Morgunblaðið - 12.02.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
✝ Pétur Péturs-son fæddist 30.
desember 1943 í
Reykjavík. Hann
lést á Gran Canaria
16. janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Guðfinna Ár-
mannsdóttir, f. 11.
september 1910,
húsmóðir í Reykja-
vík, og Pétur Finn-
bogi Runólfsson, f.
í Winnipeg í Kanada 19. júní
1908, fulltrúi tollstjóra.
Pétur var yngstur af sjö
börnum þeirra hjóna. Systkini
Pétursson,f. 1.12. 1935, d.
22.10. 1983, var kvæntur Rut
Sörensen, þeirra börn eru
Garðar, Kristín og Ásdís. Ár-
mann Pétursson, f. 11.1. 1939,
kvæntur J. Kristínu Dagbjarts-
dóttur, þeirra börn eru Hildur
Katrín, Guðfinna og Pétur
Geir. Helga Sigríður Péturs-
dóttir, f. 15.3. 1940, gift Krist-
jáni A. Jónssyni, þeirra börn
eru Guðfinna Ósk og Ólöf
Björg.
Pétur var ókvæntur og
barnlaus. Hann var til heimilis
í Hátúni 12.
Bálför var 25. janúar á Gran
Canaria.
Útför Péturs fer fram frá
Áskirkju í dag, 12. febrúar
2019, klukkan 13.
Péturs í aldurs-
röð: Ásgeir Pét-
ursson, f. 23.2.
1932, d. 12.12.
2010. Hann bjó í
Danmörku,
kvæntur Solvejg
Ívarsen, þeirra
börn eru Thor-
mod, Thorstein og
Bjarni. Ólöf Pét-
ursdóttir, f. 24.8.
1933, d. 23.9.
1997, var gift Bjarna Árnasyni,
hún var barnlaus. Runólfur
Finnbogi Pétursson, f. 1934, d.
1935. Dó á fyrsta ári. Runólfur
Að hittast og kveðjast er lífs-
ins saga en alltaf viljum við hafa
okkar nánustu sem lengst hjá
okkur. Hann kvaddi okkur hann
Pétur mágur minn óvænt. Hann
var hjá okkur á jólunum og hann
var spurður hvernig heilsan
væri, hann bar sig vel eins og
venjulega og gerði lítið úr veik-
indum. Hann var að fara í sína ár-
legu ferð í janúar og hlakkaði til.
Pétur ólst upp á Sólvallagötu,
gekk í Melaskóla, síðar í Laugar-
nesskólann og lauk sínu skyldu-
námi þar, síðan lá leið Péturs í
Iðnskólann í Reykjavík þar sem
hann stundaði nám í bifreiða-
smíði. Pétur tók bílpróf um leið
og aldur leyfði og síðan meirabíl-
próf. Pétur vann hjá ýmsum fyr-
irtækjum sem bifreiðastjóri og
lagermaður meðan heilsan leyfði.
Tveir gamlir vinir Péturs höfðu
samband við fjölskylduna, þeir
Pétur Joensen og Benedikt R.
Jóhannesson, þeir urðu vinir Pét-
urs á hans yngri árum, bæði í
Farfuglum og sunddeild KR,
einnig unnu þeir saman hjá
Blikksmiðju JBP (Jóns Bjarna
Péturssonar) þar sem Pétur
vann við útkeyrslu, var mjög
ánægjulegt að rifja upp með
þeim, skemmtilegar minningar.
Pétur var mikill áhugamaður
um íþróttir og gerðist snemma
áhugasamur um sundíþróttir og
var virkur um árabil í sunddeild
KR. Pétur var virkur félagi í Far-
fugladeild Reykjavíkur, með
þeim ferðaðist hann um landið.
Um tíma var hann umsjónar-
maður Farfuglaheimilisins á
Laufásvegi. Í eitt skiptið sem oft-
ar var Pétur ásamt vini sínum í
Farfuglum á leið inn í Þórsmörk
gangandi frá þjóðvegi að vetrar-
lagi, veðrið versnaði og var orðið
varasamt að halda áfram, þá var
ekki annað í boði en koma sér í
svefnpoka fyrir nóttina. Þeir fóru
í pokana öfugt, þ.e. með höfuðið
þar sem fæturnir eru venjulega,
þeir voru lúnir eftir gönguna,
sofnuðu fljótt og sváfu vel eins og
heima í rúmi. Um morguninn
héldu þeir áfram, veðrið hafði
lagast og þegar þeir komu í skál-
ann var þeim sagt að um nóttina
hefði verið 12 stiga frost og þetta
þótti fréttnæmt og birtist mynd í
Vísi af þeim félögum með svefn-
pokana góðu. Þeir höfðu brugðist
hárrétt við aðstæðum og varð
ekki meint af.
Aðaláhugamál Péturs voru
fjallaferðir og ferðalög um Ís-
land. Mikill útivistarmaður og
átti ekki langt að sækja áhugann,
faðir hans var mikill útivistar-
maður og var fararstjóri hjá
Ferðafélagi Íslands um árabil,
faðir hans keypti sér litla rútu til
að allir kæmust með og ferðaðist
með fjölskylduna um landið.
Eftir að móðir Péturs lést bjó
hann einn áfram í íbúðinni í Nóa-
túni. Hann átti alltaf athvarf hjá
Ólöfu systur sinni sem reyndist
honum eins og besta móðir. Það
var honum mikill missir þegar
hún féll frá.
Þegar Pétur var þrítugur urðu
straumhvörf í lífi hans, þessi ungi
orkubolti veiktist alvarlega og
beið hann þess ekki bætur, afleið-
ingararnar fylgdu honum til ævi-
loka.
Pétur vildi taka þátt í lífinu,
hann vann um tíma sem baðvörð-
ur í Vogaskóla. Hann lét ekki fötl-
un sína aftra sér frá því að
ferðast, ekki bara innanlands
með vinum sínum Lárusi heitn-
um og sonum hans hjá Snæland
Grímssyni sem buðu honum með í
ferðir, heldur líka einn vítt og
breitt um heiminn. Meðal annars
fór Pétur nokkrum sinnum til
Danmerkur í heimsókn til Ás-
geirs bróður síns og fjölskyldu,
einnig í lengri ferðir m.a. til
Kenía, Singapúr og Taílands. Við
í fjölskyldunni vorum oft undr-
andi á dugnaði hans og ákveðni
að gera það sem honum fannst
skemmtilegast, að ferðast, sjá
nýja staði og menningu. Hann
ferðaðist alltaf einn, en í skipu-
lögðum ferðum, aðdáunarvert
þar sem Pétur talaði aðeins ís-
lensku og var ekki alltaf skýr-
mæltur.
Síðustu árin var Pétur á Gran
Canaria alltaf á sama tíma og á
sama hóteli, þar undi hann sér vel
og fór um á skutlu, hann lést þar
16. janúar síðastliðinn.
Nú er Pétur mágur minn far-
inn í sína hinstu ferð. Góða ferð,
kæri vinur.
Kristín Dagbjartsdóttir.
Minningar okkar ná mislangt
aftur einfaldlega vegna aldurs-
munar okkar frænknanna en all-
ar eigum við það sameiginlegt að
minnast Péturs frænda sem mik-
ils áhugamanns um ferðalög og
ættfræði.
Pétur veiktist alvarlega um
þrítugt og varð aldrei samur eftir
það. Hann átti erfitt með gang og
tal. Lengi vel gekk hann þó víða
en svo kom að því að skutlan var
það sem hann treysti á.
Pétur hafði áhuga á og gaman
af því að ræða um ferðalög, sér-
staklega innanlands. Hann hafði
ferðast víða um landið áður en
hann veiktist og þekkti það vel.
Pétur átti erfitt með tal en það
hamlaði ekki því að við ættum
okkar samræður, það þurfti bara
að tala saman á annan hátt en
þeir gera, sem ekki eiga erfitt
með tal.
Hann var með meirapróf og
keyrði rútur, þegar hann gat það
ekki lengur þá fékk hann að njóta
þess að sitja í með öðrum rútubíl-
stjórum á ferðalögum um landið,
langar okkur að nefna að Lárus
heitinn hjá Snæland Grímssyni
var honum alla tíð mjög velvilj-
aður, sem og aðrir sem þar starfa.
Pétur frændi var líka mikill
áhugamaður um ættfræði. Hann
var búinn að grúska mikið og gat
frætt okkur um frændgarð okk-
ar. Þetta var mikill fróðleikur
sem vonandi nær til næstu kyn-
slóðar.
Það eru óteljandi minningar
sem við systkinabörnin eigum frá
góðum stundum í Skerjafirðinum
hjá Ólöfu og Bjarna manninum
hennar, en þar komu systkinin og
fjölskyldur þeirra oftast saman.
Ólöf passaði alltaf sérstaklega
vel upp á yngsta bróður sinn, hún
féll frá eftir stutt veikindi haustið
1997.
Það var okkur öllum mikið
reiðarslag og ekki síst Pétri, held
að við getum sagt að missir hans
var hvað mestur.
Eftir því sem árin liðu og við
systkinabörnin stofnuðum okkar
eigin fjölskyldur, þá hélst samt sá
fasti liður að bjóða Pétri frænda í
öll samsæti.
Pétri þótti gaman að hitta
fjölskylduna, systkini sín og af-
komendur þeirra. Hann fylgdist
vel með okkur og þótti vænt um
að vera boðið með þegar eitthvað
var um að vera.
Ferðalög voru líf hans og yndi
en svo færðist aldurinn yfir og
Pétur átti erfiðara með að ferðast
heimsálfanna á milli. Hann hélt
samt áfram að ferðast, fór bara í
öðruvísi ferðir.
Nú í seinni tíð valdi Pétur að
ferðast til Gran Canaria, hann fór
alltaf á sama tíma ársins í janúar
og dvaldi þar í einn mánuð. Hann
hlakkaði alltaf mikið til og naut
þess að vera þar, í sól og hita.
Síðastliðin jól sagði Pétur okk-
ur frá sinni árlegu Kanaríferð
sem hann færi í 3. janúar. Sama
hótel og skutlan biði fyrir utan
þegar hann kæmi.
Við sjáum hann fyrir okkur
farandi um á skutlunni, stoppa á
næsta bar og fá sér eitthvað
meira en vatn í glas og einn vindil
með.
Við kveðjum í dag ástkæran
frænda okkar sem nú er farinn í
sína síðustu ferð, minning um
góðan frænda og víðförla ferða-
langinn geymist hjá okkur.
Vertu sæll að sinni. Þínar
frænkur,
Guðfinna og Hildur Ár-
mannsdætur, Guðfinna Ósk
og Ólöf Björg Helgu- og
Kristjánsdætur.
Pétur Pétursson
✝ Helga Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Akureyri 26.
september 1955.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
29. janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Annalísa H.
Sigurðardóttir, f. 4.
september 1934, d.
5. maí 2000, og
Stefán Sigurðsson,
f. 16. október 1919.
Systur Helgu eru: 1) Lilja
Stefánsdóttir, f. 26.9. 1955,
maki Karl J. Guðmundsson, f.
9.10. 1948. Börn þeirra eru: a)
Svana Karlsdóttir, f. 4.4. 1979,
sambýlismaður Stefán Dag-
bjartsson, f. 1.3. 1963, þau slitu
samvistum 2009,
börn þeirra eru
Sóley Lilja, f. 10.7.
1999, Einar Logi,
f. 18.1. 2002, og
Dagur Karl, f. 7.7.
2006, b) Stefán
Karlsson, f. 9.9.
1981. 2) Sóldís
Stefánsdóttir, f.
11.4. 1960, sam-
býlismaður Aðal-
steinn S. Sigfús-
son, f. 10.3. 1960, þau slitu
samvistum 2004. Börn þeirra
eru: a) Katla, f. 1.2. 1986, b)
Sigurður Ormur, f. 8.5. 1996, c)
Atli Sigfús, f. 17.7. 2003.
Útförin fór fram frá
Akureyrarkirkju 11. febrúar
2019.
Til þín Helga.
Samferða um lífið,
aldrei langt undan.
Leiddumst dorruna.
Ég í humáttina,
þú stóra systir,
vissir svo margt.
Út og vestur um haf,
hin mörgu bréf.
Framandi gjafir og
tilhlökkun við heimkomu.
Gleðistundir.
Gæskan, kátínan og hlýjan,
frá þér systir mín,
eins og sólríkur sumardagur,
eins og andvari á kinn.
Virðingarvert æðruleysi,
styrkur og þol,
í gegnum allar þrautirnar
sem biðu þín.
Stundum er gott að vita ekkert.
Góða ferð, elsku hjartans vina,
þín
Sóldís.
Helga Stefánsdóttir
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur
minnar og fósturdóttur,
AÐALHEIÐAR HALLDÓRU
ARNÞÓRSDÓTTUR,
Kjalarsíðu 1b, Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Kjalarsíðu 1b fyrir hlýhug og
góða umönnun.
Ásdís Sigurpálsdóttir Árni Þorsteinsson
Ástkær móðir mín, stjúpmóðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili,
áður Lerkigrund 6, Akranesi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
miðvikudaginn 6. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 14. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Höfða og Krabbameins-
félagið á Akranesi.
Þórdís Óladóttir Skafti Baldursson
Guðný J. Ólafsdóttir Guðjón Guðmundsson
Daðey Þ. Ólafsdóttir
Erla Ólafsdóttir Fjölnir Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGURHELGA STEFÁNSDÓTTIR,
Helga,
Siglufirði,
sem lést fimmtudaginn 31. janúar, verður
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn
15. febrúar klukkan 14.
Kristín Bogadóttir Kristján Björnsson
Sigurbjörn Bogason Kristrún Snjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og
frændi,
STEFÁN BJARNASON,
Bleiksárhlíð 29, Eskifirði,
lést föstudaginn 8. febrúar, í
hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði.
Útförin verður auglýst síðar.
Bjarni Stefánsson
Hafsteinn Bjarnason Ingibjörg M. Guðmundsdóttir
Guðmundur Valgeir Hafsteinsson
Bjarni Már Hafsteinsson
Bára Ýr Hafsteinsdóttir
Steinar Ingi Hafsteinsson
Hafþór Máni Bjarnason
Hafsteinn Bjarnason
Alma Rós Bjarnadóttir
Elskulegur föðurbróðir okkar,
GUÐMUNDUR EBENESER PÁLSSON,
áður Framnesvegi 26b,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn
21. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Snorri Magnússon
Bryndís Magnúsdóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Ástkær eiginmaður minn,
ÁSTÞÓR RAGNARSSON,
er látinn.
Fyrir hönd ástvina,
Elísabet Harpa Steinarsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkæra móðir okkar og dóttir,
AÐALHEIÐUR HULDA JÓNSDÓTTIR,
Staðarhrauni 2, Grindavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju,
föstudaginn 15. febrúar klukkan 14.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á þjóðarátakið
Ég á bara eitt líf.
Súsanna Margrét Gunnarsdóttir
Maríus Máni Karlsson
Jón Emil Karlsson
Jón Guðmundsson Súsanna Demusdóttir