Morgunblaðið - 24.01.2019, Page 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
✝ GunnlaugEygló Sigfús-
dóttir fæddist 28.
júlí 1930. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Guðríður Eyjólfs-
dóttir, f. 3.10. 1903,
d. 31.3. 1996, og
Sigfús Davíðsson, f.
13.2. 1903, d. 8.3. 1985.
Börn Margrétar og Sigfúsar
eru: Sigurður, f. 17.4. 1924, d.
2.11. 2016, Davíð, f. 11.11. 1936,
Dóra, f. 20.5. 1938, Óli, f. 20.5.
1938, Pálmi, f. 1.12. 1945.
Fóstursystkin Erla, f. 19.8.
1946, Sigmundur, f.
1.4. 1951, d. 26.1.
1993.
Eiginmaður Eygló-
ar var Halldór M. Þor-
kelsson, f. 25.4. 1921,
d. 1.6. 2008.
Börn Eyglóar og
Halldórs eru: Ragn-
heiður, f. 6.1. 1960,
maki Ásgeir Torfa-
son, Halldóra, f. 4.10.
1967, maki Hafsteinn
Hilmarsson.
Barnabörnin eru: Halldór,
Hilmar og Gunnlaugur Sveinn og
barnabarnabarn Fanndís Harpa.
Útförin fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, 24. janúar 2019,
klukkan 13.
Til elsku bestu ömmu.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þínir ömmustrákar
Halldór, Hilmar og
Gunnlaugur Sveinn.
Ef hugsað er til æviferils ís-
lenskrar alþýðukonu sem spann-
aði tæp 90 ár, þá vefst manni
tunga um tönn.
Eygló, sem minnst er hér, var í
mínum huga sívinnandi sveita-
kona, sem sjaldan eða aldrei féll
verk úr hendi, enda var nú í sveit-
inni forðum sjaldan spurt um
fastan vinnutíma og frí þess á
milli, enda enginn vökulög að
vitna í þá.
Þegar ég fyrst heyrði lagið og
textann „Íslenska konan“ fannst
mér það geta verið ort um konur
eins og hana.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt var vörn þín, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Við Eygló og Svala konan mín
áttum oft samverustundir ein og
sér. Ég sá um að alltaf væri ylur í
húsinu með rétt stilltum ofn-
krönum ásamt því að ljósaperur
væru í lagi, en hún sá um ým-
islegt er laut að saumaskap fyrir
okkur, enda annáluð hannyrða-
kona. Þá var oft farið um víðan
völl í samræðum og ekki vorum
við nú alltaf sammála um þjóð-
málin, en það var aukaatriði, vin-
áttan var aðalatriðið.
Aldrei heyrði ég hana halla
réttu máli eða hallmæla fólki yf-
irleitt. Hún var maður sátta en
ekki sundurlyndis, ekki síst með-
al fjölskyldu sinnar og vina.
Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að
þakka vor þjóð.
Hún flutti ung að árum með
manni sínum til Keflavíkur og
þar bjuggu þau uns yfir lauk.
Mér sýndist hún oftast standa í
stafni og ákveða stefnuna, en
hann stóð þéttur að baki hennar
hvað sem á gekk. Aldrei heyrði
ég að þeim yrði sundurorða: ætíð
sem einn maður.
Þau eignuðust tvær dætur sem
báðar bera foreldrum sínum fag-
urt vitni sem frábærar manneskj-
ur á alla lund.
Fátt var Eygló meira umhug-
að um en barnabörnin og barna-
barnabarnið, sem hún hlúði að og
unni heitt.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér
allt sem hún á.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að eiga Eygló og Dóra að
góðum og traustum vinum frá
fyrstu kynnum, eða frá því að
Hafsteinn kynntist Dóru dóttur
þeirra, og aldrei bar neinn
skugga þar á.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Við hjónin þökkum Eygló sam-
fylgdina.
Far þú í friði – friður Guðs þig
blessi.
Hilmar Hafsteinsson og
Svala Sveinsdóttir.
Í dag kveð ég með söknuði og
virðingu vinkonu mína, Eygló
Sigfúsdóttur, sem hefur stutt mig
á erfiðum stundum á síðustu
tveimur árum, fyrir það verð ég
ævinlega þakklát. Margar minn-
ingar koma upp í hugann, minnis-
stæðust er ferðin okkar síðast-
liðið sumar í Borgarfjörðinn til
Ásu og Trausta og heimsókn mín í
sumarbústaðinn til ykkar Röggu,
þar sem þú sýndir mér stolt
heimasveit þína.
Þú ert mikið búin að tala um
ferðirnar sem við ætluðum í á
komandi sumri. Bæði ætluðum
við aftur í Borgarfjörðinn og vest-
ur að Álftá á Mýrum og svo varst
þú búin að ákveða að ég kæmi til
ykkar Röggu í sumarbústaðinn
því nú hefði ég tíma til að stoppa
nokkra daga þar sem ég væri
hætt að vinna.
Þegar ég kom til þín um hádeg-
ið föstudaginn 11. janúar datt
mér ekki í hug að þetta væri í síð-
asta skiptið sem við fengjum okk-
ur kaffibolla og spjölluðum
saman. Þú varst búin að vera las-
in en þú varst alltaf svo hörð af
þér. Það síðasta sem þú sagðir við
mig áður en við kvöddumst var að
þegar þú værir orðin hress ætl-
aðir þú að elda fyrir okkur góðan
mat, já sko góðan mat.
Það var mér mikið áfall að fá
þær fréttir að þú værir farin frá
okkur.
Að lokum vil ég þakka þá vin-
áttu og þær yndislegu stundir
sem við áttum saman. Innilegar
samúðarkveðjur sendi ég Röggu
og Dóru og fjölskyldum þeirra og
einnig systkinum Eyglóar, minn-
ing um góða konu lifir áfram í
hjörtum okkar.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín vinkona
Sigurbjörg Fr. Gísladóttir
(Sirrý).
Með miklum söknuði kveð ég
mína allra bestu vinkonu. Orð fá
því ekki lýst hversu mikið ég
sakna þín, elsku vinkona.
Það var mín gæfa að hafa feng-
ið að njóta þeirrar sérstöku vin-
áttu sem við áttum. Þó svo að það
hafi verið 41 ár á milli okkar þá
töluðum við alltaf um að við vær-
um jafn gamlar, því þú varst ung
sál og ég gömul sál. Þú varst ekki
bara vinkona min heldur varstu
mér eins og önnur móðir. Sam-
bandið okkar einkenndist af kær-
leik, væntumþykju, jákvæðni og
húmor. Þú gafst mér styrk þegar
ég þurfti, hvort sem það var gleði
eða sorg og hvattir mig áfram og
sagðir, eins og við vorum vanar að
segja við hvor aðra: „Það þýðir
ekkert að kvarta, við breytum
engu!“ Svo hlógum við eins og
kjánar. Fyrir tíma okkar saman
verð ég ævinlega þakklát, og
þakklát fyrir allt sem þú hefur
kennt mér.
Elsku Eygló mín, ég ætla að
reyna eftir fremsta megni að
halda uppi þínum góðu gildum,
einlægni, ákveðni, eldmóði, sann-
girni, atorkusemi og elju. Þú
varst mér svo góð fyrirmynd og
mun ég varðveita þessa vináttu
okkar um ævi og aldur.
Elsku Ragnheiður og Dóra, ég
sendi ykkur og ykkar nánustu
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég
hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Guðmunda Sigurðardóttir.
Gunnlaug Eygló
Sigfúsdóttir
✝ Sigurður Eiðs-son fæddist í
Hörgsholti í Mikla-
holtshreppi 19. des-
ember 1936. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Brákarhlíð í
Borgarnesi 15. jan-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Eiður Sigurðs-
son, bóndi og odd-
viti í Miklaholts-
hreppi, f. 27. júní 1893, d. 28.
nóvember 1963, og Anna Björns-
dóttir húsfreyja, f. 23. febrúar
1903, d. 13. október 2000.
Systkini Sigurðar voru: Guð-
rún Hallfríður, f. 24. júlí 1924, d.
14. júlí 2014, Björn Andrés, f. 13.
júlí 1925, d. 7. október 2011, Ingi-
björg Stefanía, f. 5. ágúst 1927,
Sigrún Ragnhildur, f. 13. sept-
ember 1933, d. 14. júní 1972, og
Sveinn Magnús, f. 28. janúar
1942, d. 19. júlí 2001.
Eftirlifandi eiginkona Sigurð-
ar er Jónasína Elísabet Halldórs-
dóttir verkakona, f. 1. apríl 1946
í Borgarnesi. Sigurður og Jón-
asína gengu í hjónaband ,f. 1969,
gift Ólafi Friðriki Ólafssyni. Syn-
ir þeirra eru Ólafur Bjarni, f.
2000, unnusta hans
er Natalie Loh, f.
1999, og Einar
Bragi, f. 2005, 2)
Eiður, f. 1974,
kvæntur Genalyn
Dela Cruz Sigurðs-
son, f. 1990. 3) Hall-
dór Steinar, f. 1976,
kvæntur Ingibjörgu
Ósk Sigurðar-
dóttur. Synir þeirra
eru Sigurður
Bjarmi, f. 2001, Tómas Orri, f.
2003, og Steinar Kári, f. 2010.
Sigurður ólst upp í Hörgsholti
í Miklaholtshreppi til 14 ára ald-
urs og að Lækjarmótum til 24
ára aldurs. Þá flutti hann í
Borgarnes, þar sem hann bjó til
dauðadags. Sigurður var í far-
skóla í sveitinni frá 9 ára til 13
ára aldurs og seinna einn vetur í
íþróttaskólanum í Haukadal
1954-1955. Sigurður vann sem
verkamaður alla sína tíð, lengst
af hjá Vírneti hf. í Borgarnesi.
Hann hafði mikinn áhuga á söng
og tónlist og var í kirkjukórnum í
Borgarnesi og kór Mýramanna.
Útför Sigurðar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 24.
janúar 2019, klukkan 14.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Á kveðjustund koma upp allar
góðu minningarnar um Sigga sem
var mér traust og góð fyrirmynd í
uppvexti mínum. Frá Kjartans-
götunni á ég margar kærleiks-
ríkar og góðar minningar um sam-
veru okkar Jónu, Sigga, Gerðu,
Eiðs og Halldórs. Mínar fyrstu
minningar eru um okkur krakk-
ana við leik og Siggi að syngja og
jóðla fyrir okkur. Ófáar stundir
sat hann í stofunni og prjónaði og
spjallaði við okkur. Allar stund-
irnar sem við höfum átt saman eru
dýrmætar minningar.
Nú hefur þú, kæri vinur, lagt
upp í þína hinstu för.
Elsku Siggi, minning þín lifir í
hjörtum okkar. Takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og gefið í
þessu lífi.
Elsku Jóna, Gerða, Eiður, Hall-
dór og fjölskyldur, ég sendi ykkur
samúðarkveðjur.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Hafrún Bylgja og
Haukur Páll.
Sigurður Eiðsson
✝ Þórhildur Jó-hannesdóttir
fæddist að Þóris-
stöðum, Svalbarðs-
strönd, Suður-
Þingeyjarsýslu, 11.
júlí 1927. Hún lést á
Hrafnistu, Reykja-
vík, 13. janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hannes Árnason og
Nanna Valdimars-
dóttir. Systkini voru Þór, Árni,
Grímur og Hrafnhildur.
Eiginmaður Þórhildar var
Zophonias Áskelsson og eign-
uðustu þau þrjú börn: Jóhannes
Áskel, Árna og
Nönnu Lovísu.
Þórhildur lauk
prófi sem vefn-
aðarkennari við
Húsmæðraskólann
á Hallormsstað og
starfaði sem vefn-
aðarkennari á
Blönduósi um nokk-
urt skeið. Lengst-
um starfaði Þór-
hildur við versl-
unarstörf og rak eigin verslun
um árabil.
Útför Þórhildar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 24. jan-
úar 2019, klukkan 13.
Undanfarnir dagar hafa verið
dimmir og drungalegir, en dag-
inn sem Þórhildur föðursystir
mín kvaddi þetta jarðlíf birti upp,
himinninn heiður og sólin skein.
Þórhildur var fædd á Þóris-
stöðum á Svalbarðsströnd. Hjón-
in á Þórisstöðum, Nanna og Jó-
hannes, eignuðust fimm börn.
Föðursystir mín var í miðið. Mik-
ill myndarskapur var á Þóris-
staðaheimilinu og börnin ólust
upp við að: „allt sem þú gerir,
gerir þú vel.“ Hilda stundaði nám
við Reykholtsskóla einn vetur, en
fór síðan í Húsmæðraskóla Akur-
eyrar.
Eftir eins árs nám þótti hún
hafa staðið sig svo vel að veturinn
þar á eftir var henni boðið að vera
aðstoðarkennari við skólann, sem
hún þáði. Einn af nemendum
hennar, sem mér er kunnug, ber
Hildu vel söguna og segir að hún
hafi verið frábær kennari.
Eftir hvatningu kennara sinna
fór Hilda í framhaldsnám við hús-
mæðraskólann á Hallormsstað
og sérhæfði sig í vefnaði. Í fram-
haldinu réð hún sig sem handa-
vinnu- og vefnaðarkennara við
Húsmæðraskólann á Blönduósi.
Þar gripu örlögin inn í. Hún
kynntist ungum manni á Blöndu-
ósi og 17. júní 1953 voru Þórhild-
ur og Zóphonías Áskelsson gefin
saman í hjónaband á Þórisstöð-
um. Hann stefndi á nám í smíðum
og leiðin lá til Reykjavíkur.
Það voru erfiðir tímar í þjóð-
félaginu um þessar mundir, en
með harðfylgi og dugnaði byggðu
þau sér íbúð í Kópavogi og í fram-
haldi af því einbýlishús í austur-
bæ Kópavogs.
Á þessum árum þegar ég
stundaði nám við skólana á
Laugarvatni og fyrstu árin mín í
háskóla átti ég athvarf á heimili
þeirra hjóna Þórhildar og Zóp-
honíasar. Það var ómetanlegur
stuðningur.
Síðustu áratugina bjuggu
Hilda og Zoffi í fallegri íbúð á 11.
hæð við Árskóga í Reykjavík og
undu sér þar vel.
Zóphonías lést 2011, en undan-
farin misseri hefur Hilda dvalið á
Hrafnistu í Reykjavík.
Ég vil þakka frænku minni
fyrir stuðninginn, umhyggju, vin-
áttu og hjálp um margra ára
skeið og ég vona að leið hennar
liggi nú inn í ljósið.
Börnum hennar og öðrum ást-
vinum sendum við Ragna inni-
legar samúðarkveðjur.
Árni V.
Þórhildur
Jóhannesdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VALGERÐUR B. GRÖNDAL,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 15. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey
Blessuð sé minning hennar.
Kristrún Gröndal Jim Watkins
Sigurlaug B. Gröndal Rafn Gíslason
Steinunn Gröndal
Bjarni Gröndal Nalini Dandunnage
Kristinn Gestsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÚNDÍNA GÍSLADÓTTIR
frá Hrísey,
Boðaþingi 12,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar 7. janúar á
dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir sendum við starfsmönnum á Höfða fyrir
einstaka hlýju og góða umönnun.
Einnig viljum við senda heimilisfólkinu á Höfða þakkir fyrir góða
viðkynningu.
Gyða Jónsdóttir Þorgrímur Hallgrímsson
Guðbjörg Jóna Jónsdóttir Eiríkur Bragason
Sigrún Ísabella Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur stuðning, samúð og hlýju við andlát
og útför elsku mömmu okkar,
HULDU ÓLAFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Hrafnistu í Reykjavík H2 fyrir góða
umönnun.
Ragnheiður Hall
Steinunn Hall
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför
STEINBJÖRNS BJÖRNSSONAR,
Búðagerði 5, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Droplaugarstaða fyrir góða umönnun.
Aðstandendur