Morgunblaðið - 02.02.2019, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.02.2019, Qupperneq 47
Menning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2019 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Reykjavíkurdætur gáfu útplötuna Shrimpcocktailseint á síðasta ári, snilld- arlegur titill sem er í senn ofsalega íslenskur/norrænn en um leið gagn- rýninn á feðraveldið og hina him- inhrópandi kynjaskekkju sem leikur um íslenskt dægurtónlistarsamfélag sem önnur. Dæturnar, sem stundum kallast RVKDTR, hafa staðið sig gríðarvel í því að gefa ekki tommu eftir í þeim boðskap sem hefur alla tíð fylgt tónlistinni þeirra. Hafa þær reynst bæði kjarkaðar og glúrnar og efalaust sterkar fyrirmyndir hvað yngri tónlistarkonur varðar. Mig rak í rogastans er NME, sem er ein mest sótta tónlistar- vefsíða heims, birti lofsamlegan dóm um plötuna og segir þar m.a.: „Sveit- in heiðrar útgangspunktinn sinn – að berjast gegn íhaldssömu og kven- fjandsamlegu samfélagi – glæsilega með plötu sem er skítug, myrk en umfram allt – kröftug.“ Dæturnar fengu þá tvenn verðlaun á nýafstað- inni Eurosonic-hátíð. Annars vegar MME-verðlaunin (Music Moves Eu- rope Talent Awards) í flokki „Rap/ Hip Hop“, en það er í fyrsta skipti sem Íslendingar vinna í þeim flokki. Þær hrepptu þá einnig verðlaunin Public Choice Awards. Upphefð að utan hefur oft heilmikið að segja um viðtökur í heimalandinu, þá fyrst sperra valdir aðilar upp eyrun. Ann- Rapp í krafti kvenna Reykjavíkurdætur, 2019 Karítas Óðinsdóttir, Anna Tara Andrésdóttir, Steiney Skúladóttir, Steinunn Jónsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Salka Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þura Stína Kristleifsdóttir, Ragga Hólm. ars ætlaði ég að helga restina af greininni fleiri plötum úr ranni dætranna, en virkni og heimtur á því sviði voru með miklum ágætum á síðasta ári. Þetta minnir smá á Wu- Tang Clan, þegar stakir meðlimir hófu að gefa út eigið efni. Byrjum á CYBER, sem byrjaði sem aukabú- grein frá dætrunum. CYBER hefur nú snarað upp þremur plötum á þremur árum, fremur súrum og list- rænt leitandi verkum. Semsagt, frá- bærum verkum! Síðasta plata, BIZ- NESS, er konseptverk, dagur í lífi viðskiptamanneskju, og meðlimir klæddir upp í galla sem hefði fallið eins og flís við Wall Street-rassa. Textar beittir, fyndnir og kaldhæðn- ir. CYBER hafa, líkt og RVKDTR, dansað á mörkum gjörningalista og hafa á ljósmyndum og myndböndum skellt sér m.a. í hlutverk afgreiðslu- stúlkna á hamborgarastað og latex- kynlífsdrottninga. Það er afar svöl ára í kringum þær, svalasta band Ís- lands eins og ég sagði í geðshrær- ingu fyrir stuttu þegar ég var að spyrja fjölmiðlafulltrúa þeirra um myndir. Sura (Þura Stína Kristleifs- dóttir) er í báðum sveitum en það er greinilega ekki nóg því að í fyrra gaf hún út sólóplötu, Tíminn. Sura er ekki einhöm, starfar sem grafískur hönnuður, plötusnúður og tónlist- arkona. Ragga Hólm, ein af Dætr- unum, gaf þá einnig út sólóplötu í fyrra en á Bipolar fær hún fullt af gestum til liðs við sig, eins og Kilo, Svölu og Margréti Rán. Kurt Lewin, faðir félagssál- fræðinnar, kom fram með þá kenn- ingu að hópur væri meira en summa einstaklinganna, að hópar hefðu annars konar afl og eiginleika en einstaklingarnir sem þá mynda. Og þessu tengt, þá liggur einnig fyrir rannsókn á sögu samstarfshópa („collaborative circles“) þar sem sýnt er fram á það hvernig hópurinn eflir einstaklingana sem þeim til- heyra og etja þeim út í sköpun sem hefði ella aldrei orðið. Við sjáum þetta í starfsemi Smekkleysu, Til- raunaeldhússins, post-dreifingar og sannarlega á þetta við hér. RVKDTR eru eins og öflugur ís- brjótur og einstakir meðlimir finna þar kraft, áræði og þor. „Ég var ekki í Reykjavíkurdætrum í byrjun þegar þetta var sem hæst en ég er rosalega þakklát fyrir þær af því að það er búið að skapa pláss og búa til rými,“ sagði Sura í viðtali við Frétta- blaðið, og þetta er rétt. Fyrir yngri stelpur sem eru að hugsa sinn gang í dag hefur þessi starfsemi verið gríðarlega mikilvæg. Eftir hundrað ár getum við vonandi litið til baka, hlegið að barnalegum staðal- ímyndum og fordómum og nefnt RVKDTR sem sanna brautryðj- endur. »Hafa þær reynstbæði kjarkaðar og glúrnar og efalaust sterkar fyrirmyndir hvað yngri tónlistar- konur varðar. Við fengum slatta af plötum á síðasta ári sem eru á beinan og óbeinan hátt runnar undan hinum máttugu Reykjavíkurdætrum. Kammersveitin Camerarctica kem- ur fram á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins á morgun kl. 16 í Norðurljósasal Hörpu og leikur Strengjakvartett í Es-dúr op. 44.3 eftir Felix Mendelssohn, Der Hirt auf dem Felsen eftir Franz Schu- bert og Klarínettukvintett í B-dúr op 34 eftir Carl Maria von Weber. Þetta eru verk eftir þrjá af þekkt- ustu merkisberum þýsk-austur- rískrar snemmrómantíkur á sviði tónlistar sem allir létust ungir að árum, að því er segir í tilkynningu. Um Camerarctica-hópinn segir að hann hafi frá stofnun árið 1992 verið í fremstu röð tónlistarhópa á Íslandi. „Efnisskrá hópsins spannar verk frá barokktímanum allt til nú- tímans. Undanfarna tvo áratugi hefur hópurinn nær árlega haldið tónleika á vegum Kammermúsík- klúbbsins og á þeim vettvangi m.a. boðið upp á heildarflutning á tríó- sónötum Zelenka og strengjakvart- ettum Sjostakovits og Bartóks,“ segir þar. Í Camerarctica eru að þessu sinni Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Ármann Helgason klarínettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Bryndís Björgvins- dóttir sellóleikari og Aladar Rácz píanóleikari. Snemmrómantík í Norðurljósum Rómantísk Kammersveitin Camerarctica leikur í Hörpu á morgun. Nýútkominni plötu Ingu Bjarkar Inga- dóttur, Rómur, verður fagnað með útgáfu- veislu og -tón- leikum í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Þar mun lýran, sem Inga Björk leikur á, fá að hljóma og tónlistin á plötunni að njóta sín í lifandi flutningi, að því er fram kemur í tilkynningu en hljóðfæra- leikur verður í höndum Ingu Bjarkar og Stefáns Arnar Gunn- laugssonar. Rómur er fyrsta íslenska breið- skífan þar sem lýruleikur og söng- ur eru í öndvegi og hefur Inga Björk haft veg og vanda af henni en Stefán er bæði tónlistarmaður og upptökustjóri. Miðaverð á útgáfutónleikana er kr. 2.500 og fara miðapantanir fram með tölvupósti á musik- medferd@hljoma.is en einnig eru miðar seldir við innganginn. Sæta- fjöldi er takmarkaður. Fyrsta breiðskífan með lýru og söng Inga Björk Ingadóttir Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas. Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Velkomin heim (Kassinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30 Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Fim 7/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 22:00 Fös 22/2 kl. 22:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Mán 25/2 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Miðasalan er hafin! Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Elly (Stóra sviðið) Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Sýningum lýkur í mars. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Sun 3/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Ég dey (Nýja sviðið) Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fim 7/2 kl. 20:00 9. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Athugið, takmarkaður sýningafjöldi. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Kvöld sem breytir lífi þínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.