Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 16.03.2019, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Greiðslumat og grænkeri, heilun og hlaðvarp, app og auðlinda-gjald; ekki kunni mín kynslóð (f. 1960) þessi orð sem börn ogunglingar. Ég man eftir síðutogurum og sparimerkjum enefast um að ég hafi rætt þau fyrirbæri við börnin mín. For- eldrar mínir sögðu mér frá klökkum og klyfberum en það var svo fjarri mínum veruleika að þau hefðu eins getað haft þessi orð um einhverja hluta tunglfarsins þarna í kringum árið 1969. Sífellt bætast ný orð við málið og önnur geta horfið úr daglegri notkun. Ný orð sem við kynnumst fellum við inn í þau mynstur sem málkerfi móðurmáls okkar býr þeim. Talsverður hluti orðaforðans eru svonefnd tökuorð. Það eru orð sem íslenskan hefur einhvern tíma fengið úr einhverju öðru tungumáli en eru ekki sótt í grunnorðaforða norrænunnar eða mynduð af þess háttar grunnorðum. Ef orð í íslensku byrjar á stafnum p má reikna með að það sé tökuorð sem hafi bæst við norræna orðaforðann ein- hvern tíma í sögu íslensk- unnar. Tökuorðin hafa til dæmis komið úr latínu og oft staldrað við í öðrum ger- mönskum málum, t.d. þýsku, dönsku eða ensku, á leið til okkar. Mörg þeirra komu með kristninni (prestur, predikun, postuli o.s.frv.); ósjaldan eiga kristniorðin grískan og latneskan uppruna og hafa gjarna haft við- komu í fornsaxnesku eða fornensku á leið inn í vesturnorrænuna. Sögulega samsvara orð með f- í upphafi í germönskum málum þeim orðum sem hafa p- í upphafi í öðrum indóevrópskum málum – pater í lat- ínu og grísku samsvarar faðir í norrænu og father á ensku – eins og Þór- hallur Eyþórsson rakti á þessum stað fyrir skömmu. Þess vegna eru eld- forn germönsk orð með p- í upphafi eiginlega ekki inni í myndinni hjá okkur. En orð hafa færst milli tungumála alla tíð og ýmis íslensk orð sem byrja á p- eiga reyndar býsna langa sögu í málinu. Gömul eru til dæmis tökuorðin pína, pell (dýr dúkur, silkiefni) og prúður. Orðið pilla er upprunalega úr latínu (pilula: lítil kúla). Pillan kemur inn í íslensku á 18. öld, eftir viðkomu í dönsku (pille). Sá áhugaverði munur er á orðunum pell og pilla að pellið er borið fram með –dl- en pillan, síð- ari alda viðbót við orðaforðann, hljómar ekki þannig heldur með löngu rödduðu l-hljóði. Orð í íslensku með –ll- undirgengust nefnilega hljóð- breytingu á miðöldum sem breytti langa l-inu í –dl-. En pillan, pil-lan, kom svo seint til skjalanna í íslensku að langa l-ið í því orði missti af þessari ágætu hljóðbreytingu. Orðið galli með –dl- er fornt orð í íslensku en galli með l-l er seinni alda tökuorð. Það er reyndar af sama meiði og orðið gala (hátíðarsýning, viðhöfn) í rómönskum málum. Ef við viljum ekki vera einhverjir galla- gripir förum við úr vinnugallanum í sparigallann áður en við mætum á galakvöldið. Pillur og gallar Framburður Gallalausar pillur? Tungutak Ari Páll Kristinsson Síðustu vikur hefur athygli fólks beinzt tölu-vert að opinbera stjórnkerfinu, bæði ríkisinsog ekki síður Reykjavíkurborgar. Í fyrra til-vikinu vegna upplýsinga sem hafa verið birt- ar um launakjör ýmissa æðstu stjórnenda hjá ríkinu (fyrir utan það sem snýr að æðstu embættismönnum, þingmönnum og ráðherrum vegna Kjararáðs) og hafa haft áhrif inn í yfirstandandi kjarasamninga og í því síðara vegna vísbendinga um að eitthvað mikið sé að í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Það er tiltölulega nýtt fyrirbæri að launakjör æðstu stjórnenda hjá hinu opinbera veki umræður þótt deilur um kaup og kjör þingmanna hafi alltaf verið til staðar. Fyrir nokkrum áratugum fór ekki á milli mála að launakjör æðstu stjórnenda í einkageir- anum voru mun betri en hjá hinu opinbera. Á móti kom meira atvinnuöryggi hjá opinberum aðilum og mun betri eftirlaunaréttindi. Fyrir 50-60 árum sýndist áhorfanda að staða fram- kvæmdavaldsins væri mun sterkari en löggjafar- valdsins. Þá virtust ekki bara lagafrumvörp, sem máli skiptu verða til í stjórnarráðinu, heldur nýjar hugmyndir líka. Alþingi væri afgreiðslustofnun, sem hefði lítið um nýja löggjöf að segja efnislega. Þá hóf ungt fólk, bæði innan Sjálfstæðis- flokksins og líka í lagadeild Háskóla Íslands að berjast fyrir því að sett yrði á fót embætti Umboðsmanns Al- þingis til þess að veita framkvæmdavaldinu nauðsyn- legt aðhald. Fyrirmyndin kom frá öðrum löndum á Norðurlöndunum. Á síðustu 30-40 árum fór Alþingi smátt og smátt að rétta sinn hlut. Það gerðist bæði fyrir tilverknað einstakra þingmanna en líka með því að vegur for- seta Alþingis var aukinn, bæði í launakjörum og með sýnilegum valdatáknum. Í raun varð embætti forseta Alþingis eins konar ígildi ráðherraembættis. Á seinni árum hefur þingið tekið upp ný vinnu- brögð að hætti erlendra þjóðþinga með því að þing- nefndir kalla fyrir sig einstaka embættismenn og stjórnendur hjá hinu opinbera í eins konar yfir- heyrslur, sem nú er jafnvel farið að sjónvarpa, þann- ig að almennir borgarar geti fylgzt með. Allt eru þetta skref í rétta átt sem hafa átt þátt í að jafna metin á milli framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds, þótt mikið verk sé óunnið í þeim efnum. Fyrir hálfri öld mátti velta því fyrir sér, hvort framkvæmdavaldið væri of veikt, þrátt fyrir að það hefði viss undirtök í samskiptum við löggjafarvaldið. Sum ráðuneyti voru ótrúlega fámenn og höfðu því litla burði til að láta finna fyrir sér. En smátt og smátt náði opinbera stjórnkerfið vopnum sínum. Árið 1980 námu tekjur hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) 35,4% af vergri landsfram- leiðslu og gjöld 34,1%. Áratug síðar, árið 1990 voru tekjurnar komnar upp í 38,1% af vergri landsframleiðslu og gjöldin 41,4%. Um aldamótin hafði hlutfall tekna hins opinbera enn aukizt og var orðið 42,6% og gjöldin 41,3%. Og var þó sú kynslóð í Sjálfstæðisflokknum, sem boðaði „báknið burt“ búin að sitja í stjórnarráðinu í áratug! Árið 2010, í kjölfar hrunsins, námu tekjur 39,6% og gjöld 49,4% og árið 2015 námu tekjur hins opin- berra af vergri landsframleiðslu 42,2% og gjöldin 42,7%. Þessar tölur segja sína sögu. Á síðustu fjórum áratugum hefur vægi opinberra aðila í þjóðarbúskapnum því aukizt verulega. Og kannski er það að einhverju leyti skýringin á því að embættismannakerfið hefur látið finna stöðugt meira fyrir sér. Og nú er svo komið að segja má með nokkrum rökum að opinbera kerfið sé komið úr böndum með ýmsum hætti. Rétt er að taka fram að í þessum efnum má ekki alhæfa. Það eru til margar opinberar stofnanir og fyrirtæki sem eru rekin með mynd- arbrag. En ýmislegt má finna að öðrum. Almannarómur hefur lengi sagt og í auknum mæli að embættis- mannakerfin í ráðuneytum leggi áherzlu á að „ná tökum“ á nýjum ráðherrum á nokkrum fyrstu mán- uðum þeirra í embættum. Með því er átt við að kerf- in ráði ferðinni en ekki hinir nýju ráðherrar sem þó eru kjörnir fulltrúar fólksins í landinu. Kannski eru nýjar kynslóðir stjórnmálamanna að átta sig betur á þessu. Alla vega hafa farið sögur af því undanfarna mánuði að í tíð núverandi ríkisstjórnar sé meira um átök á mili ráðherra og embættismanna þeirra en áð- ur hafi þekkzt. Utan frá séð virðist orðið meira um það en áður var að háttsettir stjórnendur í ráðuneytum, sem lengi hafa setið í embættum, hagi sér eins og „heima- ríkir hundar“ og fari sínu fram, hvað sem líður vilja ráðherra eða pólitískum hagsmunum. Og þar sé að finna skýringar á undarlegum ákvörðunum sem aftur og aftur virðast teknar í ráðuneytum. Dæmi eru um að embættismenn hafi gengið svo langt að reyna að vinda ofan af ákvörðunum þingnefnda sem þeim hafa ekki verið að skapi. Fólk í mjög ólíkum geirum samfélagsins finnur fyrir „kerfinu“ að þessu leyti. Óánægja almennra borgara er orðin svo víðtæk af þessum sökum að sennilega mundi stjórnmálaflokk- ur, sem tileinkaði sér kjörorðið „báknið burt“, sem ungir sjálfstæðismenn tóku upp forðum daga, geta náð verulegum árangri í kosningum með því að ryðj- ast fram á hinum pólitíska vígvelli með þann gunn- fána í fararbroddi. Alla vega ætti forystusveit Sjálfstæðisflokksins að horfa vandlega til beggja átta og gæta að því, hvort Miðflokkurinn sé einhvers staðar í augsýn. Opinbera kerfið komið úr böndum Í ráðuneytum hafa orðið til „heimaríkir hundar“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar ég skoðaði nýjustu alþjóð-legu mælinguna á atvinnu- frelsi, sem er frá 2018, með tölum frá 2016, rak ég augun í þá óvæntu staðreynd að í Márusarlandi, eins og kalla mætti Mauritius, stendur eitt af tíu frjálsustu hagkerfum heims. Hin eru í Hong Kong, Singa- púr, Nýja Sjálandi, Sviss, Írlandi, Bandaríkjunum, Georgíu, Bretlandi, Ástralíu og Kanada (en tvö hin síð- astnefndu standa jafnfætis). Márus- arland er eyjaklasi langt undan austurströnd Afríku og heitir eftir Márusi af Nassau, ríkisstjóra Hol- lands á öndverðri sautjándu öld, en Hollendingar réðu um skeið klas- anum. Seinna varð hann bresk ný- lenda. Margir íbúanna eru afkom- endur indverskra verkamanna, sem fluttir voru til landsins á nýlendu- tímanum. Þegar íbúar eyjaklasans kröfðust sjálfstæðis eftir miðja tuttugustu öld, hafði Bretastjórn nokkrar áhyggjur af því að þeir gætu ekki staðið á eigin fótum. Breski hag- fræðingurinn James E. Meade, sem var ákveðinn jafnaðarmaður og fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1977, komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu til stjórnarinnar árið 1961 að framtíðarhorfur landsins væru dapurlegar. Márusarland gæti lokast inni í þeirri gildru fólksfjölg- unar án hagvaxtar sem oft er kennd við breska prestinn Malthus. Bresk-indverski rithöfundurinn V.S. Naipaul ferðaðist nokkrum ár- um síðar um Márusarland og skrif- aði í nokkrum lítilsvirðingartón að það væri „yfirfull þrælakista“ þar sem allir vildu hverfa á brott. „Það var á Márusarlandi sem dodo- fuglinn týndi niður listinni að fljúga.“ Naipaul fékk Nóbels- verðlaun í bókmenntum árið 2001. Eftir að Márusarland varð sjálf- stætt árið 1968 var um skeið órói í landinu. Svo virtist sem hrakspár Nóbelsverðlaunahafanna tveggja gætu ræst. En þótt stjórnmálabar- áttan væri hörð, náðist samkomulag um að auka atvinnufrelsi verulega og laða erlenda fjárfesta til lands- ins. Hagkerfið var hið 59. frjálsasta í heiminum árið 1980, en hið 8. árið 2016. Að vonum hefur hagur íbú- anna vænkast síðustu áratugi, ólíkt flestum öðrum Afríkuríkjum. Meðaltekjur í Márusarlandi árið 2017 voru samkvæmt tölum Al- þjóðabankans $10.500, en það var nálægt meðaltekjum í heiminum öll- um, $10.700. Meðaltekjur í Afríku voru hins vegar miklu lægri, ekki nema $1.800. Dodo-fuglinn dó út af því að hann kunni ekki að fljúga en Márusarland lifnaði við af því að það nýtti sér frelsið. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Frá Márusarlandi 5 herbergja steinsteypt parhús með bílskúr. Sérsmíðaðar innréttingar, tvö baðherbergi. Stærð 156,4 m2 Verð kr. 48.000.000 Mávatjörn 1, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.