Morgunblaðið - 06.04.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.04.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Njóttu þess að hlakka til Krít – 10 nætur frá 137.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með morgunverði. Oscar Suites & Village Sumarhvellur ★★★★ GILDIR Í VALDAR BROTTFARIR Í JÚNÍ, JÚLÍ OG ÁGÚST Frábær verð í sumar og sól Veður víða um heim 5.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 heiðskírt Hólar í Dýrafirði 4 skýjað Akureyri 4 alskýjað Egilsstaðir 5 léttskýjað Vatnsskarðshólar 6 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 7 alskýjað Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Stokkhólmur 5 skúrir Helsinki 9 heiðskírt Lúxemborg 9 skýjað Brussel 12 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 11 skýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 15 heiðskírt Vín 11 rigning Moskva 5 heiðskírt Algarve 13 léttskýjað Madríd 6 skúrir Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 15 rigning Róm 13 léttskýjað Aþena 14 léttskýjað Winnipeg 0 alskýjað Montreal 1 skýjað New York 4 rigning Chicago 7 þoka  6. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:29 20:33 ÍSAFJÖRÐUR 6:28 20:44 SIGLUFJÖRÐUR 6:10 20:27 DJÚPIVOGUR 5:57 20:04 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag og mánudag Austan 3-8 m/s, en 8-13 við suðurströndina. Skýjað og stöku skúrir eða él suðaustanlands, en víða léttskýjað norðan heiða. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig að deginum. Austan 3-13 m/s, hvassast syðst. Skýjað og úrkomulítið austanlands, annars bjart með köflum. Hiti 2 til 8 stig víða á landinu. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir boðaðar aðgerðir í húsnæðismálum geta vegið gegn sveiflum á markaði. Meðal ann- ars sé horft til þess að ríkið leggi fé til húsnæðiskaupa. Ráðherrann skipaði starfshóp sem falið var að meta leiðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Tillögurnar eru í 14 liðum og eru listaðar upp hér til hliðar. Ásmundur Einar segir aðspurður að unnið verði að útfærslu tveggja þeirra. Hinar verði til umræðu. Annars vegar verður hafinn undir- búningur að svonefndum eiginfjár- lánum. Með þeim veitir ríkið eigin- fjárlán sem geta numið 15-30% af kaupverði og eru án afborgana. Með því á að koma til móts við þá sem skortir eigin fé fyrir útborgun. Skv. tillögunum endurgreiðist lánið við sölu íbúðar eða eftir 25 ár. Hins vegar verður unnið að út- færslu á ráðstöfun 3,5% lífeyris- iðgjalds skattfrjálst til húsnæðis- sparnaðar. Útvíkka á heimild til ráðstöfunar á allt að 6% séreignar- sparnaðar skattfrjálst til fyrstu kaupa svo einnig verði heimilt að nýta þessi 3,5%, eða alls 9,5%. Fyrstu frumvörp í þessu efni geti litið dagsins ljós á haustþingi. Séreignin mögulega útvíkkuð Hópurinn lagði til fleiri tillögur sem varða séreignarsparnað. Ásmundur Einar segir aðspurður að tillögurnar verði skoðaðar frekar í samtali við aðila vinnumarkaðarins. Til greina komi að útvíkka frekar ráð- stöfun séreignarsparnaðar og þá jafnvel til allra hópa. Rætt var um að- gerðirnar í samhengi lífskjarasamn- inganna sem bíða samþykkis. Spurður um kostnað ríkisins af þessum tillögum segir Ásmundur Einar að heildarkostnaðurinn hafi ekki verið metinn. Hins vegar verði kostnaður af ýmsum breytingum, svo sem afslætti af stimpilgjaldi, óveru- legur fyrir ríkissjóð. Jafnframt feli úttekt lífeyrissparnaðar í sér að ríkið verði af skatttekjum í framtíðinni en ekki við úttektina. Þá séu eigin- fjárlánin tilfærsla fjármuna. „Ef við færum okkur úr því að vaxtabæturnar miði aðeins að ákveðnum, þröngum skilgreindum hóp sem er í mjög slæmri stöðu og færum fjármagnið að einhverju leyti yfir í eiginfjárlán er það ekki eigin- legur kostnaður fyrir ríkið nema til skamms tíma … Þegar einstakling- urinn selur eiginina losnar um það aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hann segir aðspurður eftir að út- færa hvaða stofnun mun halda utan um eiginfjárframlagið. Íbúðalána- sjóður muni fá það hlutverk að fylgja tillögunum eftir. Hugmyndir séu um að sameina hluta sjóðsins við Mannvirkjastofnun í húsnæðisstofnun. Sú stofnun eigi að bera aukna ábyrgð á gerð húsnæð- isáætlana í samstarfi við sveitarfélög- in. Með slíkum áætlunum eigi að stuðla að betra jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar og sporna gegn sveiflum á markaði. Markaðurinn hafi brugðist Spurður um það sjónarmið að best sé að eftirláta markaðnum að meta framboðið segir Ásmundur Einar að sjá megi „hvernig það hafi gengið á undanförnum árum“. Það hafi orðið augljós markaðsbrestur. „Algjörlega óbeislaður markaður“ muni enda „skilja lægstu tekjuhópana eftir“, eins og reynslan sé til vitnis um. Ráðherrann bendir á að síðustu 10 ár hafi um 1.500 manns á ári farið á leigumarkaðinn. Með aðgerðunum sé sennilegt að hlutfall fólks í eigin hús- næði hækki á nýjan leik. Telur hann aðspurður að hægri menn sem styðja séreignarstefnuna á kostnað leigumarkaðar hljóti að vilja gera fólki kleift að eignast húsnæði. Ásamt þessum aðgerðum muni rík- ið meðal annars leggja til stofnfram- lag til uppbyggingar íbúða, svo sem á vegum Bjargs íbúðafélags. Stutt verði við óhagnaðardrifin leigufélög. Tillögur starfshópsins séu framhald af tillögum átakshóps um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru 22. janúar sl. Næsta skref sé að kort- leggja félagslega stöðu fólks á hús- næðismarkaði sem fór illa út úr efna- hagshruninu. Frosti Sigurjónsson, rekstrarhag- fræðingur, leiddi vinnu starfshópsins. Hann benti í ræðu sinni á að á tíma- bilinu 2003-2018 hefði ríkið varið 170 milljörðum til vaxtabóta sem voru út- gjöld fyrir ríkissjóð. Hefði ríkið hins vegar varið sömu fjárhæð í eiginfjár- lán myndi það eiga þá fjármuni í dag og mörgum hefði verið hjálpað að eignast húsnæði. Reynsla Breta af eiginfjárlánum bendi til að þau hafi lítil áhrif á verðþróun. Það sé ekki tæknilega flókið að útfæra lánin. Íbúðalánasjóður ráði t.d. vel við verk- efnið. Slík lán geri fólki með lítið eigið fé kleift að kaupa húsnæði. Bankar láni fyrir stærstum hluta kaupverðs- ins en ríkið komi á móti. Svigrúm til hagstæðari lána Með því að lækka lánshlutfall hjá banka skapist tækifæri til að taka hagstæðari lán, þar með talið óverð- tryggð. Eiginfjárlán eru endurgreidd við sölu íbúðar, eða að 25 árum liðn- um en þá sé lántakinn líklega búinn að greiða niður önnur lán að miklu leyti og með svigrúm til að borga eig- infjárlánið til baka. „Eiginfjárlánið verður þá greitt upp samkvæmt matsvirði sem er sanngjarnt fyrir báða aðila.“ Þá auðveldi skattfrjáls ráðstöfun 3.5% tilgreindrar séreignar til íbúða- kaupa tekjulágum að eignast hús- næði. Markaðsbrestur leiðréttur  Félagsmálaráðherra kynnir leiðir til að styðja við íbúðakaup tekjulágra  Eiginfjárlán til skoðunar  Formaður starfshóps um tillögurnar segir eiginfjárlán geta hraðað eignamyndun tekjulágs fólks Aðgerðir fyrir tekju- og eignalága 30.000 kr. lækkun 25.000 kr. lækkun 38.000 kr. lækkun 50% 40% 30% 20% 10% 0% 225 200 175 150 125 100 Leiga Kaup með eiginfjárláni 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 20192004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 167 137 186 161 210 172 Framlag ríkis gerir fyrstu kaup viðráðanlegri Samanburður á kostnaði við að leigja og kaupa með eiginfjárláni Þús. kr. á mánuði Forsendur: Kaupverð og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt verðsjá Þjóðskrár, 4. ársfjórðungur 2018. Lánakjör á grunnlánum miðast við blandað lán (verðtryggt og óverðtryggt) og almenn kjör á markaði. Rekstrarkostnaður eigin íbúðar áætlaður 1,5% af fast- eignamati á ári. Gert er ráð fyrir 40-70 fm íbúð fyrir einstakling, 60-90 fm íbúð fyrir par og 70-100 fm íbúð fyrir par með barn. Fasteignaverð hækkar umfram laun Þróun íbúðaverðs, leiguverðs og launa 2011-2019 Tillögur starfshópsins Lækkandi hlutfall fólks í eigin húsnæði Hlutfall einstaklinga á leigumarkaði, eftir tekjuhópum 2004-2016 Lægsta tekjubil, 1-20% Annað tekjubil, 21-40% Þriðja tekjubil, 41-60% Fjórða tekjubil, 61-80% Efsta tekjubil, 81-100% Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu Laun Janúar 2011 = 100 Einstaklingur Par Par með barn Heimild: Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands Heimild: Þjóðskrá Íslands og Hagstofa Íslands 1 Start-lán ■ Ríkið veiti viðbótarlán á hagstæðum vöxtum til afmarkaðra hópa 2 Eigin-fjárlán ■ Ríkið veiti eiginfjárlán sem geta numið 15-30% af kaupverði 3 Sér- eign ■ Tekjulágir geti fullnýtt skattfrjálsan húsnæðissparnað 4 ■ Ráðstafa megi einnig 3,5% lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðissparnaðar 5 ■ Árleg hámarkaðsráðstöfun verði uppreiknað og fylgi þróun á verði 6 ■ Skilyrði um fyrstu kaup verði rýmkuð 7 ■ Skilyrði um samfellda nýtingu verði afl étt 8 ■ Kynning á úrræðum með yngri aldurshópa verði efl d 9 ■ Vaxtabótum verði beint að tekjulægri hópum 10 ■ Hvatar verði til að draga úr notkun verðtryggðra íbúðalána 11 ■ Frestun afborgana af námslánum LÍN um fi mm ár 12 ■ Afsláttur af stimpilgjaldi við fyrstu kaup verði 200 þúsund 13 ■ Stuðningur við þá sem kjósa að byggja sjálfi r 14 ■ Valkostir á mörkum eignar og leigu verði efl dir Heimild: Skýrsla starfshóps ráðherra Frosti Sigurjónsson Ásmundur Einar Daðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.