Morgunblaðið - 02.02.2019, Page 24

Morgunblaðið - 02.02.2019, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. • Hádegisverðarþjónusta þar bæði er sent í fyrirtæki og neytt á staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta 100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Litlar heildsölueiningar sem henta sem viðbót við annað. Um er að ræða snyrtivörur fyrir fagfólk, bætiefni og ýmsa smávöru. • Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Kínverjar búa sig nú undir kín- verska nýárið sem gengur í garð í næstu viku og af því tilefni voru ell- efu pandahúnar, sem fæddust á liðnu ári, sýndir í friðlandi í Wenchuan í suðvesturhluta Kína. Ár svínsins hefst á þriðjudaginn kemur samkvæmt kínversku tíma- tali og tekur þá við af ári hundsins. Kínverskir spekingar, sem byggja spádóma sína á feng shui, fornri austurlenskri heimspeki, segja að leiðtogar ríkja heims megi búast við umróti og óeiningu í löndum sínum á ári svínsins. Það verði einkar slæmt fyrir þá sem fæddust á ári hundsins, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allt það slæma sem fólkið, sem fæddist á ári hundsins, hefur gert kann að verða afhjúpað og gert opinbert á árinu,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir einum spámannanna, Tsai Shang-chi. „Möguleiki er á því að höfðað verði mál gegn Trump til embættismissis.“ Samkvæmt heimspeki feng shui ráðast allir atburðir af jafnvæginu milli fimm höfuðþátta sem eru tald- ir vera undirstaða alheimsins: málms, viðar, vatns, elds og jarðar. Spámennirnir segja að þetta jafn- vægi breytist milli ára. AFP Umróti og óeiningu spáð á ári svínsins Washington, Brussel. AFP. | Banda- ríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að draga landið út úr INF-samningnum við Rússland vegna meintra brota Rússa á ákvæð- um hans. Samningurinn er frá árinu 1987 og bannar ríkjunum tveimur að framleiða meðaldrægar eldflaugar sem geta borið kjarnavopn. Atlantshafsbandalagið sagði í yfir- lýsingu fyrir hönd aðildarríkjanna að það styddi ákvörðun Bandaríkja- stjórnar eindregið og væri sammála henni um að Rússar hefðu brotið samninginn með framleiðslu stýri- flauga af gerðinni 9M729. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samningn- um yrði sagt upp formlega í dag og uppsögnin tæki gildi að fullu eftir sex mánuði. Þangað til væri Banda- ríkjastjórn tilbúin að halda áfram viðræðum við Rússa um samninginn í von um að þeir fengjust til að virða hann. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafði varað við því að ef Bandaríkin segðu upp samningnum myndi það leiða til nýs vígbúnaðarkapphlaups og hótað að hefja framleiðslu flauga sem samningurinn hefur bannað. Hafa áhyggjur af flaugum Kínverja Pútín hefur sagt að á samningnum séu agnúar sem þurfi að taka á, m.a. sá að hann nái aðeins til Bandaríkj- anna og Rússlands, en önnur ríki hafi alveg frjálsar hendur í þessum efnum. Bandaríkjastjórn hefur einnig lát- ið í ljós áhyggjur af því að ríki á borð við Kína geti framleitt vopn sem eru bönnuð samkvæmt samningnum. Bandarískir embættismenn hafa sagt að rúmlega 90% af eldflaugum Kínverja séu meðaldrægar flaugar sem þeir mættu ekki framleiða væru þeir aðilar að samningnum. Bandaríkjastjórn segir upp INF-samningnum  Forseti Rússlands varar við vígbúnaðarkapphlaupi AFP Samningi rift Mike Pompeo, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.