Morgunblaðið - 16.03.2019, Page 25

Morgunblaðið - 16.03.2019, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 ✝ Gunnar Odds-son var fæddur í Flatatungu á Kjálka 11. mars 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 10. mars 2019. Foreldrar hans voru Oddur Einars- son frá Flatatungu, f. 26. janúar 1904, d. 1. maí 1979 og Sigríður Gunn- arsdóttir frá Keflavík í Hegra- nesi, f. 5. apríl 1899, d. 18. mars 1989. Systkini Gunnars eru Ein- ar, f. 20. apríl 1931, d. 17. nóv- ember 2005, Sigurlaug, f. 27. september 1932, d. 29. janúar 2010, og Sesselja Guðrún, f. 21. ágúst 1939, búsett í Kópavogi. Gunnar kvæntist Helgu Árna- dóttur 21. nóvember 1964. Börn Oddur, f. 14. maí 1995, móðir Esther Ágústsdóttir. Sigríður, f. 20. júlí 1975, maki Þórarinn Eymundsson, búsett á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: Eymundur Ás, f. 24.9. 2002, Þór- gunnur, f. 29.10. 2005, og Hjör- dís Halla, f. 19.2.2010 Gunnar ólst upp í Flatatungu. Hann tók landspróf 1950, bú- fræðingur frá Hólaskóla 1954 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1957. Starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga 1957-59 að hann tók við búi í Flatatungu, brá búi 1998. Gunnar tók virkan þátt í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga (1981- 1988), sat á Búnaðarþingi og í hreppsnefnd Akrahrepps svo eitthvað sé nefnt. Útför Gunnars fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 16. mars 2019, klukkan 13. Jarðsett verður í Silfrastaðakirkjugarði. þeirra eru: Einar, f. 26. apríl 1966, maki Íris Olga Lúðvíks- dóttir, búsett í Flatatungu. Þeirra börn eru: Inga f. 26. september 1999, Davíð, f. 7. mars 2002, Gunnar, f. 14. janúar 2004. Árni, f. 15. apríl 1967, maki Þ. Ele- nora Jónsdóttir, bú- sett á Sauðárkróki. Þeirra börn eru: Helga Sól, f. 21. október 1998, Áróra, f. 22. september 2000, Helena Erla, f. 12. júlí 2003, Jörundur Örvar, f. 21. júní 2006. Kári f. 4. júlí 1968, maki Sig- fríður Jódís Halldórsdóttir, bú- sett í Varmahlíð. Þeirra börn eru: Jódís Helga, f. 12. apríl 2002, Einar f. 18. janúar 2004, Við vissum að hverju stefndi þegar pabbi fór á sjúkrahús í byrjun ársins. Við systkinin, mamma og barnabörnin heim- sóttum hann daglega og þær stundir með honum voru dýr- mætar og ljúfar. Þá var spjallað saman á meðan þrek leyfði, rifj- aðar upp sögur, farið með vísur og kvæði og stundum meira að segja sungið. Hann tók örlögum sínum af æðruleysi, bar sig vel, kvartaði ekki og þegar maður fór voru kveðjuorðin ætíð „Guð fylgi þér“. Trúna og æðruleysið nam hann af Sigríði móður sinni og Einari afa sínum á uppvaxtarár- unum í Flatatungu. Pabbi fædd- ist þar árið 1934. Ungur upplifði hann lýðveldisstofnunina 1944 og þeir straumar og stefnur er henni fylgdu mótuðu hug hans ungan. Pabba þótti vænt um landið sitt, náttúruna og sjálf- stæði þjóðarinnar og sýndi það í verki við störf að félagsmálum alla tíð. Þar átti hann mörg hand- tökin, í starfi innan hreppsnefnd- ar, karlakórsins, ungmenna- félagsins, ásamt starfi að stjórnmálum og félagsmálum bænda og síðast en ekki síst inn- an samvinnuhreyfingarinnar. Hann var í stjórn og síðar stjórn- arformaður Kaupfélags Skag- firðinga og leiddi félagið ásamt fleiri góðum samvinnumönnum í gegnum öldurót á erfiðum tím- um. Hann tranaði sér þó aldrei fram eða sóttist eftir viðurkenn- ingu á neinu sviði. Honum voru falin trúnaðarstörf vegna mann- kosta sinna. Þegar sólin gekk til viðar á ævikvöldinu leit gamli bóndinn í Flatatungu sáttur yfir farinn veg. Hann sagði okkur að hann hefði lifað góða ævi með mömmu sér við hlið og væri tilbúinn að fara þegar kallið kæmi. Líf hans og viðhorf voru til eftirbreytni. Pabbi var góður bóndi og rækt- aði hross og sauðfé af ástríðu og þekkti allar sínar kindur með nafni, kunni ættir þeirra og vissi hvar þær gengu á fjalli. Hann var hófsamur og varkár í allri ákvarðanatöku, glöggur, fastur fyrir og ráðagóður. Þau mamma voru höfðingjar heim að sækja og tóku vel á móti gestum, sem oft á tíðum voru margir. Skipti engu hvort þeir töldust til fyrirmenna eða þeirra sem minna máttu sín. Við eldhúsborðið í Flatatungu voru allir jafnir. Stundum var dreypt á viskístaupi með kaffinu, sagðar sögur og jafnvel hermt eftir mönnum. Það var ekki lognmolla í kringum karlana þegar mikið lá við að ná inn heyjum áður en rigndi, eða smala óþekku fé heim af fjalli, en svo féll allt í ljúfa löð þegar takmarkinu varð náð, sem auðvitað gerðist alltaf um síðir. Og mannlífið í sveitinni heima var og er gott. Fólk lét sér annt um hvert annað og hjálpaðist að við heyskap og smölun. Nágran- navarsla var stunduð þar löngu áður en það hugtak var fundið upp. Það var hringt á milli bæja til að athuga hvernig menn hefðu það, sér í lagi eftir að Guðmund- ur á Egilsá, Hjörleifur á Gils- bakka og Helgi á Merkigili urðu einbúar. Við börn Gunnars og Helgu í Flatatungu, makar okkar og börn kveðjum pabba með þakklæti, virðingu og hlýju. Við búum vel að uppeldinu. Þau manngildi og lífsviðhorf sem hann kenndi, fylgja okkur áfram þó að hann sé farinn – inn í sum- arlandið þar sem dagur Guðs líð- ur aldrei að kveldi. Árni Gunnarsson. Elsku afi okkar kvaddi okkur 10. mars síðastliðinn. Það er erf- itt að hugsa sér lífið og Flata- tungu og ömmu með engan afa. Afi var alltaf glaður að sjá okkur og hvatti barnabörnin áfram í því sem þau voru að gera. Við vorum mjög lítil þegar við byrjuðum að spila ólsen við afa. Á haustin fór- um við í fyrirstöðu með afa og biðum eftir kindunum sem voru að koma af Tungudalnum. Heim- alningarnir voru alltaf glaðir að sjá afa og okkur með mjólk í pela handa þeim. Endalausar minn- ingar er hægt að geyma og vera þakklát fyrir. Síðustu orð afa til okkar voru, „Guð fylgi þér“. Og Guð fylgir okkur öllum og elsku afa uppi á himnum. Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur. „Hví viltu morguns bíða með kvíða? Þér heitir, sem æðstur er, það sem þér ber, Hann veitir.“ Gunnar Oddsson kvaddi þetta jarðlíf 10. mars og beið því ekki eftir 85 ára afmælisdeginum sín- um daginn eftir, hann var lítið fyrir þannig tilstand. Gunnar frændi, móðurbróðir minn, var bara 22 ára þegar ég ruddist inn á heimilið í Flata- tungu í Akrahreppi. Fyrsta barnabarn afa og ömmu og dekr- uð í drasl. Þegar ég var rétt árs- gömul hvarf mamma til náms í ljósmóðurfræðum og svo síðar í sérnám erlendis. Þá sátu þau uppi með mig, afi, amma, Gunnar og Gunna frænka. Ég varð fljótt eins og frímerki á Gunnari, þó afi og amma hefðu vissulega sitt að segja, en ef ég gat valið þá valdi ég Gunnar. Síðar er ég stækkaði fékk ég líka að fylgja honum af bæ í allskonar erindum og lærði því mjög fljótt að þekkja bæina í Akrahreppi og ábúendur þar. Ég vissi líka alltaf við hvern þeirra hann var að tala í sveitasímann því hann hermdi ósjálfrátt eftir viðmælanda sínum. Það var oft margt í Tungu á þessum árum af börnum og unglingum sem hafa haldið tryggð við Gunnar og heimilið æ síðan. Frá fimm ára aldri var ég hjá móður minni að vetrum en í öllum lengri fríum og á sumrin þá var ég mætt í Tungu. Gunnar var mitt goð á þessum árum og allt satt og rétt sem hann gerði. Ég man svo vel þeg- ar amma handleggsbrotnaði og mamma fékk Helgu, unga stúlku frá Akranesi, til að fara norður að aðstoða ömmu. Helga var gangastúlka á fæðingardeildinni á Akranesi og ætlaði í hjúkrun, en ílengdist í Flatatungu eftir nokkurra mánaða dvöl þar, sem betur fer, og er þar enn. Frændi hefði ekki getað fengið betri lífs- förunaut – en mikið var hann erf- iður og leiðinlegur þá viku sem Helga hvarf á braut til að hugsa um það val að verða bóndakona eða hjúkka. Ég stækkaði og ábyrgðin jókst og fjölskyldan í Flatatungu stækkaði. Einar fæddist, svo Árni og Kári og að- eins ár á milli þeirra, löngu síðar kom Sigga. Jakob Ragnar, minn frumburður og næstum jafnaldri Siggu, naut, og nýtur enn, þeirr- ar gæfu að eiga alltaf víst athvarf í Tungu og verða þau Tungu- systkini alltaf okkar nánast fjöl- skylda. Gunnar var góður pabbi og börn hans fylgdu honum eins og ég áður, lærðu af honum að lesa í náttúruna. Hann var líka bóndi af lífi og sál. Sérlega fjár- glöggur, þekkti allar sínar kind- ur með nafni og ræktaði um tíma fé með auka rif þar til riðan tók það. Það var honum erfitt. Fram- farir og nýjungar í búskaparhátt- um voru honum hugleiknar. Hann var mjög mikill framsókn- armaður en hélt samt sinn sann- færingu og fylgdi ekki alltaf flokkslínu. Gunnar var Íslend- ingur sem vildi hvorki virkja um of eða selja landið okkar. Man ég marga skrautlega fundi í kringum virkjun Blöndu. Ein- hverju sinni flutti ég ræðu sem hann samdi á fundi um virkj- unina þar sem honum var mein- aður aðgangur og gerðu fund- argestir sér fljótt grein fyrir hver hefði skrifað. Gunnar var víðlesinn og fróður og það pirr- aði mig oft þegar ég hafði verið að þvælast einhvers staðar, inn- an lands eða utan, að hann vissi oftast meira um staðina sem ég hafði verið á en ég. Þegar ég hugsa um Gunnar frænda þá hugsa ég um visku, þráa og þrjósku og frábæra rökfærslu og manngæsku. Takk fyrir allt og allt. Sigríður A. Pálmadóttir. Gunnar Oddsson, bóndi í Flatatungu á Kjálka í Akra- hreppi, kvaddi þetta líf á sunnu- daginn 10. mars, daginn fyrir af- mæli sitt. Hann hefði orðið 85 ára á mánudaginn, hefði hann lifað svo lengi. Gunnar var alla starfsævi sína bóndi í Flatatungu. Bjó fyrst í félagi við foreldra sína, Odd Einarsson og Sigríði Gunn- arsdóttur, en síðan einn með sinni konu og af þeim tók svo við sonur Gunnars og konu hans, Helgu Árnadóttur, Einar að nafni, og býr hann þar nú ásamt sinni fjölskyldu. Önnur börn þeirra hjóna eru svo Kári, kenn- ari og annar af ritstjórum Byggðasögu Skagafjarðar, Árni, kvikmyndagerðamaður á Sauð- árkróki, og svo séra Sigríður, sóknarprestur Sauðárkróks- prestakalls. Öll eiga þau svo sína maka og börn og er þetta sér- staklega vænn hópur sem setur sitt mark og svip á samtíð sína í Skagafirði. Gunnar fór snemma að taka virkan þátt í félagsmálum, bæði sinnar sveitar og héraðsins alls og raunar víðar. Hann var af- skaplega vel gefinn maður, íhug- ull og skarpskyggn og fljótur að greina aðalatriði frá aukaatrið- um í hverju máli. Meðal þeirra félaga sem hann lagði lið sitt var Kaupfélag Skagfirðinga, fyrst sem deildarstjóri í félagsdeild sinnar sveitar, en síðar félagsins alls sem stjórnarmaður og stjórnarformaður um hríð. Það var ævinlega hlustað með at- hygli þegar Gunnar tók til máls á fundum. Sjaldan var hann fyrstur til að taka til máls, nema honum bæri það sem framsögu- manni hinna ýmsu mála, en þeg- ar hann talaði var augljóst að hann var búinn að hugsa vel þau mál sem hann fjallaði um og komast að niðurstöðu. Til hans báru menn mikið traust og studdu hann í þeim málum sem hann beitti sér í. Langt mál mætti rita um fé- lagsmálastörf Gunnars Odds- sonar í Flatatungu, en því eru takmörk sett hvað minningarorð mega vera langt mál í Morgun- blaðinu og skal það að sjálfsögðu virt og hér staðar numið, en vera má að einhverjum gefist einhvers staðar kostur á að gera þeim skil þar sem meira rými er fyrir slíkt. Vegna þess að sá sem þetta ritar var í allmörg ár eins konar sendill yfirmanna hjá Kaup- félagi Skagfirðinga kom það oft í minn hlut að fara til Gunnars meðan hann sinnti ábyrgðar- störfum fyrir félagið, svo sem með skjöl til undirritunar eða önnur þau erindi sem slíku fylgja. Alltaf var gott og nota- legt að koma í Flatatungu, setj- ast þar niður og eiga spjall við húsráðendur. Margt var rætt og margs spurt og alltaf þótti manni sem betri maður færi frá Tungu en kom þar. Slíkar minn- ingar er gott að eiga og þær verða ekki frá manni teknar. Að leiðarlokum er Gunnari þökkuð vinátta og samstarf í áratugi sem aldrei bar skugga á. Helgu og fjölskyldu þeirra votta ég samúð mína og míns fólks. G. Þorkell Guðbrandsson. Gunnar í Flatatungu er lát- inn. Með honum er fallinn einn öflugasti félagsmálamaður Skagfirðinga, sem var öðrum bet- ur til forystu fallinn. Hann var fæddur í Flatatungu og ólst þar upp. Hann nam búfræði og var um skeið ráðunautur skagfirskra bænda, en sneri sér síðan að bú- skapnum í Flatatungu. Hann var mjög snjall fjárræktarmaður og náði frábærum árangri á því sviði, svo að á búi hans voru fágætir gripir. Það var honum mikil raun þegar hann varð að farga sinni einstæðu hjörð vegna riðuniður- skurðar. Gunnar var fluggreindur og ákaflega áhrifamikill, hvort heldur var í ræðustól eða viðræð- um manna á milli. Hann var ein- lægur hugsjónamaður og unni landi okkar og náttúru þess af öllu hjarta. Hann var einlægur og sannur maður samvinnu og sam- hjálpar. Valdist hann því snemma til forystu meðal framsóknar- manna í Skagafirði og í Norður- landskjördæmi vestra. Hann var formaður stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga um skeið og einnig formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga. Þá var hann fulltrúi héraðs síns á Búnaðarþingi um árabil. Er þá fátt eitt talið af þeim trúnaðarstörfum er honum voru falin. Alls staðar þar sem Gunnar kom að málum lét hann að sér kveða og bar með sér vitsmuni myndarskap og ærlegheit. Gunn- ar var giftur mætri konu Helgu Árnadóttur og eignuðust þau þrjá öfluga syni og ágæta dóttur og votta ég þeim innilega samúð mína. Sjálfur á ég Gunnari meira að þakka en flestum öðrum óvandabundnum. Hann var um langt árabil einn minn nánasti vopnabróðir og ráðgjafi og hugur minn leitar til gamalla ánægju- stunda með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning Gunnars Oddssonar í Flatatungu. Páll Pétursson. Gunnar Oddsson Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR K. STEINBACH rafmagnsverkfræðingur, Kríuhólum 4, Reykjavík, lést á heimili sínu 12. mars. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kamilla Guðbrandsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNHILDUR K. ANDERSEN, Þorragötu 7, Reykjavík, sem lést mánudaginn 11. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. mars, klukkan 11. Geir R. Andersen Kristinn Andersen Þuríður Erla Halldórsdóttir Ívar Andersen Þórhalla Þórisdóttir Sigríður Ásthildur Andersen Glúmur Jón Björnsson Halldór, Geir, Anton Geir, Kjartan Már, Brynhildur og Áslaug Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSBJÖRN EGGERTSSON, Höfnum, síðast til heimilis í Miðgarði 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 11. mars. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga. Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Ólafs Baldurssonar og Þorbjargar Sóleyjar Ingadóttur, Landspítala, fyrir einstaka umönnun og vinskap. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Jenný Karitas Ingadóttir Sigríður Ásta Ásbjarnard. Edward Morthens Guðný Sóley Ásbjarnardóttir Ingi Eggert Ásbjarnarson Anna Tabaszewska Ásbjörn og Auður Morthens Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNÓR SVEINSSON, Arnarási 7, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Björk Arnórsdóttir Sveinn Ólafur Arnórsson Sandra Berg Cepero Hanna María Arnórsdóttir Jón Örn Kristinsson Ingunn Ásta Rodgers Arnar Arnórsson Pétur Arnórsson Fríða Bogadóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ LILJA JÓHANNSDÓTTIR, Boðahlein 9, andaðist mánudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim er vildu minnast hennar er bent á Rauða krossinn. Jóhann Hauksson Ingibjörg Lára Harðardóttir Halldóra Hauksdóttir Ófeigur Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Sigurður E. Sigurðsson Sigrún Hauksdóttir Gunnar Erling Vagnsson og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.