Morgunblaðið - 02.02.2019, Side 18

Morgunblaðið - 02.02.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 160,2 m2 endaraðhús á einni hæð með bílskúr innst í botlanga. Skemmtilegt skipulag. Mikil lofthæð og innfelld lýsing. Gólfhiti. Steypt bílaplan með hitalögn og steypt verönd. Timburverönd með heitum potti og útisturtu. Fallegt útsýni er frá húsinu. V. 70,0 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Sigurður Gunnarsson Löggiltur fasteignasali S. 899 1987 Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali S. 698 8555 Vel staðsett 267,8 m2 einbýlishús á einni hæð. Eignin er skráð 267,8 m2, íbúð 194,7 m2, garðstofa 22,8 m2, bílskúr 50,3 m2 og skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, geymslu, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi og þvotta- hús. Einnig er til staðar 32,6 m2 sólskýli sem ekki er skráð í fermetratölu. Stórt bílaplan er fyrir framan húsið með snjóbræðslu og gönguleið að húsi og meðfram húsi að austanverðu og aftan við hús að sunnanverðu. V. 99,5 m. Opið hús mánudaginn 4. febrúar frá kl. 17:00 til 18:00 Vogatunga 82 - 270 Mosfellsbær Opið hús þriðjudaginn 5. febrúar frá kl. 17:30 til 18:00 Hamratangi 15 - 270 Mosfellsbær Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, tekur við starfi for- stjóra Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi fyrir mitt árið. Hann sótti ekki um starfið en var beðinn að hitta stjórn sjúkrahússins á fundi. Í framhaldi af því fór hann í ákveðið ferli, gekkst undir próf og var síðan ráðinn í starfið. Björn er annar Íslendingurinn sem verður forstjóri sjúkrahússins. Birgir Jakobsson, fyrrverandi land- læknir og nú aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, var forstjóri Karól- ínska sjúkrahússins 2007-2014. Björn telur að það sé algjör tilviljun að tveir Íslendingar hafi verið ráðnir til að gegna stöðunni. Karólínska stofnunin er mjög virt vísindastofnun og með þeim merkari á Norðurlöndum. Hún fellur ekki beint undir forstjóra sjúkrahússins. Mikið samstarf er þó á milli sjúkra- hússins og stofnunarinnar og mikið af vísindavinnu hennar byggist á því starfi sem unnið er á sjúkrahúsinu, að sögn Björns. Við stjórnun og aðgerðir Björn lét af starfi forstjóra Land- spítalans 2013. Fyrst eftir það rak hann ásamt öðrum NextCode Health í Reykjavík og Boston í 14 mánuði. Þá keypti stórfyrirtæki NextCode Health. Eftir það kom Björn að verk- efni í heilbrigðisráðuneytinu í um hálft ár. Það snerist um skipulag heilbrigðisþjónustu og stefnumótun. Björn var ráðinn forstjóri sérhæfðs einkasjúkrahúss GHP á sviði hryggj- arskurðlækninga í Stokkhólmi í des- ember 2015 . Hann hefur starfað þar í rúm þrjú ár. Auk þess tók hann að sér önnur verkefni innan GHP- samstæðunnar og er m.a. í fram- kvæmdastjórn móðurfélagsins. Hann sleit þó aldrei tengslin við Ís- land. „Frá því ég hætti sem forstjóri á Landspítalanum gerði ég aðgerðir á Íslandi og var með móttöku alveg þangað til í nóvember 2018. Það hentaði ekki spítalanum lengur hvað ég varð að vinna óreglulega við þetta,“ sagði Björn. Hann kvaðst hafa haldið sér í þjálfun sem bækl- unarskurðlæknir og gert aðgerðir í Svíþjóð allan tímann sem hann stjórnaði heilbrigðisstofnunum bæði í Stokkhólmi og Gautaborg. „Á síðasta ári gerði ég til dæmis 160 tiltölulega flóknar aðgerðir með- fram stjórnunarstörfum. Það voru töluvert fleiri aðgerðir en ég gerði á Íslandi þegar ég var að halda mér við þar,“ sagði Björn. „Það var sagt þeg- ar ég tók við forstjórastarfinu á Landspítalanum að ég ætti ekkert að vera í læknisverkunum áfram. Ég gerði það nú samt.“ Hann kvaðst ekki reikna með að hafa tíma til að gera aðgerðir fyrstu mánuðina eftir að hann tekur við nýja forstjórastarf- inu. Svo mun tíminn leiða í ljós hvernig framhaldið verður. Stór verkefni bíða á nýjum stað Stór verkefni bíða nýs forstjóra Karólínska sjúkrahússins. Það er rekið á tveimur aðalstöðum og svo nokkrum minni. Spítalinn var að flytja í glænýtt húsnæði í miðborg Stokkhólms sem hefur verið í bygg- ingu í allmörg ár. Það er að margra mati fullkomnasta sjúkrahúsbygging á Norðurlöndum. Húsið rúmar um helming starfsemi spítalans. Björn sagði það vera stórt verkefni að fá starfsemina til að virka sem best í nýja húsinu. Um það hefur ekki verið fullkomin sátt á meðal starfsfólksins. Hinn meginhluti spítalans er í hús- næði sem var byggt um 1970. Ráðist verður í miklar endurbætur á því. Hitt stóra verkefnið sem bíður Björns er að glíma við reksturinn en í fyrra var halli á spítalanum upp á ríf- lega 10 milljarða íslenskra króna. Björn mun leiða aðgerðir sem miða að því að ná jafnvægi í rekstrinum. Heilbrigðiskerfið á stór-Stokk- hólmssvæðinu hefur gengið í gegn- um mikla endurskipulagningu. Íbú- um hefur fjölgað mikið á starfssvæði spítalans á síðasta áratug. Karól- ínska sjúkrahúsið gegnir lykilhlut- verki í endurskipulagningunni. Líklega ákært í plastbarkamáli Plastbarkamálið kemur upp í hug- ann þegar minnst er á Karólínska sjúkrahúsið. Björn segir að málinu sé ekki lokið þótt bæði sjúkrahúsið og háskólahlutinn telji að málinu sé að mestu lokið af þeirra hálfu. Skipt hef- ur verið um stjórnir og stjórnendur sem komu að málinu. „Það sem er ólokið hér, samkvæmt fjölmiðlum, er að saksóknari er enn með málið hér í Svíþjóð. Hann hefur sagt að líklega verði gefnar út saka- málaákærur í málinu einhvern tíma á næstunni. Málið verður þá rifjað upp enn og aftur og reynt að læra af þeim mistökum sem virðast hafa orðið þarna,“ sagði Björn. Hann var spurður álits á stöðunni í íslenska heilbrigðiskerfinu. Björn kvaðst hafa reynt að halda sig utan við umræðuna um það enda haft nóg á sinni könnu. Hann kvaðst oft hafa sagt það þegar hann var forstjóri Landspítalans að það þyrfti að huga vel að því að þjóðin væri að eldast, þau orð væru í fullu gildi. „Það er hvernig hægt er að hugsa vel um gamla fólkið. Það þarf að huga að opnun fleiri hjúkrunarheimila og hvernig við ætlum að þjónusta aldr- aða. Það þarf skýra stefnu um hvern- ig við ætlum að þróa heilbrigðiskerfið og hver á að gera hvað,“ sagði Björn. Hann kvaðst vera ánægður með alla áfanga sem nást við nýjan Land- spítala. „Við erum orðin allt of sein með þessar framkvæmdir. Ég er viss um að þetta kostar meira eftir því sem tíminn líður. Það kallar á alls konar endurbætur á eldra húsnæð- inu um leið og það nýja verður byggt. Það hefur oft verið sýnt fram á að það er dýrara að reka spítalann í tvennu lagi. Það hefði verið hægt að spara mikið fé með því að gera þetta hraðar og byrja fyrr að byggja. En það á að fagna því að loksins er byrj- að að byggja, sjúkrahótelið tilbúið og líka búið að koma upp jáeindaskann- anum sem Íslensk erfðagreining gaf.“ Með fangið fullt af verkefnum  Björn Zoëga verður forstjóri Karólínska sjúkrahússins  Stór verkefni bíða nýja forstjórans  Gerði 160 aðgerðir í fyrra meðfram stjórnunarstörfum  Fagnar framkvæmdum við Landspítala Morgunblaðið/Ómar Forstjórinn Björn Zoëga var forstjóri Landspítalans og tekur nú við stjórn Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, sem er mun stærri stofnun. Björn Zoëga bæklunarskurðlæknir er fæddur 1964 í Reykjavík. Hann lauk læknaprófi frá HÍ 1990, nam bæklunarskurðlækningar við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg og lauk doktorsprófi 1998. Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem Björn verður forstjóri, er annað af tveimur stærstu sjúkrahúsum Svíþjóðar. Sahlgrenska háskóla- sjúkrahúsið í Gautaborg er ámóta stórt. Bæði eru þau mjög stór á evr- ópskan mælikvarða. Við Karólínska sjúkrahúsið starfa um 16 þúsund manns og þar eru um 1.400 rúm. Ársvelta spítalans er um 18 milljarðar sænskra króna sem er jafnvirði 239 milljarða íslenskra króna. Til sam- anburðar má nefna að á Landspítalanum starfa um 5.500 manns og í árs- lok 2017 voru þar 669 sjúkrarúm. Rekstrarkostnaður Landspítalans 2017 var um 65 milljarðar króna. Stórt á evrópskan mælikvarða KARÓLÍNSKA SJÚKRAHÚSIÐ Í STOKKHÓLMI Á fundi umhverfis- og heilbrigðis- ráðs Reykjavíkur í vikunni var lögð fram tillaga um að selir fengju friðhelgi á strandsvæðum og við árósa í Reykjavík, en af- greiðslu málsins var frestað. Í tillögunni er gert ráð fyrir að allri veiði á bæði land- og útsel verði hætt innan lögsögu borg- arinnar. Einnig eru aðilar sem stunda netaveiði í Faxaflóa hvatt- ir til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að selir lendi óvart í netum. Í greinargerð er bent á að staða beggja stofnanna sé bágborin og eru báðar teg- undir á válista. Borgarlandið verði griðasvæði sela Endurbótum á fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði er lokið og allt er klárt til að taka á móti fyrstu fiskförmum ársins, segir á heimasíðu fyrirtækisins. End- urbæturnar fólust í því að eiming- artæki verksmiðjunnar voru end- urnýjuð. Nýju tækin munu hafa raforkusparnað í för með sér og einnig er vonast til að afköst auk- ist. Á heimasíðu HB Granda segir að vonir standi til að kolmunnaveiðar vestur af Írlandi hefjist fljótlega og það verði því væntanlega kolmunni sem fyrst verði unninn í endur- bættri verksmiðju á Vopnafirði. Endurbætt verk- smiðja á Vopnafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.