Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Forsendur hafa breyst mikið á síð- ustu árum og það þarf að hugsa vegakerfið upp á nýtt,“ segir Ólafur Kr. Guðmunds- son, sérfræðingur í umferðarörygg- ismálum. Ólafur hefur síðustu misseri kortlagt vegi og vegakerfi víða um land að beiðni sveitarfélaga. Um þessar mundir vinnur hann að úttekt á vegum í Rangárþingi ytra. Sú vinna hefur leitt í ljós að í Rang- árþingi ytra er hlutfallslega mjög mikið af malarvegum. Alls þarf að klæða þar um 80 kílómetra, að sögn Ólafs. „Ég gerði úttekt fyrir sex sveit- arfélög í uppsveitum Árnessýslu fyrir rúmum tveimur árum síðan. Sú vinna var notuð þegar sveitarfélögin kröfðust úrbóta á vegum og síðan þá hefur mikið verið lagað á Gullna hringnum og nú er verið að fara í Þingvallaveginn,“ segir hann. Úttekt Ólafs snýst að hans sögn um það að fá yfirsýn yfir stöðu mála. Viðkomandi sveitarfélög hafa þá eitthvað í höndunum þegar þau eftir atvikum krefjast úrbóta hjá sam- gönguyfirvöldum. „Ég mynda alla vegi og tek upp myndbönd. Svo legg ég mat á styrk- leika og veikleika og greini slysa- sögu og umferðarmagn.“ Mikil breyting síðustu ár Fleiri sveitarfélög hafa óskað eft- ir samskonar úttektum. Ólafur kannaði ástand vega í tíu sveitar- félögum á Vesturlandi, allt frá Hval- fjarðarsveit og upp í Gilsfjörð. Þeg- ar vorar mun hann að líkindum hefja vinnu á Suðurlandi, það minnsta í Skaftárhreppi en mögu- lega fleirum. „Notkun á vegum hefur breyst svo mikið á síðustu fimm árum. Það sem skipti kannski ekki máli þá af því notkunin var svo lítil skiptir máli nú. Það er mikið um einbreiðar brýr og malarvegi og hlutar þeirra eru algerlega ónýtir. Þessir vegir voru bara notaðir af heimamönnum en eru nú stórar ferðamannaleiðir. Sem slíkir eru margir vegir ófærir.“ Kortleggur ástand vega um landið  Segir róttækra aðgerða þörf  80 km af malarvegum í Rangárþingi ytra Morgunblaðið/Hari Úrbóta þörf Víða um land eru einbreiðar brýr og malarvegir sem þarf að lagfæra. Fjölgun ferðamanna hefur aukið umferð á minni vegum til muna síðustu árin og telur Ólafur aðgerða þörf. Sveitarfélög kortleggja nú ástandið. Ólafur Kr. Guðmundsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra heimsótti Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, í gær. Hitti Katrín starfsfólk og fékk greinar- góða kynningu á starfseminni, að því er segir í tilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félagsmála- ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannrétt- indaskrifstofu Íslands og Kvenna- ráðgjafarinnar. Katrín segir starf- semina vera mikilvæga viðbót við þau úrræði sem í boði séu fyrir þol- endur ofbeldis. Nú hafi Bjarkarhlíð verið opin í tvö ár og það sé sér- staklega ánægjulegt að sjá hversu vel henni hafi verið tekið og reynsla þeirra sem hafa leitað til Bjarkar- hlíðar sé góð. „Þarna er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu lykilstofn- ana og samtaka í öruggu umhverfi þar sem konur og karlar á öllum aldri geta komið og fengið aðstoð og ráðgjöf, sér að kostnaðarlausu.“ Heimsókn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt starfsfólki Bjark- arhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð 2017. Forsætisráðherra heimsótti Bjarkarhlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.