Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 52

Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Fjölskyldufyrirtæki frá 1953 Þú kemur með fjórar flíkur en greiðir fyrir þrjár (ódýrasta flíkin frítt) 4 3fyrir Einn af þáttastjórnendum Ísland vaknar, Ásgeir Páll, er menntaður atvinnusöngvari og hann hefur haft nokkrar áhyggjur af söng- sjálfsmynd þeirra Kristínar Sifjar og JAX. „Þau hafa bæði tvö greinilegt yndi af því að syngja, taka hressilega undir í lögunum í þættinum, en tala mikið um að það sé eins gott að enginn heyri til þeirra,“ segir Ásgeir, sem telur til mikils unnið að hjálpa þeim upp úr þessum ógöngum. „Ég æfi mig stundum heima á kvöldin og syng fyrir Maríu. Henni finnst þetta mjög skemmti- legt og hlær mikið,“ segir Jón Ax- el og bætir við að hann hafi í upp- hafi búist við annars konar viðbrögðum frá eiginkonu sinni. „Hún sagði mér um daginn að ef ég hefði sungið fyrir hana í til- hugalífinu værum við líklega ekki hjón í dag,“ segir JAX og það er ekki frá því að greina megi örlitla biturð í röddinni. Af einskærri væntumþykju hef- ur Ásgeir undanfarið fengið fjóra mismunandi söngkennara til að hjálpa vinum sínum með misgóð- um árangri. Þórunn Erna Clausen og Arna Rún Ómarsdóttir söng- kennarar náðu ágætis árangri í að hjálpa Kristínu Sif að syngja eins og Janis Joplin. „Þarna fann ég loksins mína hillu í söng,“ sagði Kristín Sif stolt af frammistöðu sinni og bætti við að hún vissi ekki hvort hún hefði metnað til að leggja út í atvinnumennsku í fag- inu. Þær Þórunn og Arna reyndu þá að hjálpa JAX að syngja eins og Joe Cocker, en slíkur söngur virtist ekki eiga við gamla diskó- tekarann. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti fékk Ásgeir Páll söngkon- una þekktu Margréti Eir og ten- órinn Egil Árna Pálsson til að hjálpa JAX og eftir langt samtal voru allir sammála um að sá still sem myndi henta JAX væri óp- erusöngur. „Ég er alvarlega að íhuga að setjast á skólabekk og leggja óperuna fyrir mig, en vildi samt óska þess að ég væri bara með þetta. Það er svo blöðrulegt að vera byrjandi,“ sagði JAX kím- inn. „Bumban á Ásgeiri er miklu blöðrulegri,“ svaraði Kristín Sif og þremenningarnir og vinirnir val- hoppuðu í kjölfarið inn í hljóðver K100. Það var komið að næstu innkomu þar sem rætt var um mikilvægi Póstnúmeranefndar. islandvaknar@k100.is Geta allir lært að syngja? Innlifun JAX syngur Hamraborgina eftir Sigvalda Kaldalóns. Söngtímar í útvarpi Tilraun var gerð í Ísland vaknar til að þjálfa tvo af þáttastjórnendum í söng. Útkoman varð sú að Kristín Sif getur sungið eins og Janis Joplin og JAX ætti að geta orðið arftaki Krist- jáns Jóhannssonar. Lögin í myndinni eru eftir hljóm- sveitina ELO eða Electric Light Orchestra og náðu nokkur þeirra inn á vinsældalista út um allan heim á níunda áratugnum. Lagið Magic var lengi vinsælt og náði það á toppinn í Bretlandi og víðar en einnig varð tit- illagið Xanadu vinsælt sem og lögin All over the World, I’m Alive og Suddenly, sem Olivia flutti með Cliff Richard. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Kolbrún María Másdóttir og Mímir Bjarki Pálmason og í vik- unni mættu þau í síðdegisþátt K100. Þau fara með hlutverk Cleo og Sunny úr myndinni, en nöfn þeirra eru Kría og Svenni á íslensku. Heið- ar Sumarliðason þýddi verkið, Mar- grét Eir er söngstjóri sýningar- innar, Unnur Elísabet Gunnars- dóttir er leikstjóri og nýtur liðsinnis Þóreyjar Birgisdóttur, en báðar semja þær dansana. Sjö sýningar fram undan Söngleikurinn fjallar um ungan listamann, Svenna, sem er frekar týndur í lífinu en þegar andagiftar- gyðjan Kría kemur inn í líf hans breytist allt. Hún fyllir hann inn- blæstri og fær hann til að opna rúllu- skautadiskó. Hlutirnir flækjast svo þegar tilfinningar vakna á milli Svenna og Kríu. Kolbrún María og Mímir segja stíft æfingatímabil að baki og nú sé allt að verða klárt. Mikill spenningur er í hópnum, sem þau segja sam- heldinn. Boðið verður upp á sjö sýn- ingar í febrúar og mars og fara þær fram í Háskólabíói. Xanadu settur upp Hópurinn Á myndinni er hluti nemendanefndarinnar, Ragnheiður Torfadóttir, Thelma Ragnarsdóttir, Katrín Magnúsdóttir, ásamt aðalleikurum sýningarinnar þeim Mími Bjarka Pálmasyni og Kolbrúnu Maríu Másdóttur. Hress Kolbrún María Másdóttir og Mímir Bjarki Pálmason sem fara með aðalhlutverkin í Xanadu, þá í hlutverki Kríu og Svenna. Sýningar Nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands vekja gjarnan mikla athygli og má segja að þær séu ákveðin skrautfjöður í félagslífi skólans. Í ár bjóða þau upp á söngleikinn Xanadu, sem er byggður á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var árið 1980. Þar fer Olivia Newton-John með aðalhlutverkið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.