Morgunblaðið - 17.04.2019, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019
Elsku afi minn er
látinn. „Afi doggy
go home“ – ég var
einungis um
tveggja ára gömul þegar ég lét
þessi fleygu orð falla við afa. Á
þeim tíma bjuggum við fjölskyld-
an á Englandi og amma og afi
voru í heimsókn. Afi ætlaði held-
ur betur að slá í gegn hjá barna-
barninu og skreið um gólfið eins
og hundur til að ganga í augun á
mér en það gekk ekki betur en
svo að ég sneri upp á mig og bað
hann vinsamlegast um að fara
heim með fyrrnefndri setningu.
Oft átti afi eftir að rifja upp þessi
ummæli síðar meir og raunar
voru það síðustu orðin hans þeg-
ar ég heimsótti hann í hinsta sinn
um miðjan febrúar sl. Er ég var
að ganga út úr herberginu heyrði
ég hann segja „afi doggy go
home“ og hlæja lágt. Já, afi var
ótrúlegur karakter sem skipaði
veigamikinn sess, ásamt ömmu
heitinni, í barnæsku minni og
fram á fullorðinsár. Heimili
þeirra var ávallt opið fyrir fjöl-
skyldumeðlimi og ófáar minning-
ar úr eldhúskróknum hjá ömmu
og afa á Hlíðarveginum og síð-
Guðmundur
Sigurðsson
✝ GuðmundurSigurðsson
fæddist 25. apríl
1925. Hann lést 6.
apríl 2019.
Útför Guð-
mundar fór fram
15. apríl 2019.
ustu árin í íbúðinni
þeirra við Kópa-
vogsbraut. Og alltaf
var boðið upp á dýr-
indis veitingar með
góðu spjalli. Bæði
höfðu óskaplega
gaman af að ræða
um fyrri tíma, góða
sem slæma, og því
er óhætt að segja að
ég og aðrir afkom-
endur hafi haft góða
innsýn í líf þeirra frá blautu
barnsbeini. Afi var reyndar ekki
mikið fyrir að sitja kyrr og hann
þurfti alltaf að vera eitthvað að
stússa, hvort sem það var í bíl-
skúrnum að mála, í garðvinnu í
fallega verðlaunagarðinum á
Hlíðarveginum eða við að búa til
flotta trékalla í geymslunni í
íbúðinni við Kópavogsbraut sem
urðu eftirsóknarverðir á meðal
afkomenda.
Afi var ekki bara verklaginn
og listrænn, hann hafði líka mikl-
ar skoðanir á samfélagsmálum
en afi var jafnaðarmaður í húð og
hár og tókst honum að sannfæra
margan afkomandann um ágæti
jafnaðarhugsjónarinnar með
þrumuræðum við eldhúsborðið.
Slíkur var áhuginn að hann átti
jafnvel til að vekja ítrekað máls á
framboði afkomenda til þings/
bæjarstjórnar sem hann taldi til
þess fallna að bjóða sig fram.
Afi var líka sparsamur með
eindæmum sem gerði það að
verkum að óhætt er að segja að
hann hafi verið gott dæmi um ak-
tívan umhverfissinna. Matarsó-
un var lítil sem engin á heimilinu,
hann ræktaði sitt eigið græn-
meti, allur matarúrgangur fór á
beðin úti í garði, hann passaði
líka upp á smáfuglana í garðinum
sínum og það gat verið meiri-
háttar mál að fá hann til að klæð-
ast nýrri flík. Oftast endaði hún í
skápnum hans í nokkur ár áður
en hann fékkst til að byrja að
ganga í henni.
En hvað stóð upp úr hjá afa
þegar hann horfði yfir farinn veg
undir lok ævikvöldsins? Það stóð
ekki á svari hjá gamla manninum
– það voru afkomendurnir og að
hafa haft tækifæri til að ferðast
en amma og afi voru dugleg að
ferðast með góðum hópi vina frá
miðjum aldri.
Nú er afi doggy genginn á vit
feðra sinna.
Elsku afi, takk fyrir óteljandi
samverustundir og góðar minn-
ingar síðustu 45 árin, takk fyrir
umhyggjuna og endalausa upp-
sprettu hrósyrða í minn garð og
takk fyrir skemmtilegu sér-
viskuna sem einkenndi þig og
raunar fleiri úr Njálsgötuætt-
inni. Minning þín lifir.
Anna Jörgensdóttir.
Elsku afi.
Þú varst algjör garðálfur á
Hlíðarveginum. Þar undir þú þér
best við að rækta garðinn þinn.
Aspirnar stækkuðu með hverju
barnabarninu sem bættist í hóp-
inn og öll voru þau velkomin að
hjálpa til. Þú varst með fimm liti
af lúpínum, ræktaðir rifsber, gul-
rætur, kartöflur, rabarbara,
graslauk og sólber. Þá er ónefnt
blómabeðið og garðurinn sem
var bæjarprýði og þú varst verð-
launaður fyrir. Þú týndir gull-
hringnum þínum í kartöflugarð-
inum eitt sinn og þá vorum við
Gummi og Siggi fengnir til að
hjálpa við að stinga garðinn upp
og leita með málmleitartæki en
fundum bara gamlar skrúfur og
nagla. Aspirnar í garðinum
fengu framhaldslíf þegar þú
byrjaðir að skera út trékarlana
og ekki vantaði upp á nýtnina,
ýmislegt drasl var skrúfað eða
límt á fallegu karlana. Það var
virkilega gaman að setja upp
sýningu með þér og körlunum þó
að þér hafi ekkert litist á hug-
myndina til að byrja með. Þú
varst vanur að hlýða Ólöfu Dóm-
hildi svo ég fékk þig út í þessa
vitleysu eins og þú orðaðir það.
Fréttir um bensínhækkanir
höfðu alltaf veruleg áhrif á þig.
Þá dreifst þú þig út og fylltir á
bílinn fyrir miðnætti. Smjör
keyptir þú á útsölu og svolgraðir
í þig súran rjómaafgang frekar
en að henda.
Þú passaður upp á að ganga
um húsið og slökkva öll ljós,
lækka hitann á ofnunum þegar
þið amma fóruð í ferðalag, safn-
aðir lífræna úrganginum, hentir
engu sem gæti nýst og gafst
fuglunum matarafgangana. Þú
nýttir allt sem hægt var. Það var
þitt mottó. Það var reyndar
kvartað svolítið yfir nýtninni
þegar þú fluttir í Sunnuhlíð og
þú hentir matarafgöngum fram
af svölunum fyrir fuglana.
Þú vildir gera vel við alla í
kringum þig. Þú keyptir Spur
cola og appelsín í flösku fyrir
okkur krakkana, áttir alltaf Tóp-
as í vasanum til að bjóða upp á og
suðusúkkulaði í skúffunni inni í
stofu sem við laumuðumst í. Hins
vegar var alltaf stutt í nýtnina.
Þú varst staðinn að því að hella
RC cola yfir á ½ l Coca-Cola-
flöskur til að reyna að spara
nokkrar krónur og gleðja barna-
börnin. Amma skammaði þig þá
og skipaði þér að sækja nýtt kók.
Þú sagðir Sigga hafa kennt þér
þetta góða ráð og eftir það gekk
þessi drykkur undir nafninu
Siggakók í fjölskyldunni.
Það má segja að þú hafir verið
langt á undan þinni samtíð í um-
hverfisvernd en þú gekkst til
vinnu og notaðir bara bílinn um
helgar og þá gjarnan til að bjóða
okkur í ísbíltúr á Dairy Queen
vestur í bæ. Þú vílaðir ekki fyrir
þér að ganga í fötum af ömmu
sem hún var hætt að nota til þess
að nýta þau til fullnustu, við
gerðum mikið grín að því.
Við vorum svo heppin að eiga
svona litríkan afa, alltaf varstu
svo kátur og glaður að sjá þitt
fólk. Það var alltaf gott að koma
til ykkar ömmu á Hlíðarvegi,
amma í eldhúsinu að baka
pönnukökur og þú að stússast
eitthvað. Í seinni tíð var vinsælt
hjá barnabarnabörnunum að
kíkja við hjá þér enda var faðm-
urinn alltaf opinn, hrósaðir og
hvattir þau í því sem þau eru að
gera.
Við erum heppin að hafa feng-
ið að hafa þig hjá okkur í svona
mörg ár og minningin mun lifa.
Hvíl í friði, elsku afi,
Sigurður (Siggi),
Guðmundur
(Gummi) og Ólöf.
Elsku afi Gummi. Okkur þykir
svo vænt um allar minningarnar
sem koma upp í hugann þegar
við hugsum um þig. Hversu gott
það var alltaf að koma á Hlíðar-
veginn (og síðar í Sunnuhlíð) til
þín og ömmu. Hjartahlýja ein-
kenndi þig alla tíð og hvernig þú
sýndir væntumþykju þína gagn-
vart þínum nánustu óspart, alltaf
var tekið á móti manni með brosi
og innilegu faðmlagi. Þú fylgdist
svo áhugasamur með öllu því
sem við systkinin vorum að gera
hverju sinni og alltaf þegar við
hittumst spurðir þú hvað væri að
frétta af hinu og þessu hjá okkur,
allt fram á síðasta dag.
Það er svo gott að hugsa til
þess að þú fékkst að halda koll-
inum þokkalega heilum alveg
fram á síðasta dag. Það er líka
gott að hugsa til þess hvað þér
leið vel í Sunnuhlíðinni síðustu
mánuðina. Í heildina litið áttirðu
gott ævikvöld þótt það hafi verið
höggvið stórt skarð í það þegar
amma Lilla fór.
Það er því fyrst og fremst
þakklæti sem kemur upp í hug-
ann þegar við lítum yfir farinn
veg saman. Þakklæti fyrir að
hafa átt svona góðan afa og
þakklæti fyrir allar minningarn-
ar. Og svo núna þegar þú ert far-
inn þá er huggun í því að þú fáir
loksins að hitta ömmu aftur.
Afi, þú varst einstakur maður;
hjartahlýr, góður, örlátur, stund-
um svolítið sérvitur, listrænn og
duglegur. Á margan hátt fyrir-
mynd fyrir okkur systkinin.
Það er dýrmætt að eiga ótal
minningar um allar góðu sam-
verustundirnar okkar í gegnum
árin.
Takk fyrir öll faðmlögin, skil-
yrðislausu ástina og endalausu
trúna sem þú hafðir á okkur,
elsku afi.
Guðmundur Dagur,
Unnar og Berta.
✝ Sigríður Brynj-úlfsdóttir fædd-
ist 16. mars 1947.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík 2. apríl 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Pétursdóttir frá
Hergilsey, f. 23.8.
1905, d. 19.7. 1959,
og Brynjúlfur
Dagsson héraðslæknir frá Gaul-
verjabæ, f. 9.9. 1905, d. 23.2.
1963. Seinni kona Brynjúlfs og
stjúpmóðir Sigríðar var Ingi-
björg Jónsdóttir, f. 13.6. 1900, d.
19.4. 1967.
Systkini Sigríðar voru: 1)
Dagur, f. 12.4. 1934, d. 14.8.
1978, 2) Guðrún, f. 3.11. 1938, d.
29.3. 1951, 3) Þórlaug, f. 15.6.
1940, d. 15.9. 1980, 4) Unnur, f.
10.5. 1942, d. 2.1. 1966. Hálf-
systkini Sigríðar voru Pétur
sammæðra og Hulda samfeðra.
Arnfríður Kristrún, f. 1983.
Maki Magnús Gabriel Haralds-
son. Börn þeirra eru Gabriel,
Sólon og nýfædd stúlka.
Sigríður fæddist á Hvamms-
tanga og ólst þar upp til átta ára
aldurs. Þá flutti fjölskyldan í
Kópavog þar sem faðir hennar
var læknir. Þar gekk hún í
barnaskóla og lauk síðan gagn-
fræðaprófi frá Reykjaskóla í
Hrútafirði. Rúmlega tvítug flutti
Sigríður ásamt fyrri manni sín-
um til Danmerkur og dvaldi þar í
fimm ár. Árið 1975 hóf hún nám í
Fósturskóla Íslands og útskrif-
aðist sem leikskólakennari 1978.
Sigríður starfaði við fag sitt
meðan heilsan leyfði. Hún var
um árabil forstöðumaður á
skóladagheimili sem Landakots-
spítali rak, var leikskólakennari
á leikstofu Barnaspítala Hrings-
ins og í ýmsum leikskólum í
Reykjavík.
Sigríður var áhugamanneskja
um söng og tónlist og lék bæði á
píanó og gítar. Lestur bóka, dag-
bókarskrif og ýmislegt grúsk,
m.a. draumar og þýðing þeirra,
var henni einnig hugleikið.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 17. apríl
2019, klukkan 11.
Þau eru bæði látin.
Á gamlársdag
1967 giftist Sigríð-
ur æskuvini sínum
Jóni Vattnes Krist-
jánssyni rafsuðu-
manni, f. 22.7. 1945,
d. 26.1. 1982. For-
eldrar hans voru
Lovísa Helgadóttir
og Kristján Vattnes
Jónsson. Árið 1979
ættleiddu Sigríður
og Jón systurson Sigríðar, Dag
Thomas Vattnes Jónsson, f. 4.7.
1978. Börn hans eru Marinó og
Kamilla og hennar sonur er
Mikael Andri. Árið 1989 giftist
Sigríður Sveini Viðari Stefáns-
syni húsasmíðameistara, f. 24.9.
1949, d. 17.10, 2010. Foreldrar
hans voru Arnfríður Kristrún
Sveinsdóttir og Stefán Guð-
mundsson. Börn Sveins eru: 1)
Óskar, f. 1967. Maki Ásta María
Traustadóttir. 2) Rakel, f. 1974.
Sonur hennar er Eiður Darri, 3)
Elsku Sigga mín. Fyrir tilviljun
settumst við hlið við hlið og þar
með hófst ævilöng vinátta. Það var
í september 1975, báðar að hefja
nám til að verða leikskólakennar-
ar. Við komum hvor úr sinni átt-
inni, ólíkar sem dagur og nótt en
smullum strax saman. Ég sveita-
stelpan að koma beint úr mennta-
skóla, þú borgarbarnið úr skóla
lífsins. Ég átti fjölmenna fjöl-
skyldu, en margir þínir nánustu
voru fallnir frá. Mér fannst mín
reynsla litlaus miðað við það sem
þú hafðir þá þegar gengið í gegn
um, en við bættum hvor aðra upp,
Sigga Bé og Bagga Bja. Það heill-
aði mig hvað þú varst hress og
hæfileikarík, spilaðir á gítar og pí-
anó, samdir vísur og lög, raddaðir
söng og stjórnaðir skemmtiatrið-
um ef því var að skipta.
Árin í skólanum voru skemmti-
leg og áhyggjulaus. Við lærðum
saman, studdum hvor aðra í nám-
inu, unnum svo saman í eitt ár og
bjuggum saman um tíma. Við
djömmuðum líka saman og það var
oft glatt á hjalla og mikið fjör. Þú
varst stuðbolti og elskaðir að hafa
margt fólk í kring um þig, hrókur
alls fagnaðar annaðhvort við pí-
anóið eða með gítarinn. Eflaust
helgaðist það af því að nánasta fjöl-
skylda þín var ekki til staðar en
það markaði líf þitt alla tíð. Þú öf-
undaðir mig fyrir að eiga foreldra,
mörg systkini og börn. Mitt fólk
varð á vissan hátt þitt fólk fannst
mér. Þú hafðir einlægan áhuga á
fjölskyldu minni, fylgdist með og
spurðir frétta. Börnin mín minnast
Siggu vinkonu með hlýju. Fyrir
nokkrum árum baðstu mig um að
vera mamma þín og kallaðir mig
stundum „mömmu“. Við grínuð-
umst oft með þetta en að baki var
samt sem áður nokkur alvara.
Þú tókst á við áföll í bernsku og
einnig á fullorðinsárum. Það var
mikið reiðarslag þegar Nonni dó,
þá dró ský fyrir sólu. Andlegur
heilsubrestur setti mark sitt á þig
eftir það, stundum mikið en á milli
komu góð tímabil. Þegar Svenni
dó lét líkamleg heilsa líka undan
og gaf sig að lokum. Það sem á þig
var lagt var ómannlegt og nær
ótrúlegt að upp reistu aftur og aft-
ur. Þú varst lágvaxin og nett, en
samt stór. Þú varst sannkölluð
hvunndagshetja. Góður húmor og
léttlyndi þitt hafði þar mikið að
segja. Síðustu árin voru þó
strembin, þú einangraðir þig
smátt og smátt, valdir einfalt líf og
fáeina vini til að umgangast.
Við ræddum oft um tilgang lífs-
ins og dauðann. Við vorum sann-
færðar um að næsta líf hlyti að
verða þér hliðhollara. Samveran
sem við áttum síðustu nóttina þína
var mér afar dýrmæt og fyrir
hana og allar okkar stundir er ég
þakklát. Farðu í friði elsku Sigga
mín. Ég hugsa til þín í Sumarland-
inu og veit að þar líður þér vel um-
kringd ástvinum þínum. Guð
geymi þig.
Þín vinkona
Björg Bjarnadóttir (Bagga).
Sigríður
Brynjúlfsdóttir
janúar 1955 og sinnti þar bú-
skap á Geithellum um skeið.
Árið 1980 fluttu Ólafur og kona
hans Jóna Benedikta Júlíus-
dóttir til Vopnafjarðar, heima-
bæjar hennar, þar sem þau
eignuðust og ólu upp börnin sín
Júlíönnu Þórbjörgu, Rannveigu
Hrund og Hafliða Frey.
Ólafur var fróðleiksfús og
bókelskur. Hann var virkur í
félagsmálum og gaf sig gjarnan
að þeim. Hann var í kirkjukór,
karlakór og samkór Vopna-
fjarðar og dofnaði heldur yfir
tenórnum ef Óla vantaði á æf-
ingu. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum s.s. for-
mennsku í Rauðakrossdeild
Vopnafjarðar, varamennsku í
sveitarstjórn, hann var for-
maður sóknarnefndar í Vopna-
fjarðarkirkju, fulltrúi Aust-
fjarðaprófastsdæmis á
kirkjuþingi og gegndi nú síðast
formennsku í stjórn Héraðs-
skjalasafns Austurlands fyrir
Vopnafjarðarhrepp. Hann var
fulltrúi sjómanna í verkalýðs-
hreyfingunni á Austurlandi
enda togarasjómaður um ára-
bil.
Lengst af var hann starfs-
maður og umsjónarmaður hinn-
ar víðfrægu og vel staðsettu
Sundlaugar í Selárdal og var
þar fastur liður í tilverunni.
Þeir sem lærðu sund í Sund-
lauginni í Selárdal sem börn
muna vel eftir Óla, enda
minnisstæður og vinalegur og
ævinlega tilbúinn að leysa
börnin út með kremkexi sem
margir vita ekki betur en heiti
„Ólakex“.
Ferðamenn sem komu reglu-
lega til Vopnafjarðar voru
komnir í kunningsskap við Ólaf
og áttu í kumpánlegum sam-
skiptum við hann í heimsóknum
sínum í laugina.
Það er mikill missir að Ólafi
Valgeirssyni, sem var stór hluti
af hversdeginum á Vopnafirði
og starfsmaður sveitarfélagsins
til áratuga.
Fyrir hönd starfsfólks
Vopnafjarðarhrepps votta ég
fjölskyldu og vinum Ólafs okk-
ar dýpstu samúð.
Þór Steinarsson
sveitarstjóri.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GYLFI LÁRUSSON
húsasmíðameistari
frá Stykkishólmi,
lést miðvikudaginn 10. apríl.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi, mánudaginn
29. apríl klukkan 13.
Ólöf Jónsdóttir
Helena Gylfadóttir
Inga Lára Gylfadóttir Hilmar Baldur Baldursson
Eiður Örn Gylfason Margrét Róbertsdóttir
Malin Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
EIRÍKUR RUNÓLFSSON,
Sólvöllum, Eyrargötu 26,
Eyrarbakka,
lést af slysförum föstudaginn 12. apríl.
Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 20. apríl klukkan 13.
Rúnar Eiríksson Auður Hjálmarsdóttir
Jón S. Eiríksson Þórdís Þórðardóttir
Emma G. Eiríksdóttir Hafþór Gestsson
Þórður Eiríksson Erla Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn