Morgunblaðið - 02.02.2019, Page 21

Morgunblaðið - 02.02.2019, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali Yfir 20 ára reynsla við sölu fasteigna hrafnhildur@hbfasteignir.is s: 8214400 Ármúli 4-6, 108 Reykjavík – Sími 821 4400 – www.hbfasteignir.is ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR Hlíðarás 41, Hafnarfjörður Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum byggt 2008. Tvöfaldur bílskúr. Stór stofa og hátt til lofts. Sjónvarpshol. 5-6 svefnher- bergi. Fallegt opið eldhús. Vandaðar innréttingar. Mikið rými. Glæsilegt fjölskylduhús. Heildarfermetrar eru 369,8 fm en þar af er bílskúrinn skráður 53 fm. Verð 108.milljónir. Verið velkomin ! Opið hús þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17:30 - 18:00 Ég verð að geta unnið og lifað. Laus við verki. Fyrir góða líðan nota ég Gold, Active og gelið. Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skilagjaldsskyldum umbúðum hefur fjölgað í ruslatunnum og á endur- vinnslustöðvum í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. Þannig er áætlað að 11,4 milljónir áldósa og plast- og glerflaskna hafi lent í tunnum og gámum Sorpu á síðasta ári, samkvæmt húsasorps- rannsókn fyrirtækisins. Fyrir þess- ar umbúðir hefðu fengist um 182,5 milljónir á móttökustöðvum þar sem greiddar eru 16 krónur fyrir stykk- ið. Sýni eru tekin samkvæmt ákveðnu kerfi úr sorphirðubílum og pressugámum og er magn skila- skyldra umbúða í þessum sýnum framreiknað miðað við heildarmagn sorps. Þar má lesa aukningu á síð- ustu árum. Ef upphæðir síðustu sjö ára eru lagðar saman kemur í ljós að áætla má að alls hafi umbúðir fyrir rúmlega milljarð endað hjá Sorpu frá árinu 2012 og farið í urðun. Fyrir skilaskyldar umbúðir í tunnum og gámum árið 2017 hefðu fengist um 140 milljónir samkvæmt áætlun Sorpu, 138 milljónum 2016, á milli 120 og 130 milljóna árin 2013- 2015, en árið 2012 er talið að 12,7 milljónir skilagjaldsskyldra umbúða hafi lent í tunnum og gámum að verðmæti um 191 milljón króna. Ár- ið 2012 var fyrsta árið sem þetta var rannsakað sérstaklega. Síðustu sex ár hefur hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu skilað um 190 kílóum af heimilissorpi í orkutunn- una á ári. Árin 2011 og 2012 fóru rúmlega 200 kíló í orkutunnuna eða gráu tunnuna, en síðan hefur flokk- un aukist. Árið 2018 bárust Sorpu 32.365 tonn úr orkutunnunni (gráu tunnunni) af höfuðborgarsvæðinu og 6.190 tonn úr gámi fyrir blandaðan heimilisúrgang á endurvinnslu- stöðvum, alls 38.555 tonn. Heildar- magnið sem meðalíbúinn á höfuð- borgarsvæðinu skilaði í tunnur Sorpu nam 230,5 kílóum í fyrra. Skil á plasti hafa aukist Skil íbúa á höfuðborgarsvæðinu á flokkuðu plasti í grænar tunnur við heimili fólks hafa aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Þannig bárust um sjö kíló af sérsöfnuðu plasti frá hverjum íbúa til Sorpu í fyrra miðað við um 5,4 kg árið áður. Árin 2011- 2013 fór innan við eitt kíló af plasti í grænu tunnurnar frá hverjum íbúa. Fyrir tveimur árum hætti Kópa- vogur, sem er næststærsta sveitar- félagið á höfuðborgarsvæðinu, að skila plasti og pappír til Sorpu. Flokkun á sorpi á höfuðborgarsvæðinu Flokkun heimila samkvæmt húsasorpsrannsókn SORPU árið 2018 PLAST 7 kg/íbúa árið 2018 BLÁTUNNA 43,5 kg/íbúa árið 2018 ORKUTUNNA 187 kg/íbúa árið 2018 27,0 200,3 31,7 202,4 39,2 192,3 47,9 186,0 49,3 190,1 49,1 186,4 44,5 189,6 43,5 230,5227,8 234,1 231,5 233,9 239,4 235,5 234,1 7,00,6 0,8 0,9 1,1 1,7 3,7 5,3 187,0 Orkutunna Blátunna PlastFlokkun heimila 2011-2018 (kg/íbúa) 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Rúmur millj- arður í ruslið á sjö árum  Meira af flöskum og dósum í tunnuna Foreldrafélag Grunnskóla Fjalla- byggðar og slysavarnadeildir í Fjallabyggð gáfu á dögunum öllum nemendum skólans neongular húfur, finnskar. Þeim var fyrst skartað á degi sólarinnar, 28. janúar, þegar nemendur yngri deilda skólans við Norðurgötu á Siglufirði gengu upp að kirkjutröppum og sungu lög til að fagna því að sólin var á ný farin að varpa geislum sínum yfir bæinn eftir um 10 vikna hlé. Umræddar húfur eru prýddar endurskinsröndum og er það ástæða gjafarinnar, en börnin í Fjallabyggð mæta snemma morg- uns í skóla og því er nauðsynlegt að vera vel greinanlegur í myrkrinu svo bílstjórar sjái börnin vel. Foreldrafélag grunnskólans er af- ar öflugt og kemur að ýmsum fleiri málum sem varða skólann og börnin, útvegar t.d. iðulega fyrirlesara sem koma gjarnan með uppbyggilega fræðslu. Með neongular húfur í myrkrinu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hress Hluti nemenda yngri deilda Grunnskóla Fjallabyggðar með húfurnar góðu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.