Morgunblaðið - 02.02.2019, Side 15

Morgunblaðið - 02.02.2019, Side 15
„Finnst þér gaman að lesa? Ertu orð- in þreytt/ur á því að hafa aldrei neinn að tala við um frábæru (eða lé- legu) bækurnar sem þú ert að lesa? Starfsfólkið á Borgarbókasafninu í Árbæ í Reykjavík langar að prófa að byrja með Ungfó-leshring fyrir ungt fólk 15-18 ára. Fyrsti hittingur verður í næstu viku, 7. febrúar, klukkan 17 í Árbæ þar sem létt bókaspjall fer fram og fyrsta bók leshringsins verð- ur kynnt. Eftir það munum við hittast reglulega í kósí stemningu á meðan við nörtum í eitthvað gómsætt.“ Þannig hljómar hvetjandi hugmynd þeirra sem starfa á bókasafninu í Árbæ og um að gera á tölvuöld að prófa slík notalegheit. Þau vonast til að sjá sem flesta bókelska unglinga. Þátttaka kostar ekki neitt en skrán- ing er nauðsynleg. Skráning og nán- ari upplýsingar veitir Vala Björg Vals- dóttir, deildarbókavörður barna- og unglingadeildar, á netfanginu: vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is. Ungfó fyrir fólk 15-18 ára Kósí leshringur fyrir ungmenni Lestur Víða er hægt að lesa, líka í heita pottinum á góðum degi. DAGLEGT LÍF 15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Valtýr Stefánsson Thors Barnasmitsjúkdómalæknir Rannsókn á miðlægum bláæða- leggjum hjá börnum með illkynja sjúkdóma, fyrirbyggjandi aðgerðum og eftirliti með fylgikvillum. Styrkir úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins Hægt er að styrkja sjóðinn á krabb.is eða í síma 540 1900 Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabba- meina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Á síðustu tveimur árum hefur 98 milljónum króna verið varið í rannsóknir á vegum sjóðsins. Fjölbreytt rannsóknarverkefni eru styrkt af Vísindasjóðnum. Framlag þeirra er mikilvægt á fjölbreyttum vettvangi, t.a.m. fyrir þróun meðferðarúrræða, betri meðferð barna og andlega heilsu og lífsgæði sjúklinga. Nánar er fjallað um rannsóknirnar á www.krabb.is/visindasjodur/. Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum · Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna á www.krabb.is/visindasjodur/ · Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars nk. kl. 16:00 · Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is · Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna Margrét Helga Ögmundsdóttir Sameindalíffræðingur Rannsókn á hlutverki sjálfsátsgensins ATG7 í þróun krabbameina. Erna Magnúsdóttir Sameindalíffræðingur og dósent Rannsókn á sameindaferlum að baki BLIMP1- og EZH2- miðlaðri lifun í Waldenströmsæxlum. Andri Steinþór Björnsson Sálfræðingur og prófessor Rannsókn á áhrifum skimunar fyrir forstig mergæxlis á andlega heilsu. úthlutað milljónum 98 styrkir veittir 24 milljónir í stofnfé 250 Dæmi um rannsóknarverkefni sem styrkt eru af sjóðnum Stofnfé sjóðsins eru styrkir og gjafir frá almenningi og fyrir- tækjum um allt land. Við þökkum öllum velunnurum félags- ins. Með ykkar stuðningi varð stofnun sjóðsins að veruleika. Lj ós m .K ris tin n In gv ar ss on Lj ós m .K ris tin n In gv ar ss on Nú er lag fyrir krakka sem langar að læra framandi tungumál, því Konfúsí- usarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10- 11.15 sem hefst í dag laugardag 2. febrúar og stendur til og með 6. apríl. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík. Kennari námskeiðsins er Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rit- táknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng. Skráning á konfusius@hi.is Kínverska fyrir börn Mikið lagt upp úr leik og söng Kína Þar er margt framandi. Freysteinn Sigmundsson, vísinda- maður í jarðeðlisfræði við Háskóla Ís- lands, ætlar í dag, laugardag 2. febr- úar, að leiða göngu á Helgafell við Hafnarfjörð með Ferðafélagi unga fólksins, sem er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Í tilkynningu kemur fram að skemmtilegt sé að ganga á Helga- fell og ekki verra að fá fróðleikinn beint í æð frá einum virtasta vísinda- manni heims á sviði jarðvísinda og eldsumbrota. Í ferðinni með unga fólkinu mun Freysteinn rekja tilurð Helgafells, sem er rösklega 300 metra hár móbergshryggur sem er dæmigerður fyrir fjöll sem myndast hafa í gosi undir jökli. Freysteinn mun einnig benda á gosstöðvar á Reykja- nesi en af Helgafelli er ágætt útsýni. Gangan á Helgafell tekur að jafnaði eina og hálfa klukkustund en það verður numið staðar nokkrum sinn- um á leiðinni til að njóta leiðsagnar og fræðslu. Ókeypis verður í göngu- ferðina, brottför kl. 10 frá Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð og er gengin hefðbundin leið úr Kaldárbotnum og upp á Helgafell. Nánari upplýsingar um FÍ Ung eru á vef Ferðafélagsins www.fi.is. Fjör fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára Eldfjallaganga í dag með Freysteini og John Snorra Ljósmynd/Jón Örn Guðbjartssson Freysteinn Mælitæki sem sett hafa verið upp hér á landi á síðustu árum hafa leitt til þess að nýlegar náttúruhamfarir eru afar vel skráðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.