Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Þegar frost
er á fróni
Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Heimkaup
Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði
Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga
Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði • Þernan, Dalvík
Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
100% Merino
ullarnærföt
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það voru tímamót á Íslandi árið
2018 þegar ávísanir ávanabindandi
lyfja drógust saman um 6,1% miðað
við árið 2017,“ segir Ólafur B. Einars-
son, verkefnisstjóri lyfjamála hjá
Embætti landlæknis.
Ólafur segir að af ávanabindandi
lyfjum muni mest um ávísanir ópíóíða
sem drógust saman um 13,6% á
árinu. Þessi minnkun hafi komið fram
um mitt ár 2018 og greinilegt að
vakning hafi átt sér stað meðal lækna
um að koma í veg fyrir óhóflega ávís-
un og líkur á misnotkun. Ólafur segir
að af öðrum lyfjum megi nefna að
ávísanir metýlfenídats hafi dregist
saman um 4,2% en ávísanir þessara
lyfja hafi vaxið hratt á Íslandi á
hverju ári fram til 2017. Skýringin á
lækkun sé að hluta til sú að önnur
örvandi lyf komu á markað 2018 og
hafa einhverjir sjúklingar fengið þau
í stað metýlfenídats.
„Við sjáum að staðan í ávísunum
hefur batnað á margan hátt en fyrir
árið 2018 voru færri einstaklingar
sem fengu ávísað háum skömmtum
ávanabindandi lyfja heldur en fyrir
2008. Læknar hafa nú betri aðgang
að upplýsingum ásamt því að unnið
hefur verið markvisst að því að draga
úr ávísunum ávanabindandi lyfja hér
á landi,“ segir Ólafur sem telur Ís-
land eiga langt í land með að standa
jafnfætis nágrannaþjóðunum. Í frétt
Morgunblaðsins í gær var sagt að
14% fækkun hefði verið á ávísunum
fíkni- og ávanalyfja milli 2017 og 2018
en það er ekki rétt eins og fram kem-
ur hér að ofan.
Notkun rítalíns minnkar
Ávísunum á metýlfenídats-lyf hefir minnkað um 4,2% milli
2017 og 2018 Ný örvandi lyf skýra að hluta til minnkunina
19,5
21,5
13,0
Ávísanir helstu tauga- og geðlyfja 2008-2018
200
150
100
50
0
2008 2012 2016 2017 2018
Lyfjaflokkur 2008 2012 2016 2017 2018
Breyting
2017-2018
Þunglyndislyf 90,8 107,7 141,3 150,7 158,6 5,2%
Svefnlyf og róandi lyf 65,7 71,0 69,9 69,8 69,4 -0,5%
Metýlfenídat (rítalín o.fl .) 11,1 17,6 29,8 33,4 32,0 -4,2%
Flogaveikilyf 14,8 17,6 20,9 21,8 22,0 0,9%
Ópíóíðar 21,6 23,1 25,4 24,8 21,5 -13,6%
Róandi og kv íðastillandi lyf 22,8 21,8 21,1 20,8 19,5 -6,0%
Geðrofslyf 9,8 11,6 12,5 12,7 13,0 2,2%
Ávísaðir dagskammtar (DDD) / 1.000 íbúa á dag
H
ei
m
ild
: E
m
bæ
tt
i l
an
dl
æ
kn
is
Þunglyndislyf
Svefnlyf og róandi lyf
Metýlfenídat
DDD/1.000
íbúa á dag
2018
158,669,4
32,0
22,0
DDD/1.000
íbúa á dag
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bókanir sveitarstjórnarmanna í
Reykhólahreppi varðandi leiðarval
Vestfjarðavegar sýna að þeir telja að
Vegagerðin hafi í raun tekið skipu-
lagsvaldið af sveitarfélaginu.
„Við höfum ekki tekið neitt vald af
sveitarstjórn. Hún þarf eins og aðrir
að horfast í augu við þá kosti sem eru
í boði,“ sagði Bergþóra Þorkelsdótt-
ir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hún
sagði að stofnunin hefði miðlað fyr-
irliggjandi upplýsingum um leiðar-
valið til sveitarstjórnar og almenn-
ings á Reykhólum 9. janúar sl.
„Við leggjum til Þ-H leiðina vegna
þess að hún er styst, öruggust og
ódýrust,“ sagði Bergþóra. „Þ-H leið-
in kemur eins út úr umhverfismati
og hinar leiðirnar að undantekinni
jarðgangaleið. Svokölluð R leið hef-
ur ekki farið í umhverfismat. Þegar
ákveðið var hvað færi í umhverfis-
mat þótti sýnt að R leiðin yrði mjög
dýr og var gert samkomulag við þá-
verandi sveitarstjórn um að fara
ekki þá leið. Peningarnir sem ætlaðir
eru í þetta verkefni duga ekki fyrir
A3 leið, sem er unnin útgáfa af R
leiðinni, og kostar fjórum milljörðum
meira en Þ-H leiðin.“
Bergþóra sagði að Þ-H leiðin væri
raunhæfur kostur miðað við það fjár-
magn sem veita ætti í verkefnið og
því væri hún lögð til. Vildu menn
ekki una því þyrfti að breyta for-
sendum, sem aðallega væru fjár-
hagslegar.
Bókuðu á víxl
Sveitarstjórn Reykhólahrepps
mætti til fundar á þriðjudaginn var
og var leiðarvalið á dagskrá. Árný
Huld Haraldsdóttir varaoddviti
kynnti tillögu um að sveitarstjórnin
samþykkti að Reykhólahreppur aug-
lýsti áður fram komna breytingu á
aðalskipulagi sem fól í sér Þ-H leið
um Teigsskóg. Ingimar Ingimarsson
oddviti gerði tillögu um að haldin
yrði íbúakosning um legu Vest-
fjarðavegar í gegnum Reykhóla-
hrepp. Hún var felld með þremur at-
kvæðum gegn einu. Einn sat hjá.
Tillaga Árnýjar var samþykkt með
þremur atkvæðum gegn tveimur.
Í bókunum Árnýjar kom fram að
hún teldi sig ekki hafa haft raun-
verulegt val um hvaða leið yrði farin.
„Raunverulegt skipulagsvald hef-
ur Vegagerð ríkisins tekið af sveitar-
stjórn Reykhólahrepps.“ Þá bókaði
Árný að á fundi sem hún sat með
Vegagerðinni og samgönguráðherra
hefði mátt skilja að búið hefði verið
að ákveða skipulagið fyrir sveitar-
stjórnina. „Á fundinum var farið yfir
það að ein leið væri í boði og yrði hún
ekki farin yrði engin leið farin og
fjármagnið yrði flutt í önnur verk-
efni.“ Þá hefði Vegagerðin sagt að
aðrar leiðir yrðu ekki í boði fyrr en
Þ-H leiðin væri fullreynd og þær
mætti skoða ef hún yrði dæmd ófær
að lögum. „Ég sé því ekkert annað í
stöðunni en að fylgja vali Vega-
gerðarinnar um leið Þ-H um Vest-
fjarðaveg (60),“ bókaði Árný.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir og
Embla Dögg B. Jóhannsdóttir, sem
studdu tillögu Árnýjar, gerðu einnig
bókun þar sem sagði m.a.: „Sveitar-
félaginu hafa verið settar fjárhags-
legar skorður við leiðarval í þessu
ferli og lítum við svo á að það hafi
ekki raunverulegt val um leið, heldur
sé það að samþykkja leið sem stjórn-
völd leggja til.“
Ingimar oddviti lýsti í bókun von-
brigðum sínum yfir leiðarvali meiri-
hlutans. „Ljóst er að hótanir, kúgun
og áburður Vegagerðarinnar, ná-
grannasveitarfélaga og fjórðungs-
sambandsins hafa borið tilætlaðan
árangur,“ sagði m.a. í bókun hans.
Auk þess sagði hann að nú ætti „að
gera Reykhólahrepp að tilraunastöð
fyrir umhverfisofbeldi Vegagerðar-
innar með stuðningi samgönguráð-
herra í þeim eina tilgangi að athuga
hversu langt þeir kæmust.“
Deila hart á Vegagerðina
Sveitarstjórnarmenn í Reykhólahreppi segja Vegagerðina hafa tekið sér skipulagsvald Forstjóri
Vegagerðarinnar segir að sveitarstjórnin þurfi að horfast í augu við þá kosti sem séu í boði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Teigsskógur Vegurinn að Gröf liggur í gegnum þéttan birkiskóg og kjarr.
Deilt hefur verið um lagningu Vesturlandsvegar í gegnum skóginn.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt fertugan karlmann í 10 mán-
aða fangelsi fyrir að aka bíl ítrekað
undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn
hefur oft áður fengið refsingu fyrir
samskonar umferðarlagabrot og
einnig fyrir að aka bíl eftir að hafa
verið sviptur ökuréttindum.
Fram kemur í dómnum að lög-
regla stöðvaði för mannsins átta
sinnum sinnum á tímabilinu frá
nóvember 2017 til september á síð-
asta ári og reyndist hann í sex skipti
vera undir áhrifum fíkniefna. Í eitt
skiptið fundust einnig kókaín, am-
fetamín, e-tafla og kannabis í bíl
mannsins. Dómurinn féllst á kröfur
lögreglunnar um að þessi efni yrðu
gerð upptæk.
Maðurinn hefur undanfarin þrjú
ár fimm sinnum gengist undir
sektarrefsingar fyrir vörslu fíkni-
efna og fyrir að aka ýmist undir
áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða
sviptur ökurétti. Þá var hann dæmd-
ur í fjögurra mánaða fangelsi í
nóvember 2017 fyrir slík brot.
Í dómnum segir, að maðurinn hafi
skýlaust játað brot sín og sé sekt
hans talin sönnuð.
Morgunblaðið/Þorkell
Dómhús Héraðsdómur Reykjavíkur er til húsa við Lækjartorg.
10 mánaða fangelsi
fyrir fíkniefnaakstur