Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.03.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 Það kennir margra grasa efrýnt er í úrslit Íslandsmótsskákfélaga 2019 sem lauk íRimaskóla á dögunum. Mörg lið og einstaklingar náðu góð- um úrslitum; í 4. deild sigraði b-sveit KR en í 2.-3. sæti kom skáksveit UMSB og b-sveit Hróka alls fagn- aðar. Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal á Mýrum, sem tefldi á 1. borði fyrir UMSB, vann allar sex skákir sínar. Gamall vinur hennar frá Glitstöðum í Norðurárdal, Jó- hann Óli Eiðsson, var í b-sveit Hróka alls fagnaðar og vann einnig allar sex skákir sínar. Í 3. deild sigraði Taflfélag Garða- bæjar og flyst upp í 2. deild ásamt Taflfélagi Vestmannaeyja sem var með tvær sveitir og fjölskipað lið. Innan borðs var m.a. nýbakaður Skákmeistari Vestmannaeyja, Hall- grímur Steinsson, sem tefldi fjórar skákir og vann þær allar. Hann var stigalaus fyrir mótið en náði árangri upp á meira en 2000 elo-stig. Selfyssingar unnu 2. deild með yf- irburðum. Þeir hafa fengið til sín Bandaríkjamennina Yaccov Noro- witz og Noah Siegel. Sá síðarnefndi dvaldi í grennd við Selfoss fyrir nokkrum misserum, sat oft að tafli í Fischer-setrinu og margir drógu þá ályktun að þetta hlyti að vera ein- hverskonar pílagrímsför skákmanns sem eitt sinn tefldi fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramóti unglinga. Í seinni hluta keppninnar bættist í sveitina Henrik Danielssen sem var búsettir hér ekki alls fyrir löngu. Búast má við því að þessir þrír verði áfram í liði Selfyssinga á næsta keppnistímabili. Bestum árangir þeirra sem tefldu níu skákir á mótinu náði Hannes Hlífar Stefánsson. Hann hlaut 8½ vinning. Hannes efstur í Prag Áfram með Hannes Hlífar. Eftir Íslandsmót skákfélaga hélt hann til Prag þar sem hann hóf þátttöku í opnu móti vann fimm fyrstu skákir sínar, allar á sannfærandi hátt. Hann gerði svo jafntefli í sjöttu um- ferð og var þá einn í efsta sæti með 5½ vinning en keppendur á mótinu eru 172 talsins. Í 2.-7. komu m.a. þrír öfugir stórmeistarar frá Úkraínu. Hannes mætti einum þeirra í 5. um- ferð: Skákhátíðin í Prag; Eldar Gasanov ( Úkraína ) – Hannes Hlífar Stefánsson Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. a3 g6 5. g3 Bg7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 d6 8. d3 Bd7 9. Hb1 Hb8 10. b4 a6 11. h3 b5 Góð leið til að mæta enska leikn- um, Hb8, a6 og b5. 12. e4 Rd4 13. Rxd4 exd4 14. Re2?! 14. Rd5 hefði verið öruggara. Nú hrifsar svartur til sín frumkvæðið. 14. … bxc4 15. Rxd4 cxd3 16. Dxd3 c5! 17. bxc5 Hxb1 18. Dxb1 dxc5 19. Rb3 Bb5 20. He1 Bd3 21. Da2 Db6 22. Rd2 c4! Snarplega leikið. Ef 24. Rxc4 þá kemur 24. … De6 25. Bf1 Bxf1 26. Hxf1 Hc8 og hvítur tapar manni. 23. e5 Rd7 24. Rf3 Hb8?! Einu mistök Hannesar í þessari skák liggja í þessari áætlun á ná uppskiptum á drottningum. Best var 24. … Hc8 og síðan c4-c3 við tæki- færi. 25. Bf4 Db2 26. Dxb2 Hxb2 27. e6! Með þessum leik nær hvítur gagn- færum. 27. … fxe6 28. Hxe6 Bf8 29. Hxa6? Mun sterkara var 29. Hc6! sem hamlar för c-peðsins t.d. 29. … Hc5 30. Hc8+ Kf7 31. Re5+! og hvíta staðan er betri. 29. ... Bc5! 30. Re5 Bxf2 31. Kh2 Rb6! 32. h4 Bd4 33. Kh3 Bf5+ 34. g4 Be6 35. a4 Bd5! Glimrandi vel teflt. 36. Bxd5 Rxd5 37. Ha8 Kg7 38. Bg3 Hb3 39. He8 Skárra var 39. Kh2 sem svartur getur svarað með 39. … Hxg3. 39. … Bf2! – og Gasanov gafst upp. Hæfileikafólk á Ís- landsmóti skákfélaga Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Arnar Sigurmundsson Íslandsmót skákfélaga Skákmeist- ari Vestmanneyja 2019, Hallgrímur Steinsson vann allar skákir sínar. Fáir efast um að gervigreind (e. artificial intelligence, AI) og vélrænt nám (e. machine learning, ML) muni breyta tölvu- og netöryggi. Við vit- um bara ekki enn hvernig eða hve- nær það gerist. Margir sem um þetta rita gera það annaðhvort frá sjónarhóli árásarmanns eða varn- armanns. Oft er þá fjallað um þetta sem nokkurs konar vopnakapphlaup milli þessara tveggja aðila. Hér er sjónum aftur á móti beint að veilum í hugbúnaði. Það er nærri ómögulegt að skrifa gallalausan hugbúnað. Sá hugbún- aður sem nálgast fullkomnun verður þó óheyrilega dýr og markaðurinn varla tilbúinn að greiða fyrir hann. Örfáar undantekningar eru til, eins og þróun hugbúnaðar fyrir geim- flaugar. Annars er krafan sú við þró- un hugbúnaðar að framleiða skuli hann hratt og ódýrt á kostnað gæða. Aðeins hluti hugbún- aðargalla orsakar veil- ur í hugbúnaði. Aðeins lítill hluti þeirra veilna uppgötvast og gefur færi á misnotkun. Tölvuþrjótar uppgötva þó sumar veilur og ná að nýta veikleika í hug- búnaðarkerfum með ýmsum ráðum og ráð- ast á þau. Þetta er ástæðan fyrir því að við fáum stöðugt til- kynningar í tölvum okkar og símum um að uppfæra þurfi hug- búnað. Þetta er vegna þess að hug- búnaðarframleiðendur eru að lag- færa galla sem orsaka veilur sem unnt er að nýta til árása og skemmd- arverka. Allt væri betra ef framleiðendur hugbúnaðar gætu fundið og lagað alla galla meðan á hönnun og þróun stendur. Sem fyrr segir verðlaunar markaðurinn ekki þá sem leggja slíkt á sig, það kostar jú bæði tíma og peninga. Með tilkomu gervi- greindar (AI) og vélræns náms (ML) sjá menn nú tækifæri til að leysa vandamál af þessu tagi til fram- búðar. Vandinn við að finna veilur í hug- búnaði virðist vel sniðinn fyrir ML- kerfi. Að rýna forritunarkóða, línu fyrir línu, er einmitt sú tegund leið- inlegra vandamála sem tölvur geta leyst með framúrskarandi hætti ef hægt er að kenna þeim hvernig galli eða veila lítur út. Þetta er auðvitað ekki einfalt mál og nú þegar hafa verið ritaðar margar fræðigreinar og bækur um efnið – og rannsóknir halda áfram. Ástæða er til að ætla að ML-kerfi geti orðið mun betri við lausn vandamála af þessu tagi í framtíðinni. Góðar líkur eru á að okkur takist með AI og ML-kerfum að finna og lagfæra miklu betur en nú er, margs konar galla og veilur í hugbúnaðarkerfum framtíðarinnar. Það er mikilvægt að hönnuðum hugbúnaðar takist að finna veilur og lagfæra þær áður en hugbúnaðurinn er gef- inn út. ML-kerfi munu að öllum líkindum verða veigamikill hluti hugbúnaðarverkfæra framtíðarinnar og munu vonandi finna og lagfæra sjálfkrafa veil- ur á meðan hugbúnað- urinn er enn í þróun. Vonandi líður ekki á löngu þar til við getum sagt hvert við annað: „Manstu þenn- an hryllilega tíma þegar við glímd- um við endalausa galla í hugbúnaði, með tilheyrandi tölvuinnbrotum og gagnaleka? Váá, hvað ML-kerfi hafa gert alla upplýsingatækni miklu betri og öruggari.“ Ef við lítum nógu langt út fyrir sjóndeildarhringinn getum við séð framtíð þar sem veikleikar hugbún- aðar eru hluti af fortíðinni. Þá þurf- um við bara að hafa áhyggjur af því hvaða nýju og háþróuðu árásar- tækni AI-kerfin finna upp. Leitin að hugbúnaðargöllum Eftir Svönu Helen Björnsdóttur » Það er nærri ómögu- legt að skrifa galla- lausan hugbúnað. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi https://futureoflife.org/backgro Forritun Hugbúnaður þarf að vera vel prófaður og sem næst villulaus. Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.