Morgunblaðið - 12.02.2019, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019
✝ Ásta Hallvarðs-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
25. júní 1939. Hún
lést á Öldrunar-
heimilinu Lög-
mannshlíð 31. jan-
úar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
ríður Guðjóns-
dóttir, f. 26.7. 1910,
d. 7.2. 1995, frá
Raufarfelli undir Eyjafjöllum, og
Hallvarður Sigurðsson, f. 14.5.
1902, d. 5.8. 1966, frá Seyðisfirði.
Þau hófu búskap í Vest-
mannaeyjum og bjuggu í Péturs-
borg frá 1945, þar sem þau ólu
upp börn sín. Þau eignuðust
fimm börn. Þau eru Guðbjörg, f.
4.5. 1935, d. 11.11. 2014, Ingi-
björg, f. 15.4. 1936, Sigurður, f.
9.5. 1937, 5.11. 2006, Ásta, f.
25.6. 1939, og Hrefna, f. 2.6.
1952.
Ásta giftist 19.9. 1957 Jóni
Stefánssyni frá Akureyri, f. 7.6.
1937, d. 30.1. 2009. Foreldrar
hans voru hjónin Ragnheiður
Jónsdóttir, f. 24.4. 1899, d. 19.7.
og Kári Hermannssynir; og Jón
Elvar Gunnarsbörn, maki Helga
Rún Jóhannsdóttir, dætur þeirra
eru Ragnheiður Katla og Sigur-
borg Hekla Jónsdætur. 3) Sonja
Rut, f. 11.1. 1966, maki Kjartan
Smári Stefánsson, dætur þeirra
eru Ásta Margrét Rögnvalds-
dóttir, maki Jóhann Ágúst Sig-
mundsson, börn þeirra Vilborg
Halla, Hallveig Birna og Valtýr
Smári Jóhannsbörn; Andrea
Dögg og Ásdís Elva Kjartans-
dætur, maki Guðbjartur Magn-
ússon. 4) Stefán Einar, f. 22.10.
1969, maki Steinunn Jóna Sæ-
valdsdóttir, börn þeirra eru
Lena Ósk, maki Óðinn Arn-
grímsson, sonur þeirra Björgvin
Páll Óðinsson; Einar Bjarki og
Eva Lind Stefánsbörn. 5) Jóna
Brynja, f. 17.10. 1976, maki Tóm-
as Veigar Sigurðarson, börn
þeirra Díana Rós, maki Árni Er-
lendsson; Tómas Smári
Tómasarbörn og Emilía Ásta
Tómasardóttir, f. 23.1. 2004, d.
18.2. 2004.
Ásta ólst upp í Vestmanna-
eyjum en flutti þaðan ásamt fjöl-
skyldu sinni til Akureyrar í kjöl-
far eldgossins og bjó þar fram til
síðasta dags að undanskildum
nokkrum árum sem hún bjó á
Svalbarðseyri.
Útför Ástu fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 12. febrúar
2019, og hefst athöfnin kl. 10.30.
1980, og Stefán
Árnason, f. 19.9.
1897, d. 23.5. 1977.
Börn Ástu og Jóns
eru: 1) Sigríður
Halla, f. 30.12. 1956,
maki Klæmint
Klein, börn hennar
eru Kristín Bald-
vinsdóttir, maki
Rókur Tummasar-
son, börn þeirra eru
Halla, Páll og Ast-
rid Tummasarson; Jón Þór Bald-
vinsson, maki Jacoba Torgunn
Winther, dætur þeirra eru Ása
Winther og Karolina Halla Jóns-
dóttir; og Linda Sif Baldvins-
dóttir, maki Heri Rein, synir
þeirra Kristin Tór Henningsson
og Óðin Tór Herason. 2) Ragn-
heiður, f. 16.4. 1958, maki Gunn-
ar Magnússon, börn hennar eru
Hulda Magnadóttir, dóttir henn-
ar Heiðrún Eva; Guðlaug Ásta,
maki Kristján Baldur Valdimars-
son, synir þeirra eru Valdimar
Adam, Egill Berg og Jökull
Fannar Kristjánssynir; Hermann
Ingi, maki Ingibjörg Leifsdóttir,
synir þeirra eru Þórarinn Karl
Elsku mamma. Um leið og
sorgin nístir hjartað á þessari
kveðjustund rifjast upp margar
yndislegar minningar. Við áttum
svo margar góðar stundir saman
og vorum mjög góðar vinkonur.
Ég man hvað þú rifjaðir oft upp
þjóðhátíðina fyrir gos, þegar við
löbbuðum tvær inn í dal og ég
sagði við þig að nú ætluðum við
tvær sko að fara að skemmta
okkur.
Þessi minning fær mig alltaf
til að brosa. Ég var ung þegar ég
eignaðist mitt fyrsta barn og veit
ekki hvernig ég hefði farið að ef
þú hefðir ekki verið mér við hlið.
Þú varst alltaf boðin og búin að
aðstoða og alltaf tilbúin að
hlusta. Ómetanlegt.
Þér fannst gaman að ferðast
og þegar Ásta Margrét var að-
eins sex mánaða gömul fórum við
fjölskyldan í okkar fyrstu utan-
landsferð til Danmerkur og Sví-
þjóðar til að hitta Röggu og fjöl-
skyldu. Þetta var skemmtileg
ferð sem gaf okkur fullt af góðum
minningum. Þegar ég síðar fór
að búa, giftist og fjölskyldan
stækkaði fluttum við frá Akur-
eyri. Þið pabbi voruð alltaf dug-
leg að renna austur að heim-
sækja okkur. Í seinni tíð komst
þú síðan oft ein í heimsókn í
sveitasæluna, þar sem þér leið
svo vel. Við héldum oft jól og ára-
mót saman sem er mér svo mikils
virði. Þú lést ekki þitt eftir liggja
þegar þú komst, ef einhvers stað-
ar lá þvottur varstu búin að
brjóta hann saman á svipstundu.
Alltaf svo hjálpsöm og dugleg.
Þess á milli greipstu upp
handavinnuna og prjónaðir á
barnabörnin og barnabarnabörn-
in, enda mikil handverkskona al-
veg fram á síðasta dag. Á kvöldin
gripum við svo gjarnan í spilin og
klukkustundirnar flugu hjá. Okk-
ur fannst líka gott að sitja saman
úti á pallinum, horfa á sólarlagið
með pínu rautt í glasi og rifja upp
einhverjar skemmtilegar sögur.
Þú hafðir einnig mikinn áhuga á
því sem stelpurnar tóku sér fyrir
hendur, hvort sem um var að
ræða fótbolta, mótorkross eða
tónleika, alltaf mættir þú með
okkur ef þú gast.
Síðastliðið vor fórum við einn-
ig í dásamlega sumarbústaðaferð
á Illugastaði þar sem við
skemmtum okkur með stelpun-
um og langömmubörnunum, spil-
uðum, fórum í pottinn og rifjuð-
um upp öll sumrin sem við
fjölskyldan fórum í bústað þarna.
Spánarferðin sem við Kjartan
fórum með þér í ásamt Höllu og
Klæmint var líka dásamleg. Þar
hittum við Lailu og Erlu og þið
Erla hreinlega smulluð saman.
Yndisleg ferð sem við rifjuðum
svo oft upp og kallaði alltaf fram
bros og hlátur hjá okkur. Þú
varst svo traust og gott að leita
til þín, en veikindin voru erfið og
drógu úr þér allan mátt. Þú lést
þó lítið á því bera og alltaf ef
maður spurði þig hvernig þú
hefðir það var svarið: „Þetta er
allt í lagi, það lagast,“ en maður
sá á andlitinu að þér leið ekki
vel.
Þú varst mín fyrirmynd og ég
held að ég líkist þér alltaf meira
og meira.
Að minnsta kosti segja dætur
mínar ósjaldan: „Þú ert alveg
eins og amma,“ og það er ekki
leiðum að líkjast.
Elsku mamma, við fjölskyld-
an söknum þín og geymum
minninguna um þig í hjarta okk-
ar. Minningin, lífið og allar
dásamlegu stundirnar með þér
eiga eftir að ylja mér um
ókomna tíð.
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Elska þig. Þín dóttir,
Sonja Rut.
Elsku amma Ásta mín. Þá er
komið að hinstu kveðjustund.
Þrátt fyrir erfiðar stundir, sáran
söknuð og sorg er mér á þessari
stundu þakklæti efst í huga. Ég
er þér svo óendanlega þakklát
fyrir allt. Svo þakklát fyrir að
reynast mér alltaf svo vel, sýna
mér svo mikla hlýju, væntum-
þykju og ást. Þakklát fyrir allar
fallegu minningarnar sem ég á
um þig og góðu stundirnar okk-
ar saman. Þú varst alltaf til í að
spila við mig þegar ég var barn
og vörðum við oft löngum tíma
saman við spil. Uppáhaldið okk-
ar var auðvitað kleppari og það
sem við hlógum oft í galsagang-
inum sem gjarnan fylgdi því
spili.
Þú þreyttist heldur aldrei á
að segja mér sögurnar af börn-
unum þínum sem mér þóttu svo
skemmtilegar og fékk aldrei leið
á. Sérstaklega hafði ég gaman af
sögunni þegar mamma gekk í
svefni og hræddi Höllu systur
sína með drungalegu fasi. Þá
sprakk ég alltaf úr hlátri. Þú
varst líka algjör snillingur í
boltaleiknum þar sem þú bættir
alltaf við boltum þar til ég hrein-
lega missti töluna. Ég komst
aldrei með tærnar þar sem þú
hafðir hælana í þessu, stóð bara
og starði á með aðdáun. Þegar
ég svo kúrði hjá þér uppi í sófa á
kvöldin laumaði ég gjarnan fót-
eða handlegg í fangið á þér og
fékk þá alltaf hlýjar strokur sem
ég elskaði. Ég man líka hvað við
barnabörnin höfðum gaman af
því að leika með stytturnar
þínar og þú hafðir aldrei áhyggj-
ur af því hvort þær kæmu heilar
út úr því. Þegar ég spurði þig síð-
ar út í þetta sagðir þú einfald-
lega: „Þetta eru bara dauðir
hlutir“ og brostir.
Ég man líka hvað þú varst
mikið jólabarn amma, skreyttir
með fallega jólaskrautinu þínu
sem við barnabörnin dáðumst að
og bakaðir fjöldann allan af smá-
kökum. Mér fannst loftkökurnar
alltaf bestar, enda sykursætar og
ljúffengar. Þú varst einnig mikil
handavinnukona og að sjálfsögðu
kenndir þú mér af mikilli þolin-
mæði að prjóna og þótt ég hafi
hingað til ekki gert mikið af því
er aldrei að vita nema ég nýti
mér það síðar. Ég man að
minnsta kosti að ég naut þess að
eiga þessar stundir með þér og
var afar stolt af ungbarna-
skónum sem þú hjálpaðir mér að
prjóna á Andreu systur.
Þegar ég síðar óx úr grasi og
eignaðist sjálf börn tókstu þeim
alltaf fagnandi og lést ekkert á
þig fá þótt lætin og hávaðinn
væru oft ærandi, heldur tókst
þeim opnum örmum, brostir út
að eyrum og naust samverunnar.
Börnin mín voru svo hrifin af
þér, hlupu jafnan í fangið á þér
og fengu dásamlegt knús frá
ömmu löngu sinni.
Ég man að Vestmannaeyjar
áttu alltaf stóran sess í hjarta
þínu, þú rifjaðir oft upp sögur úr
Eyjum og Eyjalögin voru í miklu
uppáhaldi. Mér þykir því vel við
hæfi að kveðja þig með broti úr
einu af þínum uppáhalds Eyja-
lögum „Ég veit þú kemur“ sem
hljóðar svo:
Og seinna þegar tunglið
hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn
sem við elskum þú og ég.
(Ási í Bæ)
Mikið sem ég á eftir að sakna
þín elsku amma. Það verður svo
skrýtið að hafa þig ekki lengur
hér hjá okkur, en það veit ég að
þú fylgist með okkur og verður
ávallt með okkur í anda. Hvíldu í
friði elsku amma Ásta. Elska þig.
Þín ömmustelpa,
Ásta Margrét.
Amma Ásta.
Æðruleysi er einn af þeim
kostum sem ég tel mig hafa erft
frá ömmu. Hjá ömmu voru nefni-
lega aldrei vandamál heldur voru
bara til lausnir. Ég man ekki
eftir að hafa heyrt ömmu kvarta
yfir nokkrum sköpuðum hlut,
hún gat alltaf hlegið að hlutun-
um. Það var alltaf gaman að
heimsækja ömmu Ástu, við
frændsystkinin brölluðum margt
hjá ömmu og afa á Ströndinni.
Amma var aldrei að stressa sig
yfir því þegar við krakkarnir vor-
um ekki endilega komin inn í mat
á réttum tíma, en þegar við svo
loks komum inn var alltaf tekið
hlýlega á móti okkur með ein-
hverju matarkyns.
Amma var sérlega nýtin og
þegar hún vann í bakaríinu í
Sunnuhlíð fannst henni mjög
blóðugt að henda öllu þessu
brauði í lok dags og var alltaf að
færa okkur börnunum sæta-
brauð þegar við kíktum í heim-
sókn til hennar og afa Jóns.
Eftir að ég komst á unglings-
árin fórum við amma að ræða
mikið um pólitík og oftar en ekki
vorum við ekki sammála en gát-
um alltaf tekist á í mesta bróð-
erni um málefnin og pólitíkus-
ana.
Fyrir rúmu ári fékk ég að eyða
góðum tíma með ömmu þó að-
stæðurnar væru nú kannski ekki
góðar. En við lentum á sama
tíma inni á sjúkrahúsi þar sem
við lágum á sömu deild. Þar hafði
ég tíma til að rabba við ömmu um
heimsmálin og snúast aðeins í
kringum hana, færa henni kaffi
og brauð. Fyrir þann tíma er ég
mjög þakklátur því ég hef ekki
verið nógu duglegur að deila
tíma mínum með henni undan-
farin ár.
Í einu af síðustu skiptunum
sem við spjölluðum saman vildir
þú að það yrði haldið ættarmót
afkomenda ykkur afa enda hefur
ættin farið ört stækkandi. Þér
fannst alltaf gaman þegar stór-
fjölskyldan hittist og vona ég að
við getum látið það rætast fyrir
þig sem fyrst.
Þín verður sárt saknað af okk-
ur öllum, en ég veit að nú eruð
þið afi sameinuð á ný og veit ég
líka að þið fylgist með okkur að
ofan og passið upp á alla eins og
þið gerðuð alla tíð.
Með þökk fyrir allt.
Hermann Ingi.
Kæra Ásta. Þá er komið að
kveðjustund. Þegar ég sest niður
til að þakka þér allar góðar
stundir sem við áttum saman
fallast mér hendur. Það er svo
margt sem fer í gegnum hugann.
Barátta þín við illvígan sjúkdóm
var stutt en erfið, en ekki kvart-
aðir þú heldur tókst öllu með
æðruleysi.
Ásta var hlý og góð kona og
alltaf var vel tekið á móti öllum
sem til hennar komu. Við sem
fengum að kynnast henni mun-
um ávallt minnast hennar með
hlýju.
Elsku Halla, Ragga, Sonja,
Stefán og Jóna Brynja, missir
ykkar er mikill, en huggun harmi
gegn að nú er þessari baráttu
lokið og hvíldin kærkomin.
Kæra mágkona, með þessum
fátæklegu orðum viljum við
systkinin og makar þakka þér
samfylgdina í gegnum árin.
Börnum, tengdabörnum og af-
komendum þeirra sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Stefánsdóttir.)
Fyrir hönd okkar systkina og
maka okkar, þín mágkona
Auður Stefánsdóttir.
Ásta
Hallvarðsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma langa.
Ég elska ömmu mína, en
nú er hún dáin. Hún var
mjög góð í að prjóna og ég
vildi að hún gæti lifað
lengur, bara fyrir mig.
Takk fyrir allt, elsku
amma.
Þín
Vilborg Halla.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
INGVAR ÞORSTEINSSON
húsgagnasmíðameistari,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 15. febrúar klukkan 13.
Steinunn Guðrún Geirsdóttir (Lillý)
Bergljót Erla Ingvarsdóttir
Þorsteinn Ingvarsson Ragna Gústafsdóttir
Geir Örn Ingvarsson Hallveig Ragnarsdóttir
Einar Ágúst Kristinsson
barnabörn, langafabörn og langalangafabarn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
TÓMASAR JENS PÁLSSONAR
frá Litlu-Heiði.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og
barnabarna,
Steinunn Þorbergsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU MAGNEU
JÓNATANSDÓTTUR,
Vallargötu 6,
Súðavík,
Halla Valdís Friðbertsdóttir Árni Marinósson
Hinrik Halldór Friðbertsson Guðmunda Norðfjörð
Ingibjörg Jóna Friðbertsd. Árni Zophoníasson
Ægir Páll Friðbertsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÓA JÓNA BJARNADÓTTIR
frá Suðureyri við Tálknafjörð,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ
sunnudaginn 27. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 15. febrúar
klukkan 13.
Bjarni Eiríkur Haraldsson Þórdís Jónasdóttir
Karen Haraldsdóttir Markús Már Árnason
Katharína Markúsdóttir Steinn Gunnarsson
Árni Már Markússon
Ívar Már Markússon
Erla Huld F. Hattesen Jakob Faaborg Hattesen
Jónas Þór Bjarnason
Harrý Þór Bjarnason Madeleine Hagen Holdal
og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR
myndlistarkona,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 15. febrúar klukkan 13.
Stephen Lárus Stephen Louise Harris
Samantha Percival Christophe Riera
Boyd, Elís, Ida, Abigail, Owen