Morgunblaðið - 06.04.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 06.04.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vígamenn sem hliðhollir eru rík- isstjórn Líbýu náðu að hrinda stór- sókn stríðsherrans Khalifa Haftar í gær, en sveitir á hans vegum voru þá komnar um 30 kílómetrum frá höfuðborginni Trípólí. Haftar fundaði síðar um daginn með Ant- onio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í borginni Benghasí. „Ég yfirgef Líbýu með þungar áhyggjur og sorg í hjarta. Ég vona enn að það verði hægt að koma í veg fyrir blóðug átök í og við Trí- pólí,“ sagði Guterres í yfirlýsingu eftir fundinn. Guterres var staddur í Trípólí í fyrrinótt þegar hersveitir Haftars hófu sókn sína að höfuðborginni, en þar fundaði hann með Fayez al- Sarraj, forsætisráðherra hinnar formlegu ríkisstjórnar landsins. Sarraj fordæmdi aðgerðir Haftars og skipaði öllu tiltæku liði sínu til varnar höfuðborginni. Hvatt til stillingar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í Líbýu á bak við luktar dyr í gærkvöldi. Banda- ríkjamenn, Frakkar, Ítalir og Bret- ar hvöttu í gær stríðandi fylkingar til þess að bera klæði á vopnin. Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem hafa stutt við bakið á Haftar, tóku undir þá yfirlýsingu. Dímitrí Peskov, talsmaður Vla- dimírs Pútíns Rússlandsforseta, sagði að Rússar vonuðust til þess að ástandið myndi ekki leysast upp í blóðbað. Tók Peskov sérstaklega fram að Haftar nyti ekki stuðnings Rússa, en þeir kölluðu eftir því að báðar fylkingar myndu koma sér saman um pólitíska lausn á deilum sínum. Líbýa hefur verið í upplausn frá árinu 2011 þegar einræðisherran- um Múammar Gaddafí var steypt af stóli. Hefur vesturhluta landsins lengst af á þeim tíma verið stjórnað frá höfuðborginni Trípólí, og hefur sú stjórn notið alþjóðlegrar viður- kenningar. Í austurhluta landsins hafa hins vegar öfl sem kenna sig við borgina Tóbrúk ráðið ríkjum, en þau segjast vera fulltrúar neðri deildar líbýska þingsins, sem og Þjóðarhers Líbýu, sem Haftar veit- ir forstöðu. Báðar fylkingar treysta einnig á hópa vígamanna sem sprottið hafa upp víðs vegar um landið og hefur hollusta þeirra oft- ar en ekki farið eftir stundarhags- munum þeirra sem þá skipa. Haftar og stuðningsmenn hans hafa hins vegar jafnt og þétt fikrað sig nær Trípólí. Náðu sveitir hans að leggja undir sig helstu olíulindir landsins fyrr á árinu, en þær eru í suðri. Hin formlega ríkisstjórn hef- ur frá þeim tíma einkum ráðið yfir landræmu sem nær yfir Trípólí og borgina Misrata, sem er þriðja stærsta borg landsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar reynt að stilla til friðar, með- al annars með því að boða á ný til þingkosninga, en þær áttu að fara fram á síðasta ári. Það náðist hins vegar ekki samkomulag á milli deiluaðila til þess að þær gætu far- ið fram. Var Guterres meðal ann- ars í Líbýu í gær til þess að und- irbúa ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kosningarnar, sem átti að fara fram síðar í þessum mánuði. Hóf stórsókn til Trípólí  Sveitir Haftars stöðvaðar um 30 kílómetrum frá höfuðborginni  Guterres lýsir yfir þungum áhyggjum af ástandinu  Öryggisráðið fundaði bak við luktar dyr AFP Borgarastríð Þessir pallbílar féllu í hendur stjórnarliða þegar sókn Haftars var hrundið. Borgarastríðið í Líbýu » Átökin nú hófust árið 2014, en fyrri átök árið 2011 snerust um að steypa einræðisherr- anum Gaddafí af stóli. » Landið hefur skipst í austur- og vesturhluta og hefur ríkis- stjórn vesturhlutans, sem kennd er við Trípólí, notið al- þjóðlegrar viðurkenningar. » Sveitir hliðhollar stjórnvöld- um í Tóbrúk hafa þó náð undir- tökunum í borgarastríðinu. Emmanuel Mac- ron Frakklands- forseti tilkynnti í gær að hann hefði skipað nefnd sérfræð- inga, sem á að fara ofan í saum- ana á því hver þáttur Frakka hafi verið í þjóð- armorðunum í Rúanda 1994. Þess verður minnst um helgina að á sunnudag verða 25 ár liðin frá upphafi ódæðisverkanna, en áætlað hefur verið að um 800.000 manns hafi látið lífið í þjóðarmorð- unum. Nefndin verður skipuð átta manns, sagnfræðingum og öðrum sérfræðingum, sem munu kanna öll þau skjöl sem franska ríkið hefur um morðin og aðdraganda þeirra. Á nefndin að skila niðurstöðum sínum eftir tvö ár. Ríkisstjórn Rúanda hefur sakað Frakka um að hafa stutt við bakið á þeim vígamönnum úr þjóðflokki Hútúa, sem ákvað að fremja þjóð- armorðið á þjóðflokki Tútsa. Þá hafa Frakkar verið sakaðir um að hafa hjálpað sumum af forsprökk- um morðanna við að sleppa undan réttvísinni. Frakkar hafa hins vegar ítrekað hafnað þeim ásökunum. Marcel Kabanda, forseti samtak- anna Ibuka France, sem styður við fórnarlömb þjóðarmorðanna sem búa í Frakklandi, fagnaði stofnun nefndarinnar og sagði hana vera mikinn virðingarvott af hálfu Mac- rons. Kabanda varaði hins vegar einnig við of mikilli bjartsýni. „Við höfum oft orðið fyrir vonbrigðum, við höfum oft verið svikin,“ sagði hann og vísaði þar meðal annars til þess að Francois Hollande, fyrir- rennari Macrons, hefði lofað 2015 að opna öll þau skjöl sem til væru í Frakklandi um morðin, en sú opnun reyndist heldur smá í sniðum þegar til kastanna kom. Ábyrgð Frakka rannsökuð  25 ár frá þjóðar- morðinu í Rúanda Emmanuel Macron Mikill mannfjöldi kom saman á göt- um Algeirsborgar í gær og mót- mælti sitjandi stjórnvöldum, þrátt fyrir að Abdelaziz Bouteflika, frá- farandi forseti landsins, hefði gefið til kynna að hann ætlaði sér að hætta öllum afskiptum af stjórn- málum. Mótmælaalda hefur skekið landið síðan Bouteflika ákvað fyrr á árinu að gefa kost á sér í forsetaembættið í fimmta sinn. Var talið að afsögn hans myndi slá á kröfur mótmæl- enda, en þeir kölluðu nú eftir því að helstu bandamenn forsetans ald- urhnigna fylgdu fordæmi hans. Beindust kröfurnar einkum að þremur mönnum, sem kallaðir eru „Béin þrjú“, þeim Abdelakder Bensalah, forseta öldungadeildar þingsins, Tayeb Belaiz, formanni stjórnlagaráðs landsins og Nou- reddine Bedoui, forsætisráðherra, en þeim þremur hefur verið falin yfirumsjón með komandi kosn- ingum sem eiga að skera úr um eft- irmann Bouteflika. Andstæðingar þeirra segja þá hins vegar vanhæfa. Mótmæla þrátt fyr- ir afsögn Bouteflika AFP Mótmæli Mikill mannfjöldi kom saman í Algeirsborg í gær. Flott og vönduð ferðataska frá Herschel. Taskan er einstaklega létt og er búin 4 tvöföldum hjólum sem snúast í 360 gráður, TSA lási og skilrúmi. Verð frá 26.995 4 stærðir 5 litir Ert þú á leið í fermingar- eða útskriftarveislu?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.