Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 39

Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Þegar notandi segir Alexa eða OK Google byrjar tækið að taka upp. Sendir síðan upptökuna til gagna- þjónustu sem greinir hvað var sagt og sendir til baka fyrirmæli við hæfi. Hvað Amazon varðar þá eru gögnin send til tiltekinna starfsmanna sem hlusta á fyrirmælin og skoða hvort þau hafi verið túlkuð rétt. Að því fram hefur komið í fréttum eru hljóðbútarnir tengdir raðnúm- eri tækisins og fornafni skráðs eiganda. Þetta kom fram hjá Árna Matthíassyni, sem mætir í tæknihornið í síðdegis- þætitnum á K100 á mánudögum og fræðir þar hlustendur um ýmislegt sem tengist tækni og græjum af ýmsu tagi. Fyrir tveimur árum var maður sakaður um morð og lögregla vildi fá upptöku úr Alexu frá Amazon. Ama- zon neitaði en leyfði svo aðgang að gögnunum eftir að eigandi þeirra gaf leyfi sitt. Málið var svo látið nið- ur falla. Ekki er langt síðan lögregla krafði Amazon um upptökur úr öðru morð- máli þar sem talið var hugsanlegt að upptökur gætu varpað ljósi á það sem fram fór. Þess má geta að Ama- zon fær um 2.000 beiðnir á ári frá yfirvöldum um gögn sem fyrirtækið á í fórum sínum, en greinir ekki op- inberlega á milli þess hvaða þjón- ustu gögnin snerta. Annað dæmi er af konu sem var að spjalla við eiginmann sinn með Alexu við hliðina á sér. Alexu heyrð- ist þá konan biðja um að samtalið yrði hljóðritað og síðan að senda ætti það til samstarfsmanns eig- inmannsins, eða svo segja Amazon- bændur í það minnsta, en fleiri dæmi eru um að apparöt sem Alexa og Go- ogle Home hafi numið skipanir sem eigendur þeirra vissu ekki að þeir væru að gefa. Eftir því sem snjalltækjum fjölgar á heimilinu berast meiri gögn til Alexu og Google Home ef þau eru notuð til að stýra snjalltækjunum, til að mynda baðvoginni eða ísskápn- um, og þá safnast enn meiri per- sónuupplýsingar í sarpinn. Hægt er að koma í veg fyrir að Alexu- upptökur berist til eyrna lifandi fólks með því að breyta stillingum í Alexu-appinu. Það er líka hægt að eyða öllum upptökum úr safni Alexu en þá er maður líka að eyða því sem græjan hefur „lært“ varðandi fram- burð og fleira og þarf að byrja upp á nýtt. Árni benti líka á að í raun væri hægt að senda skipanir til Alexu með svo hárri tíðni að mannseyrað greindi hana ekki. Alexa gerir það hinsvegar. Þannig væri hægt að búa til lag sem væri fullt af skipunum til Alexu um að gera ýmislegt, án þess að eigandinn hefði hugmynd um. Amazon segist hafa selt 100 millj- ón Alexa-apparöt og tugmilljónir Go Home hafa selst. Rétt er að hafa í huga að íslenska er ekki til sem viðurkennt tungumál í Alexu enn sem komið er og því óljóst hvort einhver hefur fyrir því að hlusta á þá Íslendinga sem hafa komið sér upp þessari tækni. siddegid@k100.is Hver er að hlusta? Tæknihornið í síðdegisþættinum Ekki er langt síðan lögregla krafði Amazon um upptökur úr öðru morðmáli þar sem talið var hugsanlegt að upptökur gætu varpað ljósi á það sem fram fór. Árni Matthíasson Tækni Amazon og Google eru langt komin með að þróa raddstýringa- tækni. um frá Nóa Síríus. Að auki verða Grettisfígúrur faldar á svæðinu og ef þú finnur Gretti færðu Grettis- egg nr. 4. Síðast en ekki síst verða á sveimi sérmerktir páskaungar sem veita glaðning frá samstarfs- aðilum okkar eða; 66 húfur frá 66°norður, fjölskylduspil frá Spila- vinum, gjafabréf frá Keiluhöllinni, gjafabréf frá Jóa útherja, gjafa- bréf frá YoYo ís og Samsung Galaxy S10-sími ásamt Galaxy buds-heyrnartólum,“ segir Rakel og það er greinilegt að það er til mikils að vinna. Auk þess verður boðið upp á veitingar fyrir alla á meðan birgð- ir endast. Leitin hefst klukkan 10 í fyrra- málið, það er á skírdagsmorgun, og eru allir velkomnir í höfuð- stöðvar Morgunblaðsins og K100 í Hádegismóum við Rauðavatn. Veðuguðirnir voru ekki með K100 í liði á laugardaginn sl. þegar hin árlega páskaeggjaleit stöðvarinnar átti að fara fram. Síðustu tvö ár hefur páskaeggjaleitin farið fram í Hádegismóum við Rauðavatn við miklar vinsældir og þrátt fyrir að veðrið hafi aftrað leitinni á laugar- daginn á að reyna aftur á morgun, skírdag. „Það verður margt og mikið í gangi. Leikhópurinn Lotta hitar krakkana upp og það er enginn annar en Ásgeir Páll sem ræsir leitina,“ segir Rakel Júlía Jóns- dóttir sölustjóri K100 sem hefur veg og vanda af skipulagningu leitarinnar ásamt sölu- og mark- aðsteymi stöðvarinnar. Mörg hundruð páskaungum verður dreift um svæðið sem fólk á að leita uppi. „Fyrir hvern unga sem finnst fæst lítið páskaegg að laun- Hundruð páskaunga falin í Hádegismóum Páskaegg Hundruð páskaunga verða falin í Hádegismóum. Páskaeggja- leitin mun fara fram í Hádegismóum við Rauðavatn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.