Morgunblaðið - 12.02.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.02.2019, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2019 ✝ Þórir Magnús-son fæddist á Akureyri 25. febr- úar 1956. Hann varð bráðkvaddur 30. janúar 2019. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Þórissonar, f. 9. febrúar 1932, d. 20. mars 2004, og Árdís- ar Svanbergsdóttur, f. 1. janúar 1932. Bræður Þóris eru Ragnar Magnússon, f. 1954, Einar Svan- berg Magnússon, f. 1959, og Ottó Magnússon, f. 1964. Eftirlifandi eiginkona Þóris er Svava Svav- arsdóttir, f. 26. júlí 1958. Svava er dóttir Svavars Konráðssonar, f. 1930, og Önnu Friðriku Frið- riksdóttur, f. 1935. Þórir og Svava gengu í hjónaband 21. ágúst 1983. Börn Þóris og Svövu eru Magnús, f. 1983, Anna Kar- en, f. 1986, og Þórey Sif, f. 1991. Systkini Svövu eru Anna Soffía Svavarsdóttir, f. 1959, Konráð Svavarsson, f. 1962, og Sigurður Örn Svavarsson, f. 1966. Þórir bjó á Akur- eyri alla tíð. Fyrstu árin bjó fjölskyldan í Grænumýri, en fluttist í Hamra- gerði árið 1968 og þar bjó Þórir þang- að til hann flutti í sína eigin íbúð. Þórir útskrifaðist sem málari frá Iðnskólanum á Akureyri, fékk meistararéttindi árið 1984 og vann alla tíð við sitt fag. Þórir rak fyrirtæki undir sínu nafni, Þórir Magnússon hf., þar til hann stofnaði fyrirtækið Litblæ árið 2000 ásamt eigin- konu sinni og starfaði þar til dauðadags. Hann var virkur í starfi Oddfellow-reglunnar á Ak- ureyri frá árinu 2006. Útför Þóris fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 12. febrúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans Þórir minn. Mig skortir orð en langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði: Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Takk fyrir allt, elsku Þórir minn, ég elska þig af öllu mínu hjarta. Þín Svava. Mér finnst mjög erfitt að sitja hérna og skrifa minningargrein um þig, en veit að ef ég geri það ekki, þá mun ég sjá eftir því seinna. Mér finnst þetta allt saman svo óraunverulegt og eins heimskulega og það hljómar, þá finnst mér bara eins og þú hafir rétt skroppið í burtu og komir svo aftur. Þegar ég svo átta mig á því að svo sé ekki, þá verð ég alveg frosinn og stari eitthvað útí loft- ið í heillangan tíma þangað til ég byrja að titra. Verð svo stundum ógeðslega reiður og langar að rústa öllu í kringum mig og öskra eitthvað eins og brjálæðingur. Síðustu daga hef ég verið að skoða gamlar myndir og þó svo að það sé ótrúlega erfitt, þá er það líka gott. Allar minningarnar um allar góðu stundirnar sem við áttum eru það eina sem getur fengið mann til að brosa núna, annars er allt ömurlegt þessa dagana og ég get bara ekki sætt mig við þetta og mun aldrei gera það. Ég hef alltaf litið svo upp til þín og ég man þegar ég var lítill hvað mér þótti alltaf gaman að fá að kíkja aðeins með þér í vinn- una og t.d. að fá að fara með þér í Skemmuna á föstudagskvöld- um þegar þú varst í fótbolta og fara svo á Litlu kaffistofuna eftir tímann. Það var alveg sama hversu mikið var að gera hjá þér, þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig. Hvort sem það var að kíkja með mér í Möppudýrið að kaupa fót- boltamyndir eða fara til Sigga Gumm að kaupa eitthvert dót eða hvað sem það nú var, þá fannstu alltaf tíma fyrir mig. Þú hefur alltaf stutt mig í öllu því sem ég hef gert og ég hef aldrei í svo mikið sem sekúndubrot efast um að þér þætti vænt um mig. Okkar samband hefur alltaf verið gott en mér finnst það orð- ið enn betra eftir að ég flutti heim frá Danmörku í sumar. Mér finnst eins og þú hafir róast örlítið, vitandi það að ég myndi taka við hjá þér þegar þú myndir hætta. Reyndar reiknaði ég nú ekki með að þú myndir hætta á næstu 15 árum en þú hefðir kannski getað minnkað við þig og hefðir eflaust gert það hefð- irðu fengið að vera hérna lengur. Núna hringsnýst ég bara eitt- hvað og er algjörlega týndur og virkilega þarfnast þín og ég er ennþá eiginlega ekki búinn að fatta að þú komir bara ekkert aftur og ég get bara ekki höndl- að það. Það er svo margt sem ég á eftir að ræða við þig og planið var alltaf að komast hægt og ró- lega inn í hlutina svo núna veit ég bara ekkert hvað ég á að gera og ég sakna þín svo mikið að ég funkera ekkert þessa dagana. En ég er þrjóskur og ég mun halda áfram og aldrei gefast upp. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Ég elska þig. Þinn Maggi, Magnús Þórisson. Elsku elsku pabbi minn. Ég trúi ekki að ég sé að skrifa svona til þín, mér finnst þetta enn svo óraunverulegt. Það er svo ótal margs að minnast þegar ég horfi til baka, en allar minningarnar sem ég á eiga það sameiginlegt að vera góðar og glaðlegar og þær munu veita mér hlýju um ókomin ár. Þú varst alltaf brosandi, hress og glaður og gæddur þeim góða eiginleika að geta slegið hlutum upp í gott grín. Þú varst svo hjartahlýr og máttir ekkert aumt sjá, þá varstu alltaf fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð. Ég gæti endalaust talið upp hversu yndislegur þú varst; traustur, umhyggjusamur, hjálpsamur, einstaklega hraust- ur og duglegur. Ég á þér og mömmu svo margt að þakka fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, stutt við bakið á mér og hvatt mig áfram. Ég er svo stolt að vera dóttir þín! Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elska þig alltaf. Þín Jobba, Þórey Sif Þórisdóttir. Elsku pabbi, það er óskiljan- legt og ólýsanlega sárt að ég sitji og skrifi minningargrein um þig, að þú hafir verið tekinn frá okkur svona snemma og svona fljótt, maður í blóma lífsins. Ég á erfitt með að skilja þetta og hver stjórnar þessu öllu. Þú varst besti maður í heimi og snertir svo marga. Þegar ég hugsa til baka koma upp í hugann ótal minningar, all- ar stundir með þér voru góðar, þú hafðir svo góða nærveru, hlýtt faðmlag og fallega brosið þitt, já þú varst alltaf brosandi og einstaklega góður í því að slá á létta strengi, húmorinn var aldrei langt undan. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar góðu stundirnar okkar sem ég vildi heitast óska að hefðu verið fleiri. Pabbi var mjög duglegur, hjálpsamur og ósérhlífinn maður sem vildi alltaf allt fyrir alla gera, fyrsti maðurinn á staðinn þegar einhvern vantar hjálp. Hann dekraði mig mikið, gerði allt fyrir mig, sama hvað, það þurfti bara eitt símtal og mál- unum var reddað. Pabbi var glaðvær, brosmild- ur og hafði smitandi hlátur, hann var trygglyndur og mesti öðlingur sem ég hef kynnst. Pabbi var hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fór, það var allt- af gaman í kringum hann. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur hef ég verið dugleg að koma norður og eiga gæða- stundir með fjölskyldunni, við pabbi fórum oft á Greifann í há- deginu og ísrúnt um kvöldið, kúrðum saman yfir sjónvarpinu, þóttumst vera að horfa en sváf- um sennilega bæði meira yfir því en við horfðum. Pabbi var líka mjög duglegur að hringja í mig, og ég í hann. Við töluðum oft saman í hádeg- inu. Hann spurði alltaf út í veðrið, hvernig gengi í vinnunni og hvernig ég hefði það, svo gátum við talað um allt og ekkert, mikið sem mér þótti vænt um það. Pabbi sýndi öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur mikinn áhuga, var alltaf hvetjandi, stoltur af mér og sýndi mér ótakmarkaða ást og hlýju, við áttum einstakt samband og ég er svo stolt af því að vera dóttir þín. Elsku pabbi, ég ætla að halda áfram að tileinka mér það sem þú hefur kennt mér, halda minn- ingu þinni á lofti og halda áfram að gera þig stoltan af mér, ég veit þú vakir yfir mér og fylgist með mér, hvert sem ég fer. Ég á þér svo mikið að þakka, þið mamma hafið gert mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag, fyr- ir það er ég þakklát. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Takk fyrir allt elsku pabbi, ég elska þig meira en orð fá lýst, þín Anna Karen Þórisdóttir. Elsku hjartans sonur minn. Aldrei hefði mig grunað að þetta færi svona. Þú sem varst svo duglegur og lífsglaður maður, tókst alltaf á móti manni með fallega brosinu þínu og hlýjum faðmi. Þú varst alltaf svo góður við mig elsku sonur, gerðir allt fyrir mig og fyrir það vil ég þakka. Elsku Þórir, þú varst mér svo kær, ég elska þig af öllu hjarta og sakna þín svo sárt. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín mamma, Árdís Svanbergsdóttir. Síminn hringir og veröldin umturnast á augabragði – eng- inn fyrirvari, ekkert. Allt í einu stendur maður frammi fyrir því að Þórir bróðir er ekki lengur á meðal okkar. Ég er enn að átta mig á þessu og á mjög erfitt með að koma einhverju á blað, þetta er eitthvað svo óraunveru- legt. Þórir var næstelstur af okkur bræðrum og sá sem við leituðum oft til þegar koma þurfti einhverju í verk. Þórir hékk ekkert yfir hlutunum þeg- ar hann á annað borð hófst handa. Hann var ótrúlega dug- legur, vandvirkur, ósérhlífinn og greiðvikinn. Í dag hefði hann sennilega verið greindur ofvirk- ur, en hann sat sjaldnast að- gerðarlaus. Ef hann var ekki að vinna, þá var hann í einhverju stússi, úti í bili að laga til, þrífa bíla fjölskyldunnar, aðstoða ætt- ingja og vini eða að snyrta og snurfusa heima hjá sér svo fátt eitt sé talið. Á sínum yngri árum tók hann nokkurn tíma til að hlaupa af sér hornin, og þá var reyndar ekki alltaf Jolly Cola í glasinu. Þegar hann kynntist Svövu sinni fór hann nú smám saman að róast og ég man ennþá vel eftir því þegar hann var nýbúinn að kynnast Svövu og bauðst til að keyra mig. Ég hreifst strax af Svövu og það fór ekki á milli mála að hann var heppinn að krækja í hana. Svava gerði Þóri að enn betri manni og saman hafa þau gengið í gegnum súrt og sætt. Ég man nú ekki alveg hvort Þórir var byrjaður að læra til málara, en atvikið sem rifjaðist upp fyrir mér var þegar hann tók upp á því að nota bílasvamp og stimpla vegginn í herberginu sínu í sterkum appelsínugulum lit. Það fannst mér flott sem litlum polla. Samband okkar Þóris var náið þó svo að við vær- um nú ekki í stöðugu sambandi eftir að ég flutti suður. Ósjaldan hringdi ég í hann ef ég þurfti að leita ráða þegar ég var að mála íbúðina með alla mína tíu þumal- putta. Þegar fyrsta íbúðin var keypt þurfti ekkert að biðja hann um eitt eða neitt, hann mætti bara á staðinn þegar hann vissi hvenær íbúðin yrði afhent. Hið sama gerðist þegar við flutt- um í Kópavoginn. Maður rétt sneri sér við, og þá var hann bú- inn að mála íbúðina, svona eins og í Ajax-auglýsingunni þegar stormsveipurinn var á auga- bragði búinn að gera allt hreint og fínt. Þórir var einn af þeim sem ætluðui sér að finna tíma fyrir sjálfan sig, seinna, svona þegar rólegra væri að gera. Hann lifði fyrir vinnuna og að sjálfsögðu fjölskylduna, en þær eru ekki margar stundirnar sem hann nýtti til þess að slappa af. Brott- hvarf hans minnir mann á að það er ekki sjálfgefið að sú stund gefist. Elsku bróðir, kærar þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna. Ég skal gera mitt allra besta til að styðja þá sem þig syrgja. Í dag hefði Steinþór föðurbróðir okkar orð- ið 100 ára þannig að þú ert ábyggilega í veislunni með þeim systkinum. Fáðu þér eina Jolly Cola af því tilefni – svona fyrir mig. Ottó. Elskulegur tengdasonur okk- ar og kær vinur, Þórir Magn- ússon, er fallinn frá langt um aldur fram. Allt frá því að Þórir kom inn í líf okkar hefur hann verið okkur sem besti sonur. Hjörtu okkar eru full af sorg og söknuði, en einnig óendanlegu þakklæti fyr- ir þann tíma sem við áttum sam- an. Hjálpsemi hans og væntum- þykja var alltumlykjandi og við erum sannarlega heppin og stolt að hafa fengið að kalla hann tengdason okkar. Um leið og við kveðjum góðan dreng vottum við elsku Svövu dóttur okkar og börnum þeirra Þóris, þeim Magnúsi, Önnu Kar- en og Þóreyju Sif, dýpstu sam- úð. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hvíl í friði, elsku Þórir okkar. Þínir tengdaforeldrar, Anna og Svavar. Síðast sá ég hann við að mála þak á húsi í Lystigarðinum á Akureyri. Það var á fögrum sumardegi. Hann var brosandi við vinnu sína en gaf sér þó tíma til að spjalla við mig. Góði vinur minn sem alltaf var glaður og hress og sagði svo oft: Við reddum þessu. Það var ekki til nei í hans munni væri hann beðinn um greiða eða að sinna einhverju verkefni. Það er sárt og mikill missir fyrir fjöl- skylduna og líka alla góðu vini hans og raunar þjóðina alla að missa svona mannkostamann ótímabært yfir móðuna miklu. Bara óskiljanlegt. Okkar kynni voru löng og góð. Ég dáðist að þreki hans og dugnaði. Hann vann sína fagvinnu með ótrúlega miklu úthaldi. Hann var svo ósérhlífinn og vann helg- ar, nætur og daga ef mikið lá við. Viðmótið var alltaf það sama, ljúft og brosandi. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum og verið vinur hans. Stundum áttar maður sig á málshættinum: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eitt er þó víst að það er skarð fyrir skildi þar sem Þórir var. Hans verður sárt saknað. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við Þórey sendum Svövu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Kristján Baldursson. Þórir Magnússon málara- meistari var frábær náungi og ein af uppáhaldspersónum mín- umí bæjarlífinu á Akureyri og aldrei leiðinlegt að vera í kring- um hann. Þórir var nefnilega óvenju glaðlyndur, hlýr og skemmtilegur. Ég naut þeirra forréttinda að fá að starfa hjá honum í nokkur ár með hléum á uppvaxtarárum mínum og það er alltaf skemmti- legt að rifja þann tíma upp því það var oftast glatt á hjalla, en hann sýndi mér mikinn skilning og umburðarlyndi, en ég átti við mikið áfengisvandamál að stríða á þeim árum. Orðið nei var ekki til í orðaforða Þóris og það hefur eflaust kostað hann mikla pressu þótt það væri stundum spaugilegt. Þórir hlýtur að hafa verið hraðvirkasti málari Íslandssög- unar og þar er ég ekki að grín- ast. Það var gaman að horfa á hann vinna því hann var röskur með eindæmum og ég lærði heil- mikið af honum. Ég svara því stundum þegar ég er spurður hvaða myndlist- armenntun ég hafi að ég hafi lært hjá Þóri Magnússyni, mál- arameistara á Akureyri. Þórir var auk þess fjölskylduvinur, en feður okkar voru vinir og við- skiptafélagar og ef það þurfti að láta mála var aldrei leitað annað en til hans. Það fylgdi honum alltaf gleði, hlátur og góð nærvera og hann var í miklu uppáhaldi hjá fjöl- skyldu minni og flestum sem til hans þekktu. Síðustu ár rakst ég á Þóri oft- Þórir Magnússon Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.        þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.