Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfötum Raforkuauðlindin er ein helsta auðlind þjóðarinnar og undir- staða að velmegun hennar. Hingað til hafa landsmenn feng- ið að nota og njóta orkunnar sem býr í fallvötnum og iðrum jarðar til að byggja upp hagsæld og vel- megun. Hægt hefur verið að byggja upp öflugar iðngreinar vegna þess sam- keppnislega forskots sem þessar auð- lindir hafa gefið okkur. Með raforku- tilskipunum Evrópusambandsins á að svipta komandi kynslóðir þann möguleika. Það getur leitt til lakari lífskjara á Íslandi. Um það verður varla deilt. Þegar hafa ýmsar at- vinnugreinar gert athugasemdir og mótmælt innleiðingu þriðja orku- pakkans, en stjórnvöld hafa kosið að hunsa það. Rúv hefur haldið sig til hlés og upp úr skúmaskotum hafa skriðið einstaklingar sem börðust hvað einarðast fyrir því að Icesave- klafarnir yrðu settir á almenning. Sama hræðsluáróðrinum er óspart beitt af þessum aðilum. Hagsmunir einhverra virðast miklir að ná þessu í gegn. Einskis er freistað til að koma illum boðskapnum á framfæri, en lít- ið fer fyrir máefnalegum rökum. Eðlilega, enda þau ekki til. Innleiðing raforkutilskipana Evrópusambands- ins mun geta haft veruleg slæm áhrif á lífskjör almennings á íslandi. Tilgangur raforkutilskipana Evr- ópusambandsins er m.a. að koma á samkeppni á raforkumarkaði og tryggja orkuflæði um álfuna. Í þings- ályktun um þriðja orkupakkann segir um stofnun sem á að koma á fót og starfa undir evrópsku orkustofnun- inni ACER: hún á að gera „Athug- anir á starfsemi raforkumarkaðs og ákvarðanir til að grípa til nauðsyn- legra aðgerða til að stuðla að virkri samkeppni og tryggja að markaður- inn starfi eðlilega“. Ekki er hægt að skilja þetta á annan hátt en að þessi stofnun, sem er algerlega óháð ís- lenskum stjórnvöldum og starfar samkvæmt evrópskum lögum, geti gert kröfu um að Landsvirkjun selji frá sér virkjanir til að jafna samkeppnisstöðu á raforkumarkaðnum enda fyrirtækið með um 80% markaðshlutdeild. Eig- endur HS Orku hafa þeg- ar gert athugasemdir við markaðsráðandi stöðu Landsvirkjunar. Íslensk stjórnvöld hefðu lítið um málið að segja. Því er raunveruleg hætta á því að eitt glæsilegasta fyrir- tækið í eigu landsmanna verði þvingað til að selja frá sér virkjanir. Ein- hverjir hugsa sér eflaust gott til glóð- arinnar að næla sér í virkjun á góðu verði. Innlendir eða erlendir, því kaupendur yrðu ekkert endilega ís- lenskir aðilar, heldur gæti salan orðið til erlendra aðila eða skúffufyrir- tækja eins og gerðist þegar HS Orka var seld á hrakvirði. Það yrði mikið högg fyrir lífskjör almennings ef stór hluti raforkuframleiðslu landsins yrði komin í hendur erlendra aðila innan fárra ára. Í dag eru raforkufyr- irtæki landsins í eigu landsmanna að mestu og það hefur skapað okkur þá öfundsverðu stöðu að raforkuverð til almennings er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Það mun breytast til hins verra með innleiðingu raforku- tilskipana Evrópusambandsins. Ef raforkustrengur yrði lagður til Evrópu, sem er verið að vinna að, gæti sú staða komið upp á næsta ára- tug að stór hluti raforkuframleiðslu landsmanna færi úr landi og myndi ekki nýtast landsmönnum á nokkurn hátt. Arður af raforkusölu rynni til erlendra eigenda raforkufyrirtækja og sæstrengs. Það gæti orðið raf- orkuskortur á íslandi. Samkeppn- isstaða margra íslenskra fyrirtækja myndi versna verulega og mörg hver hætta starfsemi. Fyrirvari stjórn- valda um samþykki Alþingis fyrir lagningu sæstrengs er ekki haldmik- ill, enda yrði um brot á fjórfrelsinu að ræða ef stjórnvöld ætluðu að stöðva málið og skaðabótakröfur kæmu fram. Almenningur er farinn að átta sig á alvarleika málsins og þúsundir manna hafa skráð sig á facebook- síðuna orkan okkar, sem er nafn samtakanna sem eru að berjast gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Hver á sínum forsendum. Heimasíða samtakanna er orkanokkar.is. Sam- tökin standa fyrir undirskriftasöfnun á heimasíðunni þar sem skorað er á þingmenn að hafna þriðja orkupakk- anum. Mörg önnur rök eru fyrir því að hafna orkupakkanum, m.a. sú stað- reynd að Ísland er ekki tengt innri raforkumarkaði Evrópu. Þriðji orku- pakkinn snýst að miklu leyti um millilandatengingar og er því óskilj- anlegt að stjórnvöld hafa ekki þegar beðið um varanlegar undanþágur frá raforkutilskipunum Evrópusam- bandsins hjá sameiginlegu EES- nefndinni. Sem er hin rétta leið. Aðr- ar leiðir skapa réttaróvissu og eru ekki boðlegar að mati margra lög- manna. Mikil er ábyrgð þingmanna sem er treyst fyrir í skamma stund að fara með helstu fjöregg Íslendinga. Fjör- egg sem eiga að tryggja góð lífskjör hér á landi í nútíð og framtíð. Þeir hafa ekkert leyfi til þess að ráðstafa á nokkurn hátt yfirráðum yfir auðlind- um þjóðarinnar eða nýtingu þeirra til erlendra aðila, á beinan eða óbeinan hátt, án aðkomu landsmanna. Með samþykki á þriðja orkupakkanum er verið að fremja alvarlegan verknað sem getur haft veruleg áhrif til hins verra á lífsafkomu landsmanna á komandi árum. Þingmenn verða að átta sig á alvarleika málsins, hafna innleiðingu á þriðja orkupakkanum og vísa málinu aftur í sameiginlegu EES-nefndina. Eftir Birgi Örn Steingrímsson Birgir Örn Steingrímsson »Mikil er ábyrgð þingmanna sem er treyst fyrir í skamma stund að fara með helstu fjöregg Íslendinga. Höfundur er BS í fjármála- og hagfræði. born@islandia.is Fjöreggin okkar Ég ætla að deila með lesendum Morgun- blaðsins fréttaskeyti sem ég fékk frá Speed- news, fréttaveitu um flug og flugmál 11. mars. Mér var illa brugðið er ég hafði les- ið skeytið til enda, það fjallar um Boeing 737 Max 8 flugvélina ET- AVJ sem fórst sex mín- útum eftir flugtak frá flugvellinum Bole í Eþíópíu. Þessi atburður hefur orðið til þess að allar flugvélar þess- arar tegundar hafa verið settar í flug- bann. Upplýsingarnar koma frá forstjóra Ethiopian Airlines, hr. Tewolde Gebremarian, og verða því að teljast ábyggilegar. Hann segir þar frá því að allt hafi verið í lagi með flugvélina ET-AVJ er hún fór í loftið kl. 08.38, þremur tímum áður hafði þessi sama flugvél komið frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku og engar athugasemdir skráðar í flugloggið. Það sem er athyglisvert við frá- sögnina er að flugvélin fer frá flug- velli sem er í 7.625 feta hæð yfir sjáv- armáli. Hún hættir klifri í 8.150 feta hæð. Hættur frá fjöllum í umhverfinu voru í 8.130 feta hæð. Hæðin frá flugvelli í beint flug er því 525 fet og er flughraðinn þá 400 hnútar. Hann kynnir þar flugstjóra vélar- innar sem hr. Yared Getachew, sem er flugmaður með yfir 8.000 flugtíma og lýtalausan feril. Það næsta sem hann segir framkallaði hjá mér gæsa- húð og skjálfta. Aðstoðarflugmaðurinn, hr. Aham- ed Nur Mohammed, hafði 200 flug- tíma flugreynslu þegar vélin fórst. 200 flugtíma. Ég, sem fyrrverandi at- vinnuflugstjóri á flugvélar og þyrlur, fæ ekki betur séð en að aðstoðarflug- manninn hafi vantað töluvert upp á að vera með lögleg flugréttindi og hafði enga tegundareynslu á Boeing 737- Max8 og er þetta flug með 146 far- þega og átta manna áhöfn því hreint og klárt kennsluflug með farþega, flug í atvinnuskyni. Nú vil ég fara fram á það við Félag íslenskra atvinnu- flugmanna og stjórn og eigendur Icelandair, að þessir aðilar í samein- ingu feli samgöngu- ráðherra Íslands það verkefni að fá aðra sam- gönguráðherra Norður- landanna í það verkefni að kanna hvort flug- félagið Ethiopian Air- lines stundi þá háttsemi að fela flugstjórum sínum það verk- efni í launaaukaskyni að kenna óút- skrifuðum flugnemum á flugvélar fé- lagsins með fullar flugvélar af borgandi farþegum. Ef svo er þá þarf að stöðva þessa háttsemi tafarlaust, vegna fjárhagslegs tjóns sem Ice- landair og aðrir eru að verða fyrir, flugfélag sem hefur fjárfest í flug- hermum og flugkennslu flugmanna sinna og annarra flugfélaga, fyrir þúsund milljóna til að auka flug- öryggi á Íslandi á þessari sömu flug- vélategund, Boeing 737 Max8. Forstjóri Ethiopean Airlines segir blygðunarlaust frá því að aðstoðar- flugmaðurinn sé með 200 flugtíma fyrir brottför eins og þetta sé ekkert mál og ætla ég að félagið stundi þetta á aðrar flugvélategundir sem flug- félagið er með í rekstri. Þetta er stærsta flugfélag í Afríku. Ef satt reynist þá þurfa samgönguráðherrar Norðurlandana að stöðva þessa hátt- semi, norrænum samfélögum til tjóns og reyndar Evrópu allri, Bandaríkj- unum og Kanada. Flugkennsla með farþega Eftir Guðbrand Jónsson Guðbrandur Jónsson »Hann kynnir þar flugstjóra vélarinnar sem hr. Yared Geta- chew, með yfir 8.000 flugtíma. Það næsta sem hann segir framkallaði hjá mér gæsahúð. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri á flugvélar og þyrlur. gudbrandur@drangey.is Það er lögmál að verki hér í heimi; lög- mál almáttar, eins og að baki öllu sé ein- hvers konar stórt maskínuverk að störfum. Sólir og plánetur, jurtir og dýr og frumefnin öll og höfuðskepnur lúta þessum náttúrulög- málum. Geta í raun ekki annað. Það er aðeins ein tegund í náttúrunni allri sem reynir að koma sér undan lög- málinu og það er mannkynið. Vegna óhlýðni var maðurinn rekinn út í óbyggðir, út á mörkina, út úr Edens garði, villtur og jafnvægislaus. Það er undursamlegt að fylgjast með þessu lögmáli alheimsins, hvernig pláneturnar snúast um sól- irnar, svo dagar og nætur verða til, sólargeislar innri hamingju lýsa upp andlit manna, eins og blóm sem opna sig að sumri. Svo eru það ískristall- arnir sem verða til við frostmark og mynda fallega sköpuð tákn eins og frostrósirnar á glugga yfir vetrar- tímann þar sem ekki er tvöfalt gler í gluggum. Alls staðar sýnir sköpunin sig, lögmálið, hreyfingin, hringrásin, ástin, barnið, ljósið. Tilviljanir eru hvergi til staðar, því allar afleiðingar eiga sér sínar orsakir vegna lög- málsins kraftanna miklu Guðs. Jafnvel hugsunin er skapandi veruleiki, brosið, kærleiksorðið, sem breytt geta lífi mannsins í hamingju á augabragði, úr sorg í gleði. Mönnum er ekki ætlað að skilja öll heimsins mál enda skynfærin tak- mörkunum háð. Okkur mönnunum er aðeins ætlað að lifa samkvæmt lögmálinu og að hlýða því í einu og öllu. Þá blessast allt og verður eins og það á að vera samkvæmt boði almátt- arins. Að einfalda það fyrir mönnum er að vakna og rísa úr rekkju til starfa þegar sólin kemur upp og leggjast til hvíldar með henni við sólsetur. Að vísu er erfitt að lifa samkvæmt því á Íslandi og skýrir kannski að ein- hverju leyti vandamál mannlífsins á norðurey. Í náttúrunni er leiðbeinandi form- úlu lífsins að finna. Menn hafa ein- faldlega flækt fyrir sér tilveruna og leitað svara utan brautar í ófærð vegleysanna þó að sannleikurinn sé auðsjáanlegur allt um kring í sköp- unarverki Guðs. Mál málanna Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Mönnum er ekki ætl- að að skilja öll heimsins mál heldur að- eins að lifa samkvæmt lögmálinu og hlýða því. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.