Morgunblaðið - 17.04.2019, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
KonukvöldHúðfegruna
r
Við bjóðumþér á
Í boði verða léttar veiti
og frábært tilboð fyrir þig.
Í DAG 17. apríl kl:18-20
hjá Húðfegrun, Vegmúla 2
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Það er eitthvað svo hressilegt að
lenda á samtali við Sigurð. Hann
er ráðgjafi af lífi og sál og lifir líf-
inu öðrum til eftirbreytni.
Hann segir páskana einstaka
fyrir margar sakir. Hefðin sé að
borða mikið af páskaeggjum um
hátíðina.
„Páskarnir fyrir mér þýða gleði,
vorkomu og tíminn þegar lífið
kviknar,“ segir hann og staldrar
við en heldur síðan áfram: „Já og
auðvitað mikið af páskaeggjum,
meðal annars frá Kólus.“
Hvernig heldur þú þér í formi?
,,Ég á hund sem þarf mikla
hreyfingu en síðan reyni ég að
borða skynsamlega. Ég hef reynd-
ar prófað alla megrunarkúra sem
til eru. Þeir skila mér vanalega
sama árangri sem er mikill strax
en síðan þyngist ég um tvö kíló eft-
ir hvern þeirra, segir Sigurður og
brosir.
Aðspurður um hvernig hann fari
að því að líta svona vel út segir
hann aðalmálið vera að finna ham-
ingjuna innra með sér og að raða í
kringum sig rétta fólkinu.
Hvernig gerir maður það?
,,Þú velur þér ekki fjölskyldu en
þú velur þér vini. Maður verður
sjálfur að finna hamingjuna það er
ekki á ábyrgð maka eða annars að-
ila. Þegar kemur að vinum er gott
að skoða, hverjir gefa og geta þeg-
ið og þroska mann í anda og hverj-
ir eru einungis í sambandi þegar
eitthvað bjátar á. Þeir sem eru
með manni í gleði og sorg og leyfa
manni að taka þátt í lífinu sínu er
fólkið sem ég vil hafa í kringum
mig.“
Hver og einn er einstakur
Sigurður starfar í umhverfi þar
sem mörg kraftaverk gerast dag-
lega. Hann er ráðgjafi í Hlaðgerð-
arkoti og þykir sterkur á mörgum
sviðum, sér í lagi þegar kemur að
verkefnum til að efla sjálfsvirðingu
og sjálfsástin. ,,Ég ráðlegg fólki að
horfa í spegil og segja sjálfum sér
að það sé frábært og einstakt. Það
er mjög mikilvægt að fólk þori að
taka pláss í þessu lífi og viti að það
sé nóg. Þegar kemur að mér sjálf-
um finnst mér mikilvægt að gera
þetta og svo eru verkefni daglega
sem auka á sjálfsvirðinguna sem er
m.a. að klæða sig fallega og líta vel
út.“
Sigurður segir að hver mann-
eskja sé einstök og þess vegna
þurfi allir að muna að fara vel með
sig. „Við þurfum að átta okkur á
hversu dýrmæt við í raun og veru
erum og hvað lífið er mikil gjöf.
Það eru litlu fallegu hlutinir sem
við oft ekki sjáum fyrir vanda-
málum sem taka mikið pláss.“
Sama ár og Jesús er fæddur?
Sigurður hefur reynslu af því að
vinna með fólki út úr aðstæðum
sem sumir hefðu haldið að væri
ómögulegt að vinna sig úr. Hann
þykir einnig fær að leiðbeina fjöl-
skyldum að ná saman í sátt. ,,Ég
held það sé ótrúlega dýrmætt fyrir
börnin okkar að sjá okkur gera
skynsamlega hluti en ekki einvörð-
„Þú átt skilið að
elska án skilyrða“
Sigurður Karlsson starfar sem ráðgjafi og hefur hjálpað fjölmörgum aðilum og
aðstandendum þeirra að komast í bata. Hann segir mikilvægt að rækta ástina
um páskana og ráðleggur foreldrum sem vilja ná vel til barnananna sinna um
hátíðina að vera til staðar sem vinur þeirra í raun.
Mikilvægt Sigurður
Karlsson er dugleg-
ur að minna sig og
aðra á að það má
elska án skilyrða.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Ábyrgð Sigurður segir það á ábyrgð hvers og eins að finna hamingjuna innra með sér.