Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
799 kr.pk.
Grænn aspas, búnt
Páskaveisluna
Allt fyrir
889 kr.pk.
Mini marengs, 6 stk.
3990 kr.kg
Frosin nautalund, þýsk
669 kr.pk.
Parma skinka
Ódýrt
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Mjög hefur verið fjallað að undan-
förnu um þau áform Reykjavíkur-
borgar að gera Laugaveg í miðbæ
Reykjavíkur að varanlegri göngu-
götu. Morgunblaðið setti sig í sam-
band við nokkra af þeim verslunar-
mönnum sem finna má við Lauga-
veg, sumir þeirra með áratuga
reynslu af verslunarrekstri í mið-
bænum, og voru þeir allir á sömu
skoðun: varanleg göngugata mun
stórskaða rekstur og ýta undir
hnignun.
„Á þessum stað hef ég verið í 39 ár
en í miðbænum í 51 ár, eða allt frá
því að ég byrjaði að læra. Laugaveg-
urinn er verslunargata og þar hefur
alltaf verið bílaumferð. Sú staða sem
við kaupmenn horfum nú fram á í
miðbænum – mér líst ekkert á hana,“
segir Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmið-
ur og bætir við að Íslendingar vilji
geta sótt verslanir á einkabílnum.
Framtíðardraumsýn meirihlutans í
Reykjavík um göngugötur árið um
kring sé einungis til þess fallin að
koma í veg fyrir að Íslendingar sæki
miðbæinn heim.
„Að breyta Laugaveginum í
göngugötu, ég veit ekki hvar þetta
fólk heldur eiginlega að við séum. Við
búum á Íslandi, ekki Spáni,“ segir
Gilbert og heldur áfram:
„Ég sá nýverið mynd þar sem ver-
ið var að auglýsa þessa breytingu og
þar mátti sjá fólk á stuttermabol og í
stuttbuxum í fótabaði á Laugaveg-
inum. Hvað getur maður eiginlega
sagt við svona hugmyndum? Hvar er
viðkomandi staddur sem teiknar
þetta – komdu aftur til Íslands.“
Aðspurður segist Gilbert ekki vera
á förum frá Laugaveginum í bráð, er-
lendir viðskiptavinir tryggja að
óbreyttu reksturinn. „Það er hins
vegar mikill flótti frá Laugaveginum
og margir að hætta rekstri. Auð
verslunarpláss á Laugavegi eru að
ég held 16 í dag. Og fleiri eru á för-
um. Ég myndi kalla þessa þróun
hryðjuverk, það er ekkert hlustað á
okkur hjá borginni,“ segir hann.
Borgin sýnir af sér dónaskap
Jón Sigurjónsson gullsmíðameist-
ari hefur rekið verslun við Laugaveg
í 48 ár. „Við þekkjum svæðið út og
inn. Öll vinnubrögð og framganga
borgarinnar er með hreinum ólík-
indum og einkennist af skrípaleik og
blekkingum. Að borgarstjóri skuli
ekki hlusta á hátt í 250 undirskriftir
rekstrar- og hagsmunaaðila sem
leggjast allir gegn þessari lokun er
ekkert annað en dónaskapur,“ segir
Jón og heldur áfram: „Ef viðskipta-
vinir okkar geta ekki nálgast versl-
unina fyrir þrengingum og lokunum
þá höfum við ekkert með verslun á
þessum stað að gera.“
Auk þess að reka verslun við
Laugaveg eru verslanir Jóns og
Óskars í Kringlunni og Smáralind.
Aðspurður segir Jón viðskiptavini
sína kjósa fremur að versla í versl-
unarmiðstöðvunum eftir tilkomu
göngugatna í miðbæ Reykjavíkur.
„Allt frá þeim tíma sem göngu-
götur byrjuðu hóf verslun okkar við
Laugaveg að dala á sama tíma og
salan jókst í verslunarmiðstöðv-
unum. Ef við hefðum ekki verslanir
þar þá værum við í slæmum málum.
Við Jón og Óskar höfum alltaf verið
miðbæjarmenn og veðjuðum á sínum
tíma á miðbæinn, en það er ekki
hægt að gera það lengur,“ segir
hann og bætir við að þeir félagar hafi
leitt hugann að því að loka versl-
uninni við Laugaveg.
„Margir okkar hafa barist fyrir
miðborginni áratugum saman. Við
stóðum þétt saman þegar Kringlan
og Smáralind voru opnaðar á sínum
tíma og lifðum það flestir af. En
núna virðist rothöggið loks vera að
koma og þá er það sjálfur borgar-
stjórinn sem veitir það. Það er jú
ekkert annað en rothögg þegar verið
er að fæla viðskiptavini okkar í
burtu,“ segir hann.
Orðlaus yfir þróuninni
Vigdís Guðmundsdóttir verslunar-
maður hefur búið við Laugaveg í 27
ár og rekið þar verslun frá ágúst sl.
Hún segir þróun Laugavegar mjög
sorglega og undrast hvers vegna
borgaryfirvöld hlusta ekki á þá sem
reynslu hafa af rekstri.
„Íslendingar eru hættir að mæta
hingað og að mínu mati hefur
Laugavegur nú þegar fjarað út. Íbú-
ar hér í nágrenninu eru flestallir að
tala um það sama, fólk er orðlaust
yfir þróuninni. Þetta er rosalega
sorglegt allt saman,“ segir hún.
Bára Atladóttir fatahönnuður er
einn þeirra verslunareigenda sem
eru að yfirgefa Laugaveginn. Hún
segir kúnnahóp sinn ekki leita þang-
að lengur. „Minn kúnnahópur eru Ís-
lendingar og ég er því að forða mér
og færa reksturinn annað,“ segir
hún, en Bára mun á næstu vikum
opna nýja verslun í Mörkinni.
„Eftir að ég tilkynnti um flutning-
inn hef ég fengið skilaboð frá fólki
sem var í netverslun hjá mér og
hafði ekki komið í búðina við Lauga-
veg þar sem það segist ætla að koma
í nýju verslunina, enda er nóg af
bílastæðum þar,“ segir hún.
Sigurður G. Steinþórsson gull-
smíðameistari hefur rekið verslun
við Laugaveg í 48 ár. Hann segir
borgina á góðri leið með að drepa
verslunargötuna. „Við sem erum í
rekstri höfum allt aðra skoðun en
borgarstjórn. Þetta ástand er alveg
skelfilegt,“ segir hann og bætir við
að hann hafi nú þegar sett versl-
unarhúsnæði sitt á sölu. „Það hreyf-
ist hins vegar ekki því fólk sér ekki
framtíð í verslun á svæðinu.“
Gunnar Guðjónsson sjónfræð-
ingur hefur rekið versun við Lauga-
veg í 47 ár. Hann segir þrjár ástæð-
ur fyrir því að Laugavegur eigi ekki
að vera göngugata: skortur á mann-
fjölda, slæmar almenningssam-
göngur og erfitt veðurfar. „Þetta
gerir Reykjavík að bílaborg.“
„Mikill flótti frá Laugaveginum“
Verslunarmenn við Laugaveg gagnrýna framgöngu Reykjavíkurborgar og segja ekki hlustað á sig
Ég myndi kalla þessa þróun hryðjuverk, segir einn þeirra Borgarstjóri sagður veita rothöggið
Morgunblaðið/Eggert
Verslunarmaður Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmiður er einn þeirra sem vilja ekki að Laugavegur verði gerður að
göngugötu árið um kring. Að sögn hans er mikill flótti frá Laugavegi vegna erfiðra aðstæðna þar.
Ósátt Vigdís Guðmundsdóttir segir þróun Laugavegar
sorglega og undrast afstöðu borgaryfirvalda í málinu.
Sjónfræðingur Gunnar Guðjónsson segir nauðsynleg
skilyrði göngugötu ekki eiga við um Laugaveg.