Morgunblaðið - 17.04.2019, Page 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
Miðvikudagur 24. apríl. Kyrrðarstund í
Kapellu vonarinnar kl. 12.
Sumardagurinn fyrsti 25. apríl. Skáta-
messa kl. 12.30 í samstarfi við skáta í
Keflavík. Sr. Fritz Már þjónar fyrir alt-
ari.
KÓPAVOGSKIRKJA | Skírdagur.
Fermingarmessa kl. 11. Sigurður
Arnarson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústs-
dóttur djákna. Kór Kópavogskirkju
syngur undir stjórn Lenku Mátéová,
kantors.
Skírdagur. Helgistund kl. 13.15 í
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir
stundina. Kór Kópavogskirkju syngur.
Föstudagurinn langi. Messa kl. 11. Dr.
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs-
kirkju syngur undir stjórn Lenku Má-
téová, kantors kirkjunnar.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
8. Sigurður Arnarson sóknarprestur
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Kópavogskirkju syngur undir stjórn
Lenku Mátéová, kantors. Eftir guðs-
þjónustu verður hátíðarkaffi í safn-
aðarheimilinu Borgum í boði sóknar-
innar, í umsjá kórs kirkjunnar. Kl. 9.45
mun Sögufélag Kópavogs leiða göngu
um Hraunbraut.
LANGHOLTSKIRKJA | Skírdagur.
Fermingarmessa kl. 11. Guðbjörg Jó-
hannesdóttir sóknarprestur og Jó-
hanna Gísladóttir æskulýðsprestur
þjóna. Organisti er Magnús Ragn-
arsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju
syngja.
Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl.
11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn-
arprestur þjónar. Organisti er Magnús
Ragnarsson. Kór Langholtskirkju syng-
ur.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
10. Ath. breyttan messutíma. Guð-
björg Jóhannesdóttir sóknarprestur
þjónar. Organisti Magnús Ragnarsson.
Kór Langholtskirkju auk eldri félaga
syngur. Sögustund og páskaeggjaleit
barnanna fer fram á sama tíma í litla
sal, Ósk Dís Kristjánsdóttir leiðir
stundina. Morgunverðarhlaðborð að
messu og sögustund lokinni.
Sumardagurinn fyrsti. Fermingar-
messa kl. 13. Guðbjörg Jóhann-
esdóttir sóknarprestur og Jóhanna
Gísladóttir æskulýðsprestur þjóna.
Organisti er Magnús Ragnarsson. Fé-
lagar úr Kór Langholtskirkju syngja.
LAUGARDÆLAKIRKJA Í FLÓA |
Skírdagur. Fermingarmessa kl. 13.30.
LAUGARNESKIRKJA | Skírdagur.
Sameiginleg kvöldmessa Laugarnes-
og Ássókna í Laugarneskirkju kl. 20.
Föstudagurinn langi. Hringadrótt-
inssögumaraþon í safnaðarheimilinu
kl. 10-22. Sameiginleg guðsþjónusta
Laugarnes- og Ássókna í Áskirkju kl.
11. Guðsþjónusta Betri stofunni Há-
túni 12 kl. 13. Guðsþjónusta kl. 14
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Kyrrð-
arbæn alla daga dymbilvikunnar kl.
17.30 í kirkjunni.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
8. Kór Laugarneskirkju og Arngerður
María Árnadóttir er organisti. Sr. Davíð
Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Sam-
eiginlegur morgunverður í safn-
aðarheimilinu á eftir. Sameiginlegur
sunnudagaskóli Laugarness- og Ás-
sókna í Húsdýragarðinum kl. 11.
þri 23.4. Kyrrðarbæn kl. 20.
mið 24.4. Helgistund Félagsmiðstöð-
inni Dalbraut 18-20 kl. 14.
Sumardagurinn fyrsti 25.4. Ferming-
armessa kl. 11.
LÁGAFELLSKIRKJA | Skírdagur.
Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og
13.30. Sr. Arndís Linn og sr. Ragnheið-
ur Jónsdóttir þjóna fyrir altari og préd-
ika. Kirkjukór Lágafellskirkju syngur og
leiðir safnaðarsöng. Þórður Sigurð-
arson organisti. Meðhjálpari Lilja Þor-
steinsdóttir
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
8. Prestur Arndís Linn. Kirkjukór Lága-
fellssóknar syngur. Organisti Þórður
Sigurðarson. Fiðluleikari Sigrún Harð-
ardóttir. www.lagafellskirkja.is
MIÐDALSKIRKJA Í LAUGARDAL |
Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl.
11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur
annast prestsþjónustuna. Söngkór
Miðdalskirkju syngur. Sungnir verða
hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteins-
sonar. Organisti er Jón Bjarnason.
MOSFELLSKIRKJA | Föstudagurinn
langi. Tónleikar kl. 17. Flutt verður Sa-
bat Mater eftir Pergolesi. Söngvarar:
Erla Dóra Vogler mezzosópran og Lilja
Guðmundsdóttir sópran. Þórður Sig-
urðarson leikur á orgel. Lestur passí-
unnar inni á milli söngkafla annast
kórfélagar úr kirkjukór Lágafells-
sóknar. Enginn aðgangseyrir.
www.lagafellskirkja.is
MOSFELLSKIRKJA Í GRÍMNESI |
Guðsþjónusta föstudaginn langa kl.
20.30. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur annast prestsþjónustuna.
Organisti er Jón Bjarnason.
NESKIRKJA | Skírdagur. Messa og
máltíð í kirkjuskipinu kl. 18. Þau sem
geta koma með. Brauði og víni er deilt
út undir borðum. Prestur er Steinunn
Arnþrúður Björnsdóttir. Félagar úr Kór
Neskirkju syngja undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar organista.
Föstudagurinn langi. Helgistund kl.
11. Píslarsagan lesin og hugleidd.
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Nat-
halía Druzin Halldórsdóttir syngja kafla
úr Stabat Mater eftir Pergolesi. Stein-
grímur Þórhallsson er við hljóðfærið.
Prestur er Skúli S. Ólafsson. Í fram-
haldi ræðir Guðmundur Ingólfsson
verk sín sem sýnd eru á Torginu.
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Kór
Neskirkju syngur undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar. Hátíðartón sr.
Bjarna Þorsteinssonar sungið. Prestar
kirkjunnar þjóna. Morgunkaffi og
páskahlátur að messu lokinni. Fjöl-
skylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit
kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir leiðir stundina ásamt starfsfólki
barnastarfsins.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Föstudag-
urinn langi. Kvöldvaka kl. 20.30. Sr.
Pétur þjónar fyrir altari. Píslarsöguna
les Hannes Guðrúnarson. Hlín Ein-
arsdóttir sópransöngkona syngur úr
Bach-passíum föstudagsins langa.
Óháði kórinn syngur undir stjórn Krist-
jáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson
tekur á móti öllum við kirkjudyrnar.
Páskadagur. Guðsþjónusta kl. 8. Sr.
Pétur predikar og þjónar fyrir altari.
Messugutti er Petra Jónsdóttir. Hlín
Einarsdóttir sópransöngkona syngur
úr Bach-kantötu páskadags og Óháði
kórinn syngur undir stjórn Kristjáns
Hrannars. Ballett frá Ballettskóla JSB.
Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum
við kirkjudyrnar. Brauðbollur og heitt
súkkulaði í maulinu á eftir.
REYNIVALLAKIRKJA Í KJÓS |
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 14.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur
undir stjórn Guðmundar Ómars Ósk-
arssonar. Sóknarprestur þjónar.
Sumardagurinn fyrsti 25. apríl. Messa
kl. 14. Fermt verður í messunni.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur
undir stjórn Guðmundar Ómars Ósk-
arssonar. Sóknarprestur þjónar.
SELFOSSKIRKJA | Skírdagur. Ferm-
ingarmessa kl. 11.
Föstudagurinn langi. Pílagrímaganga
sem hefst með stuttri helgistund kl.
9.45. Gengið verður til Laugardæla-
kirkju og þar hefst helgistund kl.
11.45. Göngustjórar eru sr. Axel Árna-
son Njarðvík og sr. Ninna Sif Svav-
arsdóttir. Hægt er að sækja helgi-
stundir á báðum stöðum þótt fólk taki
ekki þátt í göngunni. Göngufólk er beð-
ið að koma vel skóað, klætt eftir veðri
og með nesti.
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Ester-
ar Ólafsdóttur, prestur Guðbjörg Arn-
ardóttir. Morgunverður í boði og um-
sjón sóknarnefndar Selfosskirkju í
Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
SELJAKIRKJA | Skírdagur. Ferming-
armessa kl. 13.
Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl.
11, píslarsagan lesin, sr. Bryndís
Malla Elídóttir prédikar og Kór Selja-
kirkju syngur.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
8, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar,
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel
og Kór Seljakirkju syngur. Boðið verður
upp á morgunverð að guðsþjónustu
lokinni. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl.
11.
SELTJARNARNESKIRKJA | Skírdag-
ur. Altarisganga og borðhald í kirkjunni
kl. 18. Helgihald og sameiginleg mál-
tíð í kirkjuskipinu að danskri fyrirmynd.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Org-
anisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Fé-
lagar úr Kammerkórnum leiða almenn-
an safnaðarsöng. Fólk þarf að láta vita
um þátttöku fyrir fram í síma 899-
6979.
Föstudagurinn langi. Seltirningar lesa
alla Passíusálmana frá kl. 13 til 18.
Tónlistaratriði á milli lestra og kaffi á
könnunni í safnaðarheimilinu.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
8. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.
Þóra H. Passauer syngur einsöng. Org-
anisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Fé-
lagar úr Kammerkór Seltjarnar-
neskirkju syngja. Melkorka
Briansdóttir leikur einleik á flygilinn.
Morgunmatur í safnaðarheimilinu eftir
athöfn.
SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Föstu-
dagurinn langi. Dagskrá í tali og tónum
kl. 11. Píslarsagan lesin ásamt völd-
um passíusálmum. Söngur og tónlist
á milli lestra. Félagar úr kór Seyðis-
fjarðarkirkju leiða söng. Organisti er
Rusa Petriashvili. Sr. Sigríður Rún
Tryggvadóttir leiðir stundina.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
9. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir al-
mennan safnaðarsöng. Organisti og
kórstjóri er Rusa Petriashvili. Sr. Sig-
ríður Rún Tryggvadóttir messar. Með-
hjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.
Eftir stundina er morgunverður í safn-
aðarheimili í umsjón fermingarbarna
og foreldra þeirra. Hátíðarguðsþjón-
usta á Fossahlíð hjúkrunardeild kl.
11.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
á skírdag kl. 20.30. Sr. Egill Hall-
grímsson þjónar fyrir altari. Sr. Krist-
ján Björnsson prédikar. Skálholtskór-
inn syngur. Organisti Jón Bjarnason.
Getsemanestund verður eftir mess-
una
Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl.
16. Kristjan Björnsson Skálholts-
biskup annast prestsþjónustuna
ásamt Agli Hallgrímssyni sókn-
arpresti. Skálholtskórinn flytur tónlist
tengda deginum á milli lestra úr písl-
arsögunni. Organisti Jón Bjarnason.
Barnasamkoma á laugardaginn fyrir
páska kl. 11. Umsjón hafa Bergþóra
Ragnarsdóttir, djáknakandídat og Jón
Bjarnason.
Hátíðarmessa á páskadag kl. 8. Krist-
ján Björnsson Skálholtsbiskup annast
prestsþjónustuna. Jóhann I. Stef-
ánsson leikur á trompet. Organisti Jón
Bjarnason. Morgunverður í Skálholts-
skóla eftir messuna. Hátíðarmessa
kl. 14. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur annast prestsþjónustuna.
Skálholtskórinn syngur. Sungnir há-
tíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteins-
sonar. Organisti Jón Bjarnason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Hátíðarguðs-
þjónusta á páskadag kl. 14. Sr. Skírn-
ir Garðarsson annast prestsþjón-
ustuna. Organisti er Elísa Elísdóttir.
STÓRA NÚPSKIRKJA | Hátíð-
armessa á páskadag kl. 11. Kirkjukór-
inn syngur undir stjórn Þorbjargar Jó-
hannsdóttur.
STRANDARKIRKJA | Föstudagurinn
langi. Lesið úr Passíusálmum kl. 14.
Guðmundur Brynjólfsson velur og
stjórnar, Ester Ólafsdóttir spilar.
TORFASTAÐAKIRKJA BISKUPS-
TUNGUM. | Guðsþjónusta á föstu-
daginn langa kl. 14. Prestur Egill Hall-
grímsson. Organisti er Jón Bjarnason.
ÚTHLÍÐARKIRKJA | Hátíðarguðs-
þjónusta á páskadag kl. 16. Egill Hall-
grímsson sóknarprestur annast
prestsþjónustuna. Félagar úr Úthlíð-
arkór syngja. Organisti er Jón Bjarna-
son. Kaffisamsæti í Réttinni að
messu lokinni.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Skírdagur.
Messa með altarisgöngu kl. 17. Kór
Hvalsnes- og Útskálasókna syngur
undir stjórn Keith Reed.
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 8. Org-
anisti: Kristín Jóhannesdóttir. Morg-
unverður eftir messu.
VILLINGAHOLTSKIRKJA Í FLÓA |
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 11.
Söngkór Hraungerðis- og Villingaholts-
sókna syngur undir stjórn Inga Heið-
mars Jónssonar. Prestur Guðbjörg
Arnardóttir.
VÍDALÍNSKIRKJA | Skírdagur.
Messa og afskrýðing altaris kl. 20.
Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir alt-
ari ásamt messuþjónum. Sigurbjörn
Þorkelsson predikar. Særún Harð-
ardóttir og Erla Björg Káradóttir syngja
og organisti er Jóhann Baldvinsson.
Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
8. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir altari
og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar.
Kór Vídalínskirkju syngur og organisti
er Jóhann Baldvinsson. Særún Harð-
ardóttir syngur einsöng og Ármann
Helgason leikur á klarínett. Morg-
unverður að lokinni guðsþjónustu í
safnaðarheimilinu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Í HAFN-
ARFIRÐI | Skírdagur. Ferming-
armessa kl. 10.30. Kór Víð-
istaðasóknar syngur undir stjórn
Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Prestur Bragi J. Ingibergsson.
Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta kl.
11. Jóhann Schram Reed og Emily
Reed syngja. Organisti: Helga Þórdís
Guðmundsdóttir Prestur: Bragi J. Ingi-
bergsson.
Páskadagur. Hátíðarmessa kl. 10.
Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds-
dóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson.
Páskaeggjaleit fyrir börnin. Boðið
verður upp á heitt súkkulaði og með-
læti í safnaðarheimilinu að messu
lokinni.
ÞINGMÚLAKIRKJA | Hátíðarguðs-
þjónusta á páskadag kl. 14. Kór Þing-
múla- og Vallanessókna syngur og
leiðir söng. Organisti Torvald Gjerde.
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa við sól-
arupprás á páskadag, kl. 5.50. Ein-
faldur morgunverður að messu lok-
inni. Hátíðarmessa kl. 14. Sönghópur
undir stjórn Margrétar Bóasdóttur
syngur Hátíðasöngva Bjarna Þor-
steinssonar. Organisti Guðmundur Vil-
hjálmsson. Kristján Valur Ingólfsson
predikar og þjónar fyrir altari í báðum
messunum.
ÞORLÁKSKIRKJA | Skírdagur. Há-
tíðarmessa kl. 13.30. Fjögur börn
fermd. Organisti Ester Ólafsdóttir. Kór
Þorlákskirkju.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
✝ Petter Amand-us Tafjord
fæddist 25. júlí
1942. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu við
Ferjuvað 7 þann 7.
apríl 2019.
Hann var frum-
burður hjónanna
Helgu Bogeyjar
Finnbogadóttur
verkakonu, f. 17.
apríl 1924, d. 8. mars 1990, og
Arne Perry Tafjord, liðsmanns
norsku skíðaherdeildarinnar og
verkamanns, f. 28. október
1922, d. 23. ágúst 2014.
Systir Petters og annað barn
þeirra hjóna er Jóna Valdís Taf-
jord Árnadóttir, f. 3. október
1945, maki Birgir Vilhjálmsson,
f. 1. febrúar 1944. Önnur sam-
mæðra systkini Petters eru Guð-
mundur R. J. Guðmundsson, f.
19. september 1954, maki Sól-
veig Þórðardóttir, f. 30. desem-
ber 1955, og Helga Andrea Guð-
mundsdóttir, f. 31. janúar 1957.
Samfeðra systkini eru: Per Ove
Tafjord, f. 30. apríl 1947, maki
Inge Lise; Knut Arve Tafjord, f.
20. mars 1949, maki Björg Ma-
rit; Vigdis Vassbotn, f. 16. des-
ember 1950, maki Helge Jörgen,
og Frode Tafjord, f. 13. júní
1958, maki Linda Tafjord.
Petter átti fimm börn, það
elsta er Sigurrós Petra Tafjord,
f. 21. janúar 1961, maki Ármann
Þór Baldursson, f. 2. júní 1956,
hana eignaðist hann með Guð-
mundu Guðrúnu Björgvins-
dóttur, f. 23. júní 1942. Eigin-
kona Petters var Hallbjörg
Jóhannsdóttir, f. 10. október
1945, d. 27 janúar 2018. Börn
þeirra hjóna eru: Jóhann Árni
Tafjord, f. 6. janúar 1964, maki
Elín Svana Jónbjörnsdóttir, f.
17. apríl 1971; Kristján Helgi
Tafjord, f. 28. janúar 1966, maki
Jarþrúður Bjarnadóttir, f. 6.
október 1960; Birna Tafjord, f.
3. júní 1967, maki
Birgir Kristjáns-
son, f. 26. febrúar
1966; Pétur Smári
Tafjord, f. 9. mars
1979, maki Þórey
Svana Þórisdóttir,
f. 14. mars 1984.
Barnabörnin eru 17
talsins og barna-
barnabörnin 22.
Petter fæddist í
Sandgerði og bjó
fyrstu árin með foreldrum sín-
um hjá móðurömmu og afa.
Hann fluttist tvívegis til Noregs
eða þegar hann var á þriðja
aldursári með foreldrum sínum
og aftur um fermingu þar sem
hann dvaldi hjá föðurfjölskyldu
sinni í Álasundi. Hér heima bjó
hann lengst af á Suðurnesjum
þar sem hann gekk í barnaskóla
Keflavíkur. Þegar Petter var á
19. aldursári kynntist hann Hall-
björgu Jóhannsdóttur og hófu
þau búskap skömmu síðar. Þann
26. október 1963 fór svo gifting
þeirra fram. Framan af bjuggu
þau hjónin ásamt börnum í Ytri-
Njarðvík eða til ársins 1975 þeg-
ar þau fluttu aftur til Reykjavík-
ur. Frá árinu 1981-1995 bjuggu
Petter og fjölskylda í Breiðholt-
inu og svo aftur frá árinu 2003
til ársins 2018. Hallbjörg and-
aðist í ársbyrjun 2018 og síðla
sama ár flutti Petter í Norð-
lingaholt í Reykjavík þar sem
hann bjó síðustu mánuði lífs
síns.
Petter gegndi ýmsum störf-
um um ævina. Starfaði hann
meðal annars sem kokkur til
lands og sjós, var bílstjóri og rak
meðal annars eigið rútufyrir-
tæki, starfaði í klúbbnum „Top
of the Rock“ á Miðnesheiði,
vann á skautasvellinu í Laugar-
dal og hjá Gámaþjónustunni.
Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju í dag, 17. apríl 2019,
klukkan 13.
Elsku pabbi, ég vildi bara
þakka þér fyrir allan þann vís-
dómsauð sem þú lést mér í té,
allar samverustundirnar, og sím-
tölin á kvöldin, ráðleggingarnar
sem alltaf reyndust réttar, að vera
alltaf til staðar, koma mér til
manns, og vera mestur allra feðra.
Hvílið í friði, elsku pabbi og
mamma, nú eruð þið sameinuð á
ný.
Hjálp
Gull- og silfurdyngjur stórar hef ég
aldrei átt,
og ekki er heldur viti til að dreifa;
en feginn vildi’ ég hjálpa þeim, sem
eiga eitthvað bágt,
allt, sem mínir veiku kraftar leyfa.
(KN)
Takk fyrir allt.
Pétur Smári Tafjord, Þórey
Svana Þórisdóttir.
Elsku afi.
Mikið sem ég á eftir að sakna
þess að koma í heimsókn til þín og
spjalla klukkustundunum saman,
í heimsókn sem átti nú bara að
vera nokkrar mínútur.
Þú hafðir alltaf lausnir við öllu
og við gátum rætt allt milli himins
og jarðar sem endaði oftast með
gömlum sögum ofan af velli, hjá
Kananum, sem við bræðurnir höf-
um alltaf gert mikið grín að, í smá
einkahúmor.
Ein uppáhalds minningin mín
af okkur er í Lada Sport-bílnum
þínum sem ég gat samt aldrei sagt
rétt og skírði ég hann þá bara Afa
Sport, því það hentaði mér miklu
betur og hét hann því nafni alla tíð
eftir það.
Ég vildi óska þess að þú hefðir
ekki kvatt okkur svo skjótt. En
minningarnar okkar lifa að eilífu
og ég veit að þú ert kominn á betri
stað núna hjá ömmu.
Birgir Steinar.
Elsku afi.
Ég er ennþá að reyna að átta
mig á þessu, þú fórst svo skyndi-
lega frá okkur.
Ég er svo þakklátur fyrir allar
minningarnar sem ég á með þér
og ömmu, t.d. Spánarferðirnar
frægu og Noregsferðina þar sem
við fórum á þínar heimaslóðir. Það
var alltaf svo gott að tala við þig
um allt og ekkert. Þú hafði svör
við öllu og áttir hafsjó af sögum.
Þú varst vanur að biðja mig um að
gefa þér plástur (faðmlag) sem
gerði svo mikið fyrir okkur báða.
Við áttum svo góða stund saman
rétt áður en þú kvaddir seint á
laugardagskvöldi. Þá sagðir þú
mér svo margt sem þú hefur ekki
sagt mér áður og það finnst mér
mjög dýrmætt.
Ég veit að núna ertu kominn til
elsku ömmu og þið kannski farin
að fá ykkur KFC saman.
Þinn plástur
Hallur.
Petter Amandus
Tafjord
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar