Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 Hér er birtur lokakafli verksins. Niðurstöður Um miðja 20. öld var algeng skoðun meðal fræðimanna að allir möguleikar til útþenslu í landbún- aði hefðu verið uppurnir á Íslandi um aldamótin 1100. Gróðurlendi hefði eftir það smám saman farið hnignandi vegna ofnýt- ingar og rán- yrkju og mögu- leikar til land- búnaðar þar með. Einu möguleikar til hagvaxtar, fólksfjölgunar og framfara hefðu þar með falist í eflingu fiskveiða. Hér var um að ræða breytingu frá áliti fræði- manna á fyrri hluta 20. aldar. Þor- valdur Thoroddsen taldi þá að eftir upphaflegt tímabil eyðingar og rasks sem fylgdi landnáminu hefði jafnvægi haldist í gróðurríkinu og uppgræðsla haldist í hendur við uppblástur. Hið algenga álit fræði- manna um miðja 20. öld var sem sagt annað, en hvorki þeir né eldri fræðimenn höfðu aðgang að traust- um gögnum eða rannsóknum á þessu sviði. Ekki var ljóst hver var útbreiðsla gróðurlendis eða hversu mikið það hefði dregist saman frá landnámi. Menn töldu á grundvelli tölfræði frá 18. öld að íbúar hefðu ekki getað orðið fleiri en 50 þús- und, landið hefði ekki getað borið fleiri íbúa, en engin greining á samhengi búskapar, gróðurlendis og mannfjölgunar hafði verið lögð fram því til stuðnings. Um alla norðan- og vestanverða Evrópu fjölgaði íbúum á tímabilinu 1000-1350. Víða virðist íbúatala hafa þrefaldast á þessu tímabili. Þá fækkaði íbúum í einu vetfangi um þriðjung eða meira í svartadauða, og langan tíma tók að fjölga upp í þá íbúatölu sem var um 1350. Á Íslandi var hins vegar talið að íbúum hefði fjölgað upp í 70-80 þúsund frá 900- 1100 en síðan hefði íbúum fækkað smám saman vegna rýrnunar land- gæða. Í evrópsku samhengi einkenndist íslenska kerfið af því að rúmt var um bændur og nægt landrými til ráðstöfunar. Í Evrópu, sérstaklega í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi en einnig Danmörku, þróaðist frá 600 til 1350 kerfi þar sem landið var þaulnýtt með þrívangsrækt. Mestur hluti þess lands sem var til ráðstöf- unar var lagður undir akra. Hver akur var ræktaður tvö ár og svo hvíldur í eitt ár. Beitiland, engi og úthagar voru mjög af skornum skammti, og flöskuháls í landbún- aðarkerfinu var að áburð skorti því húsdýr voru fá. Í samanburði við þetta einkenndist landbúnaðar- kerfið á jaðarsvæðum eins og Nor- egi, Svíþjóð, Írlandi, Skotlandi og Íslandi af því að nægur aðgangur var að fóðri handa skepnum og nóg var því af áburði. Akrar voru ein- vangsakrar, þeir voru alltaf í rækt vegna þess að þeir fengu nóg af áburði. Mestur hluti gróðurlendis var engi, úthagar og afréttir, en akr- ar aðeins litlir blettir. Innbyggt í þetta kerfi var margvíslegt svigrúm. Félagsleg samsetning svæða með þaulrækt og takmörkuðum aðgangi að úthaga var einnig önnur en svæða sem einkenndust af víðáttu- miklum högum og nægum aðgangi að skepnufóðri. Á fyrrnefndu svæð- unum var víðast stór hópur launa- fólks sem ekki hafði aðgang að landi. Á síðarnefndu svæðunum höfðu flestar fjölskyldur hins vegar nægan aðgang að landi, og átti það einnig við um Ísland. Hvernig var landnýtingu háttað á Íslandi og hvernig var byggð hagað? Athugun á skjalaheimildum 14. ald- ar sýnir að þar er að finna miklar heimildir um byggð. Í ljós kom að byggð var víða þéttari og landið bet- ur nýtt á 14. öld en t.d. um 1700. Dæmi um hið andstæða, að byggð hafi verið gisnari en um 1700 eru fá eða engin. Merki um hjáleigubyggð komu í ljós í skjalagögnum, og einn- ig tví- og þríbýli. Athugun á byggðarheimildum 15. aldar sýnir hins vegar svo ekki verður um villst að þá hafði orðið gríðarleg fólksfækkun. Mikil eyði- byggð og helmings lækkun land- skuldar sýndi hvort tveggja að svartidauði 1402-1404 hafði bundið enda á fólksfjölgunartímabil mið- alda. Samanburður við mannfækkun af völdum stórubólu sýnir að svarti- dauði olli miklu meira mannfalli, og einnig plágan síðari 1494. Við þetta létti á landinu, búfé í högum fækkaði og fátæklingar hurfu, þar sem allir gátu fengið góða jörð til að búa á. Athugun á náttúrulegum mögu- leikum til landbúnaðar staðfestir þann grun sem vaknaði með saman- burði á landbúnaðarkerfi Íslands og nágrannalandanna. Svo virðist sem landið hafi aldrei verið nærri því fullnýtt til landbúnaðar. Úthagar voru nægir jafnvel við aðstæður eins og þær voru á 14. öld, og ekki síst gríðarlegir möguleikar til túnrækt- ar. Nægt rými var fyrir mikla fjölg- un býla. Kornrækt hefði verið unnt að margfalda, það er misskilningur að slíkt hafi verið ómögulegt vegna kaldrar veðráttu eða einhvers slíks. Margt kom á óvart þegar ein- stakir þættir umhverfissögunnar voru athugaðir. Skógum virðist hafa verið að mestum hluta eytt við land- nám af mannavöldum, en þeir skóg- ar sem eftir voru nýttir skipulega og varðveittir. Fjöldi búfjár virðist ekki hafa verið nægur til að nýta allan út- haga sem völ var á, og dæmi voru um átök milli bænda og landeigenda vegna þess að bændur vildu ekki reka fé á fjall, sérstaklega eftir pláguna síðari 1494. Veruleg gróð- ureyðing á afréttum virðist hafa byrjað um 1100 á ákveðnum svæð- um en annars staðar mun síðar, t.d. eftir 1477 á Mývatnsheiði. Hún virð- ist ekki hafa þrengt möguleika á framfærslu svo nokkru næmi. Einnig kom á óvart við athugun á máldagaheimildum að hlutfall naut- gripa og sauðfjár var annað en áður var talið á 14. öld (og að því er virð- ist allt tímabilið 900-1400). Vestan lands var hlutfallið nálægt 1:2, sem þýðir að um 80% af allri framleiðslu kom frá nautgripum. Máldagaheim- ildir hafa verið dregnar í efa og bent á að sauðum hafi fjölgað á 14. öld, en það skiptir í sjálfu sér ekki höfuð- máli. Nautgriparækt var hlutfalls- lega miklu mikilvægari á miðöldum en síðar. Það þýðir aftur að álagið á úthaga og afréttir allan þennan tíma var miklu minna en menn hafa ímyndað sér, og hlutur ræktunar, túnræktar og töðu, í fóðrun búfjár mikill. Austanlands var hlutfallið annað, nokkru fleira sauðfé og færri nautgripir, en þó langtum færra sauðfé en það varð síðar. Eftir 1400 fór hlutfall sauðfjár stöðugt hækk- andi á kostnað nautgripa. Slíkt þýðir einfaldlega að nægt gróð- urlendi var til að breyta landbún- aðarkerfinu í átt frá þaulrækt (in- tensive land use) til víðræktar (extensive land use). Eftir 1400 var nægt svigrúm til að gjörbreyta áherslum í landbúnaðarkerfinu, frá erfiðri og tímafrekri nautgriparækt til auðveldari sauðfjárræktar. Tún- rækt minnkaði og erfiði hvers bónda þar með. Að mestu var hætt að halda við girðingum úr torfi sem höfðu krafist gríðarlegrar vinnu á hverju ári. Athugun á samsetningu bænda- samfélagsins í upphafi 18. aldar sýndi að nær allar fjölskyldur höfðu nægan aðgang að landi. Staða ís- lenskra bænda var almennt mun betri hvað þetta varðaði en t.d. sveitafólks í Englandi. Íslenskt bændafólk hafði jarðir þar sem það gat framleitt í sig og á, mjólk, kjöt og ull. Undantekning frá þessu voru hjáleigur og þurrabúðir við sjáv- arsíðuna, en þær voru fáar miðað við heildarfjölda jarða. Fiskur var borð- aður á hverjum degi. Íslenskt mataræði bar einkenni þess að þar var nægur aðgangur að gróðurlendi, meginhluti þess var mjólkurafurðir. Slíkt krefst góðs aðgangs að gróð- urlendi, en hann var ekki að fá í flestum öðrum Evrópulöndum. Í Noregi varð að leggja nær allt rækt- arland undir kornrækt, vegna þess hve fólk var margt miðað við nýt- anlegt gróðurlendi og að meiri nær- ingu var hægt að framleiða með því að rækta korn á landinu en hey handa kúm, og brauð var um 80% neyslunnar í Noregi. Ekki olli vand- ræðum þótt kornrækt hefði lagst af á Íslandi, í staðinn var framleidd mjólk og kjöt og alveg nóg svigrúm til þess. Fólkið var svo fátt miðað við víðáttu gróðurlendis. Ekki var held- ur um að ræða að áníðsla jarðeig- enda ylli íslensku bændafólki meiri áhyggjum en sveitarfólki nágranna- landanna. Íslenskir bændur virðast hafa greitt 10-15% framleiðslunnar af búum sínum í landskuldir og leigur, miðað við 20-30% í nágranna- löndunum. Þannig sýnir greining á mögu- leikum til landbúnaðar að þeir voru engan veginn uppurnir um 1100. At- hugun á framleiðslu og aðgangi að landi sýnir að hér voru framleiddar vörur handa almenningi sem víðast annars staðar var litið á sem lúxus- vörur, og að allir bændur höfðu að- gang að landi, en hins vegar hafði helmingur íbúa eða meira ekki að- gang að landi í þéttbýlum sveitum í Evrópu. Þetta þýðir að sú hugmynd að landbúnaður hafi illa hæft ís- lenskum aðstæðum er röng. Hann hæfði íslenskum aðstæðum vel og bauð íslenskum almenningi upp á lífskjör sem voru betri en víða ann- ars staðar. Saga af byggð, grasi og bændum Í fræðiritinu Af hverju strái – Saga af byggð, grasi og bændum 1300-1700 fjallar Árni Daníel Júlíusson um byggð og fólksfjölda á Íslandi, aðal- lega frá 14. til 17. aldar, ræðir um landbúnaðar- kerfi tímabilsins, áhrif þess á umhverfið og mögu- leika þess til vaxtar. Í heild dregur bókin upp nýja mynd af sambúð samfélags og náttúru á tímabilinu 1300-1700. .Morgunblaðið/Hari Landbúnaðarsaga Í bókinni Af hverju strái ræðir Árni Daníel Júlíusson um byggð og fólksfjölda á Íslandi. Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími: 588 8000 • slippfelagid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.