Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 34

Morgunblaðið - 06.04.2019, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2019 ✝ Bergleif GanntJoensen fædd- ist 6. apríl 1942 í Fuglafirði í Fær- eyjum. Hann varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 14. mars 2019. Hann var sonur Jonhild Elíasen, f. Joensen, f. 1918, d. 2007, og var Berg- leif elsta barn henn- ar. Bergleif kynntist aldrei föður sínum en hann var skoskur her- maður sem lést í seinni heims- styrjöldinni. Bergleif ólst upp fyrstu níu ár- in hjá Matthildi móðursystur sinni og Pétri manni hennar í Klakksvík. Jonhild giftist síðar Johanni Eliasen og flutti Bergleif Ásta Rut og Viktor Freyr; Jó- hann Joensen, f. 1967, börn hans eru Hjálmar, Anita, Sóley og Sylvia. Hjálmar sonur Jóhanns á tvíburana Elías og Adrian. Eftirlifandi eiginkona Berg- leifs er Jóhanna Reynisdóttir, f. 5.11. 1959. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru Reynir Gannt Jo- ensen, f. 1981, sem býr með Emelin Bouichou; Bjarki Gannt Joensen, f. 1982, sem býr með Ólöfu Sif Halldórsdóttur, börn þeirra eru Sebastian Gannt og Óðinn Gannt. Thelma Kristín Gannt Joensen, f. 1986, er yngst barnanna en hún býr með Þóri Arnari Jónssyni. Börn Thelmu eru Sara Gannt, dóttir Kristófers Hansen (sem er látinn). Tanya og Isabel eru dætur Thelmu og Þór- is. Bergleif kom til Íslands 1960 og starfaði lengi sem kokkur á sjó og síðar sem veitingamaður með eigin rekstur. Útför hans fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 6. apríl 2019, klukkan 11. til þeirra í Fugla- fjörð þegar hann var níu ára og ólst þar upp. Bergleif eign- aðist sjö systkini, þau eru Katrín Hammer, f. 1951, Björg Fuglefjörd, f. 1953, Mainhard Elíasen, f. 1954, Lilly Hjerrhild, f. 1955, d. 2017, Jo- hannus Leo Elíasen, f. 1956, Finnur Elíasen, f. 1958, og Eilef Elíasen, f. 1960. Fyrri eiginkona Bergleifs var Guðrún Einarsdóttir, f. 1947. Eignuðust þau þrjá syni, þá Þor- stein Joensen, f. 1965, sonur hans er Alexander Hurra; Bergleif Jo- ensen, f. 1970. Börn hans eru Að kveðja eiginmann er þyngra en tárum taki. Þegar ég hugsa til þess að ég sá fyrir mér að við yrð- um alltaf saman, þá er svo ótrú- lega erfitt að sjá á eftir Begga. Hann var svo góður maður og hafði svo margt að gefa mér og börnunum. Án hans er heimurinn afar tómur. Ef ég ætti þess kost að hitta manninn minn í hinsta sinn vissi ég ekki hvernig ég ætti að byrja að þakka fyrir allt. Ég hef svo margt að þakka honum Begga mínum og minningarnar eru svo óteljandi margar. Núna, þegar ástin í lífi mínu er dáin, get ég bara starað í loga minninganna, full þakklætis, á meðan tárin renna niður kinn- arnar. Er þér til heiðurs kveiki ég á kerti með kærleika ég man hin liðnu ár og finn að oft þinn hugur hjartað snerti, þá hrynja niður kinnar gleðitár. Ég stari inn í ljóssins blíða loga, sem lýsir mína sál og hjarta mitt þar sé ég mynd af þér í björtum boga og brosið færist yfir andlit þitt. Ég skynja yl og mátt frá mínum stjaka því myndin þín í kertaljósi er. Á meðan einhver von hér fær að vaka þá verður ekki hægt að gleyma þér. (Kristján Hreinsson) Hvíldu í friði, elsku Beggi minn. Þín eiginkona, Jóhanna Reynisdóttir. Elsku pabbi, ég sem hélt að þú værir ódauðlegur. Það er ótrúlegt hversu oft þú hefur staðið aftur upp og haldið áfram, en það kem- ur að því að öll níu lífin klárist. Það má alveg segja að ég hafi erft margt frá þér. Allir þínir helstu gallar skína skært í gegnum mig, má þar telja fyrst og fremst óþolinmæði, léleg hné, óþolin- mæði, lélegar axlir, óþolinmæði og óþolinmæði. Í hvert skipti sem ég kem til með að vera óþolin- móður, fá verki í hné og axlir eða þurfa að fara í aðgerð vegna þeirra að þá mun ég líta á það sem minningu um þig. Þetta er partur af mér sem ég hef frá þér og er mér núna farið að finnast vænt um þá. En ég ætla ekki að skrifa bara galla um þig, elsku pabbi minn. Vinnusemi, vinnusemin var mikil. Þú vannst allan sólarhring- inn ár eftir ár og þetta fékk ég líka frá þér. Vinnan hefur verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér í mörg ár og oft hefur mig vantað fleiri tíma í sólarhringinn. Þú varst með lítið hjarta og máttir ekkert aumt sjá, stutt var í tárin yfir bíómyndum (ég virðist ekki hafa erft það, hóst) þú hélst alltaf með litla liðinu og svo elsk- aðir þú allt og alla. Sömuleiðis elskuðu þig allir og þú skilur eftir þig ótrúlega stóran og góðan vina- hóp og stóra fjölskyldu sem elskar þig enn. Mér þótti ótrúlega vænt um það þegar við Thelma flugum til Kan- arí til mömmu að fá öll þessi knús og kossa frá fólki sem ég ýmist hef þekkt stóran part af minni ævi eða aldrei séð áður. Það sýnir mér hversu miklum metum þú varst í hjá öllum sem í kringum þig voru, hrókur alls fagnaðar og sögumað- ur mikill. Sögurnar voru ófáar og alltaf varst þú aðalsögupersónan í einu og öllu og það var ekkert mál að trúa þessu öllu því þú sagðir svo vel frá. Allir elska Beggasögurnar og eflaust verða nokkrar rifjaðar upp í erfidrykkjunni. Þegar ég var að byrja að búa vantaði mig reglulega hjálp í eld- húsinu. Hringi eitt skiptið í þig og spyr um uppskrift að jafningi. Þú svaraðir fljótt „2 kg af hveiti á móti 2 kg af smjöri“ ég var þá snöggur að grípa fram í fyrir þér og sagði að ég væri nú bara að elda fyrir tvo. Þú hafðir ekki hugmynd hvernig átti að elda í svona litlu magni, enda vanur öðru, og réttir mömmu þá símann. Elsku pabbi, innilega til ham- ingju með afmælið í dag og góða ferð inn í draumalandið. Ég veit að það er fullt af góðu fólki sem tekur á móti þér og hugsar vel um þig, loksins getur þú farið að hlaupa aftur og farið með Gordon og Heklu í göngutúra og svo heldur Dimma músunum úti. Ég er svo sannarlega ánægður með að það var kominn góður endir á okkar erjur, en erjur eru bara af hinu góða og styrkja mann í framtíð- inni. Ég mun passa upp á mömmu og veita henni alla þá ást sem ég get en ég vil halda henni sem lengst frá þér í bili, „no hard feel- ings“. Sebastían og Óðinn hafa mikið verið að ræða afa sinn und- anfarið og segja sögur, sem flestar tengjast fótbolta og einhverra hluta vegna sætabrauði en ást þín á þessu tvennu fór vart fram hjá neinum. Ætla ég að viðhalda þér í minningum þeirra. Ég mun alltaf elska þig og bera miklu virðingu fyrir þér. Bjarki, Sebastían og Óðinn. Elsku pabbi minn, hér sit ég og ekki enn búin að átta mig á því að þú sért farinn og ég muni aldrei aftur sjá þig. Trúi ekki að ég geti ekki hringt í þig og spurt hvernig ég á að elda hitt og þetta eða segja þér að ég hafi gert nýja geggjaða sósu. Við systkinin höfum þessa matreiðsluánægju frá þér, þú gerðir alltaf svo góðan mat. Ég man þegar þú varst með fé- lagsheimilið Árnes og varst oft með veislur og gerðir sósurnar í risapotti og ég fékk mér alltaf sósu í bolla og drakk eins og súpu. Sósurnar þínar voru það góðar. Ég er ótrúlega þakklát fyrir allar góðu minngarnar sem við höfðum skapað okkur saman öll mín ár. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég elska þig að eilífu. Þín dóttir, Thelma Gannt Joensen. Elsku Beggi, tengdapabbi og afi drengjanna minna. Ég á marg- ar góðar og skemmtilegar minn- ingar um þig, sérstaklega úr Ár- nesinu þar sem við fjölskyldan elskuðum að verja heilu helgunum hvað eftir annað. Þið Hanna voruð ávallt yndislegir gestgjafar þar sem þið lögðuð ykkur fram við að dekra okkur með matseld og kósí- heitum. En Beggi minn, eitt átt- um við sameiginlegt og það var ást á kökum. Mætti segja að þú hafir borið kökuást til mín, því þú varst alltaf að hrósa bakstrinum mínum. Þú sagðir mér eitt sinn að þegar þú áttir von á okkur í Ár- nesið kæra hefðirðu alltaf verið viss um að ég kæmi með eitthvað sem ég hefði bakað og þegar það barst varstu ávallt fyrstur að borðinu að gæða þér á góssinu. Þú varst alltaf að huga að heils- unni, því þú gerðir þér grein fyrir að líkaminn væri orðinn veikur á marga kanta. Sagðir mér reglu- lega frá detox sem þér fannst gott að gera og göngutúrunum með Heklu og fleiru. Eitt sinn varstu nýbúinn að segja mér að þú værir hættur að borða bakkelsi því það væri svo fitandi og óhollt. Þegar þú laukst við orðin fórstu út til Gunnars kaupmanns til þess að ná í blaðið. Þegar þú komst til baka spurði ég þig hvað þú værir með í munnvikinu. Þá sagðir þú: „Það átti enginn að vita þetta!“ Þá var hann með smjörkrem í munnvik- inu úr sérbökuðu vínarbrauði sem hann gat ekki látið fram hjá sér fara enda var það hans uppáhalds. Þegar þetta kom upp skelltum við fjölskyldan öll upp úr því megr- unin hans stóð nú ekki lengi yfir, enda vissum við öll hversu mikill sælkeri hann væri. Ég á margar minningar um þig en þetta eru þær sem stóðu upp úr. Takk fyrir að vera yndislegur afi drengjanna minna, þú veittir þeim mikla ástúð og athygli. Þér fannst gaman að spjalla við þá og fara með þá í göngutúra og dekra við þá. Elsku Beggi, takk fyrir að hafa verið í lífi mínu seinustu 13 árin, þú gerðir það litríkara. Kær kveðja til Sumarlandsins. Ólöf (Lóa) tengdadóttir. Góður vinur, Bergleif Gannt Joensen matreiðslumeistari, hót- elstjóri, veitingamaður o.fl. er fall- inn frá. Ég ætla ekki að rekja ætt- ir hans, það munu eflaust aðrir mér fróðari gera en langar samt til að minnast hans nokkrum orð- um. Bergleif, eða Beggi eins og hann var alltaf kallaður, Beggi í Árnesi, Beggi Færeyingur enda af færeyskum ættum. Það fer ekki hjá því að manni finnist andlát Begga óraunverulegt. Við Hanna urðum samferða honum og konu hans Jóhönnu Reynisdóttur og fleiri sameiginlegum vinum í flugi frá Keflavík 6. mars síðastliðinn til Kanaríeyja sem við höfum heim- sótt árlega í áratugi. Og enn vor- um við komin þangað. Aðeins átta dögum síðar var stundin komin. Beggi lést skyndilega 14. mars í íbúð sinni. Við í vinahópi þeirra hjóna – Kanarí-vinahópsins – vor- um fjölmörg í fríi þarna ásamt þeim hjónum. Þarf ekki að tíunda það hvers kyns reiðarslag það var fyrir okkur þegar fréttin barst. – Skelfilegt – Vinahópur þessi var nefndur Landsliðið, nafngift frá Begga og Sveini Sævari að ég held. Begga kynntumst við á Kanarí fyrir um 20 árum. Eftir að Berg- leif og Jóhanna urðu rekstrar- aðilar að Árnesi í Gnúpverja- hreppi, urðum við árlegir gestir þar. Kanarí-flakkarar stóðu fyrir sumarskemmtunum og sáu þau hjón um þá hátíð hvað varðaði veitingar og maturinn hjá Begga algjör veisla. Þurftum við að panta gistingu með góðum fyrir- vara, gistingu í Nónsteini sem var hús sem leigt var út. Að stærstum hluta gisti þar árlega fólk úr Landsliðinu. Einnig vorum við í afmælum og öðrum uppákomum er tilheyrðu þessum vinahópi. Þessi elskulegi vinur okkar var með eindæmum skemmtilegur maður. Mesti húmoristi sem við höfum kynnst og lágu margir oft í hláturkrampa þegar hann sagði skrítlur og sögur. Alveg ótrúlegur maður. Seinni árin áttum við Beggi við sameiginlegt vandamál að stríða. Ónýt hné. Fyrir ca. þremur árum spurði Beggi mig hvernig gengi með hnjáspraut- urnar sem hann vissi að ég var í hjá lækni. Sagði ég honum að þær héldu mér gangandi. Spurði hann mig svo hvort ég gæti komið sér í samband við lækninn. Lofaði ég að kanna það og læknirinn lofaði að kíkja á karlinn sem hann og gerði. Bergleif var síðan hjá þess- um lækni í sprautum fram að hné- skiptum sem voru framkvæmd í byrjun maí 2018. Ég hafði farið í sams konar aðgerð viku á undan Bergleif Gannt Joensen HINSTA KVEÐJA Í huganum hljómar um stund minning um hlátur og glaðværa lund. Nú er hláturinn burtu og allt er svo hljótt eins og einhver hafi komið og gleðina sótt. Í bæn okkar faðir biðjum við þig blessaðu hann og fjölskyldu sem stóð honum við hlið. Gef þeim styrk þinn og kær- leikans mátt Þakklæti minningar, ljós þitt og sátt. Takk fyrir vináttuna sem gleymist aldrei. Aðalheiður og Valur. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR HELGASON, lést miðvikudaginn 3. apríl á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 13. Emil Einarsson Sigríður Ólöf Sigurðardóttir Ísak Einarsson og barnabörn ✝ Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi og amma, JÓN RUNÓLFSSON og INGIBJÖRG ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR áður til heimilis í Espigerði 4, Reykjavík, létust á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík fimmtudaginn 28. mars og sunnudaginn 31. mars Útför þeirra fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 12. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Bragi Jónsson Unnur Jónsdóttir Inga Jónsdóttir Friðfinnur Finnbogason Jón Ágúst Jónsson Margrét Jónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR FINNBOGASON, Fannafold 165, Reykjavík, varð bráðkvaddur í Þýskalandi mánudaginn 4. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Roswitha Kreye Finnbogason Úlfar Guðmundsson Bryndís Guðmundsdóttir Jón Aðalsteinn Kristinsson María E. Guðmundsdóttir, sem nú er látin Sigrún L. Guðmundsdóttir Jón Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR HJÖRLEIFSSON frá Hnífsdal, sem lést á Grund fimmtudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 8. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Elísabet Þorgeirsdóttir Halldór Þorgeirsson Sjöfn Heiða Steinsson Arnaldur Máni Finnsson Karna Sigurðardóttir Berglind Halldórsdóttir Adib Birkland Hákon Atli Halldórsson Bára Hlín Kristjánsdóttir og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.