Morgunblaðið - 02.02.2019, Page 43

Morgunblaðið - 02.02.2019, Page 43
með kennslu við KHÍ í stjórnun menntastofnana og útskrifaðist árið 2006. Þá hóf hún að vinna fyrir Sam- tök verslunar og þjónustu sem verk- efnastjóri. Árið 2009 var hún síðan ráðin skólastjóri Ísaksskóla. Sigríður Anna vann ýmis störf með skóla. Í fiski, á sjó, verkstjórn í ung- lingavinnu, á Lyngási og Skálatúni, læknaritari, við bókhald og margt fleira. Skólastarf hefur átt hug og hjarta hennar alla tíð og hefur hún nær sleitulaust unnið að menntunar- og skólamálum í 35 ár. Hún var í stjórn, varaformaður og formaður Samtaka sjálfstæðra skóla í alls sjö ár eftir að hún gerðist skólastjóri. Þá hefur hún gegnt ýmsum trúnaðar- störfum hjá Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum atvinnu- lífsins. Áhugamálin eru mörg og snúa flest að barnabörnunum, fjölskyldu, vinum, skólanum, tónlist og lestri góðra bóka. Þau hjónin fylgdu Ragn- heiði á tvenna Ólympíuleika þar sem hún keppti í sundi. Í Peking tókst Sigríði Önnu að fara holu í höggi en þau spila golf saman og njóta þess að ferðast. Hún hefur einnig unnið eftir- sóttan bikar í Frændagolfinu sem er ein elsta golfkeppni landsins. „Undanfarin ár höfum við ferðast talsvert um landið í sendibíl og sofið í honum. Eini lúxusinn hjá okkur eru nokkrir snagar þar sem hengja má upp föt og fleira. Ég er farin að kynn- ast landinu öðruvísi eftir að við byrj- uðum á þessu. Við erum ekki lengur að þjóta á milli staða heldur njótum við þess að skoða landið í róleg- heitum.“ Sigríður Anna er í saumaklúbbi sem kallast Sólskríkjurnar og í bóka- klúbbi með vinkonum úr Kópavogi. Líkamsrækt er stór hluti af lífinu og dansar hún m.a. zumba nokkrum sinnum í viku og er það í miklu uppá- haldi. Hún er einnig félagi í Rótarý- klúbbi Reykjavíkur. „Ég er heppin að starfa í yndis- legum skóla með frábæru og öflugu starfsfólki. Skólastarfið er í miklum blóma og verkefnin skemmtileg og spennandi. Þessa dagana erum við að byggja listasmiðju á skólalóðinni. Með tilkomu hennar gefst okkur tækifæri til að sinna betur mynd- mennt, textíl og heimilisfræði. Við erum nýbúin að setja upp tvo gervi- grasvelli sem gjörbreytt hafa bolta- aðstöðunni sem nemendur okkar elska. Rekstur skólans gengur afar vel og er Ísaksskóli í fyrsta sinn í hópi framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo 2018. Ísaksskóli er lítill skóli en með stórt hjarta.“ Eftir Sigríði Önnu liggja tvær rannsóknir frá meistaranáminu um deildarstjóra í grunnskólum lands- ins. Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar Önnu er Ragnar Marteinsson, f. 20.3. 1957, framkvæmdastjóri. Foreldrar hans: hjónin Marteinn Friðriksson frá Hofsósi, f. 22.6. 1924, d 18.4. 2011, framkvæmdastjóri FISK á Sauðár- króki, og Ragnheiður Bjarman Sveinsdóttir frá Akureyri, f. 26.5. 1927, d 12.11. 2007, húsmóðir. Þau bjuggu síðustu árin í Garðabæ. Börn: 1) Margrét Ragnarsdóttir, f. 10.6. 1983, lögfræðingur, gift Garðari Jóhannssyni rafvirkja og fv. atvinnu- manni í knattspyrnu, bús. í Garðabæ. Börn þeirra eru Dagur Orri, f. 2005, Bjarki Hrafn, f. 2010, og Sara Kar- ítas, f. 2014; 2) Ragnheiður Ragnars- dóttir, f. 24.10. 1984, leikkona og fv. sundkona, bús. í Garðabæ. Sonur hennar er Breki Atlason, f. 2013; 3) Guðjón Ragnarsson, f. 19.5. 1992, kvikmyndagerðarmaður, leikstjóri og leikari, bús. í Reykjavík. Systkini: Valgeir Guðjónsson, f. 24.1. 1952, tónskáld og tónlistar- maður, bús. á Eyrarbakka, og Guð- rún Arna Guðjónsdóttir, f. 13.6. 1957, hjúkrunarfræðingur, bús. í Garðabæ. Foreldrar: Margrét Árnadóttir, 1.10. 1928, d. 24.11. 2017, hönnuður og frumkvöðull og stofnaði M- Design. Hún bjó lengst af í Kópavogi og nokkur ár á Ísafirði, og Guðjón Valgeirsson, héraðsdómslögmaður í Reykjavík, f. 13.5. 1929, d. 7.3. 1993, héraðsdómslögmaður, bjó í Reykja- vík og starfaði fyrir Tollstjóra, Rarik og síðast Hlutafélagaskrá. Margrét og Guðjón voru gift en skildu. Sigríður Anna Guðjónsdóttir Margrét Arinbjarnardóttir húsfreyja í Keflavík Þorvarður Þorvarðarson útvegsbóndi í Keflavík Guðrún Þorvarðardóttir húsfreyja á Háeyri Margrét Árnadóttir hönnuður og frumkvöðull í Kópavogi Árni Vilhjálmsson útvegsbóndi á Háeyri í Seyðisfirði Björg Sigurðardóttir húsfreyja á Hánefsstöðum Vilhjálmur Árnason útvegsbóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði Gunnar Valgeirsson flugvirki í Kópavogi Vilhjálmur Árnason hæstaréttarlögmaður í Rvík Tómas Árnason ráðherra og seðlabankastjóri í Rvík Kjartan Þór Valgeirsson offsetprentari í Rvík Þorvarður Árnason forstjóri í Rvík Guðríður Gunnarsdóttir saumakona í Rvík Sveinn Guðmundur Gíslason trésmiður í Rvík Sigríður Arinbjörg Sveinsdóttir húsfreyja í Rvík Valgeir Guðjónsson múrarameistari í Rvík Guðmundína Salóme Jónsdóttir húsfreyja á Ísafirði Guðjón Sigurðsson vélgæslumaður á Ísafirði Úr frændgarði Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur Guðjón Valgeirsson héraðsdómslögmaður í Rvík ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttirfæddist 2. febrúar árið 1845 áKálfafellsstað í Suðursveit, A- Skaft. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Einarsson, f. 1810, d. 1877, prestur þar, og Guðríður Torfadóttir, f. 1805, d. 1879, húsfreyja. Torfhildur lagði stund á ensku og hannyrðanám í Reykjavík. Hún gift- ist Jakobi Hólm verslunarstjóra á Hólanesi nyrðra þegar hún var 29 ára en Jakob lést á eins árs brúðkaups- afmæli þeirra. Þau voru barnlaus. Torfhildur flutti til Vesturheims árið 1876 og fyrsta skáldsaga hennar, Tárablómið, birtist árið 1879 í vest- uríslenska blaðinu Framfara. Fyrsta bókin til að vekja almenna athygli á Torfhildi var sagan Brynjólfur bisk- up, en hún kom út árið 1882. Í Vest- urheimi lagði Torfhildur einnig stund á málaralist og hannyrðir og kenndi hún ungum stúlkum. Einnig skrásetti hún þjóðsögur og sagnir sem hún safnaði meðal íslensku landnemanna í Kanada og löngu síðar voru nokkrar þeirra sagna gefnar út á bók. Árið 1889 flutti Torfhildur aftur til Íslands og tveimur árum seinna ákvað Alþingi að veita henni skálda- styrk, 500 krónur á ári, og var hún fyrsta konan til að hljóta hann. Var því mótmælt í blöðum og á þingi að kona skyldi fá þennan styrk og fór svo að hann var lækkaður í 200 krón- ur og kallaður ekknastyrkur. Torfhildur gaf út bókmennta- tímaritið Draupni á árunum 1891 til 1908 og tímaritið Dvöl á árunum 1901 til 1917. Torfhildur var stórmerkileg kona sem fór ótroðnar slóðir og ruddi brautina fyrir þá sem á eftir komu, og ekki bara kynsystur sínar. Ekki ein- asta var hún fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu, heldur var hún fyrsti Íslendingurinn sem hafði atvinnu af ritstörfum almennt. Varð hún vinsæll höfundur, ekki síður vest- an hafs en hér. Torfhildur lést úr spænsku veik- inni 14. nóvember 1918. Merkir Íslendingar Torfhildur Hólm Laugardagur 85 ára Kolbrún Valdimarsdóttir Salvör Ragnarsdóttir Viðar Janusson 80 ára Ágústa Kærnested Bjarnad. Björn M. Snorrason Ingólfur Sveinsson 75 ára Erla Jónína Símonardóttir Gretar Franklínsson Ingibjörg Baldursdóttir Kristinn Sigtryggsson Lárus A. Brown 70 ára Anna Mjöll Sigurðardóttir Guðni Svan Sigurðsson Hjördís Sigmundsdóttir Jón Þór Aðalsteinsson Margrét Sigurjónsdóttir Rannveig Haraldsdóttir Sigdís Sigmundsdóttir 60 ára Agla Snorradóttir Björg Anna Björgvinsdóttir Guðmundur Þ. Hafsteinss. Guðrún Stefánsdóttir Kristjana Guðbjörg Grímsd. Rafn Magnússon Rita Gailiuviené Sigríður Anna Guðjónsd. Sigríður Árnadóttir Sigrún Friðriksdóttir Snorri Gissurarson Stefanía Fjóla Finnbogad. Stefán Gunnar Jósafatsson 50 ára Alexander V. Korneev Apostol Gitchev Apostolov Ásdís Helga Bjarnadóttir Einar Ísfeld Ríkharðsson Hörður Hreiðarsson Lillý Viðarsdóttir Marta Thi Oanh Le Martin Kabel Reng Ragnar Þorgeirsson Rutt Brattaberg Jacobsen Sigríður B. Kristinsdóttir Valtýr Guðmundsson Vasileios Panteloglou 40 ára Andrzej Sienkiewicz Anna Maria Bras Bob Maarten van Duin Halldóra Rut Daníelsdóttir Hörður Bragason Ísólfur Haraldsson Jana Flieglová Jóhann Haukur Hafstein Jóna Kristín Gunnarsdóttir Kristján Guðjónsson Lovísa H. Larsen Majken E.-Jörgensen Murat Koca Ólafur Már Gunnlaugsson Pétur Jökull Jónasson Ragnhildur Ísaksdóttir 30 ára Arna Björt Ólafsdóttir Arnór Hauksson Ásrún Ágústsdóttir Barbara Hafdís Þorvaldsd. Chelsea Laine Grosskopf Christina Gamborg Holm Dariusz Stanislaw Lesniak Egill Helgason Erla Guðjónsdóttir Erla Sara Svavarsdóttir Eyrún H. Eyfells Eyjólfsd. Gintaré Tamosiuniené Guðrún Pétursdóttir Jóhanna Hlöðversdóttir Kári Siggeirsson Linda Björk Rögnvaldsd. Lukas Varga Magdalena M. Sigurðard. Marta Malgorzata Helenska Plamen A. Bogdanov Sigurður Pétursson Valdimar Valdimarsson Sunnudagur 95 ára Guðbjörg Sv Eysteinsdóttir 80 ára Bjarndís Júlíusdóttir Erla Magnúsdóttir Gréta Sigríður Haraldsd. 75 ára Anna S. Sanow Fríða Þorsteinsdóttir Guðrún Blomquist Eyjólfsd. Guðrún Helgadóttir Hreinn Gunnarsson Jóhanna Hansína Scheving Ragnar Kristjánsson Sigrún Júlíusdóttir Sonja Nanna Sigurðardóttir 70 ára Guðrún Á. Sigurbentsdóttir Hrafnhildur Guðnadóttir Katrín Jónsdóttir María Sigurðardóttir Martea G. Guðmundsdóttir Sigríður Pálína Ólafsdóttir Sólveig Hafdís Haraldsd. Trausti Tryggvason 60 ára Alvydas Butkus Arnar Karlsson Ágústa Guðrún Geirharðsd. Elsa Rafnsdóttir Hafdís Einarsdóttir Jóhann Ísberg Katrín Tryggvadóttir Maria de Lurdes Josézinho Sigurbjörg Halldórsdóttir Sigurjóna Sigvaldadóttir Sigurlaug Konráðsdóttir Sigurþór Guðmundsson 50 ára Arna María Sigurbjargard. Áslaug Elín Reynisdóttir Björgvin Guðjónsson Björn Gunnlaugsson Fríða Sveinsdóttir Guðmunda Róbertsdóttir Guðmundur Jensson Jadwiga Piatkowska Jón Bergsson Jónína Guðjónsdóttir Sigrún Berglind Grétars Sigurbjörg Róbertsdóttir Sigurborg Þorvaldsdóttir Svavar Rúnar Arngrímsson Sveinn F. Sveinsson 40 ára Baldur Páll Hólmgeirsson Daði Heiðar Sigurþórsson Dæja Björk Kjartansdóttir Emma Sofia Lindahl Erika Sapaviciute Guðni Eiríkur Guðmundss. Guðrún Valdís Halldórsd. Jón Halldór B. Kristjánsson Kristín Ingimundardóttir Kristján Helgi Jóhannsson Mariusz Andrzej Tersa Ray Anthony Jónsson Tinna Dröfn Marinósdóttir 30 ára Anna Björg Þorvaldsdóttir Anna Þóra S.. Schiöth Garðar Smári Ómarsson Guðmundur Ó. Linduson Gunnar Bjarni Kristinsson Heiðar Númi Hrafnsson Ion Ilasco Kamil Lewandowski Linda Mjöll Gunnarsdóttir Lukasz Stanislaw Talpa Lukás Strouhal Natalia Castejon Caballero Sigurgeir Hannesson Snjólaug Sigurjónsdóttir Sverrir Baldur Torfason Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.