig standandi á verðlaunapalli með verðlaun, heldur að ég geti gengið út brosandi og verið ánægð með sjálfa mig. Það skiptir mestu máli.“ Í kjölfar fyrrnefndra gólfæf- inga hennar fyrir UCLA tók The New York Times viðtal við Ohashi, þar sem hún sagði um æfingarnar: „Það sem þú sérð er hvernig mér líður.“ Hún segist vera heilbrigð og vel á sig komin núna. „Það koma alltaf dagar þar sem líkami minn er betri en aðra daga. Það eru enn einhver vandamál en vel viðráðanleg. Endurhæfingin er eilíf, vinur minn,“ segir Ohashi við The New York Times. Það er því rétt að hvetja þá les- endur sem ekki hafa séð gólfæfingar Ohashi til að horfa á þær. Sjá ósvikna gleðina sem skín af andlit- inu á þessari mögnuðu fimleika- konu, sem hefur fengið ástríðuna fyrir íþróttinni á ný. Fuglinn sem flaug að nýju Katelyn Ohashi vakti heimsathygli fyrir gólfæfingar sínar á dögunum, rúmum þremur árum eftir að hún hætti keppni í afreksfimleikum, þá á hátindi ferilsins. Ljósmynd/WikimediaCommons/Davebogs Einbeitt Ohashi að hefja gólfæfingar sínar í janúar á þessu ári fyrir UCLA. ston, þremur mánuðum áður en hún varð 19 ára. Atvikið opnaði fyrir gagnrýni á þann þrýsting sem var settur á iðkendur félagsins. Aðeins þremur árum seinna var fimleikafélagið GAGE aftur á allra vörum þegar hin 22 ára gamla Christy Heinrich, ein af vonar- stjörnum GAGE, lést. Heinrich þjáðist af anorexíu sem dró hana að lokum til dauða, en andlát hennar skók fimleikaheiminn. Fullyrt var að ýtt hefði verið undir anorexíu með ummælum og hegðun þjálfara og dómara. Í örvæntingarfullri til- raun til að ná betri árangri reyndi hún að létta sig sem leiddi til óheil- brigðra matarvenja, sem síðar urðu að anorexíu. Andlát hennar leiddi af sér víðtækar breytingar í fim- leikaþjálfun í Bandaríkjunum ásamt mikilli fjölmiðlaumfjöllun um lík- amsímyndir í fimleikum. Margir myndu segja að þessir atburðir væru hluti af fortíðinni, enda hefur margt breyst síðan þá, en saga Ohashi sýnir að þessi skuggahlið fimleikanna vestanhafs er enn til staðar að einhverju leyti. Fallið er hæst af toppnum Eftir frábæran árangur á ung- lingamótum árið 2009 yfirgaf Ohashi GAGE fimleikafélagið til þess að þess að fara að æfa í hinu heims- fræga World Olympic Gymnastics Academy (WOGA) sem er m.a. stýrt af ólympíumeistaranum Valeri Á flugi á ný Ohashi flýgur í fyrstu stökkseríuna sína fyrir tvöfalt heljar- stökk með beinum líkama. Hún fékk 10 í einkunn fyrir æfingar sínar. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Á tilboði í janúar! d line baðherbergissett, hönnunar- vara eftir danska arkitektinn og iðnhönnuðinn KnudHolscher. Í settinu er: 1wc rúlluhaldari, 1 aukarúlluhaldari, 1 wcbursti meðupphengi og2 snagar. Tilboðsverð í janúar: 31.677 kr. Fullt verð: 39.596 kr. Sendumumallt land. 20% baðherbergissett afsláttur í janúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.