Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Villt þú losna við fitu á erfiðum svæðum?
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Láttu fagfólkið á Húðfegrun
sjá um þína húð á nýju ári!
Byltingarkennd húðmeðferð sem byggð er á
nýjustu tækni á sviði náttúrulegrar fitueyðingar
án skurðaðgerðar.
3 Eyðir fitu á erfiðum svæðum
3 Sársaukalausmeðferð
3 Byggð á nýjustu tækni til að eyða fitu
3Öruggog áhrifaríkmeðferð JANÚA
R
TILBOÐ
15%
AFSLÁTTU
R
Fitueyðing –ultrasound meðferð
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fyrir rúmu ári var kynnt í Kaup-
mannahöfn að Ragnar Kjartansson
myndlistarmaður hefði borið sigur
úr býtum í samkeppni um verk í ný-
byggingu heilbrigðisvísindasviðs
Kaupmannahafnarháskóla, Mærsk-
turninn sem gefinn er af A.P.
Möller-sjóði Mærsk-skipafélagsins.
Verk Ragnars nefnist Figures in
Landscape. Það er marglaga vídeó-
verk sem listamaðurinn hefur unnið
að ásamt samstarfsfólki síðasta ár
og verður það vígt í byggingunni á
þriðjudaginn í næstu viku. Tveimur
dögum síðar, á fimmtudag eftir
viku, 31. janúar, gefst Íslendingum
kostur á að upplifa þetta athyglis-
verða verk þegar sýning Ragnars á
því verður opnuð í i8 galleríi við
Tryggvagötu.
Um er að ræða sjö sólarhrings-
löng myndbandsverk sem voru tek-
in upp í kvikmyndaveri RVK Stud-
ios; byggðar voru þar leikmyndir og
fyrst tekin upp fjögur verk sam-
tímis á fjórum dögum og síðan þrjú
samtímis á jafn löngum tíma. Verk-
in sýna ólíkar náttúrusenur og um
þær fer fólk í hvítum sloppum, klætt
eins og vísindamennirnir sem kenna
og vinna að rannsóknum í Mærsk-
turninum. Þegar verkið verður vígt
á þriðjudaginn hefst sýning á
þriðjudagsverkinu og síðan rúllar
hvert vídeóverkið af öðru, sólar-
hringur í senn, sem varanleg inn-
setning á skjá framan við stærsta
fyrirlestrasal byggingarinnar, eins
og um lágmynd sé að ræða. Þá búa
fleiri notkunarmöguleikar í verkinu.
Það liggur í tölvugrunni byggingar-
innar og mun verða hægt að láta það
ganga á upplýsingaskjám, eins og í
lyftum, kennslustofum og á göngum
hússins – mögulega líka sem skjá-
mynd á tölvum, og í raun er það eins
konar klukka.
Figures in Landscape verður
sýnt í sams konar vikulangri út-
færslu í glugga i8 gallerís og sam-
tímis verður hver og einn vikudagur
sýndur á skjám þar inni í galleríinu.
Hver dagur eins og málverk
„Mér fannst það geggjuð pæling
að gera spítalalist,“ segir Ragnar um
samkeppnina um verkið í Mærsk-
turninum og viðamikið verkið. „Mér
finnst spítalalist, og list í opinberu
rými, vera oft svo falleg og melan-
kólísk. Ég fór strax að hugsa um
verk Diegos Rivera og sovéskar
framfaraveggmyndir og út frá því
mótaðist þetta vídeóverk. Svo kemur
maður sjálfur og nútíminn alltaf ein-
hvern veginn inn í þetta sem írónískt
tvist.“
Framkvæmdin á verkefninu var
afar umfangsmikil. „Já, þetta eru sjö
vídeó, eitt fyrir hvern dag vikunnar,
og þau eru öll 24 klukkutímar. Við
tökurnar vorum við fyrst með fjögur
sett í gangi og svo þrjú sett í seinni
lotunni. Þetta var GEGGJUÐ
pródúsjón! Mér finnst alltaf gaman
að ballerínufyrirbærinu, þegar það
er brjáluð fyrirhöfn fyrir eitthvað
sem lítur mjög einfalt út. Þarna er
bara fólk sem labbar fram og til baka
á skjánum …“
Samkvæmt upplýsingum frá sam-
starfsfólki Ragnars unnu 32 að gerð
verksins fyrir utan leikarana sem
voru í tökum í tvær vikur en þeir
voru 34. 32 til komu að leik í ein-
hverri mynd en þar á meðal var hluti
þeirra sem unnu að verkinu. Þá eru
ótaldir þeir sem koma að uppsetn-
ingunni í Danmörku með einum eða
öðrum hætti.
Ragnar segir vinnsluna á Figures
in Landscape hafa tekið nær eitt ár.
Fyrst var það hönnun leikmyndar-
innar, þá tóku við tveir mánuðir í
leikmyndasmíði og málun.
„Það var fullt af fólki í þessu. Ég
var með nokkuð skýra skissu fyrir
vinnuna með hópi sem við köllum
„austurrísku málarana“,“ segir
Ragnar og brosir. „Það eru vinir
mínir sem komu fyrst að vinnunni að
Heimsljósi með mér. Þá voru þau
lærlingar en eru orðin svo góð að nú
sendi ég þeim skissur og þau gerðu
hugmyndir upp úr þeim. Í samstarfi
finnst mér mikilvægt að virkja
sköpunarkraft allra.“
– Hvernig tilfinning er það að
vinna samkeppni sem þessa og geta
farið í framleiðslu svo viðamikils
verks?
„Það er alveg galið! Það var djarft
hjá Kaupmannahafnarháskóla að
biðja hreinlega um vídeóverk. Fjár-
hagsáætlunin fyrir framleiðslu var
ekkert mjög há en tekið fram að
listamanninum væri frjálst að gera
fleiri eintök af verkinu.
Í tillögu minni sagði ég að miðað
við tilgreinda upphæð gæti ég gert
verk fyrir einn sólarhring, sólar-
hringsklukku, en bætti við að það
yrði ógeðslega gaman að gera heila
viku, svo það væri alltaf breyting frá
einum degi til annars. Það væri
draumurinn. Og þá fór Kaupmanna-
hafnarháskóli á fullt í að finna aukið
fjármagn til að ég gæti gert verkið
með þeim hætti, sem var alveg frá-
bært.“
Eins og fyrr var sagt gengur
verkið viku eftir viku í einum skjá í
byggingunni. Þá verður hægt að
kalla það upp í lyftum, á upplýsinga-
skjám og í fyrirlestrasölum hvar
sem er í byggingunni. „Það má
þannig hafa verkið í bakgrunninum
en mér finnst slíkt svo áhugavert í
menningu okkar, sjónrænt dót sem
er bara þarna …“ Ragnar brosir.
„Þegar verkið fór að mótast
fannst mér hver sólarhringur fyrir
sig verða eins og málverk. Og mér
fannst þetta áhugaverð málverka-
sería. Þá kom sú hugmynd að gaman
væri að gera þessa sýningu hér í i8 á
verkunum sem þessum málverkum,
auk þess sem því verður varpað í
vikulangri lykkju út um gluggann.“
Epíkin í hversdeginum
– Lagðirðu strax upp með að hafa
nýtt landslag á hverjum degi?
„Já, hugmyndin var nýr dagur –
nýtt landslag. Mér finnst svo áhuga-
vert hvernig við komum alltaf
epísku landslagi að í hversdeginum.
Ég man að í gamla daga þegar maður
beið á læknastofunni voru þar myndir
af Klettafjöllunum. Og í dag er alltaf
epískt landslag á öllum tölvuskjánum
þar sem fólk situr í sínum hversdags-
leika. Mér finnst þessi blanda af epík
og algjörum hversdagsleika mjög
spennandi. Svo var ég undir áhrifum
af sögu sem vinkona mín sagði mér
fyrir mörgum árum. Hún var um ein-
hverjar vinkonur sem höfðu farið til
að horfa á vaktaskiptin á Landspítal-
anum því það væri svo fallegt þegar
allt þetta fólk í hvítum sloppum
mættist þar. Ég hef aldrei séð þetta
sjálfur en sagan er svo falleg að það
er auðvelt að sjá þetta fyrir sér.
Þegar maður er gestur á spítala
eða vísindastofnun sér maður alltaf
fólk í þessum hvítu fötum sem tákna
hreinleika og framfarir. Og maður
sér þau aldrei vera að gera það sem
þau fást við, þau eru bara á ferð á
milli staða. Það er einskonar stöð-
ugur stofugangur í Figures in Lands-
cape.
Þessi hugmynd um læknasloppana
og landslagið vísar líka í fegurð og
tilgangsleysi allra hluta,“ bætir
Ragnar spekingslega við.
Talið berst að tímaþættinum í
verkinu en það mun ganga eins og
nákvæm klukka, sólarhring eftir sól-
arhring. Ragnar segir að fólk sem
vinnur í byggingunni í Kaupmanna-
höfn geti farið að taka eftir því að á
miðvikudögum setjist kona alltaf á
sama steininn á sama tíma. Upp-
haflegt vinnuheiti verksins var ein-
mitt „Timepiece“.
Tilraun um nýtt Ísland
Í þessu nýjasta verki Ragnars má
sjá birtast marga þá þætti sem hafa
einkennt rómuð verk hans síðustu ár,
svo sem málaðar sviðsmyndir, út-
haldsgjörninginn og náttúrurómantík
með sögulegum vísunum og ákveð-
inni íróníu. Ragnar kveðst vera
Geggjuð pæling að gera spítalalist
Nýtt vídeóverk eftir Ragnar Kjartansson verður vígt í Mærsk-turni Kaupmannahafnarháskóla í
næstu viku Sýnt í i8 galleríi í kjölfarið Hefur tekið ár í vinnslu og fleiri tugir manna unnið að því
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragnar „Ég er mjög meðvitaður
um að þrátt fyrir „materíalískan
árangur í þessari list“ þá má
maður ekki sem listamaður verða
eins og kapítalistinn; að allt þurfi
að verða stærra og dýrara.“