Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Hvernig líst þér á glerhöll Landsbank- ans? spurði leigubíl- stjórinn mig. Ég skil ekki glerhöllina, sagði ég, mér þykir vænt um gamla Landsbank- ann og verð alltaf hug- fangin þar og sög- urnar mætast, sé fyrir mér fortíðina og verð svo þakklát að eitt- hvað fái að standa. En nú hefur á nokkrum árum þessum miðpunkti þar sem banki, apótek og pósthús mætast verið hreinlega rústað og maður hefur ekki hugmynd um hvað hefur orðið af gömlu fallegu innréttingunum. Já, sagði bílstjórinn, ég sé ekki lengur Akrafjall og Skarðsheiðina, alltaf þegar ég sá fjöllin þá heyrði ég líka í Ragga Bjarna. Ég veit, sagði ég, Harpan er að hverfa, við söfnuðum í 50 eða 70 ár fyrir tón- listarhúsi bara til að hylja það. Samt er Harpa eitt af þessum hús- um sem verða að sjást vegna feg- urðar, sögu og tilgangs. Harpan er kennileiti. Kennileiti eru mér nefnilega hugleikin. Það var símadama stórfyrirtækis sem fann upp á þessu orði þegar ég vakti máls á því að öll okkur helstu hús væru að hverfa vegna þéttingar byggðar, eða hreinlega vegna skorts á fegurðarskyni, og að verktakar og borgaryfirvöld virtust ekki heldur bera skynbragð á sérstöðu húsa eins og Háskóla Íslands, gamla Landspítalans, RÚV-hússins, Veðurstofunnar … Hús er ekki bara hús heldur það sem er í kringum húsið, og öll þessi hús eru kennileiti, kennileiti fyrir stöðu okkar í heiminum, að hér lifum við norður í höfum, háð veðri og vindum, al- mannatengslum, sam- bandi við umheiminn, lækningum, skól- um … já Sæmundi á selnum, öllu því sem við fórum á mis við meðan við vorum ný- lenda. (Við köllum okkur aldrei nýlendu, það heitir að vera „undir Dönum“ eða undir yf- irráðum Dana.) Símadaman kallaði þetta sem- sagt kennileiti. Hún var orðheppnari en ég, rit- höfundurinn. Þegar ég keyri gömlu Hring- brautina sé ég gamla Landspít- alann og verður hugsað til kvennanna sem áttu svo stóran þátt í byggingu hans. Svo sé ég Háskóla Íslands, sem þessi fátæka þjóð reisti á sínum tíma; þarna stendur Háskólinn, framvörður hinna háskólabygginganna, eins og gamli Landspítalinn. En nú er búið að höggva trjá- göngin og jarðýtur að hamast í grunninum. Það er verið að reisa meðferðarstöð fyrir unglinga (held ég); gott mál og frábært að hafa hana loksins í miðbænum, en var virkilega enginn annar staður sem kom til greina? Hvar væri Kópavogskirkja án holtsins í kringum hana? Mig hreinlega svíður í hjartað að sjá byggt fyrir gamla Landspítalann, þetta er eins og slys, og ekki síður ef á að byggja í kringum og fyrir framan Veð- urstofu Íslands. Ég fæ kvíðahnút af því. „Þarna er Veðurstofa Íslands“ hugsa ég á leið minni framhjá Veðurstofunni, já Ísland er mesta veðravíti heims nr. 2 á eftir Eld- landi (Patagóníu). En við skulum bara gleyma því; gleyma hver við erum og hvar við erum stödd í heiminum. Gleyma að við eigum veðurfræð- inga á heimsmælikvarða. Gleyma að arkitektúr og borgar- skipulag og -óskipulag er hluti af borginni. Gleyma sögunni. Í flest- um borgum myndu menn kætast ef þeir fyndu kirkjugarð í mið- bænum, en hér hjá okkur er hótað málsókn loksins þegar menn voga sér að friðlýsa hluta af garðinum, sem búið er að berjast fyrir með ráðum og dáð af fólki sem sumt er heiðursborgarar. Á meðan valtað er yfir kirkjugarðinn eru grafhýsin að rísa í miðbænum í formi auðs verslunarhúsnæðis. Borgin er að verða borg verk- taka og yfirvalda. Allt er háð deili- skipulagi. Hvað ef ég keypti lóð á höf- uðborgarsvæðinu og flytti þangað sumarbústað? Myndi spara marg- ar milljónir en ég er vanmáttug gagnvart deiliskipulaginu. Undanfarið hefur heyrst ný og fersk rödd í þessum borgarmálum. Páll Jakob Líndal umhverfissál- fræðingur segir að þétting byggð- ar geti farið út í öfgar á kostnað vellíðunar borgarbúa. Það er búið að rífa húsið sem synir mínir 34 ára gamlir fæddust í, það er búið að rífa húsið sem pabbi þeirra fæddist í. Ég fylltist óöryggiskennd þegar átti að fara að byggja fyrir eldhúsgluggann og sólarlagið, hér þar sem ég hafði lifað hálfa ævina … Ég mun auð- vitað bjargast, en mér liggur við að segja að það sé verið að rústa borginni minni fyrir augum mín- um, borg þar sem ég hef átt minn- ingar og líf og gengnar kynslóðir. Og þetta er líka fyrir framtíðina, að fólk geti átt sína Veðurstofu, að það sjái húsin fyrir húsunum sem við eigum saman sem þjóð. Borgin á á hættu að breytast í stofnun. Á Eyrarbakka til dæmis eru eldsmiðja og bréfdúfur, hér er varla hægt að kaupa frímerki eða heitan snúð í miðborginni og má ég þá minna á bensínafgreiðslu- manninn, þennan sem er ættaður að vestan og ég skiptist á sögum við? Hitti að vísu einn frá Mar- okkó í gær sem fyllti tankinn í kuldanum. Og ég tala ekki bara fyrir mig; ég er að tala fyrir símadömuna og leigubílstjórann. Ég komst að því í kvöldfréttum í fyrradag að Hjálmar Sveinsson þekkir orðið kennileiti, hann sagði að pálmatrén í Vogunum gætu orðið kennileiti. Kennileiti fyrir 140 miljónir? Ókei, það eru smá- munir, en hvað kostaði langlokan sem lítill drengur var handtekinn fyrir að hnupla í búð hér í bæ. Hvað kostaði langlokan? Sennilega jafnmikið og snærisspotti fanga á Brimarhólmi. Og af hverju er Dagur B. ekki búinn að bjóða þessum dreng á fund til að ræða fátækt í borginni? Síðast voru það 6.000 börn, minnir mig, sem búa við fátækt í Reykja- vík. En aftur að kennileitunum hans Hjálmars og félaga. Við vitum öll hvað pálmatré standa fyrir; þau standa fyrir eyðieyju og gefa eyði- eyjarbröndurum byr undir báða vængi. Þess vegna myndi ég bara hafa eitt pálmatré. Eyðieyjarbrandari; eða hvar eru kennileitin? Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Elísabet Jökulsdóttir » Á meðan valtað er yfir kirkjugarðinn eru grafhýsin að rísa í miðbænum í formi auðs verslunarhúsnæðis. Höfundur er skáld. Áður fyrr tók þjóðin lán í Selvogs- banka. Þetta gerðum við með því að of- veiða fisk. Síðan átt- uðum við okkur á að á þessu láni voru ok- urvextir. Síðasta áratug höfum við látið veg- ina brotna niður og húsin grotna niður. Þetta samsvarar því að taka lán frá vegakerfi og bygg- ingum, en á því eru einnig ok- urvextir vegna þess að viðhaldið verður miklu dýrara þegar ekki verður lengur komist hjá því, jafn- vel þörf á endurbyggingu húsa og að endurnýja vegi frá grunni, fyrir utan heilsu- og manntjón, sem af þessu hlýst. Nú virðast menn loksins vera farnir að átta sig á þessu, og vilja stofna sjóð sem fær lán til fram- kvæmda sem síðan verði end- urgreitt með veggjöldum. Ég kýs að kalla þetta „þjóðarskuldasjóð“. Í þessu felst mikil skattahækk- un, sem kann að vera réttlætanleg vegna þess hvað ástandið er orðið skelfilegt. Nú hafa einnig komið fram til- lögur um „þjóðarsjóð“, sem á að mega grípa til ef upp koma stórá- föll. Þetta minnir á það sem menn gerðu fyrir hrun, fengu lán og reyndu að ávaxta þau með fjár- festingum og útlánum. Líklegt er að á þessu verði verulegur vaxta- munur okkur í óhag, auk áhættunnar. Ég legg til að féð sem leggja á í þjóð- arsjóð verði lagt í við- hald og uppbyggingu vega og bygginga. Okkar þjóðarsjóður verður þá fólginn í öfl- ugum innviðum, ég held að það verði ekki síður mikilvægt ef til áfalla kemur. Ef menn vilja endi- lega stofna þjóðarsjóð legg ég til að þjóðarskuldasjóður- inn hafi forgang að lánum hjá þjóðarsjóðnum, það minnkar áhættuna mikið því að eigandinn er sá sami, enda þótt kostnaður af rekstri þessara tveggja sjóða yrði töluverður. P.s. Fjármálakerfi þjóðarinnar er stjórnað af hagfræðingum og póli- tíkusum, sem ég efast ekki um að eru færir á sínu sviði. En mig grunar að stundum vanti inn í ex- celinn hjá þeim. Skuldir eru ekki bara í peningum, heldur geta ver- ið í viðgerða- og viðhaldsþörf o.fl. Ég hef reynt að koma því að í þessari umfjöllun. Þjóðarskulda- sjóður Eftir Harald Sveinbjörnsson Haraldur Sveinbjörnsson »Ég legg til að féð sem leggja á í þjóð- arsjóð verði lagt í við- hald og uppbyggingu vega og bygginga. Höfundur er verkfræðingur. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.