Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 60
60 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
ABBA síld
á borðið um þorrann
Afmælisdagurinn verður einfaldur og góður. Vinna og venjulegtstúss og svo koma dæturnar hingað heim í mat,“ segir Hall-fríður María Pálsdóttir sem er 63ja ára í dag. Halla, eins og
hún er jafnan kölluð, starfar sem hómópati og við höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferð. „Ég slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir þrjátíu
árum og endurhæfingin tók langan tíma. Sjúkraþjálfun gerði mér
gott en áframhaldandi verkir plöguðu mig svo frekari meðferðar var
þörf. Ég leitaði því til græðara í höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð og fékk þá loksins bót minna meina. Ég man enn daginn og
stundina þegar ég losnaði við þrálátan höfuðverkinn. Allt þetta vakti
áhuga minn á óhefðbundnum lækningnum sem ég nam og hef starfað
lengi við – og í dag er ég með aðstöðu hér heima við Grettisgötuna í
Reykjavík.“
Halla er Skagfirðingur, uppalin á bænum Utanverðunesi í Hegra-
nesi. „Taugin norður er sterk. Með systkinum mínum og frændfólki
eigum við jörðina Hróarsdal og förum þangað oft. Hvergi er Mæli-
fellshnjúkur eins fallegur að sjá og þaðan,“ segir Halla sem hefur
ferðast víða meðal annars á óvenjulega staði eins og Grænland. „Mér
finnst Grænland stórkostlegt, því þar liggur einhver galdur í loftinu
sem er mikið aðdráttarafl. Ferðirnar til þessa nágrannalands eru
orðnar nokkrar. Við Árni Þórður Jónsson maðurinn minn fórum til
Kangerlussuaq á vesturströndinni fyrir tveimur árum og þar létum
við gifta okkur eftir 29 ára sambúð. Fyrir mér er Grænland því gald-
ur og staður hamingjunnar.“
Ferðalangur Halla hér stödd í Narsaq á Grænlandi síðasta haust.
Grænland er galdur
Hallfríður María Pálsdóttir er 63ja ára í dag
H
ilmir Snær Guðnason
fæddist 24. janúar
1969 í Reykjavík
Hann gekk í Vestur-
bæjarskóla, Haga-
skóla og Menntaskólann í Reykja-
vík og varð stúdent 1989. Hann lauk
námi við Leiklistarskóla Íslands ár-
ið 1994.
Hilmir hefur farið með fjölmörg
veigamikil hlutverk í Þjóðleikhús-
inu, Borgarleikhúsinu og í kvik-
myndum, auk þess sem hann hefur
leikstýrt fjölda sýninga.
Hilmir lék nýlega í Þjóðleikhús-
inu í Efa, Slá í gegn, Horft frá
brúnni, Eldrauninni, Fyrirheitna
landinu, Macbeth, Með fulla vasa af
grjóti, Listaverkinu, Heimsljósi og
Dagleiðinni löngu.
Hann hefur einnig meðal annars
Hilmir Snær Guðnason leikari – 50 ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tveir stórleikarar Stefán Karl Stefánsson heitinn og Hilmir Snær í Með fulla vasa af grjóti árið 2000, en sýningin
var þrisvar sinnum sett upp, í annað sinnið árið 2012 og síðan árið 2017.
Margverðlaunaður
og vinsæll leikari
Morgunblaðið Ófeigur
Verðlaunahafinn Hilmir tekur á móti Grímunni 2016, en hann var valinn
leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
Hveragerði Hanna Thor-
borg Helgadóttir fæddist 1.
júní 2018 kl. 4.09. Hún vó
3.920 g og var 52 cm löng.
Foreldrar hennar eru Ida
Thorborg og Helgi Sigurðs-
son.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is