Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 72

Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 ÁN TÓBAKS MEÐ NIKÓTÍNI Zonnic Mint munnholsduft í posa og Zonnic Pepparmint munnholsúði innihalda nicotin. Lyfin eru ætluð til meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Hér er gripið niður í inngang bókar- innar þar sem fjallað er um kvenna- bókmenntasöguþátt hennar, en ekki hafði áður verið fjallað um ritstörf kvenna í slíku riti hér á landi. Tilvís- unum er sleppt. Kvennabókmentasaga Síðasti hluti bókmenntasögunnar, Fæminæ post Reformationem docti- ores, er umfjöllun um skáldkonur og lærdómskonur. Jón var fyrstur ís- lenskra bókmenntasöguritara til að fjalla um konur í slíku riti. Hug- myndin að þess- um kafla er sennilega fengin frá Albert Thura, en 1732 gaf hann út rit um danskar menntakonur, Gynæceum Dan- iæ Litterarum. Sigurður Pét- ursson hefur fjallað um menntakonurnar sem Jón nefnir og sett þær í sögulegt og evr- ópskt samhengi. Hann bendir á að finna megi íslenskar konur sem hafi kunnað latínu eins og evrópskar lær- dómskonur, og sumar jafnvel kennt börnum. Í inngangi að kaflanum skýrir Jón hvaða konur hann telur vert að fjalla um: Ei þykir mér vert að annotera þær sem ei hafa gjört annað en nokkrar liðlegar einstaka vísur, heldur þær sem í bóklegum kúnstum eður skáldskap hafa yfirgengið almenn- ar konur og verið karlmönnum jafnvægar. (s. 229) Með þessu komast hagyrðingar í kvennastétt ekki á blað, sem er mið- ur. Við höfum að vísu enga vitneskju um það hvort hagorðar konur voru svo miklu færri en hagyrðingar í hópi karlanna. Þannig hefði það ef til vill verið að æra óstöðugan að til- greina allt slíkt, enda komast karl- kyns hagyrðingar ekki á blað hjá Jóni, nema því aðeins að þeir væru skólagengnir. Þrátt fyrir fullyrðing- una hér að framan nefnir Jón eina hagorða konu, Hólmfríði (1697- 1736), dóttur Páls Vídalíns: „Hólm- fríður, dóttir nefnds Páls lögmanns, en eftir á kvinna sýslumannsins Bjarna Halldórssonar, var og hug- vitsöm og gjörði liðlegar vísur“ (s. 230). Vera kann að með því að höfða til hugvitsemi Hólmfríðar verji Jón það að hann skuli nefna hana, þ.e.a.s. að vísur hennar beri vott um skáld- gáfu sem hefji hana yfir stétt hag- yrðinga. Þegar Jón hefur skýrt hvaða kon- ur fá inni í kvennabókmenntasög- unni, réttlætir hann val sitt, þ.e.a.s. það nægi þeim að hafa kveðið sálm, enda þótti samtímamönnum Jóns það meiri skáldskaparraun en fönd- ur hagyrðinga. Í ljósi þeirra tæki- færa sem konur áttu til bóklegrar menntunar má segja að Jón lýsi ástandinu af nokkru raunsæi. Hins vegar hlýtur það að vekja athygli hversu margar konur héldu skóla fyrir börn eða sáu sjálfar um kennslu barna sinna. Sigurður Pétursson bendir t.d. á það í áðurnefndri grein að það þurfti meira en bara grunn- þekkingu í latínu til að taka að sér að kenna hana. Jón vitnar í Árna Magn- ússon um að færri konur taki að sér að kenna stúlkum hannyrðir en áður hafði tíðkast og tekur Jón undir þá skoðun Árna: „Það er og satt að mér sýnist – Jóni Ólafssyni, í minni tíð“ (s. 229). Ósagt skal látið hvort ástæð- an sé sú að samtímakonur þeirra fé- laga hafi hreinlega verið of upp- teknar við skólahald eða kennslu eigin barna til að taka stúlkur í læri í hannyrðum, eða hvort Jón sé ein- ungis að lýsa áhyggjum yfir hrak- andi menntun kvenna á þessu sviði. Í bókmenntasögunni fjallar Jón fyrst og fremst um skólagengna menn, skáld og rithöfunda, en þetta fór vitaskuld oft saman. Hins vegar þurftu sumir karlarnir sem komust í þetta merka rit Jóns oft einungis að hafa verið við Hafnarháskóla, þó svo að þeir hefðu engin afrek unnið á bókmenntasviðinu. Skýringin er áðurnefndur listi Thura […] . Meiri furðu sætir á hinn bóginn að ein kona kemst á blað í danska hlut- anum, en það er Hildur Arngríms- dóttir (1643-1725), móðir Páls Vídal- íns. Hún fær sérstakt númer, rétt eins og karlarnir, er númer 6 í röð- inni, þar eð Jón raðar eftir föður- nafni. Í greininni um Hildi ber Jón mikið lof á hana fyrir gáfur og hús- stjórn sem af bar. Hann segist hafa átt þess kost að ræða oftlega við hana á Víðidalstunguárum sínum og orðið margs vísari um fyrri tíma. Í rauninni minnir lýsingin á Hildi sumpart á lýsingu Ara fróða Þorgils- sonar á Þuríði Snorradóttur goða (um 1024-1112), sem var „margspök og óljúgfróð“ um fortíðina. Um menntun Hildar og lærdóm segir Jón að lokum: „I lærde sager veed intet andet om hende at sige, end at hun, foruden nogle epigrammata … haver giort 3 andægtige psalmer … om jeg ret mindes, alt paa islandsk og MS [med saadan en skiön poësi, som mand af studerede folk kunde udkræve]“ (s. 45). Klausan um Hildi í kvennabókmenntasögukaflanum er að einhverju leyti þýðing á klausunni í danska hlutanum en þó er álit hans á skáldskap Hildar og þekkingu á fortíðinni ekki jafnafdráttarlaust og þar. Ef marka má orð Jóns er alls óvíst að Hildur hafi verið latínulærð, en Sigurður Pétursson segir að það hafi m.a. skipt sköpum um hvort konur voru taldar lærðar. Mæli- kvarðinn sem Jón notar á Hildi virð- ist því sá hinn sami og notaður var á fyrri alda lærdómskonur, þ.e. lærð- ur skáldskapur, mikil þekking á for- tíðinni og rausnarskapur í búsýslu. Þetta helgast e.t.v. einkum af því að konur áttu ekki kost á skólagöngu og því var ekki gerlegt að nota sömu vogarskálina og samtíðarkarlar voru vegnir á. Af þeim 15 konum sem Jón nefnir eru fimm skáldkonur. Áður var minnst á mæðgurnar Hildi Arn- grímsdóttur og Hólmfríði Páls- dóttur. Sigga skálda (17. öld) er eina konan úr alþýðustétt: Sigga skálda fór um báða Hreppa. Var niðursetningur hjá sra Eiríki Oddssyni í Hólum í Ytra-Hrepp. Kvað marga sálma, vers, vísur og kvæði, en óvíst er hvert hún hefur gjört nokkrar rímur. Dó í bólunni 1707. (s. 231) Sigga skálda gat sér gott orð fyrir skáldskap og því ekki að undra að hún kæmist á blað hjá Jóni. Um Þóru Tómasdóttur (17. og 18. öld) segir Jón hins vegar: Þóra Tómasdóttir, verandi í Vöðlu- sýslu, hefur gjört einn sálm um út- för Ísraelsfólks af Ægypto. En ég meina það sé sú sem Þorvaldur Magnússon kvað síðan um nokkrar vísur eður kvæði, hvar í hann hæðir að nefndum hennar sálmi. (s. 232) Jón virðist ekki hafa veður af öðr- um skáldskap Þóru en þessum eina sálmi. Í raun er fokið í flest skjól fyr- ir skáldkonunni þegar eina vitn- eskjan um hana er að karlmaður hafi haft kveðskap hennar að háði og spotti. Ekkert hefur enn rekið á fjörur manna um Þóru Tómasdóttur og verður sannarlega að vona að skýringin sé ekki sú að Þorvaldur hafi kveðið hana í kútinn. Steinunn Finnsdóttir (1640-1710) er fyrsta nafngreinda íslenska skáldkonan sem þónokkur kveð- skapur er varðveittur eftir. Í bók- menntasögunni hefur Jón frásögn sína venjulega á því að ættfæra þann sem fjallað er um hverju sinni eða greina frá embætti hans og jafnvel heimkynnum. Þegar hann fjallar um Steinunni byrjar hann á upplýs- ingum um kveðskap hennar, ætt- færslan kemur í lokin: Steinunn Finnsdóttir hefur ort: 1) Hyndlu rímur … og mörg kvæði fleiri, 2) item Rímur af Snækóngi, 4rar. Næst allra seinasta erindi er þetta: UE Hrinu regn í hverfult skjól, I hindrun jarðar blóma, NNTS tveföld nauðin, týr og sól, tært hefur veiði óma. Steinunn var í Höfn í Melasveit 1710. Bóndi hennar hét Þorbjörn, almúgamaður, en faðir hennar Finnur. Hans bróðir hét og Finnur, sem var á Kálfalæk. Beggja þeirra faðir var sra Jón Finnsson, hans bróðir hét Sigurður Finnsson, en hans son Finnur á Ökrum. (s. 231) Á eftir þessari frásögn setur Jón síðan upp ættartölu til frekari skýr- ingar, en það gerir hann allajafna ekki. Ógerningur er að fullyrða hvað vakað hefur fyrir Jóni með þessari uppsetningu. Það er þó freistandi að álykta að þetta sýni álit hans á skáldskap Steinunnar, enda sér hann ástæðu til að tilfæra erindi úr Snækóngsrímum, en ekki er mikið um tilvitnanir í kveðskap í bók- menntasögunni. Vissulega hefði kvennabók- menntasögukaflinn mátt vera lengri og ítarlegri. Þó leynast víðar frá- sagnir af konum í bókmenntasög- unni, en þá einkum í hlutverki mæðra eða eiginkvenna. Ein magn- aðasta sagan er af Rannveigu (17. öld), dóttur Þórðar Magnússonar skálds á Strjúgi. Sagan segir að Þórður hafi lagst út af til að yrkja Rollants rímur, fimmtán talsins. Þegar hann reis aftur úr rekkju á Rannveig að hafa slengt fram þeirri sextándu: Hans sonur Oddur er og sagt hafi verið eitt hið besta skáld, en ei veit ég hvað eftir hann liggur. Og eins Þórðar dóttir (nafn hennar veit ég ei). Þar af er relationin að hún hafi mælt fram rímuna 16du í Rollants rímum, meðan hún hrærði í grautarkatli, en faðirinn Þórður að henni heyrðri, slegið hana snoppu- ng í meining sem hún hafi gjört skömm til sín, en þetta er líkast fabulæ. (s. 225) Við sjáum hér hið mikla skáld með sveittan skalla við skáldskapariðju. Rannveig dóttir hans sinnir á meðan matseldinni og lætur sig ekki muna um að kasta fram einni rímu í hjá- verkum. Kannski lýsir þessi saga í hnotskurn hlutskipti kynjanna í sýsli við skáldskap. Skáldskapariðkun gat í raun aldrei orðið annað en auka- geta hjá konum, en kannski svífur skáldskaparandinn hæst yfir grautarpottunum. Safn til íslenskrar bókmenntasögu Nýverið komu út á prenti í fyrsta sinn drög Jóns Ólafssonar úr Grunnavík að íslenskri bókmennta- sögu sem skrifuð var snemma á átjándu öld. Þór- unn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor og Guð- rún Ingólfsdóttir fræðimaður önnuðust útgáfuna. Stofnun Árna Magnússonar gefur bókina út. Morgunblaðið/Eggert Lykilrit Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir önnuðust útgáfu á bókmenntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, Apparatus ad Historiam Literariam Islandicam, sem rituð var á átjándu öld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.