Morgunblaðið - 24.01.2019, Side 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
✝ Guðrún Mar-grét Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. ágúst 1963. Hún
lést 17. janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Sig-
urðsson, f. 28. júlí
1920, d. 14. mars
1990, atvinnubif-
reiðarstjóri, og Lilja
María Petersen, f.
19. nóvember 1922,
d. 22. júní 2009, læknir og kenn-
ari. Foreldrar Jóns voru Sigurður
Steindórsson og Guðný Sigurveig
Jónsdóttir af Fljótsdalshéraði.
Foreldrar Lilju Maríu voru Hans
Pétur Petersen og Guðrún Mar-
grét Jónsdóttir Petersen, kaup-
menn í Reykjavík.
Systkini Guðrúnar eru Birna, f.
1950, Sigurður, f. 1952, Guðný f.
1954 og Hans Pétur, f. 1957.
Guðrún giftist Einari Erni
Benediktssyni, f. 1962, árið 1984
en þau skildu 1987.
Maður Guðrúnar er Hörður
Ragnarsson, f. 1949, raftækni-
fræðingur og kennari. Börn
þeirra eru Una f. 1989, læknir, og
Ragnar f. 1990, hugbúnaðarverk-
fræðingur. Úr fyrra
hjónabandi á Hörð-
ur eina dóttur,
Drífu, f. 1977, líf-
eindafræðing. Drífa
er gift Faisal
Mahmood, f. 1975
eðlisfræðingi. Sam-
an eiga þau dæturn-
ar Sölmu Maríu, f.
2007, og Söru Ame-
líu, f. 2009.
Guðrún ólst upp í
Hlíðunum í Reykjavík. Hún flutt-
ist síðar á Akranes og kynntist
þar Herði. Fluttu þau saman með
börnin sín til Álaborgar árið 1990
og aftur til Íslands árið 1999.
Guðrún var eðlisverkfræðing-
ur að mennt og stundaði nám við
Háskóla Íslands, Imperial Col-
lege of London og Aalborg Uni-
versitet. Hún starfaði lengi í Ís-
lenskri erfðagreiningu sem
tölfræðingur og síðar sem eðlis-
fræðikennari við Kvennaskólann
í Reykjavík. Hún hefur einnig
kennt við Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 24. janúar
2019, klukkan 13.
Hún Guðrún Margrét, eða
Gunna frænka, var langyngst
okkar frænknanna og var yngst í
samheldnum hópi systkina sinna.
Við áttum allar sömu ömmuna,
hana Guðrúnu Margréti Jóns-
dóttur Petersen sem var ýmist
móður- eða föðuramma okkar.
Margar okkar sem eldri erum ól-
ust upp í sömu götunni, í Skóla-
strætinu, þar sem amma okkar
bjó eða undum á sumrin í sum-
arbústaðnum hennar sem var
langt út úr bænum á þeim tíma, í
Fossvoginum. Barnabörnin
þekktust því flest frá barnæsku
og höfðu leikið sér saman.
Fyrir 23 árum fórum við
frænkurnar 11 og hún Lilja
María, önnur af eftirlifandi börn-
um ömmu okkar, að hittast mán-
aðarlega á veturna og spila brids.
Þær sem ekki spiluðu sinntu
handavinnu því flestar þessar
frænkur eru flinkar hannyrða-
konur. Þannig treystust fjöl-
skyldu- og vinaböndin og við hitt-
umst líka stundum á sumrin,
förum í ferðir saman og líka hald-
ið ættarmót þar sem frændurnir
eru með. Nú eru þrjár látnar,
Gunna Dóra, Lilja María og
Gunna.
Guðrún Margrét fékk nafn
ömmu sinnar en kynntist henni
aldrei því hún dó skömmu áður
en telpan fæddist. Það var merki-
legt hvað hún Gunna bar sterkan
svip af ömmu sinni og hafði líka
sömu sterku skapgerðareinkenn-
in, ákveðin og harðdugleg. Þó að
Gunna væri talsvert yngri en við
hinar féll hún vel inn í hópinn, var
skemmtileg, með góða kímni-
gáfu, hvíldi vel í sjálfri sér, skörp
og skapandi. Hún var hugmynda-
rík og skapandi í matargerð og
kom okkur stöðugt á óvart með
girnilegu veisluborði með fram-
andi réttum. Eins og margar
frænkurnar var hún mikil hann-
yrðakona en alveg sérlega frum-
leg og hannaði og prjónaði eða
heklaði einstakar flíkur sem við
dáðumst að. Hvað ertu eiginlega
að búa til núna, spurðum við. Ég
veit það ekki, þetta er bara að
gerast, sagði hún og prjónaði út
og suður þangað til birtist flík
sem átti engan sinn líka. En hún
var listræn á fleiri sviðum, hafði
lengi stundað teikningu og list-
málun og var enn að læra og bjó
til mjög sérstakar og fallegar
myndir. Aðalmenntun hennar
var þó á sviði raunvísinda, hún
lærði eðlisfræði og verkfræði og
vann á þeim vettvangi, en stund-
aði síðar kennslu.
Gunna lærði og bjó í London
um tíma og var þá gift Einari
Erni en þau skildu. Hún eignað-
ist tvö mannvænleg börn með
seinni manni sínum Herði, Unu
sem nú er læknir og Ragnar tölv-
unarverkfræðing, og þau bjuggu
í Danmörku í allmörg ár. Hörður
átti Drífu áður, en börnin eru nú
öll búsett í Danmörku.
Kjarkur og seigla Gunnu kom
best í ljós er hún brást við því
mótlæti sem mætti henni í lífinu.
Bæði var það hlutskipti hennar
að glíma við langvinnan sjúkdóm
sem hún gerði keik án þess að
vekja á því athygli og gekk til
sinna verka og síðar þegar Hörð-
ur maður hennar veiktist og varð
fatlaður. Þá reyndi á úthald og
þrautseigju, skipulagsgáfu og
ekki síst jafnaðargeð. Erfiðust
var þó glíman undanfarin ár við
óvæginn illkynja sjúkdóm sem
dró hana að lokum til dauða,
langt fyrir aldur fram. Hún er
harmdauði ástvinum sínum og
við frænkur sendum Herði og
börnunum, systkinum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Gunnu.
Guðrún og Elín Agnarsdætur,
Ásrún Lilja Petersen, Ástríð-
ur Thorarensen, Áslaug Gyða
og Margrét Guðrún Ormslev,
Hildur Petersen.
Það er alveg ótrúlegt að hugsa
til þess að Gunna systir/uppá-
haldsfrænka hafi verið hrifsuð
frá okkur. Í hjarta mínu var hún
stóra systirin sem var mér sam-
ferða í gegnum stærstu vörður í
lífi mínu og mín fyrirmynd á
mörgum sviðum.
„Þessir geta það“ hringlar í
eyrunum, eitthvað sem Gunna
átti til með að segja eins og þegar
ég fékk hana til að hjálpa mér við
samsetningu á myndlistamöppu.
Þegar við vorum búnar að negla
þessu öllu saman var mappan
innsigluð með „Put that in your
pipe and smoke it“.
Það var líka ávallt hægt að
stóla á Gunnu til að gera góða
stund enn betri með einstökum
gjörningi. Ég sé enn fyrir mér
Gunnu að hópa saman nokkrum
af nánustu ættingjunum í óundir-
búinn spuna: Sumir með álpappír
á höfði, aðrir tístandi eða með
ýmis bíp hljóð og sumir hverjir
að frumsýna leikburði sem eng-
inn hefði getað dregið fram nema
Gunna og allt framkvæmt í miðri
veislu af því að efst á óskalista
fyrir brúðkaupið mitt var
ógleymanleg upplifun.
Frumleg, tillitssöm, sjálfstæð,
með óaðfinnanlega einstakan stíl,
hreinskilin í ráðgjöf, hnyttin í til-
svari og ávallt tilbúin í slaginn
sama hvers eðlis, þannig minnist
ég Gunnu en samt nær það ekki
yfir allt sem flæðir um hugann
þegar ég hugsa til hennar og ég
reyni mitt besta með því að bæta
við spunaljóði.
Garún
Ákvörðun, hvirfilvindur, hristingur og
ákveðni
Upplifun, nánd, hlýja og mýkt
Kraftur, stefna og tímarúm
Flæði, rýmd, rammi og litadýrð
Alheimur, ljósgeisli, ásýnd og frumleiki
Allt saman og í sundur, án og með
samhengi
Einstök, framúrskarandi, fyrirmynd og
kvenskörungur
Með miklum söknuðu kveð ég
þig, elsku Gunna.
Þín frænka
Lúvísa.
Það var alltaf svo gaman að fá
bréf frá Gunnu frænku í gamla
daga þegar ég var ung stelpa í
London. Við skrifuðumst á, við
frænkurnar, enda á svipuðum
aldri. Jafnvel sem barn hafði hún
alveg einstaklega góðan húmor –
hún var þurrleg og kjarnyrt en
jafnframt svo skemmtileg og hlý.
Þegar ég kom í heimsókn til
hennar í Mávahlíð hafði hún erft,
sem yngsta barnið í systkinahópi
sínum, glæsilegasta Barbie-
dúkkusafn norðan Alpafjalla og
hún var mjög örlát og umburð-
arlynd að leyfa frænkunni að
leika með þær flottustu.
Þegar fjölskylda mín flutti
heim til Íslands, þegar ég var
táningur, var ég svo heppin að
eiga Gunnu frænku að. Hún var
mjög svöl á þeim tíma – mennta-
skóladúx með kærasta í hljóm-
sveit – og stundum fékk ég að
djamma með henni. Árin liðu, við
áttum báðar heima í útlöndum,
svo áttum við báðar börn og
buru. Hún flutti heim og ég hélt
áfram að búa úti. En þegar ég
kom í heimsókn til Íslands vild-
um við Tim og börnin okkar alls
ekki missa af þeirri ánægju að
hitta Gunnu frænku og fjöl-
skyldu. Hún var heimskona með
afskaplega margar víddir. Eðlis-
fræðingur, verkfræðingur, kenn-
ari, listakona, afbragðskokkur,
fagurkeri, sjósundsdrottning,
garðyrkju- og handavinnumeist-
ari.
Gunna þurfti að þola ýmislegt
síðustu áratugi og hefði hún al-
veg mátt vorkenna sjálfri sér
svolítið. En ég get fullyrt það að
ég hef aldrei á ævinni hitt mann-
eskju sem kvartaði minna en
hún. Það er enn orðin hálfgerð
klisja að segja að menn heyi
hetjulega baráttu gegn sjúkdómi
en hugrekki og styrkur hennar
Gunnu var hreint ótrúlegt. Síð-
ustu vikurnar var hún dugleg að
setja upp listaverkin sín á Fés-
bók, og þau verk geisluðu af
bjartsýni, fegurð og styrkleika.
Ekki vissi ég, þegar ég setti
hjartamerkið við þessi verk, að
þetta yrðu okkar síðustu sam-
skipti.
Sumir skilja eftir sig alveg
ótrúlega stórt skarð. Ég á eftir að
sakna þín, Gunna mín, og mikið
þótti okkur Tim og börnunum
okkar vænt um þig. Við vottum
þessu góða og fallega fólki þínu –
Herði, Unu, Ragnari, Drífu og
fjölskyldu, og svo Birnu, Sigga,
Guðnýju, Hans Pétri og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Birna Huld Helgadóttir
og fjölskylda.
Vinkona mín kær kvaddi í nótt
tárin renna hljótt.
Fylgdi henni spottakorn
tárin renna hljótt.
Hvað er það sem stendur okk-
ur fyrir hugskotssjónum þegar
við hugsum um Guðrúnu vinkonu
okkar? Við munum litina, glað-
værðina, kímnina en kannski
fyrst og fremst skapandi lista-
manninn. Garðurinn, málverkin,
hannyrðirnar. Öllu þessu var
sinnt af af listfengi og oftast fet-
aðar ótroðnar slóðir því hún var
frumleg, jafnt í hugsun sem
framkvæmd.
Guðrún var ein skemmtileg-
asta manneskja sem við þekkt-
um. En skemmtunin, sögurnar,
orðkynngin og brandarnir voru
aldrei á kostnað annarra heldur
græskulaus. Hún var örlátur per-
sónuleiki og miðlaði ávallt góðu.
En eigi að síður var hún alveg
óhrædd við að mótmæla ef henni
þótti á einhvern eða eitthvað
hallað.
Það gerði hún með hnitmiðaðri
röksemdafærslu, þeirri sömu og
hún beitti þegar hún þurfti að
hughreysta einhverja okkar eða
hressa upp á sjálfstraustið.
Við nutum þess að þekkja
Guðrúnu, fá að sitja með henni
stund og stund við hannyrðir
þegar tækifæri gafst, því hún
hafði svo sannarlega nóg á sinni
könnu. Þetta voru glaðværar
stundir þótt auðvitað vofði
skugginn yfir síðasta árið.
Sorgin er systir gleðinnar.
Þess vegna viljum við þakka alla
gleðina sem Guðrún veitti okkur.
Við vottum fjölskyldu Guðrún-
ar og aðstandendum innilega
samúð.
Margrét Bára, Halla
Ingibjörg, Ásta Salbjörg
og Harpa.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu sem fallin er frá langt um
aldur fram.
Vinátta okkar hefur varað
lengi. Hörður og Jóhannes hafa
verið nánir vinir allt frá því að
þeir hófu að keppa saman í bad-
minton 14 ára. Okkur verða alltaf
minnisstæð fyrstu kynni okkar af
Guðrúnu. Dyrabjöllunni var
hringt kvöld eitt á heimili okkar á
Akranesi og úti stóð Hörður með
unga konu upp á arminn. Það var
eitt af hans fyrstu verkum eftir
að samband þeirra Guðrúnar
hófst að kynna hana fyrir sínum
gamla vini Jóhannesi. Því er ekki
að neita að við urðum eilítið undr-
andi, fannst þau frekar ólíklegt
par, hann svo rólegur og jarð-
bundinn en hún svo fjörleg og
skrautlega klædd og bar með sér
ferskan blæ. Við áttuðum okkur
samt fljótt á því að þau áttu ein-
staklega vel saman og betra sam-
band höfum við varla upplifað.
Allt frá þeirri stundu höfum við
verið bundin Guðrúnu traustum
vinaböndum þótt oft hafi langar
vegalengdir skilið okkur að.
Við höfum alla tíð borið mikla
virðingu fyrir Guðrúnu og dáðst
að hennar miklu hæfileikum. Vís-
indamaður var hún mikill í eðli
sínu, eðlisfræðingur að mennt og
frábær kennari í raungreinum.
Þegar sonur okkar þurfti að ljúka
tveimur efri eðlisfræðiáföngum
utanskóla á fjórum vikum leituð-
um við til Guðrúnar og komum
þar ekki að tómum kofunum, eft-
ir fáeina einkatíma lauk hann
þeim áföngum með hæstu ein-
kunn.
Það sem okkur hefur alltaf
þótt merkilegast og mest
heillandi við Guðrúnu eru and-
stæðurnar í fari hennar. Annars
vegar bráðskarpur vísindamaður
sem kryfur allt til mergjar og sér
hlutina í rökrænu ljósi. Hins veg-
ar listamaður og bóhem sem
töfrar fram ótrúleg listaverk,
nýtur þess að klæðast á óhefð-
bundinn hátt og storka hefð-
bundnum og viðteknum við-
miðum.
Hún var gædd ríku skopskyni
sem oft gat verið dálítið kald-
hæðnislegt.
Það var mikið áfall þegar
Hörður fékk alvarlegt heilablóð-
fall árið 2004, hefur hann síðan
verið bundinn við hjólastól að
mestu og átt erfitt með að tjá sig.
Það er aðdáunarvert hvernig
Guðrún hefur staðið við hlið hans
eins og klettur í öll þessi ár, veitt
honum alla sína orku samhliða
fullri og strangri vinnu og bar-
áttu við erfiða sjúkdóma. Oft tók
hún Hörð í bíltúr og kom þá
gjarnan við hjá okkur í Hreppi,
það voru góðar stundir. Einnig
fór hún með hann á völlinn á
hvern heimaleik Skagamanna í
fótbolta um árabil, þrátt fyrir að
hafa sjálf lítinn áhuga á fótbolta.
Þegar Hörður fékk vistun á
Dvalarheimilinu Höfða og Guð-
rún flutti í nýja íbúð á Sólmund-
arhöfða 7 virtist bjart framund-
an. Stórkostlegt útsýnið höfðaði
til listamannseðlis hennar og
ekki spillti fyrir að Hörður bjó í
næsta húsi. En þá tóku örlögin
fram fyrir hendur hennar,
krabbameinið sem hún hafði bar-
ist við í nokkur ár náði smám
saman yfirhöndinni. Hún neitaði
lengi vel að játa sig sigraða og
hélt áfram að sækja Hörð á
hverjum degi eins lengi og kraft-
arnir leyfðu.
Nú er baráttunni lokið og
komið að skilnaðarstund. Sökn-
uðurinn er sár en margar góðar
minningar munu ylja um ókomin
ár. Við sendum Herði og fjöl-
skyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðrún (Rúna) og Jóhannes.
Hún Gunna vinkona mín var
heimskona. Hún klæddi sig á ein-
staka vegu – var ljósárum á und-
an okkur hinum í tískunni, og hún
átti tilsvör sem hefðu sómt sér í
einhverri af myndum Coen-
bræðra.
Kannski var hennar áreynslu-
lausa avant-garde móðurforeldr-
unum Guðrúnu Margréti og
Hans Petersen að þakka, sem
byggðu upp verslun í hjarta
Reykjavíkur og komu Íslending-
um upp á það að taka ljósmyndir.
Eða hinum austfirsku rótum í
föðurættinni sem tengdu hana
við jörðina meðan hugurinn flaug
frjáls.
Það má leika sér að slíkum
upprunaskýringum en um leið
blasir það við mér að hún Gunna
var fyrst og fremst af sjálfri sér.
Hún sjálf. Skarpgreind og skap-
andi. Harðdugleg á afslappaðan
hátt. Ráðsnjöll en tróð ekki leið-
sögn upp á aðra. Fyndin. Og hún
var mikill mannþekkjari. Það,
ásamt forvitni um lönd og lýði,
gerði það að verkum að hún var
alls staðar eins og fiskur í vatni.
Hún rataði á áhugaverðustu list-
sýningarnar, í frumlegustu búð-
irnar og fann nýstárlegustu tón-
listina.
Heima hjá sér var hún höfð-
ingi og miklaði ekki fyrir sér að
rigga upp margra manna veislum
til þess að leiða saman fólk sem
hún taldi að gæti haft gaman af
að hittast.
Hún hefði notið sín í stórborg-
um (og var reyndar við nám í
Lundúnum um nokkurra ára
skeið) en örlögin höguðu því svo
að hún bjó lengst af í minni bæj-
um: í Reykjavík æsku okkar, á
Akranesi og í Álaborg. Hún lét
umhverfið ekki smækka sig en
það stækkaði aftur á móti af til-
vist hennar eins og vinir hennar,
samstarfsfólk, nemendur og ná-
grannar geta borið vitni um. Hún
hafði lag á því að ýta undir frum-
kvæði og styðja góð, helst djörf,
áform.
Sjálf vílaði hún ekkert fyrir
sér og tókst af yfirvegun á við
nýja hluti, nýjar aðstæður. Sumt
af því valdi hún sér ekki en hún
eyddi ekki orku í að fárast yfir
hlutskipti sínu, heldur beindi
henni í áttir sem kveiktu gleði:
myndlist og listprjón, matargerð,
samveru og ferðalög.
Vináttu okkar vantaði ekki
nema þrjú ár í að ná hálfri öld.
Væntumþykja hennar fylgdi mér
hvar sem ég flæktist og þótt við
sæjumst ekki langa hríð lágu
leiðir okkar alltaf saman aftur,
báðum til gleði. Þar til nú, að þær
skilur að endingu.
Í morgun saztu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
[...]
en veizt nú, í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna.
(Hannes Pétursson)
Farðu vel, vinkona. Straw-
berry Fields Forever.
Svanhildur Óskarsdóttir.
Guðrún Margrét var okkur
samferðafólki sínu fyrirmynd;
kennari af lífi og sál, hún lifði að
mörgu leyti fyrir starf sitt sem
eðlisfræðikennari, fyrir nem-
endur sína og hafði háleit mark-
mið fyrir þeirra hönd og grein-
arinnar. Þegar veikindin voru
farin að taka æ meiri toll af
starfsþreki hennar og Guðrúnu
Margréti þótti framtíðin orðin
óviss var henni kappsmál að
staðgenglar yrðu fengnir tíman-
lega svo hún gæti haldið róleg í
veikindaleyfi. Hún vildi vera
viss um að hún gæti skilið við
kennsluna í traustum höndum
og að merkinu yrði haldið á lofti.
Þetta tókst henni með útsjónar-
semi og ákveðni og vann náið
með þeim, ungu kennurunum
tveimur, síðustu önnina. Hún
var góður og hvetjandi félagi,
með beitta og hárfína kímni-
gáfu, hreinskilin um skoðanir
sínar á mönnum og málefnum.
Umfram allt skemmtileg og gef-
andi. Hún unni listum og var
sjálf listhneigð og undurgóður
málari.
Hún var okkur samstarfsfólki
sínu og nemendum afar kær og
við erum þakklát fyrir framlag
hennar. Hennar verður sárt
saknað í Kvennó. Minningar
okkar um hana blása okkur byr
undir vængi í viðleitninni að
hafa skýra framtíðarsýn og sí-
fellt að bæta skólastarfið. Bless-
uð sé minning hennar.
Við, samstarfsfélagar úr
Kvennaskólanum í Reykjavík,
sendum fjölskyldu Guðrúnar
Margrétar innilegar samúðar-
kveðjur.
Hjalti Jón Sveinsson.
Guðrún Margrét Jónsdóttir
eðlisfræðikennari bættist í
starfsmannahóp Kvennaskólans
fyrir um það bil áratug. Það kom
fljótt í ljós að hún var afar góð
viðbót við hópinn sem fyrir var,
frábær samstarfskona og góður
kennari. Nemendur hennar
kunnu vel að meta hana og hún
var þeim góðu hæfileikum gædd
að ná vel til þeirra hvort sem um
var að ræða sérstakt áhugafólk
um eðlisfræði eða þá sem minna
máttu sín í faginu. Hún bar
mikla umhyggju fyrir nemend-
um sínum, hvatti þá áfram og
vakti áhuga flestra þeirra á
greininni. Hún var ekki síðri
samstarfskona og var góður
liðsmaður í samstarfshópnum.
Það kom vel í ljós þegar starfs-
þrek hennar fór að dvína og
tvær ungar konur voru ráðnar
til að kenna á móti henni. Guð-
rún Margrét var þeim afskap-
lega góður mentor, studdi þær
fyrstu skrefin í kennarastarfinu
og á milli þeirra þriggja mynd-
aðist gott samstarf og fallegt
vináttusamband sem var þeim
öllum mikils virði þrátt fyrir
talsverðan aldursmun.
Guðrún Margrét var litríkur
persónuleiki sem naut sín vel í
samskiptum við sitt samstarfs-
fólk. Hún kom oft með áhuga-
verð sjónarmið í kaffistofuum-
ræðunum og sá oft skondnar
hliðar á mannlífinu án þess að
gera lítið úr fólki. Hún lifði lífinu
svo sannarlega lifandi og nýtti
tímann sem hún hafði til ferða-
laga, endurmenntunar á ýmsum
sviðum og sótti ýmsa listvið-
burði. Hún var sjálfstæð í því
vali, sóttist ekki endilega eftir
því sem allir vildu sjá og heyra
heldur valdi eftir sínum áhuga
og deildi upplifunum sínum með
samferðafólki sínu. Sjálf var hún
listræn og frumleg sem kom
meðal annars fram í prjónaskap
hennar og myndlist.
Lífið færði henni stærri verk-
efni en ýmsum öðrum og hún
vann vel úr þeim á sinn hátt.
Mesta hugrekkið og æðruleysið
sýndi hún í veikindum sínum
undanfarin ár, stóð á meðan
Guðrún Margrét
Jónsdóttir