Morgunblaðið - 02.02.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 02.02.2019, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Í veiðihug Allt er hey í harðindum, hugsaði köttur við Bergstaðastræti þegar hann skimaði yfir snjóinn í frostinu í gær. Árni Sæberg Þótt margt megi fallegt segja um sagnaarf Íslend- inga mætti einnig halda því fram að sagnahefðin sem hér hefur blómstr- að öldum saman hafi hamlað þroska annarrar hefðar sem í mörgum ná- grannalöndum okkar hefur náð hærra stigi, þ.e. rökræðuhefðar. Í safnþró athuga- semdakerfa vef- miðla eru báðar þessar hefðir dag- lega afskræmdar. Þar er mikið talað en minna hlustað. Þar er rökræðu spillt með háði og illmælgi í stað þess að svara málefnalega með gildum röksemdum, reistum á staðreyndum. Með slíkum atlög- um bregðast menn skyldum sín- um við borgaralegt og siðað sam- félag, en um leið skyldum sínum við lögin – og þar með við sjálfa sig. Hið sama á við um fjölmiðla sem kjósa að vera vettvangur skítkasts. Siðmenningu stafar samkvæmt þessu ekki aðeins ógn af alræðistilburðum heldur einn- ig af sundrungu og upplausn. Hér sem annars staðar þurfa menn að vanda sig við að finna og feta hinn þrönga veg. Æsifréttir og andarteppu mætti tempra með því að leita yfirsýnar. Dæg- urmál ber að skoða í hinu stóra samhengi. Í viðleitni til að plægja akur umbóta í þessu efni hvet ég les- endur til að gera úttekt á því sem fyrir augu ber í daglegri þjóð- málaumræðu og spyrja sem svo: Byggir ræðumaður á rökhugsun eða tilfinningu? Á reynsluþekk- ingu eða kenningum? Er byggt á staðfestum heimildum eða orð- rómi? Er byggt á raunsæju mati eða draumsýn? Eru allsherjar- eða skyndilausnir settar fram án þess að kynna óhjákvæmilegan fórnarkostnað slíkra „lausna“? Talar ræðumaður af virðingu fyr- ir samanlagðri reynslu kynslóð- anna eða vill hann sópa henni út af borðinu í nafni brennandi hug- sjónar til að skapa nýtt samfélag frá grunni? Telur hann réttlæt- anlegt að berja aðra til hlýðni við þann sannleika sem hann telur sig hafa höndlað? Er talað í krafti sérþekkingar, án viðurkenningar á því að sérfræðingur á einu sviði getur verið fákunnandi á þúsund öðrum sviðum? Ég nefni þetta með vísan til þess að þegar í forn- öld gerðu Aþenumenn grein- armun á því hvort ræðumaður talaði eins og heimspekingur með áherslu á málefni, röksemdir og sannleiksleit, eða sem sófisti, með áherslu á persónur, áhrif röksemda og valdabrölt. Eins og aðrar þjóðir hafa Ís- lendingar löngum vitað að reynsla yfirvinnur fávisku. Þess vegna verðum við að læra af reynslu genginna kynslóða, ekki bara af okkar eigin reynslu, enda er það kjánaskapur að ætla að ganga gegn lögmálum mann- legrar tilvistar. Af þessum ástæðum er öllum ljóst að for- eldrum ber að segja börnum sín- um frá mistökum fortíðar. Ættu stjórnmálamenn ekki með réttu að gegna slíku leiðsagn- arhlutverki gagnvart almenn- ingi? Nýr dagur kallar ekki alltaf á ný svör. Margt gengi betur ef við bærum gæfu til að læra af reynsl- unni og nota aðferðir sem sannað hafa gildi sitt í aldanna rás. Í þessu ljósi ber okkur að gaum- gæfa hvort gild rök séu fyrir því að skipta út venjuhelg- uðu gildismati og hefðum fyrir „nú- tímaleg“ eða „fram- sækin“ viðmið. Þótt hvers kyns „afbygg- ing“ kunni nú að þykja eftirsókn- arverð er ekki bann- að að minna á mik- ilvægi þess að við leggjum okkur fram við að nýta það besta úr mannlegri reynslu og sögu til að sneiða hjá því versta. Með slíkar spurn- ingar í huga – og meðvitaður um eigin ágalla – birti ég hér valdar áminningar úr einu sýnishorni af „gagnabanka“ kyn- slóðanna, sem eiga vel við í þessu samhengi. Nánar tiltekið eru þetta nokkur þeirra 147 heilræða sem rituð voru á veggi musteris véfréttarinnar í Delfí. Til hennar leituðu margir um ráð, sumir um langan veg, enda var þar margt spaklegt að finna sem enn á fullt erindi við þá sem eflast vilja að viti og þroska – eða aðeins rækta með sér auðmýkt. Tekið skal fram að þetta er ekki birt hér sem fullkomin þýðing, heldur að- eins til áminningar um skuld okk- ar við fyrri kynslóðir og ábyrgð okkar gagnvart þeim sem síðar koma. Heildstæðan lista mun ég hugsanlega birta á öðrum vett- vangi. Þekktu sjálfan þig  Vertu hjálpfús  Hafðu hemil á reiði þinni  Vertu varfærinn  Rækt- aðu vináttu  Haltu aga  Get þér góðan orðstír  Þráðu visku  Lofaðu hið góða  Leitaðu ekki ágalla í fari annarra  Lofaðu dyggðina  Iðkaðu réttlæti  Sýndu göfuglyndi  Forðastu allt hið illa  Vertu óhlutdrægur  Hlustaðu á alla  Vertu hljóður þegar það á við  Sýndu fyr- irhyggju  Hafðu óbeit á frekju  Vertu greiðvikinn í öllu  Vertu kennari barna þinna  Leggðu af mörkum það sem þú hefur fram að færa  Talaðu vel um fólk  Leitaðu viskunnar  Hafðu góðverk í hávegum  Öf- undaðu engan  Lofaðu vonina  Fyrirlíttu rógberann  Hafðu hemil á tungu þinni  Forðastu ósvífni  Dæmdu án spillingar  Ásakaðu aðeins þann sem er við- staddur  Talaðu þegar þú hefur aflað þér þekkingar  Ekki stóla á styrk  Lifðu án depurðar  Búið saman í auðmýkt  Vertu vinsamlegur við alla  Vertu börnum þínum ekki bölvaldur  Vertu háttvís  Gefðu ráð í tæka tíð  Varðveittu vináttuna  Vertu þakklátur  Stefndu að samhljómi  Varastu að vilja stjórna öðrum  Ræktaðu það sem gefur ávöxt  Losaðu þig við óvild  Forðastu illindi  Stattu vörð um orðspor þitt  Fyrirlíttu illsku  Virtu öldunginn  Kenndu unglingnum  Virtu sjálfan þig  Gerðu ekki gys að látnum  Léttu byrðar hinna ólánsömu  Gaman þitt sé græskulaust  Sem barn, sýndu kurteisi  Sem ungmenni, sýndu sjálfsaga  Á miðjum aldri, vertu réttlátur  Sem gamall maður, sýndu skynsemi  Nálgastu ævi- lokin án depurðar Ofangreind heilræði sem fylgt hafa mannkyninu í a.m.k. 28 aldir þjóna enn því hlutverki að minna á, að minnstu framfarir eru háðar því að hver og einn maður komi sínum eigin garði í rækt áður en hann fer að rótast í görðum ann- arra. Eftir Arnar Þór Jónsson »Eins og aðrar þjóðir hafa Íslend- ingar löngum vitað að reynsla yfirvinnur fávisku. Arnar Þór Jónsson Höfundur er héraðsdómari. Í ljósi reynslunnar … Það verður ekki dregið í efa að þeir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaust- urbar síðla í nóvember síð- astliðnum og röfluðu hver upp í annan, vel kenndir af öli, með þvílíku orðbragði um aðra kjörna fulltrúa á löggjafarþinginu og fleiri, urðu sér til minnkunar þegar gasprið náði óvænt eyrum almennings með því að Stundin, DV og fleiri dagblöð láku hlerunum af sumblinu. Flestum blöskraði sjálfsagt orðfærið enda var þar vegið að æru og persónu manna. Vel skiljanlegt er því að þeim hinum sömu hafi gramist og sárnað sem urðu fyrir barðinu á fúkyrðunum. Ekki verður varla heldur dregið í efa að þingmennirnir ætluðust ekki til að fúkyrðin sem þeir létu flakka fullir bær- ust þeim til eyrna sem þau áttu við og því má til sanns vegar færa að fyrir þeim hafi ekki vakað að særa fólkið. Allt að einu var orðfærið ógeðfellt og ósæm- andi og skaðinn skeður og ekki aftur tekinn úr því sem komið var. Þingmennirnir hafa nú allir beðist af- sökunar á hinum meiðandi ummælum en sitt sýnist hverjum um einlægni þeirra og auðmýkt í því, jafnvel eftir tímabundna sjálfskipaða útlegð tveggja þeirra frá þinginu. Það er eflaust flókið og vandasamt úrlausnarefni að laga svo til í kringum sig eftir svona skandal að öllum líki og vel má vera að sumum sem sátu að sumblinu hafi skjöplast við það verk og hefðu getað sýnt meiri iðrun í sínum viðbrögðum. En engu að síður hafa þeir komið á framfæri afsök- unarbeiðnum við hlutaðeigandi og gott ef ekki við alþjóð og er þá ekki mál að opinberri umfjöllun linni um málið? Líklega hefur breytni þeirra nú þegar verið skilgreind út í hörgul og kannski gott betur. Hin opinbera umfjöllun um þá heldur þó linnulaust áfram og hvers vegna skyldi það vera? Opinber smánun er refsiaðferð sem á sér aldalanga forsögu og hefur, sem betur fer, að mestu verið aflögð í hinum siðmenntaða heimi. En opinber smánun er ekki aðeins aðferð til að refsa heldur einnig leið fyrir suma til að seilast í gæði hvort sem það eru efnahagsleg gæði eins og peningar eða óefnisleg gæði eins og lýðhylli, svo dæmi séu tekin. Í stað gapastokksins og brennimerkinga sem áður tíðkuðust birtist hin opinbera smánun nú í um- fjöllun fjölmiðla og samfélagsmiðla um fólk. Hún felst til dæmis í því að fjöldi manna ýmist hneykslast, skammar, heimtar afsögn eða brottrekstur úr starfi, ærumeiðir eða hótar ofbeldi gagnvart tilteknum einstaklingum vegna tiltekinnar hegðunar sem mönn- um er ekki að skapi. Til- gangurinn með orðfær- inu er að smána viðkom- andi persónur opinber- lega og niðurlægja þær en um leið að skreyta sig sjálfan æðri dygðum. Þess vegna er það mik- ilvægt að grandvarir fjöl- miðlar átti sig á þeim hagsmunum sem til stað- ar eru í samfélaginu til að viðhalda umfjöllun um einstaklinga sem flokka má undir opinbera smán- un þegar þeir fjalla um mál af þessu tagi. En ekki verður annað sagt en þeir þingmenn sem sátu að sumblinu á Klausturbar hafi setið undir opinberri smánun um langa hríð. Um Ríkisútvarpið gilda sérstök lög og til þess eru gerðar miklar kröfur um framsetningu efnis og að gætt sé sann- girni, hlutlægni og jafnræðis í þeim efn- um. Það skal ennfremur virða friðhelgi einkalífs nema upplýsingaréttur al- mennings krefjist annars. Það var því ófaglegt af Ríkisútvarpinu að greiða leið fyrir áframhaldandi opinbera smánun á þingmönnunum með því að draga ritstýru Stundarinnar í Silfrið sunnudaginn 27. janúar sl. og gefa henni færi á að skreyta sig með eigin dyggðum í löngu máli um siðferð- isbresti þingmannanna. Af hennar tali mátti ráða að þingmennirnir væru sið- ferðilega óhæfir til setu á þingi. Þar fór ekki óhlutdrægur viðmælandi fram enda hefur Stundin beina fjárhagslega hagsmuni af því að viðhalda hinni op- inberu smánun þingmannanna til að geta skrifað enn meira um málið (sem þó er ærið fyrir) og selja fleiri blöð og fá fleiri „klikk“ á vefsíðu sína, til að selja fleiri auglýsingar. Opinber smánun er því eins og hver önnur söluvara fyrir suma fjölmiðla. Það hefði Ríkisútvarpið átt að hafa í huga við val á viðmæl- endum um þetta mál úr því að það ákvað að fjalla enn á ný um hegðan þingmannanna frá í nóvember og við- brögð við henni. Annar viðmælandi í Silfrinu, lektor í HÍ var spurður álits á vandkvæðum Al- þingis við að koma „málinu í eðlilegan farveg“. Eftir málefnalegt svar um að hann teldi ekki hafa verið nægjanlega vel staðið að setningu siðareglna Al- þingis, þá tók hann við þar sem ritstjór- aræðunni sleppti að smána þingmenn- ina. Lektorinn blés á skýringar þingmannanna fyrir því að sitja áfram á Alþingi og lýsti frati á þeirra eigið mat á trúverðugleika sínum. Hann hneyksl- aðist á því að þingmennirnir skyldu lýsa svo lágkúrulegum sjónarmiðum að eft- irláta kjósendum sínum að meta trú- verðugleika sinn, það mat ætti fremur að vera í höndum þeirra sem kusu þá ekki! Það sjónarmið lektorsins felur hins vegar í sér rökfræðilega mótsögn sem liggur í augum uppi. Og lektorinn klykkti svo út með því að fullyrða að þeir hefðu tapað trúverðugleika sínum og allir væru sammála um það. Í þess- um orðum fólst líka krafa hans fyrir sína hönd og almennings um afsögn þingmannanna vegna skorts þeirra á dygð. Sem sagt opinber smánun. Rík- isútvarpið svaf á verðinum með þessu útspili sínu. Sömuleiðis hefði Ríkisútvarpið í margþættri og síendurtekinni umfjöll- un um þessa tilteknu þingmenn átt að gæta að því að pólitískir andstæðingar þeirra, á þingi og utan þess, hafa beinan hag af því að viðhalda hinni opinberu smánun á þeim til þess að veikja þá sem andstæðinga sína. Ófáir þingmenn og aðrir hafa skreytt sig með sjálflýstum dygðum sínum og viðhaldið hneyksl- uninni á hátterni þingmannanna. Á Al- þingi halda ýmsir andstæðingar þeirra smánuninni áfram af fullri hörku svo sem með því að neita að vinna með þeim, heimta afsögn þeirra úr nefndum og annað álíka í því skyni að upphefja sjálfa sig og mögulega til að hrekja þá af þingi. Og fara svo hart fram að þingið virðist vera illa starfhæft. Landsdóms- málið ætti, eitt og sér, að kenna fólki að siðferðileg gagnrýni stjórnmálamanna á pólitíska andstæðinga er ekki tíkall- sins virði. Svo er það ekkert nýtt að pólitíkusar detti í það og líklega hafa ýmis orð þá fallið af þeirra vörum um menn og málefni sem ekki þola eyru al- mennings.Það er ekkert nýtt undir sól- inni í þeim efnum fremur en öðrum, hygg ég. Fjölmiðlar sem vilja teljast ábyrgir, og þá sérstaklega Ríkisútvarpið, hafa ýmsum skyldum að gegna, meðal ann- ars þeim að gæta þess að fjalla með málefnalegum hætti um viðkvæm mál og forðast kranablaðamennsku og ein- elti. Opinber smánun í fjölmiðum er í eðli sínu ekkert annað en árás á æru og persónu manna með sama hætti og fúk- yrðin sem látin voru flakka á Klaust- urbar voru það, nema ef til vill verri þar sem opinber smánun er ásetningur til að niðurlægja viðkomandi opinberlega. Það má því vart á milli sjá hvort sé verra í þessu Klaustursmáli svonefnda þegar upp er staðið, „glæpurinn“ eða „refsingin“! Eftir Hróbjart Jónatansson » Opinber smánun er ekki aðeins aðferð til að refsa heldur einnig leið fyrir suma til að seilast í gæði hvort sem það eru efnahagsleg gæði eins og peningar eða óefnisleg gæði eins og lýðhylli. Hróbjartur Jónatansson Höfundur er lögmaður. Hvað á hin opinbera smánun að vara lengi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.