Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Að undanförnu hef- ur mikið verið rætt um nauðsyn þess að seinka klukkunni. Því miður hefur þessi umræða verið nokkuð einhliða, og er hætt við því að margir hafi tekið afstöðu í málinu án þess að hafa kynnt sér það til hlítar. Núgildandi lög um tímareikning voru sett árið 1968 eftir skoðanakönnun meðal félagssamtaka, stofnana (þar á meðal skóla) og fyrirtækja. Á þeim tíma höfðu landsmenn reynslu af hvoru tveggja, flýttri klukku á sumrin og seinni klukku að vetri. Það var almenn krafa að hætta bæri hringlinu með klukk- una, eins og það var kallað, og taka upp fastan tíma allt árið. Könnunin leiddi í ljós að flestir vildu hafa flýtta klukku (svo- nefndan „sumartíma“) allt árið fremur en vetrarklukkuna. Rökin fyrir breytingunni voru fjórþætt: 1. Flýtt klukka („sumartími“) gilti þegar meira en helming árs- ins. 2. Flýtt klukka samsvaraði mið- tíma Greenwich sem hafður er að viðmiði í margvíslegum alþjóð- legum viðskiptum, s.s. flugstjórn og veðurathugunum. 3. Breytingin færði Ísland nær símatíma í Evrópulöndum. 4. Dagsbirtan nýttist betur þar sem myrkurstundum á vökutíma fækkaði. Eftir setningu laganna 1968 ríkti friður um stöðuna í aldar- fjórðung. Það var ekki fyrr en ný kynslóð var komin til sögunnar og farið var að fyrnast yfir fyrri reynslu, að upp komu raddir sem kröfðust breytinga. Árið 1994 var flutt þingsálykt- unartillaga um nýjan „sumar- tíma“, þ.e. að flýta klukkunni enn meir yfir sumarið. Frumvarp sama efnis var lagt fram 1995 og aftur árin 2000 og 2006. Árið 2010 var hins vegar lögð fram þings- ályktunartillaga um að seinka klukkunni um eina klst. Þessi til- laga var endurflutt 2013 og aftur 2014. Öllum þessum tillögum hafn- aði Alþingi eftir athugun. Það að tillögurnar skyldu ganga í gagn- stæðar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónar- mið. Það fyrirkomulag sem nú gildir á Ís- landi er ekkert eins- dæmi. Fjöldi fólks í heiminum býr við klukku sem hefur ver- ið flýtt miðað við tímabeltin frá 1883, sem miðast við sól- tíma. Þetta sést glöggt á tímakorti eins og því sem birt er í Almanaki Háskól- ans. Áberandi er hve mörg svæði eru vinstra megin við þau belti sem merkt eru á jaðra korts- ins efst og neðst. Þetta á til dæm- is við um Frakkland, Spán, Alaska og víðáttumikil svæði í fyrrum Sovétríkjum. Að sumri til er svo klukkunni flýtt um klukkustund til viðbótar í mörgum löndum svo sem í Evrópusambandinu, Bret- landi, í Bandaríkjunum víðast hvar, og í Kanada. Þá eru Argent- ína og sum héruð í Kanada með flýtta klukku allt árið. Í Kína fylgja allar klukkur Pekingtíma. Af því leiðir að í vestasta hlut- anum er klukkunni flýtt um þrjár stundir frá beltatíma. Nýlega bárust fréttir um að ríkisstjórn Bretlands hefði ákveðið að hverfa frá miðtíma Greenwich og taka upp flýtta klukku allt árið, óháð niðurstöðunni um Brexit. Þar vegur þungt sú reynsla Breta, að umferðarslys aukist verulega í hvert sinn sem klukkunni er seinkað að vetri. Þá hefur Evrópu- sambandið einnig ákveðið að hætta hringlinu með klukkuna, en ekki liggur fyrir hvert framhaldið verður þar. Norðausturfylki Bandaríkjanna hafa nýlega tekið þá stefnu að taka upp flýtta klukku allt árið, og eru þá meira en tuttugu fylki á þeirri braut. Endanleg ákvörðun liggur hjá þinginu í Washington. Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og fólk til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóg- inn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síð- degi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síð- degið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri til ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birt- unni einni saman. Óumdeilt er, að flestir kjósa flýtta klukku á sumrin, því að lengri tími gefst þá til útivistar. Af þeim sökum myndi það sennilega vekja neikvæð við- brögð margra ef klukkunni yrði seinkað um klukkustund. Þeir sem mæla með seinkun klukkunnar leggja áhersla á að það myndi hafa jákvæð heilsufars- leg áhrif, sérstaklega á ungmenni. Líkamsklukkan fari mjög eftir gangi sólar og það valdi togstreitu þegar staðarklukkan gangi ekki í takt við birtutímann. Megi jafnvel rekja skammdegisþunglyndi til þessa. Þarna er horft fram hjá þeirri staðreynd, sem menn hafa lengi þekkt, að raflýsing hefur áhrif á líkamsklukkuna og raskar hinni náttúrulegu sveiflu. Áhrifin eru mest af bláu ljósi. Gamaldags perur gefa frá sér nægilega mikið af bláum geislum til að rugla líkamsklukkuna, en nýrri perur, tölvuskjáir og nýjustu farsímar eru mun áhrifameiri. Í þjóðfélagi nútímans ræður sólarljósið því ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönnum fals- vonir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukkunni. Rétt er að benda á, að svefnhöfgi unglinga að morgni til er þekkt vandamál í öðrum lönd- um, einnig þeim sem ekki búa við flýtta klukku. Það sýnir að stilling klukkunnar er ekki rót vandans. Sögu þessa máls, tillögur og greinargerðir, geta menn lesið á vef Almanaks Háskólans: http:// www.almanak.hi.is/timreikn.html. Ég vil eindregið hvetja fólk til að kynna sér alla málavexti áður en það tekur endanlega afstöðu til þess hvort rétt sé að breyta still- ingu klukkunnar. Um stillingu klukkunnar Eftir Þorstein Sæmundsson »Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðar- þunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum.Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur. París þykir allra borga fegurst og er það ekki síst vegna hugmynda Hauss- manns arkitekts, sem skóp Place de l’́Étoile og glæsigötur út frá því. Torgið og göt- urnar út frá því mynduðu stjörnu, geislarnir voru sjón- línur og af því dró það nafn. Sigurbog- inn er á miðju torginu. Við Reykvíkingar eigum ekkert þessu líkt enda hefur landið, veðurfarið og þröngur fjárhagur sniðið vöxt borgarinnar stakk eftir vexti. Fyrir 80 árum vígði fámenn- ur söfnuður kirkju til bráðabirgða á Skólavörðuholtinu innan um braggana. Þetta var kjallarinn að kór Hallgrímskirkju, sem er nú eitt glæsilegasta guðshús landsins. Orðið kennileiti langt út fyrir land- steinana. Þetta framtak var mikið lán, annars væri þarna kannski risinn hótelturn upp á tugi hæða. Út frá Skólavörðuholtinu ganga litlar götur niður að sjónum með útsýni til Akrafjalls og Skarðs- heiðar. Þetta eru glæsilegar sjón- línur, sem ánægja er að renna augum eftir. Nú er hart sótt að þessum yfirlætislausu götum og gamla borgarhlutanum yfirleitt. Örlög Frakkastígsins blasa við og Sólfarið er horfið sjónum þeirra sem horfa ofan af Skólavörðuholt- inu. Fyrir enda Vitastígsins mun rísa – ef marka má upplýsingaspjald á víggirðingu, sem reist hefur verið utan um grunninn: „Nýbygging að Skúlagötu 26 verður 9.780 m2 ofan- jarðar og um 3.554 m2 í kjallara með bílastæðum, geymslum og sameiginlegum rýmum í megin byggingu við Skúlagötu verður 195 herbergja Radisson Red hótel, það fyrsta á Norðurlöndum. Hótelið verður á 17 hæðum með veit- ingastað og bar á jarðhæð. Í suð- urhluta hússins verða 31 íbúðir sem stallast frá sex hæðum niður í þrjár. Efstu íbúðirnar verða með þakgörðum. Byggingartími er áætlaður tvö ár og verklok áætluð í apríl 2020“. Taka skal fram að borgaryfirvöld hafa gefið leyfi fyr- ir stækkun lóðarinnar út í miðja götuna, sem virðist lögfræðilega meira en vafasamt. Það eru mörg hneykslismál á landi hér, sem spretta af óvönduðu hugarfari til orðs og æðis. En Rad- isson Red er byggingarhneyksli, sem er óafturkræft. Þarf ekki ann- að en að fletta upp á Vitastíg á Google Earth til þess að sjá hverju á að fórna. Svona framkvæmdir spretta af hugarfari græðgi og virðinarleysi gagnvart umhverfi og samborg- urum. Þetta er ein- hverskonar fagur- fræðilegur „vandal- ismi“. Stjórnvöld í Tyrk- landi þykja mjög vafa- söm. Samt hafa borgaryfirvöld í Ist- anbúl ekki leyft hærri byggingar en fjögurra hæða við Bospórus, enda er þarna hin feg- ursta strandgata að spóka sig á. Við Skúlagötu – og yf- irleitt við strandlengjur – ættu ekki að rísa nema fjögurra hæða byggingar. Menn hanga á gömlu og úr sér gengnu deiliskipulagi, sem hagrætt var fyrir bygg- ingavargana 2007 Og 2013, meðan Reykvíkingar voru í sárum eftir hrunið og uggðu ekki að sér. Þá var felld niður reglan um að menn yrðu að leita samþykkis nágranna, ef þeir ætluðu út í stærri fram- kvæmdir. Svo væla menn um skort á trausti! Borgarstjórnin ætti að taka sig saman í andlitinu og end- urskoða þetta ógæfulega borg- arskipulag og hefja hið marga- samráð við borgarbúa um mótun borgarinnar. En til þess hefur hún væntanlega ekki bein í nefinu. Og hver á að borga tjónið af þessari hótelframkvæmd, ef starfsemin stendur ekki undir sér? Skatt- greiðendur? Síldin hvarf, minka- búin urðu gjaldþrota og tap varð á laxeldinu. Skyldi „túristatorfan“ vara að eilífu? Í Kastljósþætti var Ólafur Ragn- ar, fv. forseti, spurður hvers vegna hann hefði tekið þátt í að útbreiða hinn fráleita fagnaðarboðskap að Íslendingar væru gæddir undra- verðu fjármálaviti. Hið gagnstæða kom á daginn. Og Ólafi vafðist ekki tunga um tönn og svaraði: „Það andmælti mér enginn!“ Stefna skipulagsyfirvalda í mál- efnum miðborgarinnar er faglega séð handarbakavinna og virðast byggingavargar stjórna henni. Arkitektar líta ekki til veðurs, sem er mikill ókostur á Íslandi. Ég andmæli þessum vinnubrögðum og á von á því að það geri fleiri. Um sjónlínur í borgarskipulagi Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur Vilborg Auður Ísleifsdóttir-Bickel » Það eru mörg hneykslismál á landi hér, sem spretta af óvönduðu hugarfari til orðs og æðis. En Radisson Red er bygg- ingarhneyksli, sem er óafturkræft. Höfundur er sagnfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.