Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýlega var lokið uppsetningu á pípu- orgeli í handverkssafninu Tré og list í Forsæti í Flóa. Hljóðfæri þetta var upphaflega í Landakirkju í Vest- mannaeyjum og sett þar upp árið 1953. Í Eyjagosinu tuttugu árum síð- ar smaug fíngerð aska inn um allt fíngert gangvirki hljóðfærisins og þótti viðgerð ekki borga sig. Fór því svo nokkrum árum eftir gos að Ólaf- ur Sigurjónsson í Forsæti, þekktur þjóðhagasmiður og organisti, keypti gripinn, tók ofan og setti upp á heim- ili sínu. Og nú er orgelið komið á nýj- an stað, orðið safngripur og verður notað til tónleikahalds í framtíðinni. „Hér í nýrri byggingu hygg ég að orgelið hljómi aldrei betur,“ segir Ólafur. Síðan á barnsaldri hefur tón- listin verið rauður þráður í tilveru hans, organleikur í kirkjum víða á Suðurlandi, kórstjórn og fleira skemmtilegt. Listafólkið á Þjórsárbökkum Svo vill til að á nokkrum bæjum á Þjórsárbökkum býr einstakt hand- verksfólk. Hefur þessi menning á svæðinu haldist kynslóð fram af kyn- slóð og er Ólafur meðal þjóðhaga þessara. Safnið Tré og list, sem er í gamalli fjósbyggingu, opnaði hann árið 2007 ásamt Bergþóru Guð- bergsdóttur og hefur nú stækkað það með sérstakri tónlistardeild þar sem orgelið góða er í aðalhlutverki. Það er af gerðinni Starup; er sextán raddir og mörgum hljómum gætt. Forðum daga var Ólafur stundum kallaður til Eyja sem organisti í af- leysingum og þekkti því tónsvið þess og hljóm. Lét því þau boð út ganga þegar ákveðið var að kaupa nýtt org- el í Landakirkju að hann skyldi kaupa það gamla, eins og gekk eftir. Það var svo haustið 1977 sem Ólaf- ur við fjórða mann fór til Eyja og tók hljóðfærið ofan, flutti það í kössum heim í Flóann og setti upp í bíl- skúrnum við heimili sitt. Kallaði það reyndar á talsverðar tilfæringar; meðal annars að hækka þurfti skúr- þakið til þess að koma orgelinu fyrir, það er mikið að ummáli og fjögurra metra hátt. Gabbfréttin var sönn Á sínum tíma spunnust talsverðar sögur af hljóðfærinu í Forsæti og Ólafur hlær þegar hann rifjar þær upp. „Ómar Ragnarsson kom hingað og sagði frá orgelinu í fréttum Sjón- varpsins þann 1. apríl 1978. Dagsetn- ingin réð því að ýmsir töldu fréttina vera gabb, og fannst grátt gaman að fórna heilu pípuorgeli fyrir skrök- sögu. Allt var þetta þó dagsatt,“ seg- ir Ólafur. Bætir við að þegar frá leið og trúnaður var lagður á fréttina hafi þau Bergþóra búið við talsverða ánauð gesta, sem vildu skoða orgelið og fá einkakonserta. „Hingað mættu stundum heilu hóparnir og rúturnar af fólki sem var áhugasamt um orgelið. Við reyndum að sinna því eins og tök leyfðu. Ég fór stundum frá vinnu minni hér á verkstæðinu og spilaði fyrir fólkið. Þetta var sérstakt en skemmtilegt.“ Organleikur og kirkjusmíði Ólafur er fæddur árið 1945 og hef- ur búið alla sína tíð í Forsæti. For- eldrar hans voru Kristín Ketilsdóttir og Sigurjón Kristjánsson, bóndi og smiður, sem var þess utan ágætlega músíkalskur. Saman fóru þeir feðgar oft til kirkju. Þannig vaknaði áhugi Ólafs á orgelleik og tónlistarnámi sem hann sótti fyrst til Guðmundar Gilssonar organista. „Þegar ég var kannski 16-17 ára vildi Guðmundur endilega að ég færi í organistanám suður í Þýskalandi. Ég var þó fljótur að velja og segja nei. Þóttist vita að hámenntaður org- anisti yrði fyrst og fremst kennari og sinnti svo illa launaðri spilamennsku í kirkjum um helgar. Ég valdi því án nokkurs hiks hamarinn og sögina, fór í iðnskólann á Selfossi og lærði húsasmíði sem hefur verið aðalstarf mitt,“ segir Ólafur. Svo mynduðu þeir Albert bróðir hans tvíeyki og hafa um áratugaskeið sinnt marg- víslegri smíðavinnu ekki síst í sveit- unum á Suðurlandi. Byggðu þeir bræður meðal annars Kálfholts- kirkju í Holtum í Rangárvallasýslu, en þar hefur Ólafur oft setið við hljóðfærið eins og í raunar flestum guðshúsum á Suðurlandi. Flautuhljómsveit og voldugur bassi Árið 2000 hætti Ólafur orgelleik og kórstjórn opinberlega og þau hjón snéru sér að því að koma lista- safninu góða á laggirnar. Útsjónar- semi og lagni þurfti til að breyta gömlu útihúsi í listasafn, sem var opnað árið 2007. Upphaflega hug- myndin var síðan alltaf sú að koma orgelinu fyrir í safninu og svo fór í fyllingu tímans að slíkt varð aðkall- andi. Því var safnhúsið stækkað um 65 fermetra og er sá hluti einskonar tónlistardeild. Hún var opnuð form- lega þann 6. apríl síðastliðinn og við það tilefni komu og sungu í safninu félagar í Karlakór Selfoss, sem Ólaf- ur stýrði í heilan áratug. Við sama tilefni heiðraði hann með vinar- gjöfum sína gömlu kennara í tónlist- inni, organistana Glúm Gylfason og Hauk Guðlaugsson og Jónas Ingi- mundarson píanóleikara, menn sem hann segist eiga mikið að þakka. „Ég innréttaði viðbygginguna við safnið með það í huga að hljómburð- urinn yrði sem bestur og þegar strákarnir í karlakórnum komu hingað á dögunum höfðu þeir einmitt á orði að svo væri. Oft er sagt að pípuorgelið sé drottning allra hljóð- færa sem ég get vel tekið undir. Í pípum margra radda er gríðarleg fjölbreytni; í tríósónötum Bach sem ég spila stundum kemur orgelið með heila flautuhljómsveit og voldugan bassahljóm sem fyllir hér út í hvern krók og kima. Að leika á hljóðfærið og nema þá tónlist er mikil upp- lifun,“ segir Ólafur Sigurjónsson. Austan við Selfoss Safnið Tré og list í Forsæti er opið nú um páskana milli kl. 13-17 og svo á sama tíma alla daga í sumartím- ann. Forsæti er í gamla Villinga- holtshreppnum, nú Flóahreppi, en þegar þangað er farið er beygt til hægri af Suðurlandsvegi um það bil 8 kílómetra fyrir austan Selfoss. Þaðan er svo ekið áfram álíka langan spotta, án þess að beygja nokkru sinni, heim að Forsæti, þar sem eru skilti og skýrar merkingar. Sextán raddir og fjórir metrar  Sögufrægt orgel úr Landakirkju á handverkssafni í Forsæti í Flóa  Skemmdist í Eyjagosinu en hljómar aldrei betur en nú  Þjóðhagasmiðurinn Ólafur Sigurjónsson organisti leikur á hljóðfærið Ljósmynd/Þórbergur Hrafn Kórstjórn Við formlega opnun tónlistardeildarinnar í Tré og list söng Karlakór Selfoss þar sem Ólafur rifjaði upp gamla takta sem stjórnandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hljóðfæri Ólafur Sigurjónsson við pípuorgelið úr Landakirkju í Eyjum sem hljómmikið og svo stórt að byggja þurfti sérstakt hús utan um það. PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.